Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 64

Morgunblaðið - 10.03.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans VERIÐ er að ganga frá kaupum á hlut Jóns Ólafssonar í Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og er gert ráð fyrir að samningum ljúki um helgina eða fyr- ir aðalfund Íslandsbanka á morgun, mánudag. Mun Jón þá jafnframt draga framboð sitt til baka til vara- stjórnar bankaráðs. Jón Ólafsson og félög honum tengd eiga alls rétt tæpan 6% hlut í Íslandsbanka en heildarhlutafé bankans er um 10 milljarðar. Gengi bréfanna í þessum viðskiptum mun vera rétt undir 5, samkvæmt heim- ildum blaðsins, en lokagengið í við- skiptum með Íslandsbankabréfin á föstudag var 4,81. Miðað við mark- aðsvirði Íslandsbanka er því heild- arverðmæti bréfa Jóns Ólafssonar tæpir þrír milljarðar króna. Kaup- andi eða a.m.k. milligönguaðili um kaupin er Kaupþing. Jón Ólafsson var sem kunnugt er hluti af Orca-hópnum svonefnda sem keypti 26,5% hlut sparisjóðanna og Kaupþings í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins í ágúst 1999. Auk Jóns mynduðu þennan hóp Eyjólfur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þosteinn Már Baldvinsson. Við sameiningu FBA og Íslands- banka árið 2000 varð eignarhalds- félagið Orca, FBA-Holding stærsti hluthafinn í bankanum en alls átti Orca-hópurinn um 18% hlut í Ís- landsbanka í gegnum nokkur félög. Fyrr á þessu ári var tilkynnt um kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más á hlut Eyjólfs Sveinssonar í bankanum á genginu 4,3 sem Eyjólfur sjálfur mat þá í samtali við Morgunblaðið á hærri fjárhæð eða á bilinu 4,7 til 4,8 vegna greiðslna sem hann fengi á næsta ári. Ef Jón dregur framboð sitt til baka í bankaráðskosningunni á aðal- fundi Íslandsbanka á morgun er ein- sýnt að bankaráðið allt verði sjálf- kjörið, bæði aðal- og varastjórn. Jón Ólafsson selur um 6% hlut sinn í Íslandsbanka Mun draga framboð sitt til varastjórnar bankans til baka Á SÍÐASTA ári voru 89 ökumenn sviptir ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta, þar af voru að- eins tvær konur. 76 af þeim 87 körlum sem voru sviptir ökuleyfi á grundvelli punktakerfis voru á aldrinum 17–20 ára. Elsti karlmað- urinn var 36 ára. Konurnar tvær sem voru sviptar ökuleyfi voru báðar 17 ára. Ef marka má tölur ríkislögreglu- stjóra um sviptingu ökuréttinda á grundvelli umferðarpunkta virðist það taka ákveðinn hóp ungra karl- manna fjögur ár að átta sig á um- ferðarreglunum. Alger skil verða við tuttugu ára aldur, en í fyrra voru tuttugu tvítugir ökumenn sviptir ökuréttindum en aðeins einn og tveir ökumenn eru sviptir réttindum í aldurshópunum þar á eftir. Þannig voru aðeins fimm ökumenn á aldrinum 21–30 ára sviptir ökuleyfi. 87 ungir karlmenn sviptir ökuleyfi TÓLF ára stúlka lést og tveir slös- uðust alvarlega er tveir bílar, jeppi og fólksbifreið, rákust saman of- arlega í Lögbergsbrekku á Suður- landsvegi í gærmorgun. Stúlkan sem lést var farþegi í jeppanum en bílstjóri fólksbifreiðarinnar var einn í bílnum. Tilkynning um slysið barst lögreglunni í Kópavogi klukkan 7.24 í gærmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu voru tveir fluttir á bráðamóttöku Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi og samkvæmt upplýsingum læknis á vakt þar voru þeir lagðir inn á gjörgæsludeild alvarlega slasaðir. Að sögn lögreglu komu bílarnir úr gagnstæðum áttum en tildrög slyssins voru að öðru leyti ókunn er Morgunblaðið fór í prent- un. Loka þurfti Lögbergsbrekku tímabundið fyrir umferð í kjölfar slyssins. Þrír þurftu að leita á slysadeild eftir að strætisvagn og fólksbíll lentu í árekstri á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar í gærmorgun. Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins og beita varð klipp- um til að ná farþegunum, manni og barni í bílstól, úr bílnum. Ekki fengust upplýsingar um líð- an þeirra, en þau voru í rannsókn þegar Morgunblaðið ræddi við lækni á slysadeild í gær. Ökumað- ur strætisvagnsins leitaði einnig á slysadeild til aðhlynningar. Sá sem lést í hörðum árekstri jeppa og fólksbifreiðar um þrettán kílómetra austur af Selfossi um klukkan hálfátta á föstudagskvöld var karlmaður fæddur árið 1979. Samkvæmt upplýsingum lækna á bráðamóttöku í Fossvogi er líðan hjóna og tveggja barna þeirra sem lentu í slysinu eftir atvikum. Morgunblaðið/Júlíus Kalla þurfti á tækjabíl slökkviliðsins til að ná farþegunum út úr bíl sem lenti í árekstri við strætisvagn á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Banaslys við Lögberg í gærmorgun Á SÍÐASTA ári voru 108 börn í lang- tímavistun hjá bændum sem eru fé- lagar í Landssamtökum vistforeldra í sveitum. Auk þess voru 86 börn í skammtímavistun. Ásta Ólafsdóttir, fulltrúi samtakanna á Búnaðarþingi, sagði að um væri að ræða börn sem hefðu af ýmsum ástæðum ekki getað alist upp hjá foreldrum sínum og því verið búið heimili í sveitum fyrir milligöngu barnaverndaryfirvalda. Ásta sagði að í sveitunum væri þessum börnum búið heimili í rólegu og öruggu umhverfi. Þar væru þau í góðum tengslum við náttúruna og dýrin. „Okkar markmið er að þessi börn, sem af einhverjum ástæðum geta ekki búið í foreldrahúsum, fái gott atlæti í öruggu og fjölskyldu- vænu umhverfi,“ sagði Ásta. Ásta sagði að börnin væru tekin í vistun á ýmsum aldri. Í dag bæri þjóðfélaginu skylda til að börn fram að 18 ára aldri ættu heimili, en áður var miðað við 16 ára aldur. Hún sagði að framkvæmdastjóri Barnavernd- arstofu hefði lýst ánægju með þetta úrræði og lýst vilja til að efla það. Miklar kröfur eru gerðar til vist- foreldra í sveitum. Þeir þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði og hafa far- ið á námskeið. Ásta sagði að Lands- samtök vistforeldra í sveitum hefðu áhuga á að auka menntun vistfor- eldra. Tilgangurinn væri að gera vistforeldra betur í stakk búna til að annast börn og unglinga sem þurfa á meiri félagslegri aðstoð að halda en börn almennt. Ásta sagði að vistfor- eldrar í sveitum tækju einnig börn til sumardvalar sem vísað væri til þeirra af barnaverndaryfirvöldum. 108 börn í lang- tímavistun í sveit KAUPFÉLAG Borgfirðinga hefur á skömmum tíma selt rúmlega 20 frystikistur. Bjarki Þorsteinsson, verslunarstjóri í verslun KB á Hyrnutorgi, segist aldrei hafa upplifað aðra eins sölu. Skýringin á þessari góðu sölu er sú að Norðlenska, sem rak til skamms tíma sláturhús og frysti- hús í Borgarnesi, ákvað að loka frystiklefum, en þar hefur fólk getað leigt sér aðstöðu til að geyma kjöt. Yfir hundrað manns hefur leigt sér frystiklefa Eitthvað á annað hundrað manns hefur notfært sér þessa frystiklefa, en þetta fólk situr nú uppi með kjöt sem það þarf að koma í geymslu. Norðlenska taldi að of dýrt væri að reka þessa frystiaðstöðu, en auk þess samræmist það ekki heilbrigðiskröfum að menn gætu hugsanlega komið með kjöt af heimaslátruðum gripum og geymt það í sama húsi og kjöt sem ætlað væri í almenna sölu. Bjarki og Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, voru fljótir að átta sig á því að ákvörðun um að loka frystiklef- unum fæli í sér viðskiptatækifæri fyrir Kaupfélagið. Þeir náðu samningum við Bræðurna Orms- son um hagstætt verð á frysti- kistum og hafa á skömmum tíma selt margar kistur. „Ég hef aldrei selt jafnmikið af frystikistum á jafnskömmum tíma. Ætli ég hafi ekki selt rúm- lega 20 frystikistur á þremur vik- um. Það gerir um eina frystikistu á dag,“ sagði Bjarki. Bjarki sagðist venjulega selja talsvert af frystikistum í slát- urtíðinni á haustin. Þessi sala væri hins vegar búin að slá öll met. Hver frystikista kostar um 50 þúsund krónur. Heildarsala KB á frystikistum er því komin yfir eina milljón króna. Kaupfélag Borgfirðinga Hefur selt rúmlega 20 frysti- kistur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.