Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 3/3 –9/3 ERLENT INNLENT  Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveit- arstjórna. Meðal helstu breytinga er að allir er- lendir ríkisborgarar fái kosningarétt, hafi þeir átt lögheimili hér á landi í fimm ár. Norður- landabúar þurfa þó aðeins að hafa búið hér í þrjú til þess að öðlast þennan rétt.  KAUPMÁTTUR dag- vinnulauna rýrnaði að meðaltali um 2,3% milli fjórða ársfjórðungs í fyrra og árið á undan. Dagvinnulaun hækkuðu um 5,9% á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækk- aði hins vegar um 8,4%.  GERT er ráð fyrir að framkvæmdir á svoköll- uðum Eimskipsreit í Skuggahverfinu hefjist á hausti komanda.  KOSTNAÐUR ríkisins vegna launa fyrir setu í nefndum, stjórnum og ráðum á þess vegum nam 417 milljónum árið 2000 og er þá ekki meðtalinn kostnaður vegna sér- fræðiþjónustu. Ríkisend- urskoðun gerði úttekt á árangri nefnda á vegum ríkisins og kannaði hvern- ig starfi þeirra var hátt- að. Í ljós kom að hátt í fimmtungur nefndanna störfuðu ekkert á árinu og skiluðu engum ár- angri.  NÚ ER um tíu senti- metra jafnfallinn snjór í Bláfjöllum og skíðafæri gott en lítill sem enginn snjór hefur verið þar til nú. Mál Árna Johnsen til ríkissaksóknara LÖGREGLURANNSÓKN í máli Árna Johnsen, fyrrverandi alþingis- manns og formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins, er lokið. Í niðurstöð- um hennar kemur fram að ætluð refsi- verð háttsemi hafi átt sér stað í 32 til- vikum en alls voru 74 einstaklingar yfirheyrðir vegna þessara tilvika og hafa tólf þeirra fengið réttarstöðu sak- aðra manna. Brotin eru m.a. talin geta varðað við ákvæði almennra hegning- arlaga um mútur en eftir því sem næst verður komist hefur slík ákæra ekki áður verið gefin út á Íslandi. Bankaráð Íslands- banka heldur velli SJÁLFKJÖRIÐ verður í bankaráð Ís- landsbanka á aðalfundi félagsins á mánudag þannig að núverandi meiri- hluti mun halda velli. Dregur úr við- skiptahallanum SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka var viðskiptahallinn 33 milljarðar í fyrra en var 67,5 milljarðar árið áður. Á föstu gengi minnkaði hall- inn um 48 milljarða króna á milli ár- anna 2000 og 2001. Á fjórða ársfjórð- ungi í fyrra var 4,8 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd. Varðar ekki mikla fjár- hagslega hagsmuni LÖGMAÐUR Olíufélagsins hf. segir ljóst að mál Samkeppnisstofnunar gegn félaginu fyrir meint samráð við hin olíufélögin varði óverulega pen- ingalega hagsmuni félagsins. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvernig brugðist verður við yfirlýsingu Olíufélagsins um samstarf við Sam- keppnisstofnun. ÍSRAELSHER hélt uppi hörðum og blóðugum árásum á Palestínumenn alla síðustu viku og liggja nú nokkrir tugir manna í valnum. Í liðinni viku féllu 112 Palestínumenn og 35 Ísrael- ar. Eru blóðbaðið og harðlínustefna Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísr- aels, farin að valda ólgu víða og einnig í Ísrael þar sem krafa um að Verka- mannaflokkurinn segi sig úr stjórninni verður æ háværari. Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, gagn- rýndi Sharon harkalega síðastliðinn þriðjudag og sagði þá, að honum skjátlaðist hrapallega ef hann héldi, að lausnin fælist í því að drepa sem flesta Palestínumenn. George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, ákvað á fimmtu- dag að senda fulltrúa sinn, Anthony Zinni, aftur til Miðausturlanda og hef- ur Sharon fagnað því. Sharon tilkynnti á föstudag, að hann setti ekki lengur það skilyrði fyrir friðarviðræðum við Palestínumenn, að allt væri með kyrr- um kjörum í viku, en Palestínumenn segja það aðeins gert til að friða Bandaríkjastjórn. Síðasta vígi al-Qaeda að falla HÖRÐ átök hafa staðið alla síðustu viku um síðasta vígi al-Qaeda í fjöll- unum í Austur-Afganistan. Talið er, að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna þar hafi verið um 1.000 en hugsanlega er meira en helmingur þeirra fallinn. Sækir að þeim 2.000 manna lið, um 1.200 bandarískir hermenn, um 200 hermenn frá Ástralíu, Kanada og Evr- ópuríkjunum og afganskar sveitir. Miklar loftárásir hafa verið gerðar á al-Qaeda-liða en þeir hafa samt veitt mikla mótspyrnu. Bandaríkjamenn segja, að það hilli undir endalokin fyrir al-Qaeda í átökunum, en sumir telja hugsanlegt, að einhverjir forystumenn samtakanna séu þarna niðurkomnir. Blóðugar árásir Ísraelshers  SÚ ákvörðun George W. Bush Bandaríkja- forseta að setja 30% verndartoll á mestallan innflutning á stáli hefur verið fordæmd víða um heim og margir óttast, að í uppsiglingu sé alvarlegt viðskiptastríð. Hafa Evr- ópusambandsríkin og fleiri kært málið til Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, og hugs- anlegt þykir, að víða verði gripið til beinna mót- aðgerða.  BUSH Bandaríkja- forseti kynnti á fimmtu- dag drög að nýjum reglum, sem eiga að auka persónulega ábyrgð stjórnenda í fyrirtækjum og tryggja hluthöfum áreiðanlegar upplýsingar um rekstrarstöðuna. Stefnt er að því að gera stjórnendurna sjálfa ábyrga fyrir upplýsing- unum og lagt er til, að þeir stjórnendur, sem misnotað hafa aðstöðu sína, fái ekki oftar að gegna slíku starfi.  ÝMISLEGT bendir til, að hagvöxtur sé aftur að aukast í Bandaríkjunum, en þar jókst framleiðni fyrirtækja um 5,2% á síð- asta fjórðungi liðins árs. Hefur Alan Greenspan seðlabankastjóri ekki lengi verið jafn bjartsýnn á framvinduna og nú.  ÍRAR höfnuðu í þjóðar- atkvæðagreiðslu breyt- ingu á stjórnarskrá, sem leitt hefði til hertra reglna um fóstureyðingar. Er niðurstaðan áfall fyrir stjórnina og kaþólsku kirkjuna. KAUPFÉLAG Eyfirðinga svf., Samherji hf. og Lífeyrissjóður Norðurlands hafa gert með sér samkomulag um að stórefla fjár- festingarfélagið Kaldbak hf., sem um síðustu áramót tók við öllum eignum og skuldbindingum KEA. Fram mun fara hlutafjáraukning í Kaldbaki þar sem Samherji og Líf- eyrissjóður Norðurlands koma inn sem kjölfestufjárfestar á móti KEA. Núverandi eigendur Kaldbaks eru KEA, sem á 71,6% hlut, fyrr- verandi hluthafar í B-stofnsjóði KEA, sem eiga 14,2% hlut og fé- lagsmenn KEA, sem eiga 14,2%. Samtals eru þetta um 8.000 hlut- hafar og má geta þess að í þeim hópi er Lífeyrissjóður Norðurlands sem á nú 3,92% hlut í Kaldbaki. Stærstu eignir Kaldbaks liggja í Samherja hf., Samkaupum hf., lyfjaverslanakeðjunni Lyfjum og heilsu, Norðurmjólk ehf., Norð- lenska ehf. og fleiri félögum sem áð- ur voru í eigu KEA 1,3 milljarðar króna inn í Kaldbak Á næstunni verður boðað til hlut- hafafundar í Kaldbaki og lögð fram tillaga um heimild til allt að 500 milljóna króna hlutafjáraukningar. Af því munu Samherji og Lífeyr- issjóður Norðurlands í þessari lotu kaupa 371 milljón króna og verður hlutur Samherja 227 milljónir króna að nafnverði og Lífeyrissjóðs Norðurlands 144 milljónir króna að nafnverði. Miðað er við að hlutaféð verði keypt á genginu 3,5 en sérstök matsnefnd allra aðila hefur farið yf- ir og staðfest samningsgengið. Með öðrum orðum þýðir innkoma Sam- herja og aukinn hlutur Lífeyris- sjóðs Norðurlands að inn í Kaldbak kemur nýtt hlutafé að upphæð tæp- lega 1,3 milljarðar króna. Eftir áðurnefnda