Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANS-JOACHIM Schubert frá Vín í Austurríki lætur ekki sjón- depru aftra sér frá því að tefla á Reykjavíkurskákmótinu, en þetta er í fjórða sinn sem hann tekur þátt í því. Kona hans, Enge, er jafnan í för með honum þegar hann teflir á mótum vítt og breitt um Evrópu. Hans-Joachim segir að hún hafi alls engan áhuga á skák, kunni ekki einu sinni sjálf að tefla, og noti því tímann til þess að sauma eða skoða fuglana á Tjörninni meðan hann situr að tafli. „Já, sjónin er heldur farin að daprast og ég rétt grilli í menn- ina á skákborðinu og veit svona nokkurn veginn hvernig andstæð- ingurinn lítur út. Ég átti að fara í augnaðgerð í janúar en því miður varð að fresta henni þar til í lok þessa mánaðar. Ég sé hins vegar ekki lengur á skákklukkuna.“ Hans-Joachim hlær þegar hann er spurður hvernig hann fylgist með tímamörkum og segist ein- faldlega tefla það hratt að hann lendi ekki í tímaþröng. „Mér finnst gaman að koma og tefla hér á Reykjavíkurskákmót- um og hér et ég kappi við sterka skákmenn. Okkur hjónunum hef- ur líkað vel hér á Íslandi og höf- um ferðast nokkuð um landið og þegar séð það helsta. Sem betur fer fyrir mig má eiginlega segja.“ Þótt sjónin sé ekki góð vann Hans-Joachim Jóhann Ragn- arsson í annarri umferðinni á föstudaginn, en Jóhann er mun ofar á skákstigalistanum en Hans-Joachim: „Já, ég náði að snúa á hann í endataflinu og vinna,“ segir Hans Joachim af hógværð. Hans-Joachim segist alltaf taka konu sína með þegar hann teflir á mótum, það sé gott að hafa hana með og hann detti ekki á hausinn á götunum á meðan. „Nei, ég er alls ekki skyldur tónskáldinu Schubert og ég get alls ekkert sungið. Þegar ég gekk í skóla var strákur með mér í bekk sem hét Caruso að eftir- nafni og hann var raunverulega skyldur söngvaranum Caruso. Hann söng samt jafnilla og ég og saman vorum við verstu söng- menn skólans.“ Teflt og saumað Morgunblaðið/Kristinn Þótt Hans-Joachim Schubert sjái ekki á skákklukkuna tókst honum eigi að síður að leggja Jóhann Ragnarsson í endataflinu. Enge Schubert situr við sauma á meðan Hans-Joachim teflir. DÁNARTÍÐNI hefur aldrei verið jafnlág og nú. Hún var 6,0 á hverja 1.000 íbúa í fyrra en sambærilegt hlutfall fyrir tíu árum var 7,0 á hverja þúsund íbúa. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar um mannfjölda á Ís- landi. Fram kemur að á síðasta ári dóu 1.720 einstaklingar, 919 karlar og 801 kona, sem er heldur færra en árið áður þegar dóu 1.823 ein- staklingar, 906 karlar og 917 kon- ur. Þá kemur fram að dánartíðni barna á fyrsta ári hefur lækkað undanfarinn áratug. Fyrir tíu ár- um dóu 5,5 börn af hverjum þús- und lifandi fæddum, en sambæri- legt hlutfall var komið niður í 2,7 í fyrra. Alls fæddust 4.090 börn á Ís- landi árið 2001, 2.095 drengir og 1.995 stúlkur. Vógu drengirnir að meðaltali 3.728 grömm eða tæpar 15 merkur og voru að meðaltali 52 sentimetrar að lengd. Stúlkurnar voru 100 grömmum léttari eða um 14,5 merkur að meðaltali og voru að meðaltali 51,3 sentimetrar að lengd. Þriðjungur barna fæddur í hjónabandi Þetta eru nokkru færri börn en fæddust árið 2000, en þá fæddust 4.315 börn, 2.192 drengir og 2.123 stúlkur. Fæðingartíðni lækkaði þess vegna og hefur ekki verið jafnlág frá árinu 1985. Hún var 1,947 í fyrra, en var 2,076 árið áð- ur. Þá kemur fram hjá Hagstofunni að meðalaldur mæðra hefur hækk- að síðasta áratuginn. Hann var 29 ár í fyrra og hafði hækkað um 0,7 ár á tíu árum. Meðalaldur mæðra sem voru að eignast sitt fyrsta barn hækkaði meira eða um 1,2 ár, úr 24,4 árum fyrir tíu árum í 25,6 ár í fyrra. Fram kemur að börn hjóna og fólks í sambúð voru 3.466 í fyrra. Foreldrar 1.509 barna voru giftir og foreldrar 1.957 barna voru í sambúð og mæður 624 barna bjuggu ekki með barnsföður sín- um. Hlutfall barna utan hjóna- bands hefur farið hækkandi síð- asta aldarfjórðunginn. Árið 1975 voru tveir þriðju hlutar allra barna fæddir innan hjónabands, en í fyrra var hlutfallið komið niður í þriðjung. Dánartíðni aldrei verið jafnlág og nú HEILDARTEKJUR þjóðarinnar af komu erlendra ferðamanna til landsins voru 37,7 milljarðar sam- anlagt í fyrra, en voru 30,5 millj- arðar árið 2000. Ferðakostnaður innanlands hækkar úr 17.967 milljónum króna árið 2000 í 22.881 milljón króna árið 2001, að því er fram kemur í tölum Seðlabankans um tekjur af erlend- um ferðamönnum. Um er að ræða 27,35% aukningu milli ára. