Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 27 Hún er búin að búa í Svíþjóð frá 7 ára aldri. Fædd í Reykjavík 1949 og fluttist með foreldrum sínum, Ernu Sigurleifsdóttur leikkonu og Árna Ársælssyni lækni, til Færeyja 1954 og það- an til Strömstad í Svíþjóð 1956 og hefur búið í Sví- þjóð síðan. Hún er leikkona eins og móðir hennar en man ekki eftir að hafa séð móður sína á leiksviði. Hún heitir Bergljót Árnadóttir og er þekkt leik- kona í Svíþjóð, flestir Svíar þekkja hana sem Alice, eina aðalpersónuna í sjónvarpsþáttaröðinni Skilda Värdar sem gengið hefur vikulega á TV 4 und- anfarin þrjú ár. Hún er núna að leika hlutverk Mörtu í Hver er hræddur við Wirginiu Woolf í Borgarleikhúsinu í Hälsingborg. Í janúar var frum- sýnt í Rialto leikhúsinu í Kaupmannahöfn hennar fyrsta leikrit, Massakre. Bergljót er því ein af Ís- landsdætrum sem óhætt er að telja með þegar römm taug þjóðernishyggjunnar bærist í brjóstinu. Móðir hennar Erna Sigurleifsdóttir var ein skærasta stjarna Leikfélags Reykjavíkur frá 1950 fram til 1954 og þótti eiga glæsta framtíð fyrir sér á leiksviðinu. Hún batt þó skjótan endi á feril sinn og flutti með fjölskylduna til Svíþjóðar. Erna fluttist aftur til Íslands árið 1970 en tók ekki upp þráðinn aftur þar sem honum hafði sleppt 15 árum fyrr. „Ég vildi ekki flytja með þeim til Íslands, enda var ég þá búin að fá inngöngu í Leiklistarháskólann í Stokkhólmi,“ segir Bergljót. Hún útskrif- aðist árið 1974 og hef- ur starfað óslitið sem leikkona síðan. Erna Sigurleifsdóttir lést þann 7. febrúar síðast- liðinn en Árni maður hennar lést árið 1993. Bróðir Bergljótar er Vihjálmur Árni flug- maður. Fráfall Ernu varð Jóni Viðari Jónssyni tilefni til að rifja upp feril hennar í grein sem hann skrifaði í Morgun- blaðið 2. 3. sl. Þar segir hann m.a: „Ég býst við að fáir leikarar, ef nokkrir, sem neyðast til að kveðja sviðið eftir jafn glæsta byrjun og Erna átti, verði nokkurn tímann innst inni alveg sáttir við örlög sín. Ekki fann ég þó annað en hún liti beiskjulaust aftur til þessa tíma í lífi sínu, enda átti hún margar ánægjulegar minningar frá honum. Hún fór góðum orðum um samstarfsmenn sína, þá sem hún á annað borð vildi tala um; lét sér í hæsta lagi nægja kank- víslega glettni ef eitthvað annað bjó undir.“ Bergljót segir að hún minnist þess ekki að mikið hafa verið talað um leikferil móður sinnar og hún hafi ekki alist upp við að líta á hana sem leikkonu. „En það var alltaf mikill áhugi á leikhúsi og bók- menntum á heimili foreldra minna og ég fékk þann áhuga í veganesti.“ Ekki þarf heldur að draga í efa að hún hafi fengið sinn skerf af leikhæfileikum móð- ur sinnar í vöggugjöf. „Ég á tvær minningar um leiklistarferil móður minnar. Fyrri minningin er frá kvikmyndinni Síð- asti bærinn í dalnum þar sem mamma lék álfkon- una. Mér þótti mikið til þeirrar myndar koma. Síð- an man ég eftir að hafa fylgt mömmu dyggilega við æfingar á Músum og mönnum í Þórshöfn í Fær- eyjum en hún setti leikritið upp þar. Ég held að ég hafi stundum verið dálítið fyrir leikurunum. Þá hef ég verið 5 ára.