hlutafjáraukn- ingu mun KEA eiga 52,2% hlutafjár í Kaldbaki, Samherji 16,6%, Lífeyr- issjóður Norðurlands 13,4% og aðr- ir aðilar, sem eru um 8.000 talsins sem fyrr segir, eiga 17,8%. Kald- bakur mun síðan kaupa eigin bréf, sem nema allt að 10% af heildar- hlutafé eftir aukningu af KEA, á genginu 4,0 og við það lækkar eign- arhlutur KEA niður í 46,9% og þar með verður enginn einn aðili meiri- hlutaeigandi. Þá er í samkomulaginu yfirlýsing frá KEA þess efnis að stefna KEA sé að lækka eignarhlut sinn enn frekar þannig að hann verði í fram- tíðinni ekki hærri en 35%. Stefnt er að því að fá fleiri fjárfesta að Kald- baki hf. m.a. með sölu á eigin bréf- um sem og með útgáfu nýrra hluta- bréfa. Upphaf nýrrar sóknar Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að í sínum huga marki samkomulagið mikil tímamót. „Ég lít bæði á þetta sem ákveðinn endapunkt þeirra viðamiklu breytinga sem staðið hafa yfir á KEA undanfarin ár en jafn- framt upphaf nýrrar sóknar Kald- baks sem eins öflugasta fjárfest- ingafélags landsins. Mótun fjár- festingastefnu verður í höndum nýrrar stjórnar en félagið verður að sjálfsögðu rekið á þeim grunni að það skili eigendum sínum arði,“ segir Eiríkur. Í frétt frá KEA segir að eignabreytingin á Kaldbaki og kaup Kaldbaks á eigin hlutabréfum af KEA geri það að verkum að KEA fái til ráðstöfunar röskan hálfan milljarð króna til að taka þátt í nýj- um verkefnum á félagssvæðinu og sé því í stakk búið til að takast á við nýtt hlutverk mun fyrr en búist var við. Jóhannes Geir Sigurgeirsson lætur af formennsku í KEA Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem hefur verið formaður stjórna Kaupfélags Eyfirðinga og Kaldbaks hf., hefur ákveðið að láta af stjórn- arformennsku í KEA svf., en hins vegar gefur hann kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Kaldbaki hf. „Til þess að undirstrika aðskilnað KEA svf. og Kaldbaks hf. tel ég rétt á þessum tímapunkti að láta af starfi stjórnarformanns í samvinnu- félaginu. Í mínum huga stendur fé- lagið á tímamótum, nú hefur það með afgerandi hætti fengið nýtt hlutverk sem byggðafestufélag hér á félagssvæðinu,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, meðal annars í tilefni þessa. Samherji og Lífeyris- sjóður Norðurlands kaupa í Kaldbaki KEA fær um hálfan milljarð til ráðstöfunar í ný verkefni Morgunblaðið/Kristján Jóhannes Geir Sigurgeirsson hættir sem stjórnarformaður KEA en gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Kaldbaki. LJÓSMYND Gunnars Gunn- arssonar, ljósmyndara hjá Fróða, af Ármanni Reynissyni var valin mynd ársins 2001 og portrett ársins á ljósmyndasýn- ingu blaðaljósmyndara og Ljósmyndarafélagsins sem var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Í áliti dómnefndar segir að myndin sé einstaklega sterk portrettmynd „þar sem um- hverfi, fatnaður, öll smáatriði og myndbygging ná að skapa öfl- uga heild. Myndin nær að end- urspegla persónuleika mannsins á raunsæjan hátt“. Auk hinnar árlegu ljós- myndasýningar var einnig opn- uð sérstök gestasýning ljós- myndarans Sigurðar Jökuls sem ber yfirskriftina „Leitin að enska sjentilmanninum“. Sýning- arnar standa til 30. mars en á þeim eru á þriðja hundrað ljós- myndir. Bjarni Eiríksson, lögmaður og ljósmyndari, var formaður dóm- nefndar en auk hans sátu í dóm- nefndinni þeir Odd Stefán og Grímur Bjarnason, ljósmyndarar og Valgarður Gunnarsson, myndlistarmaður. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Ljósmynd Gunnars Gunnars- sonar valin mynd ársins 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.