Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Á GLEÐISTUNDU“ heitir nýút- kominn geisladiskur með ýmsum hljómsveitarverkum Atla Heimis Sveinssonar. Ekki er laust við að titill plötunnar og útlit skírskoti til ann- arra hluta en „óróaseggjarins“ og „kameljónsins óskammfeilna“ eins og tónskáldið er nefnt í grein Árna Heimis Ingólfssonar í meðfylgjandi bæklingi. Platan gæti þess vegna innihaldið sykursæta ástardúetta úr poppverksmiðjunni – einhvers konar „Pottþétt ást“ frá Skífunni. En kam- eljónið er samt við sig, það er ekki allt sem sýnist. Og ekki er ólíklegt að hér sé á ferðinni húmorinn, sem Atli Heimir á reyndar nóg af. Efnisskráin sem hér er boðið upp á sýnir og sannar að kameljónið Atli Heimir er ekki vitund „óskammfeil- ið“. Eiginlega ekkert nema prúð- mennskan. Að vísu ekki sá Atli Heim- ir sem birtist í Dimmalimm-inter- mezzóinu eða sönglaginu Kvæðinu um fuglana (Snert hörpu mína) sem nú er orðið hálf-opinbert áróðurslag íslenskrar tungu. En sannarlega ekki heldur sá Atli Heimir sem heyra mátti í Sinfóníu nr. 1 (1999), sem frumflutt var á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í apríllok 1999, en þann atburð telja sumir einhverja þá miskunnarlausustu stórkotaárás sem gerð hefur verið á eyru og þolinmæði hlustenda fyrr og síðar. Það skal viðurkennt hér og nú að sú hlið á Atla Heimi sem Kamm- ersveit Reykjavíkur kynnir hlustendum nú í fyrsta sinn í hljóðriti er hiklaust sú sem undirrit- uðum hugnast best. Tónlistin hér sýnir glögglega frjótt ímynd- unarafl sem birtist í lit- ríkri hljómaveröld. Hlustandinn er hér gjarnan staddur í hring- iðu hins óvænta, ekkert er fyrirsjáanlegt, uppátækjum tón- skáldsins eru lítil takmörk sett. En búningurinn er aðgengilegur, engum er storkað og enginn getur hneyksl- ast verulega. Erjur, fyrsta verk plötunnar, er í raun konsert fyrir selló og strengja- sveit þar sem strengir einleikshljóð- færisins eru þandir til hins ýtrasta. Í upphafskaflanum, sem er hraður og ákveðinn, eru bókstaflega öll tjáning- armeðul þessa hljóðfæris reynd. Tón- vefurinn er jafnan gegnsær og fram- vindan viðburðarík. Hér kveður við nútímalegan tón í bland við hefðbund- in og jafnvel hárómantísk víxlspor í hljómum. Í blíðlegum og hæglátum miðkaflanum er slakað á spennunni og eftir hægan inngang lokakaflans (Ryskingar) tekur við taktfast niður- lagið sem er nokkuð í anda fyrsta kafla. Atli slær hér á létta strengi og vísar í austur og vestur. Við sögu koma jöfrar eins og Stravinsky (upp- haf hraða hlutans) og í lokin fær Bart- ók smá kveðju (Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu). Og einnig kveð- ur hér við óvæntan lopapeysuhljóm íslenskan (nr. 3, 5’30). Sellókonsert- inn Erjur er skemmtilegt og auðskilj- anlegt konsertverk og án vafa merkasta verk- ið á þessum diski. Ein- leikur sellóleikarans Erlings Blöndals Bengtssonar er með ólíkindum glæsilegur og hljómsveitin og stjórnandi hennar, Guðmundur Óli Gunn- arsson, virðast njóta fé- lagsskaparins við tón- verk og einleikara. Píanókonsertinn Concerto Serpentinada er öllu meiri ráðgáta. Hann er í átta stuttum, samfelldum köflum, en heita þeirra er hvorki getið í með- fylgjandi efnisyfirliti disksins né í bæklingi. Þannig að merking nafn- giftarinnar er mér satt að segja ekki ljós („Höggormskonsertinn“, eða á