Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 1

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 10. MARS 2002 58. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 10. mars 2002 Bond á hálum ís Verið er að taka upp atriði í næstu James Bond- bíómyndinni á Jökulsárlóni. 250 manns vinna við kvikmyndagerðina og kostnaðurinn hvern dag er 30 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson og Ragnar Axelsson fóru út á ísinn og fylgdust með tökum. 10 Prentsmiðja Morgunblaðsins B Atvinnuleitin erfiðari eftir því sem árin líða 10 Glæpa- sögur í eðli sínu formúlu- bók- menntir 14 Keisari Antarktíku 24 ÚTLIT var fyrir mikla kjörsókn í forsetakosningunum í Zimbabwe, sem hófust í gær og standa einnig í dag. Vonast stjórnarandstaðan til, að með kosningunum verði bundinn endi á 22 ára valdatíð Roberts Mugabes forseta en hann hefur reynt að þrengja kosti hennar á alla lund, meðal annars með því að banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu að mestu. Miklar biðraðir höfðu myndast við kjörstaði í höfuðborginni, Harare, og og í öðrum borgum landsins áður en þeir voru opnaðir og höfðu margir beðið frá því um miðja nótt. Stendur slagurinn á milli Mugabes forseta og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Morgans Tsvangirais, en hann von- ast til, að landsmenn séu búnir að fá sig fullsadda á efnahagshruninu og ofbeldinu, sem Mugabe og stuðn- ingsmenn hans hafa staðið fyrir síð- ustu árin. Að minnsta kosti 33 menn hafa fallið fyrir því á þessu ári og flokkur Tsvangirais, Hreyfingin fyr- ir lýðræðislegum breytingum, segir, að 107 stuðningsmenn hans hafi ver- ið drepnir síðustu tvö árin. Þá hafa tugþúsundir manna verið flæmdar burt af heimilum sínum, pyntaðar og ofsóttar. Óttast kosningasvindl Allar skoðanakannanir segja, að Tsvangirai muni sigra svo framar- lega sem kosningarnar fari heiðar- lega fram. Margir óttast hins vegar, að sú verði ekki raunin og muni Mugabe beita þeim brögðum, sem dugi til að tryggja sér völdin áfram. Í gærmorgun hafði stjórnarand- stöðunni ekki enn verið leyft að skoða allar kjörskrár og fréttir voru um, að stuðningsmenn Mugabes hefðu ráðist á suma kjörfundarfull- trúa stjórnarandstöðunnar. „Í dag snýst allt um að kjósa og ég vonast eftir einhverri breytingu,“ sagði maður nokkur við kjörstað í Harare og annar sagði, að hann hefði ekkert annað að gera en bíða eftir því að kjörstaðurinn yrði opnaður. „Það er enga vinnu að fá, enga eld- unarolíu, ekkert mjöl, engan mat.“ Efnahagshrun Mugabe og menn hans hafa rekið hvíta bændur af jörðum sínum og valdið með því hruni í landbúnaðar- framleiðslunni; verðbólgan er 120%, atvinnuleysið 60% og að minnsta kosti hálf milljón manna sveltur heilu hungri. Skoðanakannanir sýna, að stjórnarandstaðan nýtur miklu meira fylgis en Mugabe í borgunum en stuðningurinn við forsetann er mestur á landsbyggðinni. Mikið skipulagsleysi einkennir kosningaframkvæmdina og mörg- um, sem beðið höfðu klukkustundum saman við ákveðinn kjörstað, var síðan vísað annað. Búist er við, að kosningaúrslitin liggi fyrir á þriðju- dag. Vonast eftir sögulegum umskiptum í Zimbabwe 22 ára valdatíð Mugabes gæti lokið um helgina Reuters Miklar biðraðir voru við kjör- staði í flestum borgum í Zimb- abwe í gær. Hér er beðið við einn kjörstaðinn í Harare. Harare. AP, AFP. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, bar sigur úr býtum í máli, sem snerist um það hvort opinbera ætti skjöl og þær upplýsingar, sem Stasi, austur-þýska leyniþjónustan, safnaði um hann á sínum tíma. Í dóminum, sem var kveðinn upp á föstudag og er endanleg- ur, segir, að ekki sé heimilt að birta skjölin um Kohl, um 2.500 blaðsíður, vegna þess, að hann hafi verið „fórnarlamb“ Stasis. Var dómur undirréttar þess efn- is staðfestur. Stasi-skjölin um Kohl eru alls um 7.000 blaðsíður en Marianne Birthler, sem nú veitir leyni- skjalasafninu forstöðu, hafði að- eins farið fram á, að 2.500 þeirra yrðu birt. Benti hún á, að upp- lýsingar um aðra núlifandi menn hefðu verið birtar. Til dæmis hefði þannig verið upplýst, að Gregor Gysi, fyrrverandi leið- togi Lýðræðislega sósíalista- flokksins, arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins, hefði ver- ið á snærum Stasis og einnig Manfred Stolpe, fyrrverandi forsætisráðherra jafnaðar- manna í Brandenburg. Þeir, sem vildu fá Kohl-skjölin birt, vonuðust til, að þau gætu upp- lýst tilurð leynisjóðanna, sem Kohl jós af í stjórnartíð sinni. Stasi- skjöl um Kohl ekki birt Berlín. AFP. ÍSRAELAR héldu áfram hörðum árásum í fyrrinótt og í gær á opin- berar byggingar á Vesturbakkanum og á Gaza. Í bænum Tulkarem réð- ust þeir inn í tvennar flóttamanna- búðir og handtóku um 400 manns, þar af 60 öryggissveitarmenn heima- stjórnarinnar. Ísraelskar fallbyssuþyrlur réðust á skotmörk í Nablus og Khan Yunis, skutu meðal annars eldflaugum á að- setur borgarstjórans í fyrrnefndu borginni, og ollu einnig verulegri eyðileggingu á Gaza. Í Tulkarem lögðu ísraelskir hermenn undir sig tvennar flóttamannabúðir í leit að palestínskum byssumönnum. Hand- tóku þeir um 400 menn, sem átti að flytja til búða skammt frá Ramallah. Síðasta vika er sú blóðugasta í 17 mánaða gamalli uppreisn Palestínu- manna. Hefur hún kostað 114 Pal- estínumenn og 36 Ísraela lífið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti á föstudag, að hann setti það ekki lengur sem skilyrði fyrir friðarviðræðum við Palestínu- menn, að fyrst yrði allt með kyrrum kjörum í sjö daga, en Nabil Adu Rudeina, helsti talsmaður Arafats, sagði, að yfirlýsing Sharons væri marklaus og aðeins gerð til að þókn- ast Bandaríkjastjórn í svipinn. Sagði hann, að Ísraelar og Sharon yrðu fyrst og fremst að hætta fjöldamorð- unum á Palestínumönnum. Hundruð manna tekin höndum Jerúsalem. AP, AFP. Reuters Palestínumenn í gæslu ísraelskra hermanna við flóttamannabúðir í Tulkarem á Vesturbakkanum. Flytja átti þá, þar á meðal 60 öryggissveitarmenn palestínsku heimastjórnarinnar, til yfirheyrslu í búðum við Ramallah.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.