Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 51 Lækningastofa Æðaskurðlækningar - almennar skurðlækningar Tímapantanir í síma 533 3131 á milli kl. 8.00 og 16.00 Dr. Karl Logason hefur opnað lækningastofu í Lækningu, Lágmúla 5 Á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands er verið að safna upplýsingum um brúðkaupssiði nú- tímans og síðustu áratuga. Spurningaskrá um efnið er á heimasíðu safnsins www.natmus.is þar sem fólk er m.a. beðið að segja frá eigin eða annarra brúðkaupum. Þátttakendur geta einnig fengið spurningaskrána senda. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar gefa Sigrún, sími 530 2224 eða Hallgerður, sími 530 2226. Brúðkaupssiðir – minningar óskast! F í t o n / S Í A F I 0 0 4 2 4 5 í Lækasetrinu ehf., Þönglabakka 6, 3. hæð Tímapantanir í síma 535-7700 frá kl. 9-17 Sigurbjörn Birgisson, læknir Hef opnað læknastofu Sérgrein: Lyflækningar og meltingarsjúkdómar Upplýsingar og innritun í síma 555 4980 og á www.ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n t v .i s K la p p a ð & k lá rt / ij Markmið námskeiðsins er að gera nemendur færa um að taka þátt í rekstri minni og meðalstórra tölvukerfa. Nemendur öðlast víðtækan skilning á netkerfum og geta leyst vandamál er að þeim snúa. Innifalið í náminu er alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: MCP Netumsjón Microsoft Certified Professional Boðið er upp á 108 stunda kvöld- og helgarnámskeið sem hefst 16. mars og lýkur 11. maí. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18-22 og á laugar- dögum frá 8:30-12:30. Verð kr: 134.000 Innifalið: Mjög vönduð námsgögn og alþjóðlegt próf Kæri viðskiptavinur! Hef hafið störf á Hárgreiðslustofunni KÚLTÚRU. Með kveðju, Hanna Sigga SJÁLFSTÆTT starfandi sjúkra- þjálfarar hafa átt í árangurslausum samningaviðræðum við Trygginga- stofnun ríkisins (TR) undanfarna 15 mánuði. Taxti sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálf- ara hefur sannan- lega rýrnað um tæp 30% en TR býður einungis 7% hækkun. Þrír hópar við- skiptavina sjúkraþjálfara hafa notið endur- greiðslna frá TR umfram aðra enda almennt samþykkt að þörf þessara hópa fyrir sjúkraþjálfun sé meiri en annarra og fjárhagsaðstæður lak- ari. Þessir hópar eru börn, örorkulíf- eyrisþegar og ellilífeyrisþegar. Nú hefur tryggingaráð með nýjum endurgreiðslureglum varðandi sjúkraþjálfun ákveðið að halda end- urgreiðslum áfram fyrir langveik börn og örorkulífeyrisþega en aðrir þurfa að sækja um greiðsluheimild fyrir fram eins og kveðið er um í al- mannatryggingalögum. TR segist halda endurgreiðslum óbreyttum fyrir langveik börn og öryrkja þar sem þessir hópar þoli síst þá auknu greiðslubyrði sem fylgi aðgerðum sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. En hvernig er með ellilífeyrisþegana, eru þeir betur undir aukna greiðslubyrði búnir heldur en hinir hóparnir? Ekki tel- ur undirritaður svo vera en TR hef- ur væntanlega allar upplýsingar þar að lútandi og skorar undirrit- aður á þá sem ábyrgð bera á þess- ari reglusmíð (tryggingaráð) að birta tölur þar að lútandi. Ellilífeyrisþegar eru á sinni starfsævi búnir að greiða sinn skerf til heilbrigðiskerfisins og eiga rétt til sömu endurgreiðslna og börn og örorkulífeyrisþegar. Einhver ástæða hlýtur að hafa verið fyrir því að áður en aðgerðir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara voru boð- aðar buðust ellilífeyrisþegum sömu endurgreiðslur vegna sjúkraþjálf- unar og öryrkjum og börnum. Ástæðan er nefnilega sú hin sama og notuð er til að rökstyðja það að öryrkjar og langveik börn skuli áfram njóta óbreyttra endur- greiðslna frá TR það er að segja að þessir hópar hafa mestu þörfina fyrir sjúkraþjálfun og eiga erfiðast með að þola aukna greiðslubyrði. TR virðist hins vegar tilbúið