Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ varpar veru- legri rýrð á hæfileika þeirra manna, sem réðu stefnunni í flota- málum Breta, til að meta og draga réttar ályktanir af reynslu fortíðarinnar, að sára- litlu munaði tvívegis á mannsaldri, að Stóra- Bretland yrði undir, vegna atlögu að sigl- ingum þess.“ (Orrustan um Atl- antshafið eftir Donald Macintyre.) Því er þessi tilvitn- un upptekin hér og nú, að ég minnist þess ekki að hafa lesið jafn skýran og skilmerkileg- an texta, þar sem sýnt er fram á hve óhugnanlegu tjóni og háska rangar ákvarðanir embættis- og stjórnmálamanna og veigamikilla hagsmunaaðila geta valdið og hve óviðráðanlegt getur reynst að snúa þeim frá villu síns vegar. Það var ekki fyrr en yfir þeim vofði brott- rekstur úr starfi, sem hjólin fóru að snúast til réttrar áttar í orrust- unni um Atlantshafið. Þar sem svo sláandi líking er með mörgum íslenskum stjórn- valdsákvörðunum nútímans í ýms- um málum, bendi ég mönnum á að kynna sér efnið og hugleiða, að fyrst svo alvarlegir atburðir sem tvær heimsstyrjaldir geta fóstrað slíka mistakaatburðarás, hverju má þá ekki búast við í efnum þar sem minna er í húfi? Og ævinlega hringir Íslands- klukkan í eyrum mér, þegar úr hófi gengur í hinum pólitíska hrunadansi, sem Íslendingar nú- tímans virðast nauðugir viljugir verða að stíga í ýmsum málum. Árið 1942 mun Halldór Laxness hafa vikið að því í útvarpserindi, að hann viti: „að höfundur einn er nýbyrjaður á bók, sem hann hefur í átján ár verið að biðja guðina að forða sér frá að skrifa. Höfund- inum finnst sér verkefnið með öllu ofvaxið, hann hryllir við öllu þessu stríðandi lífi, sem heimtar að hann gefi því mál og form, neitar, þver- neitar og þráneitar að leggja sig í þennan voða.“ (Íslandsklukkan, 8. útg.) Og úr því að slík andleg átök fylgja því að fjalla um einstakling, sem á dögum var fyrir meira en 300 árum „og hans langa stríð gegn rang- læti og réttlæti“ má geta nærri hver raun það er venjulegum mönnum að voga sér að leiðbeina valdhöf- um samtímans. Enda hefur mér um langt skeið áreiðanlega ver- ið líkt innanbrjósts og Halldóri Laxness, við hugleiðingu ýmissa þjóðmála og pólitíska meðhöndlun þeirra. En nú verður ekki lengur við unað. Svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Og því segi ég eins og franski marskálkurinn forðum: „miðjan er að gefa sig, hægri fylk- ingararmur minn er á undanhaldi, ástandið er afbragðsgott. Ég geri árás!“ Ég geri árás á ónýtasta „fisk- veiðistjórnunarkerfi“ í heimi. Ég geri árás á skoðanir prófess- ora, sem sendir eru út um heim til að boða falskenningar um ágæti kerfis, sem er að ganga af ein- hverjum bestu fiskimiðum í heimi dauðum og hefur útrýmt a.m.k. 7.000 störfum við fiskveiðar, auk fiskvinnufólks í landi í hundraða eða þúsunda tali. Ég geri árás á skoðanir prófess- ors og ráðherra, sem halda því fram, „að það sé af hinu góða“ að hlutur fiskveiða og sjávarútvegs sé stöðugt minnkandi í þjóðarfram- leiðslunni. Hin nýja hagfræði reddi þessu öllu. Ég geri árás á þá fullyrðingu forsætis- og sjávarútvegsráðherra að „fiskveiðistjórnunin“ byggist á bestu vitneskju sem til er, þegar týnast 600 þúsund tonn af þorski, eins og hendi sé veifað og áratuga viðvaranir mætustu manna eru hundsaðar með öllu. Ég nefni af handahófi örfá nöfn manna, sem hafa varað við þróuninni: Pétur Ottesen, Jón Árnason, Matthías Bjarnason, Magnús Jónsson, Jón Sigurðsson, Tómas Þorvaldsson, Önundur Ásgeirsson, auk fjölda sjómanna og annarra landsmanna, sem daglega fjölgar. Um fiskveiðar á Íslandsmiðum er raunar óþarft að skrifa meira en gert hefur verið. Allt sem máli skiptir í þeim efnum stendur í Morgunblaðinu. Það stendur í DV, öðrum blöðum, tímaritum eða fjöl- miðlagögnum. Það er finnanlegt í skýrslum Fiskifélagsins, gögnum annarra opinberra stofnana, ráðu- neyta og einkafyrirtækja. Bara ef menn kæra sig um að leggja stað- reyndir til grundvallar gerðum sínum. Allt frá því um aldamótin 1900 hafa verið uppi