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar innanlands má ætla að þetta sé um 20% raun- aukning á eyðslu erlendra ferða- manna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fargjaldatekjur jukust hins veg- ar minna, eða úr 12.492 milljónum í 14.839 milljónir, sem er um 18% aukning. Að teknu tilliti til verð- lagsþróunar er það um 12% aukn- ing. Tekjukönnun SAF meðal hótela styður upplýsingar um að megin- fjölgunin hafi orðið utan háanna- tíma. „Veikari staða íslensku krón- unnar, sem lækkaði að meðaltali um 16,7% á árinu 2001, veldur því að ferðamenn upplifa verslun á Ís- landi sem hagkvæma og spennandi og því verður þeim eflaust lausara um aurinn í hinum fjölbreyttu verslunum, veitingahúsum og af- þreyingarmöguleikum sem standa þeim til boða,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Samtök ferðaþjónustunnar segj- ast fagna því að nú skuli nýlega vera aftur hafin talning ferðamanna eftir þjóðerni í Leifsstöð, en henni var hætt í upphafi ársins 2001 vegna breyttra aðstæðna í flugstöð- inni við tilkomu Schengen-sam- komulagsins. „Íslendingar eiga heimildir um fjölda ferðamanna eft- ir þjóðerni síðustu u.þ.b. 50 árin og er það sjaldgæft meðal þjóða, en á Íslandi er einstök aðstaða til að safna slíkum upplýsingum. Megin- kostur talningar eftir þjóðerni er að meta viðbrögð við markaðsstarfi og hefur verið sérstaklega bagalegt að hafa ekki þessar upplýsingar síð- asta árið vegna mikilla sviptinga á ferðamörkuðum. Fylgst er nú með fjölda þeirra 15 þjóða sem eru helstu markaðir íslenskrar ferða- þjónustu,“ segir í fréttatilkynningu. Ferðaþjónustan skilaði 37,7 milljarða tekjum SLÖKKVILIÐI höfuðborgarsvæð- isins barst tilkynning um kl. 10 í gærmorgun um að kviknað væri í þvottavél í fjölbýlishúsi við Fálka- götu í Reykjavík. Talið er að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. Segja húsráðanda hafa brugðist hárrétt við Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðsins brást húsráðandi hárrétt við, lokaði inn í þvottahúsið og tók rafmagnið af íbúðinni. Slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar, slökkti eldinn með handslökkvitæki og reykræsti íbúðina. Töluverðar sótskemmdir Þvottavélin er mikið skemmd, að öllum líkindum handónýt, og einnig eru töluverðar sótskemmdir í þvottahúsi. Það þykir þó vel slopp- ið í tilviki sem þessu. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins kemur það fyrir nokkrum sinnum á ári hverju að það kviknar í þvottavél- um. Eldur í þvottavél RÁÐIST var að vegfaranda fyrir ut- an veitingastað í Keflavík aðfaranótt laugardags. Árásin var tilkynnt lög- reglu klukkan 4.44 eftir að þolandinn leitaði læknis. Meiðsl hans reyndust minniháttar en árásarmaðurinn náð- ist ekki. Líkamsárás í Keflavík ÞAÐ kannast margir, sem eiga börn, við það að oft eru þessar elskur heldur lengur á leið heim úr skóla í snjókomu en ella. Ástæðan er kannski meðal annars sú að það er svo gaman að hnoða snjóbolta og jafnvel fá sér smá- bita af ísköldum nýföllnum snjón- um. Þá virðist sem tíminn stöðvist þegar snjókornin falla í logninu og hugurinn reikar. Þessi ungi maður er ekki aðeins áhugamað- ur um knattspyrnu, eins og sjá má á úlpunni sem hann klæðist, held- ur einnig um að tröppurnar fyrir framan húsið séu snjólausar. Það er líka öllum í hag, ungum jafnt sem öldnum. Morgunblaðið/Ásdís Snjókorn falla … SEKTARBOÐUM hjá lögregl- unni í Borgarnesi fjölgaði um meira en helming á síðasta ári. Sektirnar vegna umferðarlaga- brota voru 1.864 en voru 791 ár- ið á undan. Mikil aukning á sektarboðum varð einnig hjá lögreglunni í Kópavogi, en þar voru sendar út 3.462 sektir í fyrra en 2.529 árið á undan. Dæmi eru einnig um að lög- reglumenn í smærri lögreglu- umdæmum hafi aukið umferð- areftirlit með því að skrifa út fleiri sektir. Þannig sendi lög- reglan í Búðardal út 112 sektir í fyrra, en þær voru 25 árið á undan og ein árið 1999. Lögreglan í Reykjavík sendi út 12.374 sektarboð í fyrra sem er nánast sami fjöldi og árið á undan. Lögreglan á Akureyri sendi út 2.677 sektarboð, sem er mikil fækkun frá árinu 2000 þegar send voru út 3.795 boð. Samtals sendu lögregluum- dæmin út 38.182 sektarboð í fyrra. Þar af innheimtust 30.560 eða 80%. Hæsta inn- heimtuhlutfallið var á Siglufirði (93%), en lægst var það í Kefla- vík (72%) og Hafnarfirði og Kópavogi (75%). Fleiri sektaðir í Borgar- nesi og Kópavogi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.