Atli kannski við hið forna bassakorn- ett, „serpent“ í titli verksins? Málm- blásararnir eru a.m.k. nokkuð áber- andi). Tónskáldið hefur í verkinu sett saman nokkuð óvenjulega samsettan hóp flytjenda en í honum eru, auk ein- leikspíanósins, strengir, tréblásarar, málmblásarar, semball, harpa, raf- magnsgítar, slagverk og blandaður söngkvartett sem flytur hin ólíkleg- ustu hljóð sín og tóna án orða. Verkið er hið viðburðaríkasta, hefst og endar á látlausum einleikskadensum píanó- leikarans en á leiðinni er víða komið við (m.a.s. kveður við „beethovensk- an“ tón í einleiksröddinni í öðrum kafla (nr. 5, 0’36) og áhrif frá djassi og rokktónlist má einnig heyra). Stund- um virðist píanóröddin hverfa úr ein- leikshlutverkinu og draga sig inn í hljómsveitarvefinn en snýr svo ábúð- armikil aftur og tekur við afgerandi hlutverki sínu á ný. Konsertinn er áhugaverður og vinnur á við frekari hlustun. Einleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir berst hetjulega við fingraflækjur tónskáldsins og ekki ber á öðru en að það sé gert af ryþm- ískri nákvæmni og sannfæringu. Í frekar þunnskipaðri kammersveit sem verkið er skrifað fyrir ber mikið á einleiksstrófum hljómsveitarmanna og vekja þar málmblásararnir sér- staka athygli fyrir glæsilegan leik. En leikur Kammersveitarinnar undir snarpri stjórn Bernharðs Wilkinson- ar er einnig lofs verður. Snerpan er sömuleiðis áberandi einkenni flutningsins á titilverki plöt- unnar, Á gleðistundu, sem samið var í tilefni opnunar Borgarleikhússins. Verkið gefur leiðandi röddum sveit- arinnar fjölmörg tækifæri til einleiks og ber þar sérstaklega að geta fram- lags fiðluleikarans (Rutar Ingólfs- dóttur?) í hægum hluta verksins. Bráðskemmtilegt verk, stutt en inni- haldsríkt. Í lokaverki plötunnar, Icerapp, fá félagar hljómsveitarinnar, auk þess að spila á hljóðfæri sín, það óvænta hlutverk að gera eitthvað sem á að líkjast „rappi“ og gera sitt besta við að fylgja fyrirmælum tónskáldsins til að það lukkist. Það gerir það bara ekki. Og það er ekki tónlistarmönn- unum að kenna. Bæði er það að tón- málið í Icerapp á ekkert skylt við rapptónlist og verður því nokkuð hall- ærislegt og svo þolir svona verk illa endurtekningu, líkt og brandari sem heyrist of oft. Icerapp er kannski svo- lítið fyndið á tónleikum en endurtekin hlustun á plötu verður þreytandi. Á heildina litið er hér á ferðinni eigulegur diskur með tónlist sem kemur skemmtilega á óvart. Tónlist- arflutningur allur er með ágætum svo og hljómsveitarstjórn þeirra Guð- mundar Óla Gunnarssonar (Erjur) og Bernharðs Wilkinsonar (Concerto Serpentinada, Á gleðistundu og Ice- rapp). En snilldarleikur Erlings Blön- dals Bengtssonar í glæsilegum selló- konsert Atla Heimis, Erjum, verður þó hiklaust að telja það sem upp úr stendur. Kameljónið prúða TÓNLIST Geislaplötur Atli Heimir Sveinsson: Erjur, Concerto serpentinada, Á gleðistundu, Icerapp. Einleikur: Erling Blöndal Bengtsson (selló), Anna Guðný Guðmundsdóttir (pí- anó). Hljómsveitarleikur og raddir: Kammersveit Reykjavíkur ásamt söng- kvartett. Hljómsveitarstjórn: Bernharður Wilkinson og Guðmundur Óli Gunn- arsson. Upptaka: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins – Páll Sveinn Guðmunds- son. Heildartími: 64’07. Útgefandi: Smekkleysa SMK 24. Á GLEÐISTUNDU Valdemar