Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 23 TILBOÐ ÓSKAST í Ford F-250 Lariat Super Duty árgerð 2000 (ekinn 13 þús. mílur) m/ power stroke V 8 dieselvél, sjálfskiptur m/ leðurinnréttingum, 4ra dyra, Kia Sportage 4X4 árgerð 1999 ekinn (25 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 12. mars kl. 12-15. SKÓLARÚTA Ennfremur óskast tilboð í International skólarútu árgerð 1985. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „ÉG LÆRÐI snemma manngang- inn en leit nú aldrei á mig sem alvöru skákmann og geri það ekki enn. En ég á margar ánægjulegar minningar frá spennandi stórmótum, sérstak- lega Reykjavíkurskákmótunum á áttunda og níunda áratugnum, þegar margir af bestu skákmönnum heims komu til Íslands. Ég safnaði eigin- handaráritunum af mikilli samvisku- semi og lifði mig sterkt inn í mótin. Þegar ég var polli hélt ég oft ímynd- uð skákmót með hinum og þessum stórmeisturum sem ég lét tefla sam- an og var sjálfur þykjustumótshald- ari 9–10 ára gamall,“ segir Hrafn. Íslandsmeistaratitill áður en félagið varð fjögurra ára Um tilurð Hróksins segir Hrafn að sú hugmynd hafi kviknað að Grand Rokkarar sendu lið til keppni í fjórðu deild í deildarkeppni Skák- sambands Íslands. Liðið, sem keppti undir nafninu Skákfélagið Grand Rokk, var sigurvegari fjórðu deildar 1998 og Hrafn segir að umsvifalaust hafi stefnan verið sett á fyrstu deild. „Við unnum þriðju deildina með miklum yfirburðum strax árið eftir. Árið í annarri deild var prófraun fyr- ir félagið því þar voru mörg önnur sterk félög. Þar töpuðum við í fyrsta sinn viðureign í sögu félagsins en náðum engu að síður með miklu harðfylgi að sigra deildina, ekki síst vegna þess að í seinni hluta mótsins fengum við til liðs við okkur tékk- neska stórmeistarann Tomas Oral.“ 2001 var félagið því komið í fyrstu deild á meðal þeirra bestu. Hrafn segir að ákveðið hafi verið að end- urskipuleggja starfsemi félagsins og tekið var upp nýtt nafn; Skákfélagið Hrókurinn. Stefnt var að því að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum strax á fyrsta ári í fyrstu deild. „Í fyrstu deild mættum við gömlu stórveldunum í skák, Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfélaginu Helli, sem voru með stjörnum prýdd stór- meistaralið. Við urðum vitaskuld að styrkja okkar lið fyrir baráttuna ef við áttum að eiga möguleika á titl- inum. Íslenskir stórmeistarar og sterkir íslenskir skákmenn eru tak- mörkuð auðlind og við fórum því þá leið að fá til liðs við okkur snjalla skákmenn frá útlöndum. Einnig gekk í okkar raðir Stefán Kristjáns- son frá Taflfélagi Reykjavíkur, en hann var kjörinn efnilegasti skák- maður landsins á síðasta ári. Þegar Hrókurinn mætti til leiks í fyrstu umferð var hann með sterkasta lið sem nokkru sinni hefur sest að tafli í íslensku deildarkeppninni, með Ivan Sokoloff á fyrsta borði, Jan Ehlvest á öðru, Bandaríkjameistarann marg- falda Nick DeFirmian á þriðja borði, undrabarnið Luke McShane frá Englandi á fjórða, danska stórmeist- arann Henrik Danielsen, tékkneska stórmeistarann Jan Votava, Stefán Kristjánsson og Róbert Harðarson. Í fyrri hluta mótsins náðum við naumri forystu og áttum þá eftir að mæta Íslandsmeisturum Taflfélags Reykjavíkur í miklu uppgjöri í seinni hlutanum sem fór fram í mars. Við höfðum fjóra mánuði til þess að und- irbúa okkur fyrir þá viðureign og kölluðum til enn þá sterkara lið. Lið- ið sem settist að tafli á móti Tafl- félagi Reykjavíkur er líklega eitt af fimm sterkustu liðum Evrópu. Við fengum til liðs við okkur hollenska ofurmeistarann Loek van Wely, rússnesku stórmeistarana Konstan- tin Landa, Vladimir Malakof og Tomas Oral frá Tékklandi. Við sigr- uðum Íslandsmeistarana í sögulegu uppgjöri með sjö og hálfum vinningi gegn hálfum. Eftir það var leiðin greið að titlinum. Þar með höfðum við náð því takmarki sem í fjórðu og þriðju deild hafði virst fjarstæðu- kenndur draumur, þ.e. að sigra í einni deild á ári og vera orðnir Ís- landsmeistarar áður en við gátum fagnað fjögurra ára afmæli félags- ins.“ Tilgangurinn sá að auðga íslenskt skáklíf Hrafn segir að tilgangurinn hafi ekki einvörðungu verið sá að ná Ís- landsbikarnum í hús heldur ekki síð- ur að auðga íslenskt skáklíf með því að gefa íslenskum skákmönnum kost á því að tefla við marga af sterkustu skákmönnum í heimi. Á Símaskákmótinu, sem Hrókur- inn stóð að í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skemmstu, tefldu m.a. 25 stór- meistarar, og þar fengu ungir ís- lenskir skákmenn aftur að spreyta sig gegn sterkustu skákmönnum heims. Þetta var útsláttarmót og umhugsunartími var styttri en í hefðbundnum skákum, eða einungis hálftími. Mikil spenna myndaðist á mótinu og fleiri áhorfendur hafa ekki komið á skákmót hérlendis í mörg ár. „Sérstaklega var ánægjulegt að allir íslensku stórmeistararnir níu tóku þátt í mótinu en það hefur aldr- ei áður gerst að þeir hafi allir tekið þátt í sama mótinu,“ segir Hrafn. Hann segir að félagar í Hróknum vilji leggja sitt af mörkum til þess að efla íslenskt skáklíf. „Það hefur verið í nokkurri lægð síðustu árin, ekki síst vegna þess að flestir sterkustu skákmenn landsins hafa hætt í at- vinnumennsku. Það hefur myndast ákveðið tómarúm því unga kynslóðin hefur ekki enn þá náð fullum þroska og styrk. Skáklíf hefur fyrir vikið verið daufara en það var á blómatím- anum frá 1980 og fram yfir 1990. Við erum því að reyna að gefa skáklífinu á Íslandi dálitla vítamínsprautu en við höfum að sjálfsögðu ýmislegt fleira á prjónunum. Til þess að rísa undir nafni sem Íslandsmeistarar leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum til þess að skáklífið blómstri áfram. Við ætlum að skipuleggja við- burði svo ungu skákmennirnir okkar fái tækifæri til þess að sýna sig og sanna innanlands og til þess að ís- lenskir skákáhugamenn fái skemmtileg og spennandi mót til þess að fylgjast með,“ segir Hrafn. Vítamínsprauta í skáklífið Mikla athygli hefur vakið óstöðvandi sigurganga Skákfélagsins Hróksins. Félagið hét í fyrstu Skák- félagið Grand Rokk og var stofnað haustið 1998 af nokkrum af fastagestum samnefnds veitingastaðar. Guðjón Guðmundsson ræddi við eina vítamín- sprautuna, Hrafn Jökulsson. Morgunblaðið/Ásdís Íslenskt skáklíf hefur verið í nokkurri lægð síðustu árin, að sögn Hrafns Jökulssonar, sem telur ungu kynslóðina ekki enn hafa náð fullum styrk og þroska. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.