Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ INDVERSKI rithöfundurinnArundhati Roy hefur vakiðmikla athygli með gagnrýn-um skrifum eftir hryðju-verkin í Bandaríkjunum 11. september, en hún fór að láta að sér kveða mun fyrr og hefur meðal annars uppskorið málshöfðun hæstaréttar á Indlandi. Dæmt var í máli hennar í vikunni og hlaut hún eins dags fangelsi og fjögur þúsund króna sekt. Málaferlunum hefur verið líkt við farsa og tilraun til að múlbinda rithöfundinn. Roy hefur verið óhrædd við að láta að sér kveða í indverskum stjórnmálum og málið, sem dæmt var í nú í vikunni, var ekki það fyrsta, sem höfðað hefur verið gegn henni. Nú standa meira að segja yfir réttarhöld vegna bókar hennar, Guðs hins smáa, sem vakti athygli á henni um heim allan. Henni var stefnt fyrir „móðgun við almennt siðgæði“. Málið, sem lauk í liðinni viku, var aftur á móti höfð- að á þeirri forsendu að hún hefði sýnt hæstarétti Indlands vanvirð- ingu. Roy lítur hins vegar svo á að málið sé hluti af herferð yfirvalda til að þagga niður í sér. Barátta gegn uppistöðulóni Roy hefur undanfarin ár beitt sér af krafti gegn Sardar-Sarowar- stíflunni, sem á að mynda risavaxið uppistöðulón í Narmada-dal. Roy lítur svo á að stíflan sé glæpur gegn bjargarlausu fólki, en ind- versk yfirvöld kalla hana eitt metnaðarfyllsta stífluverkefni sög- unnar. Yfirvöld segja að vegna stíflunnar muni um 200 þúsund manns þurfa að flytjast búferlum, en andstæðingar hennar telja að þeir séu að minnsta kosti helmingi fleiri. Barátta Roy gegn stíflunni hófst 1999 þegar hún skrifaði grein gegn henni eftir að hafa heimsótt svæðið þar sem hún á að rísa. Þegar hún fékk Booker-verðlaunin fyrir „Guð hins smáa“ fyrir fimm árum lét hún verðlaunaféð, 30 þúsund evr- ur, renna til baráttunnar gegn stíflunni og það hefur hún einnig gert við hluta þeirra höfundar- launa, sem hún hefur fengið fyrir bókina á Indlandi. Andstöðuna skipuleggja samtök, sm nefnast Hreyfingin til bjargar Narmada. Þau hafa barist gegn verkinu í rúm fimmtán ár og tókst meðal annars að knýja fram stöðv- un framkvæmda um miðjan síðasta áratug. Í október árið 2000 úr- skurðaði hæstiréttur Indlands hins vegar að verkinu skyldi haldið áfram. Nokkru síðar tók Roy þátt í mótmælum, sem efnt var til gegn úrskurði réttarins, og þar hófust átök hennar við indverskt réttar- kerfi. Hæstiréttur tók málið upp eftir að lögregla vísaði því frá Fimm lögfræðingar, sem sumir hafa vænt um athyglissýki, kærðu Roy og tvo forystumenn Hreyfing- arinnar til bjargar Narmada fyrir að hafa svívirt sig, hótað og togað í hár sér á mótmælafundinum. Fyrst reyndu lögfræðingarnir að kæra þau til lögreglu, en hún sá enga ástæðu til að skipta sér af málinu og hafði ekki tekið eftir því að neitt óvenjulegt hefði átt sér stað á mótmælafundinum. Beindu lögmennirnir þá umkvörtun sinni til hæstaréttar, sem þegar tók málið upp. Reyndar sáu þeir dóm- arar, sem með málið fóru, fljótt að ekkert var á bak við kæruna, sem að auki voru á ýmsir formgallar á borð við það að þeir höfðu hvorki undirritað hana né látið fylgja heimilisföng. Engu að síður voru hin ákærðu krafin um að standa gerða sinna skrifleg reikningsskil. Þar með var málinu lokið fyrir fulltrúana tvo frá samtökunum, en Roy lét ekki deigan síga. Hennar skriflega svar til réttarins var beinskeytt að venju. Hún undr- aðist að æðsta dómsvald landsins skyldi taka sér tíma til að gera rellu út af ómerkilegum málum eins og þessu, en væri að því er virtist of upptekið til að taka á hin- um