Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 41 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Þar sem vegurinn liggur nú aflíðandi og malbikaður meðfram bökkum Héraðsvatna í Skagafirði – þjóta hjá í huganum minningabrot frá þeim björtu og hlýju sumardögum þegar ég dvaldi sumarlangt hjá föðurbróður mínum Sigurði og konu hans Hólmfríði að Úlfsstöðum. Þá var vegurinn nær, húsin stærri og umhverfið ljómað ró- lyndum ævintýrabrag. Snemma vors brunuðum við upp heimreiðina að Úlfsstöðum með vinnubuxur, heklu- peysu og glansandi gúmmístígvél í tösku og ég hélt á vit sumars, dýra og góðra vina í sveitinni. Það var sest að kaffiborði hjá Hólmfríði húsfreyju, bræðurnir skiptust á fréttum, hnus- uðu af útihúsum og önduðu að sér ilmi heimaslóða. Loks hurfu foreldrar mínir af vettvangi en við frændur stóðum eftir á hlaðinu – ég með pálm- ann í höndunum og óútsprungið sum- arið innan seilingar. Sigurður frændi minn var snjall búhöldur og búskapur á Úlfsstöðum SIGURÐUR N. JÓHANNSSON ✝ Sigurður Norð-dal Jóhannsson fæddist í Borgar- gerði í Skagafirði 11. júní 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðár- króki 28. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 9. mars. var með miklum mynd- arbrag. Útihús voru mörg og öll máluð sam- ræmdum gulum lit, sem síðar breyttist í hvítan með rauðu þaki eftir duttlungum tískunnar. Við þjóðveginn var brúsapallur með þaki og rimlahlið í innkeyrsl- unni svo ekki þurfti að fara út og opna. Bú- smali var mikill, véla- kostur góður og drátt- arvélar og nýtískuleg heyvinnutæki vistuð í þar til gerðri skemmu, öllu vel við haldið og snyrtimennska í hávegum höfð. Heimilisbragurinn var þægilegur – hógværð bónda og myndarskapur húsfreyju sköpuðu af- slappað andrúmsloft þar sem börn undu sér vel. Ekki minnist ég þess að reynt væri að láta krakkana vinna mikið heldur var þetta meira eins og hóteldvöl í fullu fæði. Hótelgestir komu við í fjósi þegar þannig lá á þeim, ráku stundum kýr niður fyrir veg, fengu að dútla með hrífu í þurrki og bera kengjapakkann í girðinga- vinnu. Fé var rúið og farið með ullina í Víðimel og boðið upp á Spur þegar við komum til baka. Við fórum í kaup- staðarferðir á Krókinn, fyrirdrætti á hestum í Héraðsvötnum og réttir að hausti. Þannig leið sú sælutíð í sex sumur, en síðan eru liðin mörg ár. Það er ekki öllum gefið að lifa fulla ævi, en frændi minn Sigurður gerði það. Það leið of langt á milli funda okkar hin seinni ár og þar ber ég sök. Ég ber við önnum og amstri og að dagarnir fljúga hjá – en ef til vill er það líka ómeðvituð og eigingjörn þrá eftir því að halda í þann heim sem var, þá blíðu minningu sem vinir mínir í sveitinni skildu eftir og ég hef búið að og mun gera um ókomna tíð – þakk- látur. Gísli Gunnlaugsson. Ef ég bara mætti mæla mál sem læknað gæti sárin, þrek í stríði þreyttum gefið, þerrað höfug sorgartárin. (Sverrir Haraldsson.) Heiðrún föðursystir okkar er látin. Lilla frænka var yngsta systir pabba og það föðursystkina okkar sem við þekktum best í æsku. Þegar við eldri systurnar munum fyrst eftir bjuggu Lilla og Einar á Hjaltastað en flytja í Ásgrímsstaði þegar foreldrar Lillu og bróðir fluttu suður á Selfoss. Aðeins er steinsnar milli bæjanna Ás- grímsstaða og Móbergs svo daglegur samgangur var á milli. Okkur