Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER Volvo-kona. Éghef átt tvo Volvoa ogunni þeim báðumheitt. Þeir voru ná- kvæmlega eins, silfurgráir station-bílar, annar árgerð ’85 og hinn ’87. Stórkostlegir bílar og fyrir mér voru þeir ekki bara bílar heldur líka fé- lagar (ég átti aldrei gælu- dýr …). Sem Volvo-eigandi til margra ára hef ég komist að því að til er Volvo-fólk. Fólk sem vill bara eiga Volvo, þyk- ir sérstaklega vænt um bíl- ana sína og hefur gaman af því að tala um þá. Þetta teng- ist engri bíladellu. Ég er til dæmis alveg laus við bíla- dellu – þekki ekki Toyotu frá Volkswagen – en ég hef afar gaman af því að tala um Voll- ann minn, sérstaklega við annað Volvo-fólk. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar einhver segir mér að hann/ hún sé Volvo-manneskja eða að hann/hún eigi foreldra eða annan náinn ættingja sem séu það. Ég væri tilbúin að fara með ókunngri Volvo- manneskju á kaffihús bara til að tala um Vollana okkar og gott ef ég myndi ekki mæta á Volvo-morgna í kirkjum eða félagsheimilum (ég á ekki börn heldur …). Volvoar eru traustir og umfram allt öruggir bílar. Þeir eru ekkert sérstaklega töff, allt í lagi, þeir eru alveg skelfilega hallærislegir, en ég ber virðingu fyrir þeim sem geta hafið sig yfir töffheit þegar bílar eru annars vegar. Þegar ég flutti hingað til Berkeley í Kaliforníu var fjöl- margt sem vakti athygli mína. Meðal þess sem kom mér mest á óvart og hvatti til flestra upphrópana af minni hálfu er sú merkilega stað- reynd að hér er allt morandi í Volvoum. Ég held að ég geti með góðri samvisku sagt að Volvo sé algengasta bílteg- undin hér, sem mér finnst stórfurðulegt þar sem ég hef farið nokkuð víða um Banda- ríkin og varla séð einn ein- asta. Þetta var alveg ótrúlega gaman fyrir Volvo-konuna og fyrstu dagana mína hér tók ég varla tvö skref án þess að segja: „Nei, sjáðu Volvoinn!“ Ég gerði óvísindalegar rann- sóknir, taldi þá á bílastæðum og reiknaði hlutföll – oft eru þeir allt að þriðjungur bíla á bílastæðum hér. Svo skoðaði ég bílana nánar og tók eftir því að þeir eru nær und- antekningarlaust mjög vel farnir, en flestir eru frekar gamlir – jafnvel eldri en mín- ir gömlu skrjóðar. Að sjálf- sögðu skoðaði ég líka eigend- urna, bandaríska Volvo-fólkið, en þá fóru að renna á mig tvær grímur. Þetta var nefnilega ekki svona heiðarlegt Volvo-fólk sem hefur sig yfir töffheit, heldur var þetta fólk sem snobbar, já snobbar fyrir Volvoum. Ótrúlegt en satt þá þykir það „fínt“ hér í vissum kreðs- um að keyra um á sænskum bílum. Berkeley á sér nátt- úrlega sögu sem hippabær númer eitt og hér er mikið af gömlum hippum sem geta bara hugsað sér að keyra bíla, ef bílarnir eru afurð sós- íal-demókratísks samfélags. Þannig er það pólitísk yfir- lýsing að keyra um á Volvo. Hér í hippabæ þykir allt skandinavískt mjög fínt. Hús- gagnaverslanir sem sérhæfa sig í „skandinavískri hönnun“ eru á hverju strái og Volvo- umboðið er stærra en Ford- umboðið. Mér er fyrirmunað að átta mig á því hvers konar snobb þetta er, það er að segja hvort verið sé að snobba upp eða niður á við. Í vissum skilningi er þetta niður-á-við- snobb, því hugmyndafræðin á bak við skandinavíska hönn- un er sú að allir geti fengið vandaða vöru á viðráðanlegu verði – gæði og einfaldleiki í fyrirrúmi. Þess vegna fíla gömlu hipparnir þetta. En þegar búið er að útbúa vör- una fyrir bandarískan mark- að og flytja hana yfir hálfan hnöttinn kostar hún miklu meira en aðrar sambærilegar vörur hér og þannig hefur þetta snúist upp í andhverfu sína; upp-á-við-snobb. