Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans VERIÐ er að ganga frá kaupum á hlut Jóns Ólafssonar í Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og er gert ráð fyrir að samningum ljúki um helgina eða fyr- ir aðalfund Íslandsbanka á morgun, mánudag. Mun Jón þá jafnframt draga framboð sitt til baka til vara- stjórnar bankaráðs. Jón Ólafsson og félög honum tengd eiga alls rétt tæpan 6% hlut í Íslandsbanka en heildarhlutafé bankans er um 10 milljarðar. Gengi bréfanna í þessum viðskiptum mun vera rétt undir 5, samkvæmt heim- ildum blaðsins, en lokagengið í við- skiptum með Íslandsbankabréfin á föstudag var 4,81. Miðað við mark- aðsvirði Íslandsbanka er því heild- arverðmæti bréfa Jóns Ólafssonar tæpir þrír milljarðar króna. Kaup- andi eða a.m.k. milligönguaðili um kaupin er Kaupþing. Jón Ólafsson var sem kunnugt er hluti af Orca-hópnum svonefnda sem keypti 26,5% hlut sparisjóðanna og Kaupþings í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins í ágúst 1999. Auk Jóns mynduðu þennan hóp Eyjólfur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þosteinn Már Baldvinsson. Við sameiningu FBA og Íslands- banka árið 2000 varð eignarhalds- félagið Orca, FBA-Holding stærsti hluthafinn í bankanum en alls átti Orca-hópurinn um 18% hlut í Ís- landsbanka í gegnum nokkur félög. Fyrr á þessu ári var tilkynnt um kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más á hlut Eyjólfs Sveinssonar í bankanum á genginu 4,3 sem Eyjólfur sjálfur mat þá í samtali við Morgunblaðið á hærri fjárhæð eða á bilinu 4,7 til 4,8 vegna greiðslna sem hann fengi á næsta ári. Ef Jón dregur framboð sitt til baka í bankaráðskosningunni á aðal- fundi Íslandsbanka á morgun er ein- sýnt að bankaráðið allt verði sjálf- kjörið, bæði aðal- og varastjórn. Jón Ólafsson selur um 6% hlut sinn í Íslandsbanka Mun draga framboð sitt til varastjórnar bankans til baka Á SÍÐASTA ári voru 89 ökumenn sviptir ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta, þar af voru að- eins tvær konur. 76 af þeim 87 körlum sem voru sviptir ökuleyfi á grundvelli punktakerfis voru á aldrinum 17–20 ára. Elsti karlmað- urinn var 36 ára. Konurnar tvær sem voru sviptar ökuleyfi voru báðar 17 ára. Ef marka má tölur ríkislögreglu- stjóra um sviptingu ökuréttinda á grundvelli umferðarpunkta virðist það taka ákveðinn hóp ungra karl- manna fjögur ár að átta sig á um- ferðarreglunum. Alger skil verða við tuttugu ára aldur, en í fyrra voru tuttugu tvítugir ökumenn sviptir ökuréttindum en aðeins einn og tveir ökumenn eru sviptir réttindum í aldurshópunum þar á eftir. Þannig voru aðeins fimm ökumenn á aldrinum 21–30 ára sviptir ökuleyfi. 87 ungir karlmenn sviptir ökuleyfi TÓLF ára stúlka lést og tveir slös- uðust alvarlega er tveir bílar, jeppi og fólksbifreið, rákust saman of- arlega í Lögbergsbrekku á Suður- landsvegi í gærmorgun. Stúlkan sem lést var farþegi í jeppanum en bílstjóri fólksbifreiðarinnar var einn í bílnum. Tilkynning um slysið barst lögreglunni í Kópavogi klukkan 7.24 í gærmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu voru tveir fluttir á bráðamóttöku Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi og samkvæmt upplýsingum læknis á vakt þar voru þeir lagðir inn á gjörgæsludeild alvarlega slasaðir. Að sögn lögreglu komu bílarnir úr gagnstæðum áttum en tildrög slyssins voru að öðru leyti ókunn er Morgunblaðið fór í prent- un. Loka þurfti Lögbergsbrekku tímabundið fyrir umferð í kjölfar slyssins. Þrír þurftu að leita á slysadeild eftir að strætisvagn og fólksbíll lentu í árekstri á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar í gærmorgun. Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins og beita varð klipp- um til að ná farþegunum, manni og barni í bílstól, úr bílnum. Ekki fengust upplýsingar um líð- an þeirra, en þau voru í rannsókn þegar Morgunblaðið ræddi við lækni á slysadeild í gær. Ökumað- ur strætisvagnsins leitaði einnig á slysadeild til aðhlynningar. Sá sem lést í hörðum árekstri jeppa og fólksbifreiðar um þrettán kílómetra austur af Selfossi um klukkan hálfátta á föstudagskvöld var karlmaður fæddur árið 1979. Samkvæmt upplýsingum lækna á bráðamóttöku í Fossvogi er líðan hjóna og tveggja barna þeirra sem lentu í slysinu eftir atvikum. Morgunblaðið/Júlíus Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins til að ná farþegunum út úr bíl sem lenti í árekstri við strætisvagn á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Banaslys við Lögberg í gærmorgun Á SÍÐASTA ári voru 108 börn í lang- tímavistun hjá bændum sem eru fé- lagar í Landssamtökum vistforeldra í sveitum. Auk þess voru 86 börn í skammtímavistun. Ásta Ólafsdóttir, fulltrúi samtakanna á Búnaðarþingi, sagði að um væri að ræða börn sem hefðu af ýmsum ástæðum ekki getað alist upp hjá foreldrum sínum og því verið búið heimili í sveitum fyrir milligöngu barnaverndaryfirvalda. Ásta sagði að í sveitunum væri þessum börnum búið heimili í rólegu og öruggu umhverfi. Þar væru þau í góðum tengslum við náttúruna og dýrin. „Okkar markmið er að þessi börn, sem af einhverjum ástæðum geta ekki búið í foreldrahúsum, fái gott atlæti í öruggu og fjölskyldu- vænu umhverfi,“ sagði Ásta. Ásta sagði að börnin væru tekin í vistun á ýmsum aldri. Í dag bæri þjóðfélaginu skylda til að börn fram að 18 ára aldri ættu heimili, en áður var miðað við 16 ára aldur. Hún sagði að framkvæmdastjóri Barnavernd- arstofu hefði lýst ánægju með þetta úrræði og lýst vilja til að efla það. Miklar kröfur eru gerðar til vist- foreldra í sveitum. Þeir þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði og hafa far- ið á námskeið. Ásta sagði að Lands- samtök vistforeldra í sveitum hefðu áhuga á að auka menntun vistfor- eldra. Tilgangurinn væri að gera vistforeldra betur í stakk búna til að annast börn og unglinga sem þurfa á meiri félagslegri aðstoð að halda en börn almennt. Ásta sagði að vistfor- eldrar í sveitum tækju einnig börn til sumardvalar sem vísað væri til þeirra af barnaverndaryfirvöldum. 108 börn í lang- tímavistun í sveit KAUPFÉLAG Borgfirðinga hefur á skömmum tíma selt rúmlega 20 frystikistur. Bjarki Þorsteinsson, verslunarstjóri í verslun KB á Hyrnutorgi, segist aldrei hafa upplifað aðra eins sölu. Skýringin á þessari góðu sölu er sú að Norðlenska, sem rak til skamms tíma sláturhús og frysti- hús í Borgarnesi, ákvað að loka frystiklefum, en þar hefur fólk getað leigt sér aðstöðu til að geyma kjöt. Yfir hundrað manns hefur leigt sér frystiklefa Eitthvað á annað hundrað manns hefur notfært sér þessa frystiklefa, en þetta fólk situr nú uppi með kjöt sem það þarf að koma í geymslu. Norðlenska taldi að of dýrt væri að reka þessa frystiaðstöðu, en auk þess samræmist það ekki heilbrigðiskröfum að menn gætu hugsanlega komið með kjöt af heimaslátruðum gripum og geymt það í sama húsi og kjöt sem ætlað væri í almenna sölu. Bjarki og Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, voru fljótir að átta sig á því að ákvörðun um að loka frystiklef- unum fæli í sér viðskiptatækifæri fyrir Kaupfélagið. Þeir náðu samningum við Bræðurna Orms- son um hagstætt verð á frysti- kistum og hafa á skömmum tíma selt margar kistur. „Ég hef aldrei selt jafnmikið af frystikistum á jafnskömmum tíma. Ætli ég hafi ekki selt rúm- lega 20 frystikistur á þremur vik- um. Það gerir um eina frystikistu á dag,“ sagði Bjarki. Bjarki sagðist venjulega selja talsvert af frystikistum í slát- urtíðinni á haustin. Þessi sala væri hins vegar búin að slá öll met. Hver frystikista kostar um 50 þúsund krónur. Heildarsala KB á frystikistum er því komin yfir eina milljón króna. Kaupfélag Borgfirðinga Hefur selt rúmlega 20 frysti- kistur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.