fundust það því váleg tíðindi að fjölskyldan á Ásgrímsstöðum ætlaði að bregða búi og flytja suður á land. Þar áttum við frændfólk sem við þekktum aðeins af afspurn og afi og amma og Gaui voru farin þangað svo við þóttumst vita af reynslunni að Lillu frænku og hennar fólk sæjum við ekki meir, enda fóru menn ekki á milli Austur- og Suður- lands á þessum tíma nema hafa til þess brýnt erindi. Og síminn var ein- ungis notaður til að koma nauðsyn- legum skilaboðum á milli og svo var talað á jólum og stórafmælum. En Lilla frænka sagðist mundu koma í heimsókn á sumrin svo við gætum HEIÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Heiðrún Ágústs-dóttir fæddist á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1. október 1934. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 9. mars. bara verið rólegar. Og þannig var það að svo til á hverju sumri kom fjölskyldan austur. Lilla og Einar áttu stóran hóp vina og skyldmenna hér á Austurlandi og hafa ef- laust talið það til brýnni verkefna að rækta tengslin við sitt fólk því frændrækni þeirra var einstök. Við systkinin minn- umst þess að þegar nálgaðist sá dagur sem von var á Lillu og Ein- ari austur í sumarfrí vorum við með hnút í maganum af tilhlökkun í marga daga, það var alltaf svo gaman þegar þau voru komin, það fylgdi þeim glað- værð og hlátur og allt varð svo sér- stakt. Einar Sverrir sagði þegar ég hringdi til að segja honum lát Lillu frænku: „Manstu hvað var gaman þegar von var á Lillu og nafna mínum þegar við vorum lítil? Það var alveg eins og jólin væru að koma og svo færðu þau okkur meira að segja líka pakka,“ og þannig var það. Á seinni árum Lillu og Einars á Ak- ureyri komum við systkinin oft á heimili þeirra. Gestrisnin og hlýjan var einstök, allt var sjálfsagt, gisting, matur, fylgd í búðir og til annars frændfólks og svo var auðvitað farið í bíltúr til að sýna okkur eitthvað og borða nesti sem gerði ferðina enn skemmtilegri, fyrir þetta og allt hitt sem þú varst okkur færum við þér þakkir og biðjum guð að blessa minn- ingu þína. Ég sem skrifa þetta fyrir hönd okk- ar systkinanna minnist síðustu heim- sóknarinnar til Lillu frænku, hún var þá á Landspítalanum, orðin helsjúk af því meini sem loks sigraði hennar ein- beitta vilja og óbugandi glaðværð og bjartsýni. Þetta var núna í febrúar og það var bolludagurinn. Við spjölluð- um um fjölskylduna og sögðum hvor annarri fréttir af ættingjum, hún sagði mér af barnabörnunum og lítilli Ljósbrá langömmustelpu sem hún átti og var alveg heilluð af. Svo spurði hún um frændfólkið á Borgarfirði og um börn systkina minna og mín börn og ömmustrákinn minn og hvernig Þóreyju gengi í menntaskólanum og hvort ég ætlaði ekki að hafa veislu þegar hún yrði stúdent, sem er þó ekki fyrr en í fyrsta lagi 2003, en svona var Lilla frænka, hún gat skipulagt langt fram í tímann og alltaf gekk allt eins og í sögu því hún lét það bara ganga þannig. Við ræddum ætt- armót og hún sagði að nú yrðum við að halda ættarmót í sumar, það gengi ekki að hittast aldrei nema við jarð- arfarir, ég er því sammála og tók að mér að reka á eftir nefndinni. Hún sagði: „Þú hefur aldrei komið til mín án þessa að fá eitthvað gott,“ og það er svo sannarlega rétt, þess vegna skipti ég rjómabollunni sem hún hafði fengið með kaffinu í