Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 10. MARS 2002 58. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 10. mars 2002 Bond á hálum ís Verið er að taka upp atriði í næstu James Bond- bíómyndinni á Jökulsárlóni. 250 manns vinna við kvikmyndagerðina og kostnaðurinn hvern dag er 30 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson og Ragnar Axelsson fóru út á ísinn og fylgdust með tökum. 10 Prentsmiðja Morgunblaðsins B Atvinnuleitin erfiðari eftir því sem árin líða 10 Glæpa- sögur í eðli sínu formúlu- bók- menntir 14 Keisari Antarktíku 24 ÚTLIT var fyrir mikla kjörsókn í forsetakosningunum í Zimbabwe, sem hófust í gær og standa einnig í dag. Vonast stjórnarandstaðan til, að með kosningunum verði bundinn endi á 22 ára valdatíð Roberts Mugabes forseta en hann hefur reynt að þrengja kosti hennar á alla lund, meðal annars með því að banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu að mestu. Miklar biðraðir höfðu myndast við kjörstaði í höfuðborginni, Harare, og og í öðrum borgum landsins áður en þeir voru opnaðir og höfðu margir beðið frá því um miðja nótt. Stendur slagurinn á milli Mugabes forseta og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Morgans Tsvangirais, en hann von- ast til, að landsmenn séu búnir að fá sig fullsadda á efnahagshruninu og ofbeldinu, sem Mugabe og stuðn- ingsmenn hans hafa staðið fyrir síð- ustu árin. Að minnsta kosti 33 menn hafa fallið fyrir því á þessu ári og flokkur Tsvangirais, Hreyfingin fyr- ir lýðræðislegum breytingum, segir, að 107 stuðningsmenn hans hafi ver- ið drepnir síðustu tvö árin. Þá hafa tugþúsundir manna verið flæmdar burt af heimilum sínum, pyntaðar og ofsóttar. Óttast kosningasvindl Allar skoðanakannanir segja, að Tsvangirai muni sigra svo framar- lega sem kosningarnar fari heiðar- lega fram. Margir óttast hins vegar, að sú verði ekki raunin og muni Mugabe beita þeim brögðum, sem dugi til að tryggja sér völdin áfram. Í gærmorgun hafði stjórnarand- stöðunni ekki enn verið leyft að skoða allar kjörskrár og fréttir voru um, að stuðningsmenn Mugabes hefðu ráðist á suma kjörfundarfull- trúa stjórnarandstöðunnar. „Í dag snýst allt um að kjósa og ég vonast eftir einhverri breytingu,“ sagði maður nokkur við kjörstað í Harare og annar sagði, að hann hefði ekkert annað að gera en bíða eftir því að kjörstaðurinn yrði opnaður. „Það er enga vinnu að fá, enga eld- unarolíu, ekkert mjöl, engan mat.“ Efnahagshrun Mugabe og menn hans hafa rekið hvíta bændur af jörðum sínum og valdið með því hruni í landbúnaðar- framleiðslunni; verðbólgan er 120%, atvinnuleysið 60% og að minnsta kosti hálf milljón manna sveltur heilu hungri. Skoðanakannanir sýna, að stjórnarandstaðan nýtur miklu meira fylgis en Mugabe í borgunum en stuðningurinn við forsetann er mestur á landsbyggðinni. Mikið skipulagsleysi einkennir kosningaframkvæmdina og mörg- um, sem beðið höfðu klukkustundum saman við ákveðinn kjörstað, var síðan vísað annað. Búist er við, að kosningaúrslitin liggi fyrir á þriðju- dag. Vonast eftir sögulegum umskiptum í Zimbabwe 22 ára valdatíð Mugabes gæti lokið um helgina Reuters Miklar biðraðir voru við kjör- staði í flestum borgum í Zimb- abwe í gær. Hér er beðið við einn kjörstaðinn í Harare. Harare. AP, AFP. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, bar sigur úr býtum í máli, sem snerist um það hvort opinbera ætti skjöl og þær upplýsingar, sem Stasi, austur-þýska leyniþjónustan, safnaði um hann á sínum tíma. Í dóminum, sem var kveðinn upp á föstudag og er endanleg- ur, segir, að ekki sé heimilt að birta skjölin um Kohl, um 2.500 blaðsíður, vegna þess, að hann hafi verið „fórnarlamb“ Stasis. Var dómur undirréttar þess efn- is staðfestur. Stasi-skjölin um Kohl eru alls um 7.000 blaðsíður en Marianne Birthler, sem nú veitir leyni- skjalasafninu forstöðu, hafði að- eins farið fram á, að 2.500 þeirra yrðu birt. Benti hún á, að upp- lýsingar um aðra núlifandi menn hefðu verið birtar. Til dæmis hefði þannig verið upplýst, að Gregor Gysi, fyrrverandi leið- togi Lýðræðislega sósíalista- flokksins, arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, hefði ver- ið á snærum Stasis og einnig Manfred Stolpe, fyrrverandi forsætisráðherra jafnaðar- manna í Brandenburg. Þeir, sem vildu fá Kohl-skjölin birt, vonuðust til, að þau gætu upp- lýst tilurð leynisjóðanna, sem Kohl jós af í stjórnartíð sinni. Stasi- skjöl um Kohl ekki birt Berlín. AFP. ÍSRAELAR héldu áfram hörðum árásum í fyrrinótt og í gær á opin- berar byggingar á Vesturbakkanum og á Gaza. Í bænum Tulkarem réð- ust þeir inn í tvennar flóttamanna- búðir og handtóku um 400 manns, þar af 60 öryggissveitarmenn heima- stjórnarinnar. Ísraelskar fallbyssuþyrlur réðust á skotmörk í Nablus og Khan Yunis, skutu meðal annars eldflaugum á að- setur borgarstjórans í fyrrnefndu borginni, og ollu einnig verulegri eyðileggingu á Gaza. Í Tulkarem lögðu ísraelskir hermenn undir sig tvennar flóttamannabúðir í leit að palestínskum byssumönnum. Hand- tóku þeir um 400 menn, sem átti að flytja til búða skammt frá Ramallah. Síðasta vika er sú blóðugasta í 17 mánaða gamalli uppreisn Palestínu- manna. Hefur hún kostað 114 Pal- estínumenn og 36 Ísraela lífið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti á föstudag, að hann setti það ekki lengur sem skilyrði fyrir friðarviðræðum við Palestínu- menn, að fyrst yrði allt með kyrrum kjörum í sjö daga, en Nabil Adu Rudeina, helsti talsmaður Arafats, sagði, að yfirlýsing Sharons væri marklaus og aðeins gerð til að þókn- ast Bandaríkjastjórn í svipinn. Sagði hann, að Ísraelar og Sharon yrðu fyrst og fremst að hætta fjöldamorð- unum á Palestínumönnum. Hundruð manna tekin höndum Jerúsalem. AP, AFP. Reuters Palestínumenn í gæslu ísraelskra hermanna við flóttamannabúðir í Tulkarem á Vesturbakkanum. Flytja átti þá, þar á meðal 60 öryggissveitarmenn palestínsku heimastjórnarinnar, til yfirheyrslu í búðum við Ramallah.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.