Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ARGIR muna eflaust eftir slagnum á milli Sega og Nintendo þar sem brodd- gölturinn Sonic glímdi við píparann Mario og Luigi bróður hans. Sega hafði betur um tíma, en Nintendo var aldrei langt undan. Þegar Sony kom svo á markað með PlayStation-tölvu sína lét Sega undan síga og gaf á end- anum upp öndina, en Nintendo hélt sínu. Síðan hefur Sony meðal annars sent á markað nýja PlayStation- tölvu, PlayStation 2, sem nýtur mik- illa vinsælda, en sviptingar eru framundan því bæði er Microsoft búið að setja á markað nýja leikja- tölvu, Xbox, sem er spáð vinsældum, og svo er Nintendo á ferð með nýja vél, Game Cube, sem kemur á mark- að hér á landi í byrjun maí næst- komandi. Came Cube er ætlað að keppa við helstu leikjatölvur á markaði í dag, PlayStation 2 og Microsoft Xbox. GameCube er öflugri en bæði Play- Station 2 og Dreamcast en í hrárri tækni hefur Xbox yfirburðina, þótt auðvitað skipti forritun vélanna miklu máli, en við fyrstu sýn virðist sem GameCube nýti tæknina aðeins betur. Tæknilegar staðreyndir GameCube er með 405 MHz IBM Gekko-örgjörva á móti 733 MHz Intel Pentium III örgjörva Xbox- vélarinnar og 300 MHz Emotion Engine PS2. Kubburinn er með 203 MHz ArtX Flipper-skjákort á með- an Xbox státar af 250 MHz Nvidia- skjákorti og PS2 af 147 MHz Sony GS. Xbox og PS2 nota venjulegt vinnsluminni og slepptu öllu skjá- kortsminni. Nintendo kaus að nota 24 MB vinnsluminni í GameCube, á móti 64 MB Xboxins og 32 MB PS2- vélarinnar, en bætti við 16 MB 100- MHz DRAM og 3MB 1T-SRAM fyrir grafíkörgjörvann. Allar vélarnar státa af DVD-drifi en GameCube getur þó aðeins spilað svokallaða Mini-DVD diska þar sem ekki er hægt að spila nema þriggja þumlunga diska í vélinni. Beint úr kassanum er hægt að tengja bæði Xboxið og GameCube við breiðbandsnettengingar og fara að vafra um Netið eða spila leiki. Xboxið er með innbyggðu mótaldi, eins og Dreamcast-vél Sega á sínum tíma, en bæði PS2- og GameCube- eigendur þurfa að kaupa sérstakt mótald sem kemur líklega ekki á markað strax á Íslandi. Leynd yfir hönnun Ef bera á PS2 og GameCube sam- an af alvöru verður að hugsa út í margt. Tölvurnar eru gríðarlega ólíkar í byggingu enda fór hönnun þeirra fram í gríðarlegri leynd og luma Nintendo og Sony á mjög ólíkri tækni. GameCube-vélin er, eins og áður sagði, með 405 MHz örgjörva á móti 300 MHz Emotion Engine örgjörva PS2. Í hreinum krafti á Cube án vafa vinninginn þar, en ekki er allt sem sýnist. PS2 er nefnilega byggð með tveim Vector Units svoköll- uðum; Vector units eru einskonar grafíkörgjörvar sem skiptast niður í VU1 (Vector Unit 1) og VU2. Leikjahönnuðir eru aðeins farnir að skilja hvernig VU virka, en hönn- uðir fyrirtækisins Naughty Dog, sem teljast með fremstu hönnuðum á þessu sviði, halda því fram að vinnslu á fjölhliðungum úr leik sem tekur 100% af örgjörvanum megi minnka niður í 1–10 prósent með réttri notkun á VU-flögunum. Ef rétt reynist mun PS2 gjörsamlega jarða bæði GameCube og Xbox á næstu ár- um því leikja- hönnuðir verða þá aðeins farnir að nota 30– 40 pró- sent af hæfi- leikum vélar- innar. Umbreytingar og lýsingar Allar aðgerðirnar sem VU1 og VU2 sjá um á PS2, eins og umbreyt- ingar og lýsingar, fara í gegnum Flipper-örgjörva GameCube. Auk- inn örgjörvahraði GameCube vegur upp á móti þessu en 16 MB DRAM- kubbsins gætu skipt töluvert meira máli. PS2 hefur nefnilega aðeins 4 MB DRAM sem þýðir að hönnuðir þurfa að grípa til mikið þjappaðrar áferðar sem gæti hægt töluvert á Emotion-örgjörva PS2. Þar að auki vinnur GameCube mun gáfulegar úr fjölhliðungsáferð en PS2, kubburinn „renderar“ allt að átta gerðir áferðar í einu (grunn- áferð eins og Bump Map, Noise og Reflection auk flóknari aðgerða eins og Radiosity Light Map og fleiri ef- fekta) á meðan PlayStation gerir bara eina slíka áferð í einu. Þetta þýðir að á meðan GameCube „rend- erar“ þúsund fjölhliðunga einu sinni gerir PlayStation það átta sinnum á nokkuð lengri tíma. Þetta hefur þó fyrst og fremst áhrif á hleðslutíma en ætti ekki að hægja á leikjum í gangi nema þeim sem nota tölvuna til að „rendera“ umhverfi jafnóðum. Leikirnir geta skipt höfuðmáli Vélbúnaður hefur vitanlega sitt að segja en það er margsannað að ef nógu skemmtilegur leikur er í boði skiptir vélin sjálf ekki