Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 30

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Á GLEÐISTUNDU“ heitir nýút- kominn geisladiskur með ýmsum hljómsveitarverkum Atla Heimis Sveinssonar. Ekki er laust við að titill plötunnar og útlit skírskoti til ann- arra hluta en „óróaseggjarins“ og „kameljónsins óskammfeilna“ eins og tónskáldið er nefnt í grein Árna Heimis Ingólfssonar í meðfylgjandi bæklingi. Platan gæti þess vegna innihaldið sykursæta ástardúetta úr poppverksmiðjunni – einhvers konar „Pottþétt ást“ frá Skífunni. En kam- eljónið er samt við sig, það er ekki allt sem sýnist. Og ekki er ólíklegt að hér sé á ferðinni húmorinn, sem Atli Heimir á reyndar nóg af. Efnisskráin sem hér er boðið upp á sýnir og sannar að kameljónið Atli Heimir er ekki vitund „óskammfeil- ið“. Eiginlega ekkert nema prúð- mennskan. Að vísu ekki sá Atli Heim- ir sem birtist í Dimmalimm-inter- mezzóinu eða sönglaginu Kvæðinu um fuglana (Snert hörpu mína) sem nú er orðið hálf-opinbert áróðurslag íslenskrar tungu. En sannarlega ekki heldur sá Atli Heimir sem heyra mátti í Sinfóníu nr. 1 (1999), sem frumflutt var á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í apríllok 1999, en þann atburð telja sumir einhverja þá miskunnarlausustu stórkotaárás sem gerð hefur verið á eyru og þolinmæði hlustenda fyrr og síðar. Það skal viðurkennt hér og nú að sú hlið á Atla Heimi sem Kamm- ersveit Reykjavíkur kynnir hlustendum nú í fyrsta sinn í hljóðriti er hiklaust sú sem undirrit- uðum hugnast best. Tónlistin hér sýnir glögglega frjótt ímynd- unarafl sem birtist í lit- ríkri hljómaveröld. Hlustandinn er hér gjarnan staddur í hring- iðu hins óvænta, ekkert er fyrirsjáanlegt, uppátækjum tón- skáldsins eru lítil takmörk sett. En búningurinn er aðgengilegur, engum er storkað og enginn getur hneyksl- ast verulega. Erjur, fyrsta verk plötunnar, er í raun konsert fyrir selló og strengja- sveit þar sem strengir einleikshljóð- færisins eru þandir til hins ýtrasta. Í upphafskaflanum, sem er hraður og ákveðinn, eru bókstaflega öll tjáning- armeðul þessa hljóðfæris reynd. Tón- vefurinn er jafnan gegnsær og fram- vindan viðburðarík. Hér kveður við nútímalegan tón í bland við hefðbund- in og jafnvel hárómantísk víxlspor í hljómum. Í blíðlegum og hæglátum miðkaflanum er slakað á spennunni og eftir hægan inngang lokakaflans (Ryskingar) tekur við taktfast niður- lagið sem er nokkuð í anda fyrsta kafla. Atli slær hér á létta strengi og vísar í austur og vestur. Við sögu koma jöfrar eins og Stravinsky (upp- haf hraða hlutans) og í lokin fær Bart- ók smá kveðju (Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu). Og einnig kveð- ur hér við óvæntan lopapeysuhljóm íslenskan (nr. 3, 5’30). Sellókonsert- inn Erjur er skemmtilegt og auðskilj- anlegt konsertverk og án vafa merkasta verk- ið á þessum diski. Ein- leikur sellóleikarans Erlings Blöndals Bengtssonar er með ólíkindum glæsilegur og hljómsveitin og stjórnandi hennar, Guðmundur Óli Gunn- arsson, virðast njóta fé- lagsskaparins við tón- verk og einleikara. Píanókonsertinn Concerto Serpentinada er öllu meiri ráðgáta. Hann er í átta stuttum, samfelldum köflum, en heita þeirra er hvorki getið í með- fylgjandi efnisyfirliti disksins né í bæklingi. Þannig að merking nafn- giftarinnar er mér satt að