Pálsson Atli Heimir Sveinsson BRENDAN Behan gerir góðlát- legt grín að löndum sínum í Gísl, leikritinu sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina á sjötta og sjöunda áratugnum og gerði þessa írsku fyllibyttu heimsfræga síð- ustu árin áður en hann drakk sig í hel. Leikritið gerist á vafasömu gistihúsi þar sem hjúin Pat og Meg ráða ríkjum, hún miðaldra hóra og hann einfættur drykkju- maður sem segir síbreytilegar sög- ur af því hvernig hann missti fót- inn. Leigjendurnir eru mestanpart vændiskonur af báðum kynjum og þarna inn rekast fulltrúar IRA sem hafa tekið breskan hermann í gíslingu til að mótmæla fyrir- hugaðri aftöku á IRA-manni í Bel- fast. Þessi söfnuður skemmtir sér næturlangt við söng og drykkju á meðan hermaðurinn Leslie Will- iams bíður dauða síns og enginn virðist hafa minnstu trú á að IRA muni gera alvöru úr hótun sinni að lífláta hann í hefndarskyni ef fé- lagi þeirra verður hengdur. Alvöruleysi persónanna gagn- vart þeim skelfilegu aðstæðum sem við blasa er kjarni verksins; allir gera grín að öllu, öllu er snúið upp í söng eða glens, en myndin sem dregin er upp er af fólki sem lifir fyrir líðandi stund, enginn veit sinn næturstað lengur eða hjá hverjum verður lagst næstu nótt. Hjörðin á gistihúsi Pat og Meg verður að táknmynd fyrir hina ráðvilltu írsku þjóð sem er svo hjartahlý og gestrisin að jafnvel erkióvinurinn, breski hermaður- inn, er orðinn að besta vini þeirra á augabragði og Teresa, saklausa þjónustustúlkan, verður umsvifa- laust ástfangin af honum. Sjálfur er Leslie munaðarleysingi úr East End í London sem á ekkert sökótt við írska þjóð og botnar ekki neitt í neinu, nema því að breskum valdamönnum er nákvæmlega sama hvort hann er lífs eða liðinn. Að því leyti á hann meiri samleið með Írum en Bretum er niður- staða Behans í þessu frábæra leik- riti. Leikhópur MÍ gerir úr þessu hugljúfa sýningu, nokkuð skortir á að harmurinn sem undir býr í verkinu komi nægilega skýrt fram, en leikstjórinn hefur valið þá eðli- legu leið miðað við forsendur að leggja áherslu á fjölbreytileika persónanna og skapa úr þessu líf- lega sýningu sem veitir þó jafn- framt innsýn í þann heim sem skyggnst er inn í. Leikendur stóðu sig með ágæt- um og má þar helst nefna Auði Birnu Guðnadóttur og Ingvar Al- freðsson í hlutverkum Meg og Pat. Greipur Gíslason uppskar hlátur fyrir takta sína sem klæðskipting- urinn Rio Rita. Þau Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Pétur Markan í hlutverkum Teresu og Leslie áttu fallegan samleik og fundu nauð- synlegan tón einlægni og sakleysis í túlkun sinni. Söng- og dansatriði féllu vel að sýningunni og greini- legt að alúð hafði verið lögð við þann þátt. Í nafni frelsis og friðar LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði Eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Tónlistarstjórn: Tómas Guðni Eggertsson. Leikstjóri: Þórhildur Þor- leifsdóttir. Þriðjudagur 5. mars. GÍSL Hávar Sigurjónsson FJÓRÐA Myndlistarvor Íslands- banka í Eyjum hóf göngu sína með opnun einkasýningar Huldu Hákon, en hún ein af fjórum lista- mönnum sem sýna á Myndlist- arvorinu að þessu sinni. „Hulda hefur getið sér gott orð og nýtur virðingar fyrir list sína jafnt á Ís- landi sem erlendis,“ segir í kynn- ingu. Að venju verða sýningar Mynlistarvorsins í Vélasalnum við Græðisbraut. Sýningin er opin í dag og næstu helgi, frá kl. 15 til 18. Hinir listamennirnir þrír, sem eru gestir Myndlistarvorsins að þessu sinni, eru Benno Ægisson, Lína Rut Wilberg og Bjarni Ólaf- ur Magnússon. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hulda Hákon sýnir á Myndlistarvori Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hulda Hákon sýnir á Myndlistarvori Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir Hannes Lárusson verð- ur með leiðsögn um sýningu sína Hús í hús kl. 15. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari verður með leiðsögn um sýningu sína Óðöl og innrétt- ingar kl. 15. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rússneska kvikmyndin Tími óska og löngunar verður sýnd kl. 15. Myndin er frá árinu 1977 eftir handriti Anatólís Grébnév, en leik- stjóri var Júlí Raizman. Með aðal- hlutverk fara Véra Alentova og Anatólí Papanov. Myndin segir af Svetlönu, konu á fertutsaldri, sem lengi hefur þráð að eignast fjölskyldu. Hún hittir Vladimír, mann sem er nokkuð við aldur. Þau fella hugi saman og ganga í hjónaband. En óskir þeirra og væntingar falla ekki vel saman. Myndin er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis. Listamiðstöðin Straumur Lista- mennirnir sem starfa í Straumi hafa Opið hús frá kl. 13–18. Lista- mennirnir eru Einar Hákonarson, Hollendingarnir Danny Van Wals- um og Panda Van Deraaf, Ragn- hildur Magnúsdóttir, Bandaríkja- maðurinn Mark Brosseau og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Þá verða seldar veitingar til styrktar Kammersveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Selfosskirkja Söngsveit Hafn- arfjarðar heldur óperu- og vín- artónleika kl. 16. Að tónleikunum kemur einnig fjöldinn allur af einsöngvurum m.a.: Þorgeir J. Andrésson, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir og Kjartan Ólafsson. Stjórnandi er Elín Ósk Ósk- arsdóttir og píanóundirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Í DAG Þorgeir J. Andrésson SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, sunnudag. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni, kl. 14 og kl. 17. Þetta eru ennfremur afmælistón- leikar hljómsveitarinnar, en um þessar mundir eru 35 ár liðin frá því að hljómsveitin hélt sína fyrstu tón- leika, á 10 ára afmæli Kársnesskóla. Heiðursgestur á tónleikunum verður stofnandi sveitarinnar, Björn Guð- jónsson. Á tónleikunum koma fram um 120 börn og unglingar í þremur deildum og leika tónverk af ýmsum toga, m.a. lagasyrpu úr Porgy and Bess, Car- avan úr smiðju Duke Ellington, laga- syrpu eftir Leroy Anderson, ásamt þjóðlögum og léttri tónlist úr ýmsum áttum. Ívar Eiríksson, flautuleikari og fyrrum kennari við skólahljómsveit- ina leika með hljómsveitinni á picc- olo-flautu í hinum kunna marsi eftir John Philip Sousa, The Stars And Stripes Forever. Stjórnandi er Össur Geirsson. Afmælistón- leikar skóla- hljómsveitar INGVELDUR Ýr, söngkona og söngkennari, verður með söngnám- skeið í mars, apríl og maí fyrir byrj- endur, lengra komna og unglinga og hefst kennslan á mánudag. Kennd verður undirstöðutækni í söng, talrödd, tónheyrn og nótna- lestri, auk þess sem kennd verða sönglög af öllu tagi. Söngnám- skeið hjá Ingveldi Ýri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.