Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                     !   "# $      #       %  &' BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MORGUNBLAÐINU barst eftirfar- andi bréf: Kæri ritstjóri. Ég er norskur sjóliðsforingi á eft- irlaunum og hef fengið áhuga á sögu ættar minnar. Í því sambandi hefi ég komist yfir gamla og að sumu leyti skemmda mynd, sem fannst í fórum foreldra minna og hefur verið tekin af konunglegum hirðljósmyndara, P. Brynjólfsson, Reykjavík. Foreldrar mínir eru báðir látnir og mér hefur ekki tekizt að bera kennsl á þá einstaklinga, sem eru á mynd- inni. Þess vegna er það von mín að Morgunblaðið geti aðstoðað mig. Eft- ir því sem ég veit bezt (samkvæmt upplýsingum biskups á miðjum aldri) hefur aðeins einn fjölskyldumeðlimur minn verið í tengslum við Ísland, settist þar að um 1920? Nafn hans var Bernhard Pettersen og hann kom frá Senja-eyju í Norður-Noregi. Sam- kvæmt litlum heimildum mínum kvæntist hann konu frá Bergen og þau stofnuðu til fyrirtækis á Íslandi og seldu lýsisafurðir. Er möguleiki á að myndin, sem þessu fylgir, sé af þeim hjónum? Ég yrði ákaflega þakklátur ef einhver gæti staðfest það og veitt mér upplýs- ingar um afkomendur þeirra, svo að ég geti uppfært ættfræðitölu mína. TERJE MEYER NILSSEN, Wallemsskogen 56, 5164 Laksevåg (Bergen), Norge. Þekkir einhver fólkið? Frá Terje Meyer Nilssen: ÉG ER værukær umfram aðra menn en bý svo vel að hérna á horninu rétt þar hjá sem ég bý er ágætis mat- vörubúð. Og það segi ég satt að mikið værum við betur settir kaup- maðurinn og ég ef hann fengi að selja mér rauðvín- ið sem ég sötra eins og sannur sælkeri með steikinni minni og pastanu. Ég þyrfti þá skemmra að fara eftir vín- inu og tekjur hans myndu aukast. En ég er á báðum áttum. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessu frelsi sem allir tala um og leysa á hvers manns vanda. Mitt frelsi eykst ekkert við það að geta skokkað til kaupmannsins míns og keypt af honum vín (og bjór um Formúlu- helgar). Ég hef heldur engar áhyggj- ur af þessari forræðishyggju sem þykir mikið skammaryrði í dag. Ég sé engan stóra bróður í Ríkinu þegar ég fer þangað að kaupa vínið mitt, að- eins stimamjúka og vingjarnlega af- greiðslumenn sem alltaf eru reiðu- búnir að halda yfir mér langar ræður um ágæti (eða ekki ágæti) þessa eða hins rauðvínsins (ég er skelfilegur vínsnobbari og spyr aldrei um hvít- vín). Ég sé heldur ekkert forneskjulegt við sérverslanir, sem Ríkið mitt óneitanlega er, eða finnst mér það til- tökumál að hið opinbera hafi eitt með höndum sölu þessa fíkniefnis sem áfengið er. Nú um stundir þykir þetta gamaldags viðhorf en mér er ómögulegt að leggja að jöfnu áfengi og mjólk. Um allt þetta má vissulega deila og ég veit um nokkra þingmenn sem eru mér hjartanlega ósammála og svo virðist sem meiri hluti þjóðarinnar sé það einnig. Þetta veldur mér nokkr- um áhyggjum, mest vegna þess að fræðimenn ýmiskonar vilja telja okk- ur trú um að áfengisnotkun unglinga muni aukast ef áfengið verður selt í matvörubúðum. Nú þarf ég ekkert endilega að vera sammála þessum fræðingum (enda margir þeirra mis- vitrir eins og dæmin sanna) en ég velti því engu að síður fyrir mér hvort rétt sé að taka þessa áhættu. Vil ég láta löggjafann auka mér leti (og kaupmanninum mínum tekjur) með því leyfa honum að selja mér rauðvín? Erum við, ég og kaupmað- urinn, ef til vill að tefla framtíð barna okkar og barnabarna í tvísýnu með því að heimta rauðvínið inn í mat- vörubúðirnar? Ég veit það ekki – en þegar ég gaumgæfi málið þá er ég fús að láta börnin okkar og barna- börn njóta vafans. Ég skal fara lengri leiðina eftir víninu mínu og sitja áfram (eða standa) undir löngum ræðum þjónustulipurra afgreiðslu- manna í Ríkinu sem endilega vilja prútta inn á mig besta rauðvíninu (ég lenti meira að segja á einum slíkum um daginn sem impraði á hvítvíni við mig). Já, ég segi ykkur satt, ég skal líka þola hvítvínsræður vegna þessa vafa en hvað um ykkur? Hvað um þennan meirihluta þjóðarinnar sem vill kaupa sitt áfengi í matvörubúðum (að þingmönnunum meðtöldum); vilj- ið þið láta unglingana njóta vafans? Hvað segir þú, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands og alþingismaður Norðurlands vestra? Með þökk fyrir birtinguna. JÓN HJALTASON, sagnfræðingur, Akureyri. Áfengi handa unglingum Frá Jóni Hjaltasyni: Jón Hjaltason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.