segja ekki ljós („Höggormskonsertinn“, eða á Atli kannski við hið forna bassakorn- ett, „serpent“ í titli verksins? Málm- blásararnir eru a.m.k. nokkuð áber- andi). Tónskáldið hefur í verkinu sett saman nokkuð óvenjulega samsettan hóp flytjenda en í honum eru, auk ein- leikspíanósins, strengir, tréblásarar, málmblásarar, semball, harpa, raf- magnsgítar, slagverk og blandaður söngkvartett sem flytur hin ólíkleg- ustu hljóð sín og tóna án orða. Verkið er hið viðburðaríkasta, hefst og endar á látlausum einleikskadensum píanó- leikarans en á leiðinni er víða komið við (m.a.s. kveður við „beethovensk- an“ tón í einleiksröddinni í öðrum kafla (nr. 5, 0’36) og áhrif frá djassi og rokktónlist má einnig heyra). Stund- um virðist píanóröddin hverfa úr ein- leikshlutverkinu og draga sig inn í hljómsveitarvefinn en snýr svo ábúð- armikil aftur og tekur við afgerandi hlutverki sínu á ný. Konsertinn er áhugaverður og vinnur á við frekari hlustun. Einleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir berst hetjulega við fingraflækjur tónskáldsins og ekki ber á öðru en að það sé gert af ryþm- ískri nákvæmni og sannfæringu. Í frekar þunnskipaðri kammersveit sem verkið er skrifað fyrir ber mikið á einleiksstrófum hljómsveitarmanna og vekja þar málmblásararnir sér- staka athygli fyrir glæsilegan leik. En leikur Kammersveitarinnar undir snarpri stjórn Bernharðs Wilkinson- ar er einnig lofs verður. Snerpan er sömuleiðis áberandi einkenni flutningsins á titilverki plöt- unnar, Á gleðistundu, sem samið var í tilefni opnunar Borgarleikhússins. Verkið gefur leiðandi röddum sveit- arinnar fjölmörg tækifæri til einleiks og ber þar sérstaklega að geta fram- lags fiðluleikarans (Rutar Ingólfs- dóttur?) í hægum hluta verksins. Bráðskemmtilegt verk, stutt en inni- haldsríkt. Í lokaverki plötunnar, Icerapp, fá félagar hljómsveitarinnar, auk þess að spila á hljóðfæri sín, það óvænta hlutverk að gera eitthvað sem á að líkjast „rappi“ og gera sitt besta við að fylgja fyrirmælum tónskáldsins til að það lukkist. Það gerir það bara ekki. Og það er ekki tónlistarmönn- unum að kenna. Bæði er það að tón- málið í Icerapp á ekkert skylt við rapptónlist og verður því nokkuð hall- ærislegt og svo þolir svona verk illa endurtekningu, líkt og brandari sem heyrist of oft. Icerapp er kannski svo- lítið fyndið á tónleikum en endurtekin hlustun á plötu verður þreytandi. Á heildina litið er hér á ferðinni eigulegur diskur með tónlist sem kemur skemmtilega á óvart. Tónlist- arflutningur allur er með ágætum svo og hljómsveitarstjórn þeirra Guð- mundar Óla Gunnarssonar (Erjur) og Bernharðs Wilkinsonar (Concerto Serpentinada, Á gleðistundu og Ice- rapp). En snilldarleikur Erlings Blön- dals Bengtssonar í glæsilegum selló- konsert Atla Heimis, Erjum, verður þó hiklaust að telja það sem upp úr stendur. Kameljónið prúða TÓNLIST Geislaplötur Atli Heimir Sveinsson: Erjur, Concerto serpentinada, Á gleðistundu, Icerapp. Einleikur: Erling Blöndal Bengtsson (selló), Anna Guðný Guðmundsdóttir (pí- anó). Hljómsveitarleikur og raddir: Kammersveit Reykjavíkur ásamt söng- kvartett. Hljómsveitarstjórn: Bernharður Wilkinson og Guðmundur Óli Gunn- arsson. Upptaka: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins – Páll Sveinn Guðmunds- son. Heildartími: 64’07. Útgefandi: Smekkleysa