mismunandi skoð- anir á því hvernig affarasælast væri að haga fiskveiðunum við Ís- land. Þá þegar óttuðust menn að veiðar með netum gætu reynst varasamar. Jafnvel línuveiðar þyrftu aðgæslu við. Og erlendis voru botnvarpan og dragnótin að hasla sér völl. Alla tíð síðan hefur menn greint á um aðferðirnar og afleiðingar þeirra. Engum dylst lengur að ástandið í fiskveiðimál- um heimsins og ekki síður við Ís- land, er löngu orðið óþolandi. Það hefur satt að segja verið óhugn- anlegt að horfa á þróunina und- anfarna þrjá áratugi og enginn mannlegur máttur hefur náð að slökkva þau villuljós, sem elt hafa verið. En það sorglegasta er, að út- færslur landhelginnar, sem öll þjóðin stóð einhuga að og batt svo miklar vonir við, hafa snúist í einn mesta efnahagslega Pyrrhosarsig- ur, sem ég hefi kynnst. Tilgang- urinn með útfærslunni var nefni- lega sá, að losa okkur við „ryksuguskip“ og verksmiðjutog- ara útlendinga, sem voru á góðri leið með að eyða fiskimiðunum. Hættan yrði síðan að við kynnum ekki að gæta fjöreggsins, með „vísindalegri verndun fiskimið- anna.“ Sú hætta varð raunveruleg á áratugnum 1970–1980, „Fram- sóknaráratugnum“ þegar keyptir voru 120 togarar með margfalda afkastagetu á við þá erlendu, sem trolluðu yfir veiðarfæri bátaflot- ans. Á fáum árum er afleiðingin nú komin í ljós – sjávarbyggðir lands- ins að verða rústir einar. Eftirfarandi atriði eru bein af- leiðing af sjávarútvegsstefnu síð- ustu þrjátíu ára. 1. Atvinnuleg. Störfum við fisk- veiðar og fiskvinnslu hefur fækkað um allt að 10 þúsund. 2. Fjárhagslegan fórnarkostnað er mér eiginlega ofviða að reikna út. Þó má benda á eftirfarandi, m.a. a) Tífaldur kostnaður, að lág- marki, á bak við hvert sjómanns- starf á togurum, miðað við vertíð- arbáta. b) Stofnkostnaður 120 togara, sem keyptir voru á einum áratug að óþörfu og hafa útrýmt stærst- um hluta vertíðarflotans, sem ann- aði allri fiskveiðiþörf landsmanna. c) 200 þúsund tonn á ári í 20 ár, sem ekki hefur tekist að veiða, vegna rýrnunar á afkastagetu fiskistofna. 3. Líffræðileg. Í sigurvímu land- helgisstríðanna virðast menn hafa svo gjörsamlega misst sjónar á til- gangi þeirra eins og áður er lýst, að strax upp úr 1980 komu vís- bendingarnar í ljós. Eitt sinn er verið var að landa úr togurum á Akranesi, gekk Ólafur Frímann Sigurðsson, sem lengi starfaði við útgerð, niður á bryggju og leit yfir aflann. „Hvað er að sjá þessi ósköp, þetta er bara eintómur þyrsklingur, en með þorskroði.“ Þetta mun hafa verið áður en upp var fundin hliðarbúgreinin „brott- kastið.“ Á örfáum árum féll með- alþyngd meirihluta fisks sem veiddur var úr 8 kg í 2 kg. Þetta þýðir að 72 milljónir fiska x 20 ár = 1.440 milljónir fiska hafa farið forgörðum + margumtalað brott- kast, til þess að ná lönduðum afla, auk þess sem vinnslukostnaður hefur stóraukist með smækkandi fiski. Lýst er hér með eftir ís- lenskum nemanda í sjávarútvegs- fræðum í Bergen fyrir nokkrum árum, sem kynnti sér veiðar í Smugunni. Ekkert hefur spurst til lokaritgerðar hans síðan. Hvers vegna? Um 1950 fundust auðug karfamið, Jóns mið, þau voru hreinsuð upp á 5 árum. Um líkt leyti fannst Dhornbanki, það tók 5 ár að klára hann. Þá var farið á Grænland, það entist í 5 ár. Sömu- leiðis Nýfundnaland. Engin tala er til yfir fjölda þeirra karfaseiða sem myrt hafa verið t.d. við rækjuveiðarnar. Hvar er karfinn á Halanum? Undravert ef Reykja- neshryggurinn er ekki orðinn upp- urinn. Það sýnir aðeins hvílík auð- æfi er verið að rústa? Fjöldi hættumerkjanna er ótæmandi. 