raunverulegu vandamálum. Tilhneiging til að þagga niður gagnrýni og kveða niður skoðanir Ákvörðunin um að taka sitt mál upp sýndi þá tilhneigingu réttarins að þagga niður gagnrýni og kveða niður óþægilegar skoðanir. Dóm- ararnir, sem í hlut áttu, töldu að Roy hefði með þessum orðum sýnt réttinum vanvirðingu og hún var kærð að nýju í september í fyrra. Roy lét það ekki stöðva sig og hefur hún notað ákæruna sem tækifæri til að halda áfram gagn- rýni sinni á réttinn. Hún sakaði hæstarétt Indlands um að tak- marka almennt málfrelsi og sagði að hann væri lítið annað en mál- pípa yfirvalda í stað þess að varð- veita sjálfstæði sitt. Í samtali við þýska blaðið „Die Woche“ sagði hún að á undanförnum árum hefði hæstiréttur Indlands farið að grípa inn í stjórnmál landsins með mjög afgerandi hætti og meðal annars réttlætt allar pólitískar ákvarðanir í landinu án þess að fyrir lægju sannanir. Sjálfur væri rétturinn hins vegar ósnertanlegur. Í máli Roy var rétturinn meðal annars gagnrýndur á þeirri for- sendu að einn dómaranna, sem felldu úrskurðinn í vikunni, var meðal þeirra dómara, sem kærðu Roy. Var þess krafist að sá dómari viki sæti þar sem ekki væri við hæfi að hann bæði legði fram kæru og felldi dóm, en því var hafnað. Roy átti yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi, en dómurinn úr- skurðaði hana í eins dags fangelsi og til greiðslu fjögur þúsund króna sektar, en þriggja mánaða fangelsi ef hún borgaði ekki. Hún greiddi þegar sektina og sagði að hún vildi ekki verða píslarvottur því að mál- staðurinn væri ekki aðeins hennar. Hún hefði hins vegar komið skoð- unum sínum á framfæri og alls ekki mætti líta svo á að með því að borga væri hún að biðjast afsök- unar eða fallast á réttmæti úr- skurðarins. Fangelsisdóminn af- plánaði hún þegar og sagði að aðbúnaður hefði verið hundrað sinnum betri en hún hefði átt von á þrátt fyrir þrengsli: „Þegar við gagnrýnum verðum við einnig að hrósa.“ Þegar Roy var sleppt úr fangels- inu hélt hún blaðamannafund ásamt nokkrum blaðamönnum og kom þar fram hörð gagnrýni á dómskerfið. Blaðamennirnir sögðu að takmarka þyrfti rétt dómara til að hefta málfrelsi. Vinod Mehta, einn ritstjóra tímaritsins Outlook, líkti réttinum við harðstjóra, sem drottnaði yfir málfrelsinu, og bætti við að gegn þessu yrði að berjast. Congress-flokkurinn gagnrýndi réttinn. Í dagblaðinu Times of India birtist leiðari þar sem sagði að dómurinn vekti fleiri spurning- ar en hann svaraði og var bent á að í grónum réttarríkjum hefði svona mál aldrei komið til kasta dómstóla. Blaðið sagði einnig að ósamræmis gætti hjá réttinum í því hvað dómurinn væri vægur miðað við það hversu alvarleg brot hennar hefðu verið að mati rétt- arins, en hún er vænd um illvilja og að hafa hvorki sýnt iðrun né yf- irbót. Þau rök að dómurinn ætti að vera vægur vegna þess að Roy væri kona væru ekki aðeins niðr- andi gagnvart konur heldur stöng- uðust á við það grundvallaratriði að allir ættu að vera jafnir gagn- vart lögunum. Líkt við Jesú Krist Fjölmiðlar á Bretlandi hafa mik- ið fjallað um mál Roy og hafa verið höfð uppi stór orð á síðum blaða og tímarita. Einna lengst gekk Christina Odone, aðstoðarritstjóri tímaritsins New Statesman, sem sagði að kristnir menn myndu heyra í friðsamlegum mótmælum Roy bergmál hins mikla uppreisn- armanns frá Nazaret, guðssonar- ins, sem bauð bæði gyðinglegum og rómverskum yfirvöldum birginn í nafni hinna fátæku og afskiptu. Í Independent var Roy sögð mál- svari frelsisins og The Guardian sagði