tvennt eftir henn- ar fyrirmælum, við borðuðum hvor sinn helminginn, hvorug hafði mikla list en við létum okkur hafa það því að það er í ættinni að „segja alltaf allt gott“ og það gerðum við líka þennan dag. Elsku Einar, Anna, Birta, Inga og Dadda. Kynni ég aðeins mál sem mætti mönnum veita yl og hlýju, vonum föllnum vængi gefið, vafið allt í ljósi nýju. (Sverrir Haraldsson.) Samúðarkveðjur til ykkar og allrar fjölskyldunnar frá systkinunum frá Móbergi. Ágústa, Einar, Guðbjörg, Vilhelm og Kristjana. ✝ Margrét Guð-mundsdóttir Bråthen fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1935 og lést á heim- ili sínu, Måltrost- veien 34, Vennesla í Noregi, 14. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, fæddur 8. október 1900, dáinn 28. mars 1972, og Katrín Kristmunds- dóttir fædd 14. sept- ember 1904, dáin 25. mars 1963. Systkini Margrétar eru: Krist- mundur, fæddur 25. ágúst 1933, Guðrún Jóna, fædd 7. ágúst 1936, dáin 26. júlí 1939, Guðni Þorvald- ur, fæddur 26. júlí 1938, Guðrún Jóna, fædd 26. maí 1943, og Jón, fæddur 12. mars 1945. Margrét giftist Leif Bråthen, f. 18. janúar 1926, d. 4. janúar 1986, frá Kristiansand í Noregi. Dóttir þeirra er Katrín, f. 8. ágúst 1969, gift Frank Thorkildsen, sonur þeirra er Odd Krist- ian, f. 15. október 1999, en Katrín átti fyrir dæturnar Reg- ínu Renathe, f. 31. maí 1988, d. sama dag, Lene Margréti, f. 10. apríl 1989, og Tonje Elise, f. 19. mars 1995. Fyrir átti Margrét soninn Guðmund Helga, f. 25. febrúar 1961, í sambúð með Bente Gjertsen. Margrét fór fyrst til Noregs 1951 og starfaði þar meira og minna til ársins 1957, lengst af á hjúkrunarheimili í Osló. Hér heima starfaði hún hjá Íslenskum aðalverktökum, Efnagerðinni Val, Sanitas og hjá Málmsteypu Ámunda. Margrét fluttist alfarin til Noregs 1968. Útför hennar fór fram frá Kristiansandskapellu í Kristiansand. Þá er elskuleg frænka mín búin að fá hvíldina og ég held að hún hafi verið henni fegin. Aldrei kvartaði hún þótt það hafi orðið miklar breytingar á lífi hennar sl. 11 ár, eða frá því að hún fór fyrst að finna fyrir þeim hjartasjúkdómi sem að lokum dró hana til dauða. Hún breyttist úr dugnaðarfork sem alltaf var á ferðinni í sjúkling sem þurfti á allri sinni orku að halda til að fram- kvæma einföldustu hluti. Hún sagði sjálf að sér fyndist hún enn ung og hress inni í sér, það væri bara þessi lélegi skrokkur sem setti henni tak- mörk. Hún bjó þó ein í húsinu sínu og það var ekki fyrr en í vetur sem hún þáði heimahjúkrun og heim- ilishjálp. Börnin hennar sinntu henni af alúð og væntumþykju og ekki lét hún heilsuleysið aftra sér frá því að passa barnabörnin stund og stund, enda voru þau henni hinir mestu gleðigjafar. Hún hafði einnig mikla ánægju af að fá ættingja að heiman til lengri eða skemmri dval- ar og síðasta vor voru þau mamma og Nonni frændi hjá henni í mánuð. Aldrei vildi hún viðurkenna að henni leiddist, þótt hún hefði orðið fátt við að vera, sagðist alsæl með að láta daginn líða við lestur, hló svo við og sagði að svo væri það líka bónus hvað hún væri orðin gleymin, nú gæti hún lesið sömu bækurnar aftur og aftur. Magga frænka var stóra systir hennar mömmu og í mínum huga er hún alltaf eins og mamma númer 2. Þær voru mjög nánar systurnar eins og allur systkinahópurinn. Fjölskyldutengslin