Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 21 Úr kvæðasafni I. bindi eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Svartar fjaðrir Kvæði Reykjavík Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri MCMXXX II. Eins og fram hefur komið í fyrri greinum mínum hef ég mikið stuðst við bréf Elofs Risebye ( 3. mars 1892– 11. júlí 1961) til afasystur minnar, Júl- íönu Sveinsdóttur listmálara (31. júlí 1889–17. apríl 1966). Davíð Stefáns- son, Ríkharður Jónsson, Ingólfur Gíslason, Valtýr Stefánsson, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir hafa því öll búið á „Pensione Scand- inavia“ við Lungarno Serristori, en nú er verið að gera upp bygginguna og verður henni skipt niður í íbúðir. Líklegast hefur „Pensione Scand- inavia“ verið við lýði fram að seinni heimsstyrjöld. Í Róm bjuggu Norðurlandabúar á „Pensione Norden“ í Via del Corso 184. Þetta gistiheimili er ekki lengur til. III. Eina hótelið, sem ég veit með vissu að Júlíana afasystir mín bjó í og er enn við lýði, er Hótel Bel Soggiorno í San Gimignano en það var opnað árið 1886 og hefur verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar frá upphafi. Í viðtali mínu við hóteleigandann sagði hann mér að enn þann dag í dag gistu margir Danir á hótelinu. Muggur hét fullu nafni Guðmundur Pjétursson Thorsteinsson (Ísl. Ævi- skrár Páls Eggerts Ólasonar). Hann fæddist 5. september árið 1891 á Bíldudal. 12 ára gamall flyst hann ásamt fjölskyldu sinni til Kaup- mannahafnar. Árið 1908 lýkur hann gagnfræðaprófi. Hann stundar nám við Teknisk Selskabs Skole í Kaup- mannahöfn frá árinu 1908 til 1911. Fjölskylda hans flyst aftur til Íslands árið 1910 en Muggur verður eftir. Frá árinu 1911 til 1915 stundar hann nám við Det Kongelige Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn. Samtímis honum eru m.a. Jóhannes S. Kjarval, Kristín Jónsdóttir og Júl- íana Sveinsdóttir. Sumarið 1917 kvænist hann Inger Naur í Kaupmannahöfn, þar sem þau stofna heimili. Það sama ár heldur hann fyrstu sérsýninguna í Kaup- mannahöfn. Sýnir hann þar 74 verk. Árið 1918 dveljast þau hjónin um sumarið á Íslandi hjá foreldrum Muggs og á Siglufirði. Inger heldur til Kaupmannahafnar um haustið en Muggur ákveður að dveljast á Íslandi um veturinn. Heldur sérsýningu í september í Miðbæjarbarnaskólan- um í Reykjavík. Árið 1919 biður Inger um skilnað. Árið 1920 dvelur hann í Danmörku. Hann tekur þátt í sýningu fimm ís- lenskra listamanna í Galleri Kleis í Kaupmannahöfn. Hann gerir klippi- myndina „Sjöundi dagurinn í Para- dís“. Hann heldur til Íslands í árslok. Árið 1921 heldur Muggur barna- skemmtanir í Reykjavík sér til við- urværis. Siglir í byrjun mars til Ítalíu þar sem hann ætlar að mála altaris- töflu með myndefninu „Kristur læknar sjúka“.Kemur við á leiðinni á Spáni, í Napolí, Róm og Genúa. Dvelst í borginni Pegli, skammt frá Genúa, hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar Gunnari Egilssyni. Muggur semur og myndskreytir bókina „Sagan af Dimmalimm“ á leiðinni handa Helgu Egilsson dóttur þeirra (1918–2001), en gælunafn hennar var Dimmalimm. Bókin er gefin út í London árið 1942. Einnig dvelst Muggur í Flór- ens, Siena og San Gimignano. Í Siena vinnur hann að altaris- töflunni og lýkur miðhluta hennar en ekki vængjum að fullu. Hann málar m.a. eina vatnslitamynd af Siena, sem er í eigu föður míns, Leifs Sveins- sonar, og eina vatnslitamynd af San Gimignano Í bók Björns Th. Björnsson- ar um Mugg er ritað að Muggur hafi fengið inni í Hótel Toscana og hefur rúmt um sig, enda virðist hann vaða í pen- ingum í upphafi dvalar þar í borg. Hann byrjar að mála, reynir að herða sig til þess verks sem hann á fyrir höndum, en óeirðin hefur dyggilega fylgt honum að heiman og fer nú að sækja á hann. Þegar hann fréttir að vinir sínir, Alf Rolfsen og Ingrid kona hans, séu í Flórens, fleygir hann frá sér pensl- unum og skreppur þangað í heim- sókn. Og sem vænta mátti, voru lífs- áhyggjurnar skildar eftir hjá auðu léreftinu í Hotel Toscana. Muggur varð yfir sig hrifinn af Flórens og stundaði grimmt „Buca Lapi“ og hann hefur örugglega búið á Pensione Scandinavia. Faðir hans verður gjaldþrota. Hann fer um sumarið til Reykjavíkur um Kaupmannahöfn. Hann sýnir í júlí á annarri almennu myndlistarsýningunni í Reykjavík. Málar um sumarið á Húsafellli í Borg- arfirði ásamt Jóni Stefánssyni og Júl- íönu Sveinsdóttur. Hann stofnar í október teikniskóla í Hellusundi 6 og hélt hann í tvo vetur. Nemendur hans voru m.a. Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. Árið 1922 ferðast Muggur um sum- arið um sveitir landsins og málar mest á Snæfellsnesi, en einnig að Húsafelli. Notar mest olíuliti. Gerir verkið „Flyðruna“ úr pjötlum. Skemmtir þetta haust víða um land, m.a. á Ísafirði, en þannig lýsti Ing- ólfur Árnason (1892–1980) afabróðir minn heimsókn hans til Ísafjarðar: „Muggur kom vestur að spila fífl.“ Ingólfur var tengdafaðir Krist- jáns Eldjárns forseta. Teiknar fyrstu íslensku spilin. Árið 1923 fer Muggur á Vífils- staðahæli um vorið vegna berklaveiki. Saumar „Syndafall- ið“ án forteikningar. Útskrifast af hælinu í september. Fer til Frakklands og dvelst í Cannes. Um haustið eru miklar rigningar og kuldar svo að heilsu hans hrakar mjög. Muggur var oft fé- vana. Gerir um jólin myndina „Vitrun hirðingjanna“. Árið 1924 er Muggur lagður inn á sjúkrahús í Nizza í byrjun ársins. Um vorið heldur hann áleiðis til Íslands mjög veikur en kemst ekki alla leið og lést 27. júlí í Sölleröd á Sjálandi. Elof Risebye safnaði 46 mynd- um eftir Mugg. Risebye kynntist aldrei Mugg, en er hann kynntist verkum Muggs tók hann slíku ástfóstri við þau, að einstætt má telja. Árið 1958 gaf Risebye Lista- safni Íslands allar 46 myndirnar og afhenti Júlíana Sveinsdóttir safninu þessa gjöf. Risebye gaf einnig leg- stein á leiði Muggs í gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu, en á stein- inum er mósaikmynd gerð af Risebye eftir einni teikningu Muggs. IV. Í bók Aðalsteins Ingólfssonar um Kristínu Jónsdóttur „Listakona í gró- andanum“ er ritað að Einar Jónsson hafi fyrstur íslenskra listamanna far- ið til Rómar árið 1902 og var þar með annan fótinn í nokkur ár, Einar Bene- diktsson var þar nokkrum sinnum á árunum 1907–1914, Ásgrímur Jóns- son 1908–1909, Eggert Stefánsson milli 1915 og 1920 en hann er jarð- settur í Flórens. Kristín dvaldi þar ár- ið 1920 og 1922. Júlíana Sveinsdóttir dvaldi í fjóra mánuði í Róm og Flór- ens árið 1926. Árið 1932 fór hún til Rómar, Feneyja og Padova og árið 1934 fór hún til San Cataldo. Réð Rómardvöl Thorvaldsens, ásamt með fornri frægð borgarinnar við Tíber, einhverju um þessar Ítal- íuferðir íslenskra listamanna á þessu tímabili? Eða voru menn að fylgja for- dæmi annarra norrænna listamanna, sem varð tíðförult til Rómar. Fræg er sú spurning sem lögð var fyrir Thorvaldsen: „Hvað tekur langan tíma að skoða Róm?“ .„Ég veit það ekki“ svaraði Thorvaldsen, „ég hef aðeins búið hér í 40 ár“. Ekki er heldur útilokað að saltfisk- verslunin haf kynt undir áhuga Ís- lendinga á Ítalíu, en sem kunnugt er sigldu skip með saltfisk frá Íslandi til Genúa um margra ára skeið og kom þá ósjaldan fyrir að íslenskir lista- menn fengu að fljóta með. Heimildir: 1) Gagnasafn Morgunblaðsins 2) Veffang Listaháskóla Íslands 3) Guðmundur Thorsteinsson eftir Björn Th. Björnsson, útgefandi Listasafn ASÍ, Reykjavík 1984 4) Listakona í gróandanum eftir Aðalstein Ingólfsson, útgefandi Þjóðsaga, Reykja- vík 1987 5) Veffang upplýsingamiðstöðvar myndlista 6) Skáldið frá Fagraskógi, endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson, Reykjavík, Kvöldvökuútgáfan 1965. 7) Morgunblaðið, mars 1921. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðs- ins á Ítalíu. Pensione Scandinavia í Flórens. Á torgi í Rómarborg – Davíð Stefánsson. Teikning eftir Ríkharð Jónsson úr bókinni Skáldið frá Fagraskógi Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust Kaupauki! 4 hlutir í tösku! Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique, er þessi gjöf þín:  Clarifying Lotion 2 / 60 ml.  Total Turnaround 7 ml.  Different Lipstick 4 g.  Stop Signs Hand Repair 30 ml.  Ásamt snyrtitösku GÓÐ GJÖF Nýtt! Total Turnaround Ráðgjafi Clinique verður í LYFJU LÁGMÚLA MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG KL. 12-18 MIÐVIKUDAG LYFJU LAUGAVEGI KL. 12-18 FIMMTUDAG LYFJU SMÁRATORGI KL. 12-18 FÖSTUDAG LYFJU SMÁRALIND KL. 12-18 TILBOÐIÐ GILDIR EINNIG Í LYFJU GARÐATORGI, LYFJU SETBERGI, LYFJU SPÖNG, EGILSSTAÐA APÓTEKI OG HÚSAVÍKUR APÓTEKI w w w .c lin iq ue ..c om
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.