SMK 24. Á GLEÐISTUNDU Valdemar Pálsson Atli Heimir Sveinsson BRENDAN Behan gerir góðlát- legt grín að löndum sínum í Gísl, leikritinu sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina á sjötta og sjöunda áratugnum og gerði þessa írsku fyllibyttu heimsfræga síð- ustu árin áður en hann drakk sig í hel. Leikritið gerist á vafasömu gistihúsi þar sem hjúin Pat og Meg ráða ríkjum, hún miðaldra hóra og hann einfættur drykkju- maður sem segir síbreytilegar sög- ur af því hvernig hann missti fót- inn. Leigjendurnir eru mestanpart vændiskonur af báðum kynjum og þarna inn rekast fulltrúar IRA sem hafa tekið breskan hermann í gíslingu til að mótmæla fyrir- hugaðri aftöku á IRA-manni í Bel- fast. Þessi söfnuður skemmtir sér næturlangt við söng og drykkju á meðan hermaðurinn Leslie Will- iams bíður dauða síns og enginn virðist hafa minnstu trú á að IRA muni gera alvöru úr hótun sinni að lífláta hann í hefndarskyni ef fé- lagi þeirra verður hengdur. Alvöruleysi persónanna gagn- vart þeim skelfilegu aðstæðum sem við blasa er kjarni verksins; allir gera grín að öllu, öllu er snúið upp í söng eða glens, en myndin sem dregin er upp er af fólki sem lifir fyrir líðandi stund, enginn veit sinn næturstað lengur eða hjá hverjum verður lagst næstu nótt. Hjörðin á gistihúsi Pat og Meg verður að táknmynd fyrir hina ráðvilltu írsku þjóð sem er svo hjartahlý og gestrisin að jafnvel erkióvinurinn, breski hermaður- inn, er orðinn að besta vini þeirra á augabragði og Teresa, saklausa þjónustustúlkan, verður umsvifa- laust ástfangin af honum. Sjálfur er Leslie munaðarleysingi úr East End í London sem á ekkert sökótt við írska þjóð og botnar ekki neitt í neinu, nema því að breskum valdamönnum er nákvæmlega sama hvort hann er lífs eða liðinn. Að því leyti á hann meiri samleið með Írum en Bretum er niður- staða Behans í þessu frábæra leik- riti. Leikhópur MÍ gerir úr þessu hugljúfa sýningu, nokkuð skortir á að harmurinn sem undir býr í verkinu komi nægilega skýrt fram, en leikstjórinn hefur valið þá eðli- legu leið miðað við forsendur að leggja áherslu á fjölbreytileika persónanna og skapa úr þessu líf- lega sýningu sem veitir þó jafn- framt innsýn í þann heim sem skyggnst er inn í. Leikendur stóðu sig með ágæt- um og má þar helst nefna Auði Birnu Guðnadóttur og Ingvar Al- freðsson í hlutverkum Meg og Pat. Greipur Gíslason uppskar hlátur fyrir takta sína sem klæðskipting- urinn Rio Rita. Þau Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Pétur Markan í hlutverkum Teresu og Leslie áttu fallegan samleik og fundu nauð- synlegan tón einlægni og sakleysis í túlkun sinni. Söng- og dansatriði féllu vel að sýningunni og greini- legt að alúð hafði verið lögð við þann þátt. Í nafni frelsis og friðar LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði Eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Tónlistarstjórn: Tómas Guðni Eggertsson. Leikstjóri: Þórhildur Þor- leifsdóttir. Þriðjudagur 5. mars. GÍSL Hávar Sigurjónsson FJÓRÐA Myndlistarvor Íslands- banka í Eyjum hóf göngu sína með opnun einkasýningar Huldu Hákon, en hún ein af fjórum lista- mönnum sem sýna á Myndlist- arvorinu að þessu sinni. „Hulda hefur getið sér gott orð og nýtur virðingar fyrir list sína jafnt á Ís- landi sem erlendis,“ segir í kynn- ingu. Að venju verða sýningar Mynlistarvorsins í Vélasalnum við Græðisbraut. Sýningin er opin í dag og næstu helgi, frá kl. 15 til 18. Hinir listamennirnir þrír, sem eru gestir Myndlistarvorsins að þessu sinni, eru Benno Ægisson, Lína Rut Wilberg og Bjarni Ólaf- ur Magnússon. