Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 23 TILBOÐ ÓSKAST í Ford F-250 Lariat Super Duty árgerð 2000 (ekinn 13 þús. mílur) m/ power stroke V 8 dieselvél, sjálfskiptur m/ leðurinnréttingum, 4ra dyra, Kia Sportage 4X4 árgerð 1999 ekinn (25 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. mars kl. 12-15. SKÓLARÚTA Ennfremur óskast tilboð í International skólarútu árgerð 1985. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „ÉG LÆRÐI snemma manngang- inn en leit nú aldrei á mig sem alvöru skákmann og geri það ekki enn. En ég á margar ánægjulegar minningar frá spennandi stórmótum, sérstak- lega Reykjavíkurskákmótunum á áttunda og níunda áratugnum, þegar margir af bestu skákmönnum heims komu til Íslands. Ég safnaði eigin- handaráritunum af mikilli samvisku- semi og lifði mig sterkt inn í mótin. Þegar ég var polli hélt ég oft ímynd- uð skákmót með hinum og þessum stórmeisturum sem ég lét tefla sam- an og var sjálfur þykjustumótshald- ari 9–10 ára gamall,“ segir Hrafn. Íslandsmeistaratitill áður en félagið varð fjögurra ára Um tilurð Hróksins segir Hrafn að sú hugmynd hafi kviknað að Grand Rokkarar sendu lið til keppni í fjórðu deild í deildarkeppni Skák- sambands Íslands. Liðið, sem keppti undir nafninu Skákfélagið Grand Rokk, var sigurvegari fjórðu deildar 1998 og Hrafn segir að umsvifalaust hafi stefnan verið sett á fyrstu deild. „Við unnum þriðju deildina með miklum yfirburðum strax árið eftir. Árið í annarri deild var prófraun fyr- ir félagið því þar voru mörg önnur sterk félög. Þar töpuðum við í fyrsta sinn viðureign í sögu félagsins en náðum engu að síður með miklu harðfylgi að sigra deildina, ekki síst vegna þess að í seinni hluta mótsins fengum við til liðs við okkur tékk- neska stórmeistarann Tomas Oral.“ 2001 var félagið því komið í fyrstu deild á meðal þeirra bestu. Hrafn segir að ákveðið hafi verið að end- urskipuleggja starfsemi félagsins og tekið var upp nýtt nafn; Skákfélagið Hrókurinn. Stefnt var að því að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum strax á fyrsta ári í fyrstu deild. „Í fyrstu deild mættum við gömlu stórveldunum í skák, Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfélaginu Helli, sem voru með stjörnum prýdd stór- meistaralið. Við urðum vitaskuld að styrkja okkar lið fyrir baráttuna ef við áttum að eiga möguleika á titl- inum. Íslenskir stórmeistarar og sterkir íslenskir skákmenn eru tak- mörkuð auðlind og við fórum því þá leið að fá til liðs við okkur snjalla skákmenn frá útlöndum. Einnig gekk í okkar raðir Stefán Kristjáns- son frá Taflfélagi Reykjavíkur, en hann var kjörinn efnilegasti skák- maður landsins á síðasta ári. Þegar Hrókurinn mætti til leiks í fyrstu umferð var hann með sterkasta lið sem nokkru sinni hefur sest að tafli í íslensku deildarkeppninni, með Ivan Sokoloff á fyrsta borði, Jan Ehlvest á öðru, Bandaríkjameistarann marg- falda Nick DeFirmian á þriðja borði, undrabarnið Luke McShane frá Englandi á fjórða, danska stórmeist- arann Henrik Danielsen, tékkneska stórmeistarann Jan Votava, Stefán Kristjánsson og Róbert Harðarson. Í fyrri hluta mótsins náðum við naumri forystu og áttum þá eftir að mæta Íslandsmeisturum Taflfélags Reykjavíkur í miklu uppgjöri í seinni hlutanum sem fór fram í mars. Við höfðum fjóra mánuði til þess að und- irbúa okkur fyrir þá viðureign og kölluðum til enn þá sterkara lið. Lið- ið sem settist að tafli á móti Tafl- félagi Reykjavíkur er líklega eitt af fimm sterkustu liðum Evrópu. Við fengum til liðs við okkur hollenska ofurmeistarann Loek van Wely, rússnesku stórmeistarana Konstan- tin Landa, Vladimir Malakof og Tomas Oral frá Tékklandi. Við sigr- uðum Íslandsmeistarana í sögulegu uppgjöri með sjö og hálfum vinningi gegn hálfum. Eftir það var leiðin greið að titlinum. Þar með höfðum við náð því takmarki sem í fjórðu og þriðju deild hafði virst fjarstæðu- kenndur draumur, þ.e. að sigra í einni deild á ári og vera orðnir Ís- landsmeistarar áður en við gátum fagnað fjögurra ára afmæli félags- ins.“ Tilgangurinn sá að auðga íslenskt skáklíf Hrafn segir að tilgangurinn hafi ekki einvörðungu verið sá að ná Ís- landsbikarnum í hús heldur ekki síð- ur að auðga íslenskt skáklíf með því að gefa íslenskum skákmönnum kost á því að tefla við marga af sterkustu skákmönnum í heimi. Á Símaskákmótinu, sem Hrókur- inn stóð að í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skemmstu, tefldu m.a. 25 stór- meistarar, og þar fengu ungir ís- lenskir skákmenn aftur að spreyta sig gegn sterkustu skákmönnum heims. Þetta var útsláttarmót og umhugsunartími var styttri en í hefðbundnum skákum, eða einungis hálftími. Mikil spenna myndaðist á mótinu og fleiri áhorfendur hafa ekki komið á skákmót hérlendis í mörg ár. „Sérstaklega var ánægjulegt að allir íslensku stórmeistararnir níu tóku þátt í mótinu en það hefur aldr- ei áður gerst að þeir hafi allir tekið þátt í sama mótinu,“ segir Hrafn. Hann segir að félagar í Hróknum vilji leggja sitt af mörkum til þess að efla íslenskt skáklíf. „Það hefur verið í nokkurri lægð síðustu árin, ekki síst vegna þess að flestir sterkustu skákmenn landsins hafa hætt í at- vinnumennsku. Það hefur myndast ákveðið tómarúm því unga kynslóðin hefur ekki enn þá náð fullum þroska og styrk. Skáklíf hefur fyrir vikið verið daufara en það var á blómatím- anum frá 1980 og fram yfir 1990. Við erum því að reyna að gefa skáklífinu á Íslandi dálitla vítamínsprautu en við höfum að sjálfsögðu ýmislegt fleira á prjónunum. Til þess að rísa undir nafni sem Íslandsmeistarar leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum til þess að skáklífið blómstri áfram. Við ætlum að skipuleggja við- burði svo ungu skákmennirnir okkar fái tækifæri til þess að sýna sig og sanna innanlands og til þess að ís- lenskir skákáhugamenn fái skemmtileg og spennandi mót til þess að fylgjast með,“ segir Hrafn. Vítamínsprauta í skáklífið Mikla athygli hefur vakið óstöðvandi sigurganga Skákfélagsins Hróksins. Félagið hét í fyrstu Skák- félagið Grand Rokk og var stofnað haustið 1998 af nokkrum af fastagestum samnefnds veitingastaðar. Guðjón Guðmundsson ræddi við eina vítamín- sprautuna, Hrafn Jökulsson. Morgunblaðið/Ásdís Íslenskt skáklíf hefur verið í nokkurri lægð síðustu árin, að sögn Hrafns Jökulssonar, sem telur ungu kynslóðina ekki enn hafa náð fullum styrk og þroska. gugu@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.