að setja ellilífeyrisþega út á kaldan klakann til að ná sér niðri á sjúkra- þjálfurum eða getur verið einhver önnur ástæða fyrir því að þessum hópi er nú gert erfiðara fyrir að sækja sjúkraþjálfun? Ekki er um- hyggjusemin fyrir öldruðum Ís- lendingum á þeim bæ. En TR gengur enn lengra. Í al- mannatryggingalögum 33. grein segir eitthvað á þá leið að þeir sem eigi við að stríða afleiðingar alvar- legra, langvinnra sjúkdóma eða slysa geti sótt um styrk frá TR til þjálfunar. Skilgreining trygginga- ráðs í nýjum endurgreiðslureglum um hvað er alvarlegt og langvinnt er eftirfarandi: „...enda valdi sjúk- dómsástandið verulegri skerðingu á færni til athafna daglegs lífs, göngugetu eða vinnufærni. Slík sjúkraþjálfun þarf samkvæmt nið- urstöðum vísindalegra rannsókna eða reynslu að vera líkleg til að bæta færnina verulega.“ Með þessu móti er stór hluti aldr- aðra útilokaður frá meðferð vegna afleiðinga margra langvinnra, al- varlegra sjúkdóma svo sem vegna slitgigtar. Okkar aldraða fólk er hætt vinnu þannig að ekki skerðist vinnufærnin. Eftir 1. mars næst- komandi verður það þannig að til að aldraður einstaklingur fái notið sjúkraþjálfunar með greiðsluþátt- töku TR, eins og áður var, þarf við- komandi annað tveggja að vera með verulega skerðingu til göngugetu eða til að sinna sjálfum sér að öðru leyti. Er hægt að ganga lengra í mismunun hópa, undirritaður telur að varla geti tekist betur til en þetta. Undirritaður ber þá von í brjósti að tryggingaráð sjái að sér og breyti endurgreiðslureglum TR á ný á þann veg að ellilífeyrisþegar fái notið þeirra styrkja sem þeim ber og að sömu endurgreiðsluregl- ur verði látnar gilda um aldraða, ör- yrkja og börn. Að lokum vill undirritaður hvetja Félag eldri borgara og aðra þá sem láta sig velferð ellilífeyrisþega varða til að gera það sem þeim er kleift til að sú mismunun sem hér hefur verið lýst verði ekki látin koma til framkvæmda. ÁGÚST JÖRGENSSON, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Ellilífeyrisþegar settir út á kaldan klakann Frá Ágústi Jörgenssyni: Ágúst Jörgensson HVAÐ er dans annað en taktur við tónlist gleðigjafa í hverju spori? Til að kunna að skemmta sér þarf að finna umhverfi sem gleður – ekki grætir. Þau eru mörg tækifærin sem gefast til gleði og þær eru margar samkom- urnar þar sem njóta má félagsskapar án ófagurra lyfja. Ef grannt er skoðað veldur drukkið fólk, gamalt sem ungt, helst tárum. Hvað er til ráða þegar vín og eiturlyf eru talin nauðsynleg til að „skemmta sér“? Í minningum frá yngri árum á ég í gleðiríkan sjóð að sækja: Ekkert vín, ein harmonika eða tvær þegar best lét, allir út á gólfið, annað stóðst ekki, og ótrúlega var mörgum erfitt að kveðja þessar skemmtilegu samkomur. Allir alls- gáðir og af engu misst. Ég hef haft á orði við ýmsa skóla- stjóra og ráðamenn æskulýðsmála: Er ekki þörf á að kenna dans í skólum og skapa gleði í þeirri list, að kenna öryggi í fasi, og kenna ungu fólki að meta dans og tónlist án þess að það sé áfengi eða ólyfjan sem gefur kjark- inn? Sá sem kann að dansa þarf ekki örvandi lyf og lærir að meta góða tón- list. Það er sorglegt að frétta af fjöl- mennum útihátíðum sumarsins, að ungt fólk hafi ekki notið í raun hlýju og birtu sólarinnar – að skemmtunin hafi fyrst og síðast miðast að því að „sleppa“ frá slysum, áflogum og óhugnaði. Er ekki rétt að snúa þessari þróun við og láta ungt fólk taka meiri ábyrgð og sýna meiri metnað við skipulagningu útihátíða. Að ungt fólk fái að sýna hvað í því býr og fái að taka þátt í skemmtun sem vekur því von. Er ekki nóg komið af kæruleysi og svalli sem engan gleður? Slíkt er ekki að skemmta sér. LÁRA BÖÐVARSDÓTTIR, Barmahlíð 54, Reykjavík. Um úti- hátíðir sumarsins Frá Láru Böðvarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.