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hulda Hákon sýnir á Myndlistarvori Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hulda Hákon sýnir á Myndlistarvori Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir Hannes Lárusson verð- ur með leiðsögn um sýningu sína Hús í hús kl. 15. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari verður með leiðsögn um sýningu sína Óðöl og innrétt- ingar kl. 15. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rússneska kvikmyndin Tími óska og löngunar verður sýnd kl. 15. Myndin er frá árinu 1977 eftir handriti Anatólís Grébnév, en leik- stjóri var Júlí Raizman. Með aðal- hlutverk fara Véra Alentova og Anatólí Papanov. Myndin segir af Svetlönu, konu á fertutsaldri, sem lengi hefur þráð að eignast fjölskyldu. Hún hittir Vladimír, mann sem er nokkuð við aldur. Þau fella hugi saman og ganga í hjónaband. En óskir þeirra og væntingar falla ekki vel saman. Myndin er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis. Listamiðstöðin Straumur Lista- mennirnir sem starfa í Straumi hafa Opið hús frá kl. 13–18. Lista- mennirnir eru Einar Hákonarson, Hollendingarnir Danny Van Wals- um og Panda Van Deraaf, Ragn- hildur Magnúsdóttir, Bandaríkja- maðurinn Mark Brosseau og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Þá verða seldar veitingar til styrktar Kammersveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Selfosskirkja Söngsveit Hafn- arfjarðar heldur óperu- og vín- artónleika kl. 16. Að tónleikunum kemur einnig fjöldinn allur af einsöngvurum m.a.: Þorgeir J. Andrésson, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir og Kjartan Ólafsson. Stjórnandi er Elín Ósk Ósk- arsdóttir og píanóundirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Í DAG Þorgeir J. Andrésson SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, sunnudag. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni, kl. 14 og kl. 17. Þetta eru ennfremur afmælistón- leikar hljómsveitarinnar, en um þessar mundir eru 35 ár liðin frá því að hljómsveitin hélt sína fyrstu tón- leika, á 10 ára afmæli Kársnesskóla. Heiðursgestur á tónleikunum verður stofnandi sveitarinnar, Björn Guð- jónsson. Á tónleikunum koma fram um 120 börn og unglingar í þremur deildum og leika tónverk af ýmsum toga, m.a. lagasyrpu úr Porgy and Bess, Car- avan úr smiðju Duke Ellington, laga- syrpu eftir Leroy Anderson, ásamt þjóðlögum og léttri tónlist úr ýmsum áttum. Ívar Eiríksson, flautuleikari og fyrrum kennari við skólahljómsveit- ina leika með hljómsveitinni á picc- olo-flautu í hinum kunna marsi eftir John Philip Sousa, The Stars And Stripes Forever. Stjórnandi er Össur Geirsson. Afmælistón- leikar skóla- hljómsveitar INGVELDUR Ýr, söngkona og söngkennari, verður með söngnám- skeið í mars, apríl og maí fyrir byrj- endur, lengra komna og unglinga og hefst kennslan á mánudag. Kennd verður undirstöðutækni í söng, talrödd, tónheyrn og nótna- lestri, auk þess sem kennd verða sönglög af öllu tagi. Söngnám- skeið hjá Ingveldi Ýri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.