4. Umhverfisáhrifum nútíma- veiða hefur Magnús Jónsson veð- urstofustjóri lýst prýðilega og verður vart betur gert. Ekkert mun þar ofsagt. Heilu ráðuneytin og ráðherrana þarf nú til varnar spjöllum á náttúrunni og mengun loftsins, allt af manna völdum, með ærið misjöfnum árangri. Ég tel það hégómann einan hjá því sem er að gerast á sjávarbotninum og ekkert er spornað gegn. Lengst munu þó Norðmenn komnir á því sviði, enda fengið hugmyndir um að byggja fjölbýlishús neðansjáv- ar, fyrir heimilislausa fiska! Ég óttast að spjöllin verði aldrei bætt. 5. Landsbyggðarlegu áhrifunum þarf naumast að lýsa, þau blasa við öllum. Það virðast órjúfanleg álög íslensku þjóðarinnar síðustu áratugi að nánast öll lög sem sett eru á „hinu háa Alþingi“ hafa þveröfug áhrif við það sem þeim er ætlað. Á Ísafirði var gefið út blað- ið Njörður árin 1916–1920, rit- stjóri séra Guðmundur Guðmunds- son. Þar er að finna eftirfarandi m.a. „Ekkert getur hamlað þroska Vestfjarða, nema ef þar vantar fólk sem ann landinu og hefur yndi af sjónum, fólk sem vill vinna, vill bæta landið og börn þess.“ Hann hefur greinilega ekki séð fyrir áhrifin af gerðum Alþingis í ald- arlok. Byggðastefnu íslenskra stjórnmálamanna fær enginn mannlegur máttur staðist. Siðfræðilegi þátturinn. Hjá Há- skóla Íslands situr runa af hag- fræðingum, þar sem heitir Hag- fræðistofnun. Öðru hverju gefur hún þjóðinni álit sitt, m.a. um stjórn fiskveiða. Einu slíku lauk með þessum athyglisverðu orðum: „Hugtakið réttlæti var látið liggja milli hluta.“ Það er skoðun mín að þeir sem strika út „hugtakið rétt- læti“ úr huga sér eigi ekki að vas- ast í opinberum málum. Það hefur margur valdhafinn farið flatt á því. Og ekki verður séð að þeir sem landsmálum stýra í dag hafi lesið söguna af brauðinu dýra, allt er til sölu, eða gefins, af sameiginlegum eignum þjóðarinnar, sem þeir hafa boðið sig fram og verið kjörnir til að gæta. Sér er nú hver gæslan. Ég hefi aldrei orðið vitni að öðru eins misferli manna á eignum sem þeim hefur verið trúað fyrir. Ekki þarf að fjölyrða um vinnubrögðin á Alþingi Íslendinga, nægir að kynna sér ræður háttvirtra þing- manna hvers um annan. Ekki er það kræsilegt. Þrátt fyrir óþrjótandi tilefni læt ég staðar numið um þessi mál. Sem betur fer er mönnum ekki enn þá bannað að hugsa eða hafa skoðanir á málefnum, en bara ef þeir láta þær ekki í ljós. Það eru hins vegar hættumerki þegar reynt er að gera þá sem benda á óhæfuverkin að sakamönnum, eins og reynt er að gera við Magnús Þór Hafsteinsson og fleiri. Á borðinu liggur að lögin um stjórn fiskveiða hafa algerlega mistekist og gerðir Alþingis síð- ustu áratugi vegið þyngst á ógæfu- hliðinni. Sést það raunar best á hinni vitfirringslegu verðlagningu sjávarafurða síðustu missera svo og örvæntingarfullum tilraunum stórútgerðanna til að koma fjár- munum „sínum“ undan, m.a. í tví- sýnt fiskeldi. Og öll orkan sem far- ið hefur í umræðuna um svokallað veiðigjald, hefur ekkert með raun- verulega stjórn fiskveiða að gera, leysir ekkert. Öllu sleppt sem máli skiptir. Það verður að snúa nú þegar af þessari braut gjöreyð- ingar. Um allan heim eru æpandi fyrirsagnir um ofveiði sem verður að stöðva. Ég fullyrði að hún staf- ar ekki af veiðum smábáta. Það verður aldrei sátt um þessi ósköp. Þorskastríðunum er ekki lokið. Þau eru rétt að hefjast. Að lokum vek ég alveg sérstaka athygli á því að árið 1683 var Jón Hreggviðsson dæmdur til hýðing- ar fyrir að stela snæri. Síðar dæmdur til lífláts ef hann hefði hugsanlega drepið kóngsins böðul. Hins vegar fékk böðullinn greitt fyrir að drepa menn. En árið 2001 eru almúgamenn á Íslandi dæmdir til efnahagslegs lífláts fyrir að veiða fisk! Og ég vek ennfremur athygli á því að það tók valdhafana 32 ár að viðurkenna sýknu Jóns Hreggviðssonar, svo ekki er að bú- ast við skammvinnara stríði nú, með allri þeirri laga- og málæðis- tækni sem valdhafar nútímans hafa yfir að ráða. ORRUSTAN UM ATLANTSHAFIÐ Björn H. Björnsson Á borðinu liggur, segir Björn H. Björns- son, að lögin um stjórn fiskveiða hafa algerlega mistekist og gerðir Alþingis síðustu áratugi vegið þyngst á ógæfuhliðinni. Höfundur er umsjónarmaður fasteigna HÍ og fv. sjómaður. Andlegi skólinn Nýtt námskeið í Raja jóga hefst mánudaginn 11. mars. Sálarhugleiðslu-miðlun hefst miðvikudaginn 13. mars. Upplýsingar í síma 553 6537 og www.vitund.is/andlegiskolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.