að hún væri kraftbirting femínisma á 21. öldinni. Roy hefur ekki látið sér nægja að fjalla um indversk málefni og í viðfangsefnum hefur hún ekki gert sér sérstaklega far um að velja vinsæl viðfangsefni. Aðeins tuttugu dögum eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum skrifaði Roy beitta grein, sem birtist í The Guardian undir heitinu „Algebra óendanlegs rétt- lætis“ og var titillinn vísun í heitið á hernaðaraðgerðum Bandaríkja- manna í Afganistan. Bin Laden fjölskylduleyndarmál Bandaríkjamanna Í greininni veltir hún því meðal annars fyrir sér hvað hafi búið að baki árásunum 11. september: „Af strategískum, hernaðarlegum og efnahagslegum ástæðum er brýnt fyrir bandarísk stjórnvöld að telja almenning á að skuldbinding þeirra við frelsi og lýðræði og hinn bandaríska lífsmáta eigi undir högg að sækja. Í því andrúmslofti sorgar, hneykslunar og reiði, sem nú ríkir, er auðvelt að koma þeirri hugmynd á framfæri. Ef þetta væri hins vegar satt má velta því fyrir sér hvers vegna tákn banda- rískra yfirburða á sviði efnahags og hernaðar voru valin sem skot- mörk. Hvers vegna ekki frelsis- styttan? Gæti það verið að reiðin, sem leiddi til árásanna, eigi ekki rætur að rekja til bandarísks frels- is og lýðræðis, heldur sögu stuðn- ings Bandaríkjastjórnar við hið gagnstæða, við hernaðarleg og efnahagsleg hryðjuverk, einræði herforingjastjórna, trúarlegt of- stæki og ótrúleg þjóðarmorð (utan Bandaríkjanna)? Það hlýtur að vera erfitt fyrir venjulega Banda- ríkjamenn, rétt eftir að hafa upp- lifað slíkan missi, að horfa á heim- inn með augun full af tárum og telja að maður finni aðeins fyrir tómlæti. En það er ekki tómlæti, heldur forspá, fjarvera undrunar, hin gamla vitneskja um það að á endanum þurfi menn að standa reikningsskil gerða sinna. En Bandaríkjamenn ættu að gera sér grein fyrir að þeir eru ekki hat- aðir, heldur stefna bandarískra stjórnvalda.“ Í greininni segir hún að Osama bin Laden sé í raun og veru fjöl- skylduleyndarmál Bandaríkjanna, hann sé hinn myrki tvífari forseta Bandaríkjanna, hinn illi tvíburi alls þess, sem gefur sig út fyrir að vera fallegt og siðmenntað: „[Bin Lad- en] var búinn til úr rifbeini þess heims, sem bandarísk utanríkis- stefna lagði í rúst.“ Hún segir að báðir fremji ský- lausa pólitíska glæpi. Báðir séu hættulega vopnum búnir. Annar hafi á valdi sínu kjarnorkuvopna- búr og yfirþyrmandi völd, hinn búi yfir eyðingarmætti þeirra, sem hafa verið sviptir allri von. „Mik- ilvægast er að hafa hugfast að hvorugur er viðunandi kostur í stað hins,“ skrifar hún. „Afarkostir þeir, sem Bush setti heiminum, að þeir sem ekki væru með okkur væru á móti okkur, eru ekkert annað en óskammfeilinn hroki. Það eru ekki þeir kostir sem fólk vill, þarf, eða ætti að þurfa að velja á milli.“ Skoðanir af þessu tagi eru ekki líklegar til að hjálpa Arundhati Roy að koma sér í mjúkinn hjá valdhöfum þessa heims. En mál- flutningur hennar ber því vitni að hún virðir málamiðlanir að vettugi og notar óhikað stöðu rithöfund- arins til að hafa pólitísk áhrif. Kjarkur hinna smáu Arundhati Roy er lítt gefin fyrir málamiðlanir. Hún gagnrýnir óhikað þá, sem valdið hafa, og hefur kallað yfir sig reiði hæstaréttar á Indlandi. Karl Blöndal fjallar um skrif Roy og við- ureign hennar við indverska dómstóla. Reuters Arundhati Roy afhendir vörðum í Tihar-fangelsinu í Delhí blóm eftir að hafa setið þar einn dag, sem hún var dæmd í fyrir að sýna hæstarétti Indlands vanvirðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.