Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ I. Heimildir eru til um að nokkrir ís- lenskir listamenn hafi lagt leið sína til Flórens á 3. ára- tug síðustu ald- ar. Í gagnasafni Morgunblaðsins er grein í Les- bók Morgun- blaðsins frá 21. janúar 1995, þar sem sagt er frá Ítalíuför Davíðs Stefánssonar eftir Gunnar Stefánsson. Þar stendur að Davíð Stefánsson, Ríkharður Jónsson og Ingólfur Gíslason læknir hafi lagt upp frá Kaupmannahöfn um miðjan des- ember 1920 og skömmu fyrir jól komu ferðalangarnir til Flórens. Þessi ferð hlýtur að hafa orðið kveikj- an að hinu langa kvæði Davíðs, Með lestinni, sem birtist í Kvæðum árið 1922: Með lestinni Ys á stöðinni. Ys á stöðinni. Öskur, köll og hróp. Burðarkarlarnir brjótast gegnum brjálaðra manna hóp. Fólkið þyrpist í unnvörpum inn. Einn, ..tveir, ..þrír, tugir,.. hundruð. Hraðlestin bíður, horfir og reyknum spýr. Ríkir og snauðir, ríkir og snauðir ryðjast með farangur sinn. Stjak, stjak og stímabrak. Með straumnum berst ég inn með vegabréfið í vasanum og vaðsekkinn í hönd. Farseðil. Farseðil. Farseðil í framandi og ókunn lönd. Þeir félagar héldu jól í Flórens. Bjuggu þeir hjá dönskum systrum, sem ráku matsölu og gistihús, aðal- lega fyrir ferðamenn frá Norðurlönd- um. „Heimilislífið þar var hið skemmtilegasta,“ segir Ríkharður, „enda nýir og nýir farfuglar, sem staðnæmdust þar lengri eða skemmri tíma á leið til Rómar, borgarinnar ei- lífu. Mest voru það myndlistarmenn, skáld, söngmenn og aðrar fróðleiks- fúsar og fegurðarþyrstar sálir, er staðnæmdust á þessu farfuglaheim- ili.“ Um jólin í Flórens veiktist Davíð og má sjá af frásögn Ríkharðs að hann hefur átt í þeim veikindum allt að tveimur mánuðum. Hvaða sjúk- leiki þetta var er ekki sagt, en líklegt er að brjósthimnubólgan sem tafði skólanám Davíðs árum saman hafi tekið sig upp á ný. Veikindin hindruðu skáldið þó ekki með öllu í að njóta dvalarinnar í Flórens. Hann virðist raunar lasinn og ekki vera með þeim Ingólfi og Ríkharði þegar þeir voru boðnir „til Palmgren, kunsthistori- ker“ 5. janúar 1921, niður á Lapi, listamannakrána frægu. Þar söng Ca- ruso, forkunnarfagur tenór.“ Aftur er þess getið í ferðadagbók Ríkharðs að hann hafi verið á Lapi 15. janúar. Kannski hefur Davíð þá verið með í för. Svo mikið er víst að á Lapi hefur hann komið, því að kvæði um krána birtist í Kveðjum, árið 1924, og þar hefur söngvarinn hlotið sinn sess: Lapí Listamannaknæpa í Flórenz Í Flórenz hafa fjöldamargir ferðalangar gist, og hvergi er hærri klukknaturn og hvergi meiri list. Þar anga blóm; þar blikar vín, það besta, er jörðin á, og þarna er litla Lapí, sem er listamannakrá. Með hvelfdu lofti er kráin byggð í kapellunnar stíl, þó dyrnar minni kann ske á kjaft á krókódíl í Níl. Á veggi eru klemmd og klístruð hvít og mislit blöð, og vegna þess er von, það minni á vitfirringastöð. En þarna hafa goð og guðir gleði mörgum veitt, og þarna hefir vorsins vín á vígðum skálum freytt, og þarna inni er heiðið hof og heilög kirkja í senn, og þarna drekka á þöglum kvöldum þyrstir listamenn. Og þangað flykkjast farandskáld, sem festa hvergi ró, sem trúa á vínsins töframátt og tigna Appolló, sem hvorki gjalda kirkjunni né keisaranum skatt, en hafa barta, Byronskraga og barðastóran hatt. Þar sitja þeir að sumbli og leik við sama fórnarbál, og drykkjan vekur vinarhug í villimannsins sál. Þar bergir Prússinn Bretans full og Bretinn Rússans skál, og einmitt þarna er að myndast alheimstungumál. Enga leikur Amor ver en unga listamenn, og Flórenzdætur forðast ekki farandskáldin enn, og