eins miklu máli. Fjölmörg dæmi eru um það að vinsæll leikur hafi gert leikjatölvu vinsæla og þannig náði Sega til að mynda langt á Sonic á sínum tíma, en Nintendo aftur á móti á Mario, svo dæmi séu tekin. Þegar Play- Station kom á markað náði Sony miklum árangri með því að mark- aðssetja tölvuna rétt, lagði ekki síst áherslu á að hún væri fyrir eldri krakka en þá sem lékju sér með Nintendo og Sega og náði þannig til þeirra sem voru vaxnir uppúr Sonic og Mario. Með PlayStation 2 kom líka talsvert af spennandi leikjum sem ýttu enn frekar undir söluna. Þegar PlayStation 2 kom á markað var leikjaúrval allgott auk þess sem hægt var að spila gömlu Play- Station-leikina í henni. Leikjaúrval GameCube er ekki jafn glæsilegt og hjá PS2 en upp- hafsleikirnir fyrir Nintendo ein- kenndust af barnaleikjum, nokkuð sem olli töluverðum áhyggjum í Jap- an og Bandaríkjunum þar sem meirihluti leikjakaupenda er fólk á aldrinum 12–22 ára, og nenna fáir á þessum aldri að spila leiki eins og Super Monkey Ball og Donald Duck. Barnaleikir hafa reyndar allt- af verið sterkasta hlið Nintendo í gegnum árin og fyrirtækið hefur þannig skorið sig úr með því að sleppa ofbeldis- og hryllingsleikjum. Markaðurinn fyrir slíka leiki er aft- ur á móti stór og því kemur ekki á óvart að á næst- unni eru vænt- anlegir nokkrir slíkir leikir, þar á meðal hryllingsleik- urinn Resident Evil 1 og 2, en einnig kemur víst fljótlega Tony Hawk’s Pro Skater fyrir Game- Cube og ævintýraleik- urinn Zelda sem hefur verið gríðarlega vin- sæll í Nintendo-tölvur lengur en elstu menn muna. Þegar tölvan svo kemur á markað í Evr- ópu í maí má búast við að leikjaúrvalið verði orðið töluvert betra. Fyrstu leik- irnir sem greinarhöf- undur fékk að spila voru alveg ágætir. Luigi’s Mans- ion, sem fylgir líklegast með sér- stökum eintök- um tölv- unnar, var ágætur, staðlaður krakkaleikur þar sem Luigi á að bjarga Mario úr draugakastala (fyrsta skiptið sem Nintendo notar ekki Mario sem aðalpersónu í út- gáfuleik), og Wave Race: Blue Storm, sem er fínn sjóskíðaleikur með öllu tilheyrandi. Báðir leikirnir litu mjög vel út og eru til dæmis miklu flottari en fyrstu PlayStation 2 leikirnir sem komu á markað. Skemmtilega lítil og nett Vélin er skemmtilega lítil og nett og kom á óvart hversu létt hún er, miðað við PlayStation 2 og Xboxið er hún dvergvaxin en Nintendo fórnaði venjulegu DVD-drifi fyrir aukinn stíl og aukið höfundarrétt- aröryggi því erfitt mun reynast að afrita diska vélarinnar. Smæð diskanna hefur einmitt vakið nokkra athygli og þá sér- staklega í ljósi fyrri yfirlýsinga Nintendo um ágæti leikjahylkjanna gömlu. Leikjahylkin segja Nintendo-menn endingarbetri og fljótari að hlaða og halda því fram að þrátt fyrir takmarkað minnispláss séu leikirnir flottari þannig. Nú hafa þeir hinsvegar skipt yfir í minnstu geisladiskana á markaðnum, svo- kallaða Mini DVD diska. Einn af títtnefndum kostum hylkjanna á sínum tíma var hvað þau voru sterk- byggð, en diskarnir eru það alls ekki og ólíklegt að litlir krakkar geti lengi átt fullt af pínulitlum plast- hringjum sem þurfa ekki nema eina litla rispu til að verða óspilanlegir. Mistök að sleppa DVD-drifi? Að mínu mati eru það mistök hjá Nintendo að hafa sleppt DVD- drifinu, enda auglýsa bæði Play- Station og Xbox það sem ómissandi hluta tölvunnar og vissulega er nokkuð skemmtilegt að fá DVD-drif með í kaupbæti. Ef Mini DVD disk- arnir verða vinsælir á næstu árum gæti þetta aftur á móti orðið plús fyrir GameCube, en ógerningur virðist að finna Mini DVD myndir, enn sem komið er að minnsta kosti. Enn er of snemmt til að segja til um hvort GameCube verði tölvuris- anum Nintendo að falli eða til fram- dráttar. Misjafnar viðtökur vél- arinnar um allan heim segja í raun ekki jafnmikið og maður gæti haldið í þessum óútreiknanlega geira. Svo er bara að bíða eftir stóra deginum þegar vélin kemur út í Evrópu og vona að við verðum heppnari með leikjaúrvalið en Japanir og Banda- ríkjamenn. Rimman á leikjatölvumarkaðnum harðnar þar sem Nintendo og Microsoft sækja að Sony. Ingvi Matthías Árnason kynnti sér tromp Nintendo, leikteninginn svokallaða. Game Cube. Eins og sjá má er hægt að tengja GameBoy Advance-leikja- tölvu við teninginn. Teningnum er kastað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.