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, því eitt af því sem ég kann best að meta við Vollann minn er hvað mér fannst ímynd hans laus við allt snobb. Þetta var bara traust- ur bíll. Svolítið halló, en það var allt í lagi. Héðan í frá mun ég hins vegar fíla mig eins og gamlan hippa, sem eignaðist pening en skammast sín fyrir það og friðar samviskuna með því að keyra um á sósíalískum bíl. Nei annars, ég ætla að halda áfram að vera ánægð með Vollann á sama hátt og áður, enda hefur hann alltaf verið meira en bara bíll fyrir mér. Og ég hlakka til að segja hon- um að úti í löndum sé til fólk sem finnst hann fínn á póli- tískum lífsstíls-forsendum. Honum bregður kannski að heyra, eftir hans góða ævi- starf í hægriumferðinni á Ís- landi, að hann sé eftir allt saman vinstrisinnaður. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Ásdís Fasteign á hjólum F RÉTTAMYNDIR í ljósvaka- miðlum og dagblöðum eru þáttur sem hefur gríðarlega mótandi áhrif á veruleikasýn okkar. Á sama hátt og fjölmiðlar eru augu okkar og eyru út í heiminn eru ímyndirnar sem þar birtast snar þáttur í daglegri veruleikaskynjun. Hinn dæmi- gerði Vesturlandabúi er umvafinn ímyndum frá morgni til kvölds, og getur svo farið að hann gefi fréttamynd af mikilvægum viðburði ekki meiri gaum en auglýsingu í sama dagblaði eða ketti sem hann mætti á leiðinni út með ruslið. Franski fræðimaðurinn Roland Barthes er meðal þeirra sem bent hafa á táknræna virkni ímynda í vestrænum upplýsinga- og neyslu- samfélögum, og lagði hann í greiningu sinni áherslu á þá merking- armiðlun sem fram fer á táknrænum og ómeðvituðum sviðum. Táknfræði auglýsinga og neysluhvetjandi ímynda er Barthes mikilvægt greiningarefni í því sambandi, en einnig fréttaljósmyndin og skoðanamótandi vald ímynda sem birtast á fjöl- miðlavettvangi. Þannig benti Barthes og minnti á, að sýn okkar á umheiminn sem við hljótum með hjálp fjölmiðla er mótuð af flóknu samspili viðhorfa og tákna. Vald fjölmiðilsins í þessu samhengi er eðlilega mjög mikið, enda er það í höndum ritstjórnar að ákveða hvaða myndir skuli birtar og hverjar ekki, hverjum skal gert hátt undir höfði og hverjum ekki. En það sem er ekki síður áhugavert í þessari spurningu er hinn endinn á miðluninni. Ákvörðunin sem tekin er í ritstjórn fjölmiðlanna hlýtur alltaf að taka mið af því hvað almenningur vill sjá, eða kannski frekar hvað hann er tilbúinn að sjá – hverju hann er raunverulega móttækilegur fyrir. Í fréttum af heimsmálum þessa dagana hef-ur endurtekið gefið að líta ljósmyndir afsyrgjandi ástvinum við lík fórnarlambastríðsástandsins fyrir botni Miðjarðar- hafs. Myndir þessar hafa sýnt látna Palest- ínumenn, börn og fullorðna, sem kvaddir eru og bornir til grafar. Sú staðreynd að þessar myndir beina sjónum að málstað Palestínumanna er at- hyglisverð út af fyrir