blótprestarnir bera vín um borðin endilöng, uns drykkjukráin dynur öll af dansi og gleðisöng. Og harmoníkan hlær og hvín svo hjartanlega dátt, og gítararnir glymja við, og glösin fljúga hátt. Í gegnum þennan glym, sem líkist gný frá ólgusjó, syngur hann sín Lapílög, hann litli Caruso. Hann rekur upp þau reginhljóð, sem röddin orkað fær. Hann blánar, og hann blæs sig út og brosir niður á tær. Hann syngur gömul Lapílög um listir, ást og vín. ... Á meðan faðma Flórenzdætur farandskáldin sín. Svo dettur alt í dúnalogn. Menn drekka í spekt og ró og ræða um mynd, sem meitluð var af Michelangelo. Menn dýrka hann, en dæma ei, og drekka tröllsins skál, sem marmaranum málið gaf og meitlaði í hann sál. Og þegar annað nafn er nefnt, á ný er skálin fylt. Með hjartans dulda dýrðarsöng er Dantenafnið hylt. Og sjá! Þeim birtist svipur hans, er söng hans þekkja best. Menn skjálfa, og menn skifta um lit, en skáldin kann ske mest. Svo drekka menn og dansa á ný Til dýrðar Boccaccio. Frá kránni leiðast kona og sveinn Og kann ske út í skóg. Þar syngur Pan. Þar angar alt af æfintýraþrá. En Lapí er og Lapí verður Listamannakrá. Ég fór að leita uppi Lapi, en sá veit- ingastaður var stofnaður árið 1880 og er hann veitingastaður enn þann dag í dag. Þetta er einn af elstu veitinga- stöðum í Flórens og heitir hann Buca Lapi og er við Via Tornabuoni 64/r en hann er í kjallaranum á Antinori-höll- inni. Í Flórens er geysimikið af klass- ískri myndlist frá endurreisnartíma- bilinu, í Uffizi-safninu, og má geta nærri hver opinberun það hafi verið þeim félögum. Með Davíð í för var líka fólk sem bar skyn á myndlist. Hinn 23. janúar, skömmu áður en þeir félagar héldu til Rómar, komu til Flórens vinir Davíðs, Valtýr Stefáns- son, seinna ritstjóri, og kona hans Kristín Jónsdóttir listmálari. Komu þau frá Feneyjum og tóku þeir Davíð og Ríkharður á móti þeim. „Síðan fór- um við Davíð með þeim Valtý og Kristínu til Fiesole og glitruðu þá all- ar brekkur í síðustu geislum kvöldsól- arinnar og vorum við öll mjög hrifin,“ segir Ríkharður. Þarna hefur kviknað kvæði Davíðs um þennan bæ: Fiésole Fiésole við Flórenz er fátækur klausturbær. Á mörg hundruð ára múrum mosinn í friði grær. Kirkjan er bygð á bjargi úr brendum leir og tré. Býlin við brekkuna minna á börn við móðurkné. Fiésole við Flórenz er fögur í gleði og sorg. Börnin leika sér berfætt um brekkur og steinlögð torg. Þau syngja með sýprusviðnum um sólskin og eilíft vor. Brosandi brúður stráir blómum í sveinsins spor. Konan kveikir upp eldinn og kaupir mat og vín, fléttar körfur á kvöldin og kyssir börnin sín. Heimilisfaðirinn hugsar um hópinn sinn nótt og dag. ... Fiésole við Flórenz er fegurst um sólarlag. Þá logar loftið í vestri, og ljóma á bæinn slær. Fiésole við Flórenz er Fransiskanna bær. Með klukknahljómunum kallar kirkjan á börnin sín. Í ljóma frá hvítum kertum hið kaþólska altari skín. Munkarnir syngja þar messu, og máttugir eru þeir, þó mórauðu kuflarnir minni marga á jarðarleir. Fiésole við Flórenz er Fransiskanna bær. Á mörg hundruð ára múrum mosinn í friði grær. Á Íslendingaslóðum í Flórens og San Gimignano Ég fór að leita uppi Lapi, segir Bergljót Leifsdóttir Mensuali, en sá veitinga- staður var stofnaður árið 1880 og er hann veitinga- staður enn þann dag í dag. Úr bók Björns Th. Björnssonar um Mugg Úr Dimmalimm, vatnslitir, frá 1921 eftir Mugg. Útsýni af þaki Hótels Toscana í Siena, þar sem Muggur málaði. Buca Lapi, veitingahúsið í Flórens.Bergljót Leifsdóttir Mensuali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.