“ Erna hafði skömmu áður leikið konu Charleys í sama leikriti við mikla hrifningu í í Iðnó og þekkti því leikritið mætavel. Þetta mun þó hafa verið í eina skiptið sem hún lagði fyrir sig leikstjórn. „Eftir að ég lauk leiklistarnáminu hef ég verið í lausamennsku í leikhúsum víða í Svíþjóð. Ég hef leikið talsvert í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi, líka á Dramaten og einnig verið í mörgum sýningum hjá Riksteatern. Það eru sýningar sem farið er með í leikferðir um Svíþjóð og mjög gaman að taka þátt í því. Svo hef ég leikið mikið í sjónvarpi og ráðið mig í einstök verkefni í leikhúsunum eins og gengur. Í vetur er ég ráðin við Borgarleikhúsið í Hälsingborg en ég hef verið hérna áður, veturinn 1997-98, þá lék ég mömmuna í leikriti Nicky Silver Feitir menn í pilsum. Síðustu þrjú árin hef ég einnig verið að leika Alice í sjónvarpsþáttunum Skilda Värdar. Þetta er afskaplega kát kona sem kemur frá Am- eríku og vill hjálpa öllum og gera öllum gott. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og sérstaklega hef ég gaman af taka upp í stúdíói með þriggja véla tækni. Þessir þættir eru að hluta teknir þannig en það er líka tekið talsvert úti. En nú er búið að ákveða að þættirnir hætti í vor og við kláruðum að taka upp í nóvember. Það er ágætt að hætta eftir þennan tíma því að svigrúmið til að þróa persónur í svona þáttum er mjög lítið. Framleiðendurnir vilja hafa þær eins frá upphafi til enda svo áhorfendur geti fylgst með þó þeir missi þætti úr á milli.“ Það fer auðvitað ekki hjá því að á 28 ára löngum ferli verði sum hlutverk öðrum minnistæðara. Bergljótu vefst þó tunga um tönn þegar ég bið hana að nefna einhver slík. „Mér finnst óskaplega gaman að leika Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf og það segi ég ekki bara af því að ég er að leika hlutverkið núna. Mér finnst það skemmtilegt og fyrir leikkonu á mínum aldri er þetta óskahlut- verk. Þetta er svo vel skrifað leikrit og gefur leik- urunum mjög mikið. Af öðrum hlutverkum er mér minnistætt hlutverk Clytemnestru í Ifigeníu eftir Evrípídes sem ég lék í Borgarleikhúsinu í Stokk- hólmi fyrir nokkrum árum. Ég hafði líka gaman af að leika þar 1986 hlutverk ungrar stúlku Betsheb í áströlsku leikriti The Golden Age. Það fjallaði um stúlku sem finnst í óbyggðum Ástralíu og getur ekki tjáð sig nema takmarkað með orðum. Það var mjög spennandi hlutverk. Ég hafði líka mikla ánægju af að leika í Hanjo eftir japanska skáldið Yukio Mishima á Dramatiska Institutet í Stokk- hólmi 1985. Þetta er nú það sem ég man eftir í svip- inn. Kannski vegna þess að þetta voru svolítið öðru- vísi hlutverk.“ Skriftirnar hafa fylgt Bergljótu um langa hríð. Hún segist þó hafa verið mjög feimin við að sýna öðrum árangurinn og ekki hafi sjálfstraustið aukist þegar sex útgefendur höfnuðu handriti að ljóðabók sem hún sendi þeim. „Það var svolítið erfitt að taka því,“ segir hún. „En mér þykir svo gaman að skrifa að ég hugsaði að þessir útgefendur réðu því ekkert hvort ég gerði það eða ekki. Ég byrjaði að skrifa leikritið Massakre þegar ég var að æfa Ifigeniu við Borgarleikhúsið í Stokkhólmi. Leikstjórinn var grískur, Yannis Ouvardas, og hann benti mér á ákveðna hluti varðandi Klýtemnestru sem urðu til þess að ég byrjaði að skrifa leikritið. Aðalpersónan í leikritinu mínu er einhvers konar Klýtemnestra. Ég setti leikritið svo bara ofan í skúffu og þar lá það heillengi.“ Hvað varð til þess að þú tókst það upp úr skúff- unni? „Ég veit það ekki. Ég opnaði skúffuna einhvern tíma til að athuga hvernig leikritinu liði. Þá datt mér í huga að láta umboðsmanninn minn hafa það.