Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA kvenna í heiminumhefur breyst á ýmsan háttfrá því að konur tóku sigsaman og hófu að berjastfyrir réttindum „veikara“ kynsins. Í kjölfar kvennabaráttunn- ar fengu konur víða um heim kosn- ingarétt og önnur mikilvæg réttindi sem veittu þeim sömu stöðu og karl- menn í löggjöf margra ríkja. En breytingarnar hafa tekið tíma. Árið 1980 varð Vigdís Finnbogadóttir til dæmis fyrst kvenna til þess að verða forseti þjóðar í öllum heiminum. Síð- an hafa fleiri kvenkyns forsetar fylgt í kjölfarið þótt þeir séu enn í miklum minnihluta. Konur á Vesturlöndum hafa þótt ná einna mestum árangri í átt til jafnréttis. Þrátt fyrir að löggjöfin veiti þeim jafnan rétt til flestra hluta er enn troðið á rétti þeirra á ýmsum sviðum. Konur á Íslandi eru til dæm- is enn með 12–14% lægri laun en karlar fyrri sömu vinnu. Og ef miðað er við þann árangur sem náðst hefur til þessa við að jafna laun kynjanna er talið að það taki 114 ár til viðbótar þangað til konur verði jafnokar karla á launaseðlinum. Staða kvenna í heiminum hefur á ýmsan hátt breyst til betri vegar á undanförnum árum og áratugum. Á föstudaginn var Alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna hins vegar haldinn hátíðlegur og hljóta einhverjir að spyrja sig hvers vegna haldið sé upp á slíkan dag þegar konur hafa víðast hvar öðlast sama lögbundna rétt og karlar. Þessari spurningu er auðvelt að svara. Því miður sýna tölulegar staðreyndir og upplýsingar úr öllum heimshlutum að réttindi kvenna eru enn þann dag í dag fyrir borð borin á margvíslegan hátt. Konur sæta pyntingum, limlestingum og misrétti af ýmsum toga vegna kynferðis síns. Eftirfarandi upplýsingar sem fengn- ar eru frá Worldwatch-stofnuninni í Washington í Bandaríkjunum tala sínu máli: Þungun: Yfir hálf milljón kvenna deyr árlega af völdum þungunar og barnsburðar. Flest dauðsföllin hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir með bættri heilsugæslu og hreinlæti. Aðrar 18 milljónir kvenna hljóta langvarandi örkuml eða lömun vegna þessa. Meira en 1.300 konur létu því lífið af þessum sökum eingöngu á föstudaginn, á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna. Eyðni: Fleiri konur en karlar eru fórnarlömb eyðni í heiminum. Í Afr- íku sunnan Sahara þar sem út- breiðsla eyðni er hröðust í heimin- um, eru konur 55% allra nýsmitaðra. Því miður hafa fæstar þessara kvenna möguleika á að neita kyn- mökum eða biðja félaga sinn að nota verjur. Ofbeldi: 20–50% allra kvenna hafa upplifað ofbeldi af hálfu „ástvinar“. Kynbundið ofbeldi tekur á sig ýmsar myndir og þjakar stúlkur og konur á öllur aldri. Áætlað er árlega komist 60.000 stúlkubörn ekki á legg vegna kynbundinna fóstureyðinga, morða við fæðingu eða þær látist af van- rækslu í Kína og á Indlandi. Morð: Á árinu 2000 er talið að meira en 5.000 stúlkur hafi verið myrtar af foreldrum sínum eða öðr- um fjölskyldumeðlimum vegna þess að þær töluðu við drengi á götunni eða vegna þess að þær urðu fórn- arlömb nauðgana. Umskurður: Kynfæri meira en tveggja milljóna kvenna eru af- skræmd árlega. Menntun: Tveir þriðju af þeim 876 milljónum manns sem eru ólæsar í heiminum, eru konur. Í 22 Afríku- ríkjum og níu Asíuríkjum stunda 80% færri stúlkur nám en drengir. Þá stundar aðeins helmingur stúlkna í fátækustu löndunum nám að lokn- um fjórða bekk og eingöngu tvær til sjö af hverjum 1.000 konum stunda nám á framhaldsskóla- eða háskóla- stigi. Fátækt: Í flestum heimshlutum eru heimili þar sem móður nýtur ein- göngu við, viðkvæmari fyrir fátækt. Í Bandaríkjunum einum er einn þriðji þeirra barna sem alast upp í fá- tækt alinn upp hjá einstæðri móður. Laun: Um allan heim hafa konur að meðaltali einn þriðja til þriggja fjórðu hluta af launum karlmanna fyrir sömu vinnu. Að auki sjá konur um mest af þeirri ósýnilegu vinnu sem heldur fjölskyldum gangandi frá degi til dags. Samt sem áður er heim- ilishald, barnauppeldi, vatnsburður, söfnun eldiviðar og fleira, sem að mestum hluta er í daglegum verka- hring kvenna, sjaldnast innifalin í efnahagslegu uppgjöri, jafnvel þótt virði þeirra sé um einn þriðji af hag- rænni framleiðni. Eilíf barátta kvenna Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn á föstu- daginn. En hvers vegna? Hefur stöðu kvenna ekki fleygt heilmikið fram und- anfarna áratugi? Að vísu, en ennþá er mjög langt í land að konur um allan heim njóti sama réttar og karlar. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér skýrslu World- watch-stofnunarinnar og sá að verkefnin eru ærin og staða kvenna víða bág. Morgunblaðið/Þorkell Tveir þriðju af þeim 876 milljónum manns sem eru ólæs í heiminum eru konur. Í 22 Afríkuríkjum og 9 Asíuríkjum stunda 80% færri stúlkur nám en drengir. Morgunblaðið/Þorkell Yfir hálf milljón kvenna deyr árlega af völdum þungunar og barnsburðar. Flest dauðsföllin hefði auð- veldlega mátt koma í veg fyrir með bættri heilsugæslu og hreinlæti. Morgunblaðið/Þorkell Um allan heim hafa konur að meðaltali einn þriðja til þrjá fjórðu hluta af launum karlmanna fyrir sömu vinnu. Morgunblaðið/Þorkell Í flestum heimshlutum eru heimili þar sem móður nýtur eingöngu við viðkvæmari fyrir fátækt. Í Bandaríkjunum er einn þriðji þeirra barna sem alast upp í fátækt alinn upp hjá einstæðri móður. ’ Það eru til ótal sannanir fyrir því að þegarkonur komast til valda í stjórnmálum fái mál, sem varða þær, fjölskyldur þeirra og börn, aukið vægi ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.