eru sterk og samgangur var mikill, sérstaklega á meðan Magga frænka bjó hér heima, hún var eins og límið sem hélt hópnum saman. Baldursgata var í bernskuminningunni mið- punktur tilverunnar, þar hittist systkinahópurinn flesta daga vik- unnar og þar var stöðugur gesta- gangur. Ég var svo lánsöm að vera fyrsta barnabarnið í fjölskyldunni og fékk að alast upp umkringd öllu þessu góða fólki. Það var alltaf einhver ævintýra- ljómi yfir Möggu frænku í bernsku- minningunni. Hún sigldi oft út með Gullfossi til Noregs og Danmerkur, sem þá var hvorki sjálfsagt eða al- gengt og þar sem hún var alla tíð alveg einstaklega gjafmild kom hún alltaf heim færandi hendi. Magga frænka kynntist Leif í einni af þessum Noregsferðum sín- um, þau voru í nokkur ár í fjar- sambandi þar sem hann var stýri- maður á olíuflutningaskipum og var því oft marga mánuði í einu á sjó. Þrátt fyrir að Leif væri bara örfáa mánuði á ári í landi hikaði hún ekki við að flytjast út með Gumma, henni óx ekki í augum að vera ein með barn á erlendri grund, fjarri fjöl- skyldu og vinum. Reyndar held ég að það hafi ekki verið margt sem óx henni frænku minni í augum og fátt held ég að hún hafi óttast um æv- ina, reyndar man ég bara eftir tvennu en það voru mýs og flug- ferðir, þótt hún hafi nú látið sig hafa það að fljúga seinni árin. Þó ég væri bara á níunda ári þeg- ar Magga flutti út, þá héldust alltaf sterk tengsl milli okkar, við skrif- uðumst á fram eftir öllu og nú síðari ár höfum við alltaf hringt hvor í aðra nokkuð reglulega. Hún stapp- aði í mann stálinu eða gaf manni til- tal allt eftir því sem þörf var á, hún var hreinskilin og sagði það sem henni lá á hjarta, þannig að maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Magga kom reglulega til Íslands eftir að hún flutti út og þegar von var á henni og krökkunum fylltist maður ólýsanlegri tilhlökkun og jafnmiklum trega þegar þau fóru. Magga frænka kom síðast til Ís- lands sumarið 1990 og var það í síð- asta sinn sem við hittumst. Við átt- um þá saman góðar stundir, þvældumst víða og það var ólýs- anlega gaman að sitja og spjalla við hana yfir kaffibolla, því hún var haf- sjór af fróðleik og hafði skoðanir á öllu. Og fáa veit ég sem gátu inn- byrt eins mikið af kaffi og hún. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ég eigi aldrei framar eftir að lyfta upp símtólinu og heyra hásu röddina hennar frænku minnar og hlusta á skemmtilegu norskublönd- uðu íslenskuna hennar. Við sem ætluðum að hittast í Noregi að ári, ég var búin að heita því að koma þegar ég væri búin með skólann og þá átti hún loksins að fá að hitta yngstu börnin mín sem hún hafði aldrei séð, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég er þó þakklát fyrir að Magga fékk að deyja heima, sitj- andi í uppáhaldsstólnum sínum í stofunni sinni, því það var einmitt það sem hún þráði heitast af öllu. Eins er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þessa yndislega konu sem mér þótti svo undurvænt um. Elsku besta frænka, hafðu hjart- ans þökk fyrir allt. Megi guð gefa börnunum þínum, barnabörnum, tengdabörnum, systkinum og öllum þeim sem þótti vænt um þig styrk í sorginni. Katrín og börn. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR BRÅTHEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.