“ Það varð til þess að Ulla Gottlieb, leikhússtjórinn á Rialto í Kaupmannahöfn, fékk leikritið í hendur og ákvað að setja það upp. Frumsýningin var 17. janúar sl. og danskir gagnrýnendur tóku verkinu misjafnlega. Sumir fundu því ýmislegt til forráttu en aðrir töldu það vel skrifað og athyglisvert. Per- sónur verksins eru tvær, sonur og móðir og Berg- ljót segir að atburðarásin hefjist þegar sonurinn kemur heim fullorðinn og vill fá skýringar á und- arlegri hegðun móður sinnar þegar hann var að alast upp. Faðir hans liggur að sögn móðurinnar fárveikur á sjúkrahúsi. Móðirin er drykkfelld og samskipti þeirra mæðgina hafa alla tíð mótast af því en í lok verksins hafa þau þó náð að sameinast yfir kvöldverði sem móðirn hefur útbúið. Þegar í ljós kemur hvað hún hefur matreitt verður gleði sonarins hins vegar blendin. Bergljót er ógift og barnlaus og segist aldrei hafa fundið hjá sér neina sérstaka þörf til að eignast börn. „Það er álitið ósköp eðlilegt hér í Svíþjóð að haga lífi sínu á þennan hátt en ég finn fyrir því þeg- ar ég kem til Íslands að fólki finnst þetta svolítið skrýtið. Það verður bara hver að haga lífi sínu eins og hann vill,“ segir hún og kveðst ekki vita hvað taki við eftir að sýningum á Virginíu Woolf lýkur þann 28. mars. „Þá fer ég aftur heim til Stokk- hólms. Kannski skrifa ég annað leikrit. Kannski ekki.“ „Kannski skrifa ég annað leikrit. Kannski ekki…“ Eftir Hávar Sigurjónsson BERGLJÓT leikur þessar vikurnar Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Woolf í Borgarleikhúsinu í Hälsingborg. Með henni á myndinni eru Torbjörn Lindström og Annika Kofoed. havar@mbl.is BERGLJÓT Árnadóttir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Í ferðina 7. apríl til Costa del Sol býður Sigurður Guðmundsson upp á sína vinsælu dagskrá og þú nýtur fegursta tíma ársins í frábæru veðri. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Glæsileg dagskrá fyrir eldri borgara: Glæsileg vorferð Heimsferða til Costa del Sol með Sigurði Guðmundssyni 7. apríl frá kr. 69.000 Verð frá kr. 37.400 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Flugsæti eingöngu. Almennt verð kr. 39.270. Verð frá kr. 41.000 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára El Faro, 2 vikur, 8. maí með 10.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 43.155. Verð frá kr. 56.100 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro, 10. apríl, 4 vikur með 10.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 58.905 Verð kr. 76.900 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 4 vikur, 10. apríl með 10.000 kr. afslætti. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Alm. verð kr. 80.745. Verð frá kr. 51.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar, 3 vikur, 7. apríl með 8.000 kr. afslætti. Skattar ekki innifaldir. Almennt verð kr. 54.495. Verð kr. 69.000 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 7. apríl, 3 vikur, með 8.000 kr. afslætti. Völ um aukaviku. Skattar, kr. 3.350, ekki innifaldir. Almennt verð kr. 72.450. • Leikfimi • kvöldvökur • út að borða • spilakvöld • minigolf Costa del Sol 7. apríl Benidorm 10. apríl Steinsteypt 240 fermetra einbýlishús á bökkum Laxár í Aðaldal er til sölu eða leigu. Húsið er mikið endurnýjað að utan sem innan. Hitaveita. Í húsinu eru fimm svefnherbergi. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Eignaþing Sími 464 2545 Einstakt tækifæri EINBÝLISHÚS Á BÖKKUM LAXÁR Í AÐALDAL T I L S Ö L U E Ð A L E I G U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.