sig, og er e.t.v. í senn ástæða og merki um aukinn áhuga Vestur- landabúa á að setja sig af einhverri alvöru inn í þá deilu sem ríkir í þessum „fjarlæga“ heims- hluta. En hér vakna einnig spurningar um öllu ómeðvitaðri hlið þessarar fréttaljósmyndunar, það er hversu langt er þar gengið í að sýna dauðann. Það má spyrja sig hvort sú aðferð að sýna af- leiðingar ófriðarins með svo áþreifanlegum hætti sé ekki hreinlega nauðsynleg til þess að fanga at- hygli hins ímyndaspillta og upplýsingametta Vesturlandabúa. Ljósmynd af líki hefur slag- kraft, hún grípur athyglina, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að vestrænn nútími hefur að- greint dauðann svo rækilega frá daglegum veru- leika, að sú reynsla að sjá liðið lík er sjaldgæf og mörgum illskiljanleg. Okkur er óbeint veitt þarna tækifæri til að staldra við í okkar dauðhreinsaða hversdagsleika og virða fyrir okkur hið óskilj- anlega, og við bítum á agnið. Á sama tíma og meginþungi allrarfréttamiðlunar heimspressunnarbeinist að hörmungum, slysum og of-beldi í heiminum ríkir þar ákveðið samkomulag um hversu langt megi ganga í að sýna dauðann. Margar ástæður liggja þar að baki, ekki síst nærgætni við fórnarlömbin og að- standendur þeirra. Það kemur þó fyrir að okkur birtist myndir af liðnum líkum í þeim fjölmiðlum sem eru hluti af daglegu lífi okkar, líkt og nefnt var dæmi um hér að ofan. En sú blákalda birt- ingarmynd dauðans sem borin er óvænt á borð hversdagsleikans með þessum hætti er hins vegar undantekningarlítið fest á filmu í öruggri fjarlægð frá hinni vestrænu miðju alheimsins. Það er t.d. ekki óalgengt að sýnd séu lík fórn- arlamba stríða og slysa, í þeim löndum og álfum heims, sem eru okkur Vesturlandabúum fjar- læg bæði í kílómetrum talið og hvað trúarleg og samfélagsleg gildi varðar. Og má hér spyrja hversu margar sambærilegar fréttaljósmyndir sýna látin fórnarlömb frá lýðræðisríkinu Ísrael. Á undanförnum mánuðum birtust í fjöl-miðlum myndir af fórnarlömbumtveggja lestarslysa, sem áttu sér staðannars vegar í Egyptalandi og hins vegar á Indlandi. Fréttaljósmyndir sýndu björgunarmenn bera í burtu illa brunnin lík fórnarlambanna, sem aðeins voru hulin að hluta. Í tilfelli síðarnefnda slyssins fólst e.t.v. í frétt- inni tilraun til að vekja athygli á ofbeldisverki frömdu í skugga trúarátaka, en þar kveiktu múslimar í farþegalest með þeim afleiðingum að 57 hindúar (menn, konur og börn) brunnu inni. En slysið í Egyptlandi var hreint slys og væri birting sams konar mynda á vestrænum fjöl- miðlavettvangi af fórnarlömbum lestarslyss í Evrópu eða Bandaríkjunum óhugsandi. Þannig virðist ríkjandi einhvers konar fjar- lægðarmælikvarði á það hvort réttlætanlegt sé að birta myndir. Og það segir ef til vill meira um okkur sjálf en fjölmiðilinn að slíkur fjarlægð- armælikvarði skuli vera við lýði hvað varðar getu okkar til að horfast í augu við dauða og hörmungar með svo beinskeyttum hætti. Í öruggri fjarlægð Reuters Þessi ljósmynd danska ljósmyndarans Eriks Refners var valin fréttaljósmynd ársins af World Press Photo-samtökunum. Hún sýnir lík afgansks flóttadrengs búið til hinstu hvílu. AF LISTUM Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.