Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
„ÞETTA eru voveiflegir tímar;
palenstínska þjóðin í fjötrum, sú
afganska í sárum, Balkanskaginn
með djúprist ör að ógleymdum öll-
um mannslífunum sem fórnað hef-
ur verið á altari ólíkra trúar-
bragða, í þágu forsjárhyggju
misviturra leiðtoga. Rússíbanar
vilja sjá friðinn milli ólíkra kyn-
þátta, þjóðerna og trúarhópa í
tíbrá. Rússíbanarnir tileinka
kvöldið 12. apríl, friðarhugsjóninni
og hillingunni sem við þóttumst
greina í lok síðasta árþúsunds. “
Með þessum orðum kynnir
hljómsveitin Rússíbanar tónleika
sína í Tíbrár-röð Salarins í Kópa-
vogi, sem hefjast í kvöld kl. 20.
Þannig boðar sveitin samhljóm
ólíkra trúarbragða og stjórnmála-
skoðana í gegnum tónlistina, tján-
ingarmiðil sem virðir engin landa-
mæri. „Okkur langaði til að nýta
þetta tækifæri til að leggja
áherslu á friðarhugsjónina, á þeim
óróatímum sem ríkja í heiminum
um þessar mundir. Það á ekki síst
við vegna þeirrar tónlistar sem við
höfum fengist við í hljómsveitinni,
en við leikum svonefnda „heims-
tónlist“, sem er mjög óskilgreint
hugtak sem rúmar vel flestar
stefnur tónlistar en þegar kemur
að flokkun virðist tónlistin ein-
ungis geta fallið undir flokkinn
„annað“,“ segir Guðni Franzson
klarinettuleikari og brosir.
Í Rússíbönunum eru sex hljóð-
færaleikarar um þessar mundir,
þeir Guðni, Tatu Kantomaa harm-
onikkuleikari, Einar Kristján Ein-
arsson og Hilmar Jensson gít-
arleikarar, Jón Skuggi á bassa og
Matthías Hemstock slagverksleik-
ari. Sérstakur gestur Rússíban-
anna á tónleikunum verður Íma
Þöll Jónsdóttir fiðluleikari en hún
er búsett í Boston þar sem hún
starfar m.a. með hljómsveitinni
Andromeda og Klezmer Conserv-
atory Band en að viðbættum
klassískum fiðluleik hefur Íma til-
einkað sér leiktækni Klezmer-
fiðlaranna.
Með samstarfi Ímu og Rússí-
bananna má segja að saman komi
fjölbreyttir tónlistarstraumar,
enda hefur hún starfað með tón-
listarhópum sem leikið hafa með
mörk og samspil ólíkra tónlist-
arstefna. Guðni segir samstarfið
hafa kallað fram gagnkvæm áhrif,
þar sem Íma færi ýmislegt með
sér úr sínu tónlistarumhverfi í
Boston, jafnframt því sem leikin
verði nokkur eldri Rússíbanalög
og tónlist sem hljómsveitin hefur
verið að skoða undanfarið.
Klezmer og spuni
„Klezmer-tónlist mun skipa
stóran hluta efnisskrárinnar, sem
ættuð er frá gyðingasvæðum í
Evrópu og Balkanlöndum. Þetta
er tónlist sem er nátengd Síg-
aunatónlist og höfum við verið að
leika mikið af henni og annari
þjóðlagatengdri tónlist. Það má
kannski segja að við höfum þróast
dálítið frá þessum klassísku Rússí-
bananúmerum og fært okkur
meira út í heimstónlistina. Und-
anfarið höfum við til dæmis verið
að skoða þjóðlög frá Búlgaríu og
ætlum við að flytja dálítið af henni
á tónleikunum,“ segir Guðni.
Íma Þöll Jónsdóttir nam klass-
ískan fiðluleik í Bandaríkjunum,
en sérhæfði sig síðar í spuna og
þjóðlagatónlist. „Eftir að ég lauk
mínu klassíska fiðlunámi, fór ég til
Boston að læra það sem kallað er
„contemporary improvisation“ eða
almennur spuni. Námið byggist
upp á blöndun tónlistarstefna, þar
sem unnið er með áhrif frá öllum
heimsins hornum. Þannig kynnir
maður sér ólíka tónlistarstíla,
blandar þeim saman og skapar
sinn eigin stíl, í stað þess að reyna
að herma eftir eldri túlk-
unarleiðum. Þannig æfðum við
okkur t.d. við að spila t.d. tangó-
tónlist stíl Schöbergs, eða Webers.
En val hvers og eins fer vitanlega
eftir áhuga og vali hvers og eins.
Ég vann sérstaklega mikið með
indverska tónlist, Klezmer, tangó
og klassíska,“ segir Íma. Hún
bætir því við að samspilið við
Rússíbanana einkennist mjög af
slíkum spuna, og þar sem ólíkir
stílar hvers og eins myndi
skemmtilegan samruna.
Guðni bætir því við að tónleik-
arnir í Salnum gefi þeim svigrúm
til meiri blæbrigða og uppákoma.
„Í nokkrum laganna mun Íma láta
ljós sitt skína, sem og mismunandi
hljóðfæraleikara í öðrum. Þá er
aldrei að vita nema lög af plöt-
unum Gullregn eða Cyrano sem
Rússibanar gáfu út á síðasta ári,
slæðist inn í dagskrána. Annars
verður leikið af fingrum fram og
ómögulegt að segja nákvæmlega
upp á hverju hljómsveitin kann að
taka á sviðinu,“ segir Guðni.
Úr klassík í
Klezmer
Morgunblaðið/Kristinn
Rússíbanar og Íma Þöll Jónsdóttir munu leika á als oddi í Salnum í kvöld.
HÚSFYLLIR var á sinfóníutón-
leikunum í Háskólabíói í gær og þarf
ekki að skafa af því; hvert aukatekið
sæti var skipað. Vakti það góðar
vonir um að eins vel gangi að fylla
það langþráða og þriðjungi stærra
tónlistarhús við gömlu höfnina sem
skv. fréttum sama dag var loks kom-
ið á rekspöl. Áratuga draumur hafði
rætzt.
Þetta gerðist einmitt sama dag og
hin 100 ára gamla óratóría Elgars,
„The Dream of Gerontius“ var flutt.
Líklega í fyrsta sinn hér á landi, þótt
ekki fyndist stafur um það í tón-
leikaskrá. Það var skemmtileg til-
viljun að tveir draumar skyldu þann-
ig kraftbirtast á sama degi, og
vissulega við hæfi, að tónlistar-
tengdasonur Íslands par excellence
og forkólfur Listahátíðar í Reykja-
vík, Vladimir Ashkenazy, skyldi
leiða þetta mikla verk á fjalir í sama
gleðilega mund og ríki og borg tóku
loks af skarið um tónlistarhúsið.
Ef rétt er, sem allt bendir til, að
Gerontíusarkviða hafi ekki fyrr ver-
ið flutt hérlendis, er kannski um leið
hægt að segja, að íslenzkir hljómlist-
armenn hafi náð listrænum vatna-
skilum með því að ráðast í svo vand-
meðfarið verk. Því trúlega hefur,
a.m.k. fram að allra síðustu áratug-
um nýliðinnar aldar, verið örðugt
um vik að reiða fram hljómsveit og
ekki sízt kór sem stæðu fyllilega
undir flutningi slíkrar risadrápu.
Hvað kórpartinn varðar, er ekki
fljótséð hvaða kór fyrri áratuga
hefði með góðu móti getað axlað það
hlutverk, einkum með tilliti til þeirr-
ar óvægnu krafna til tækni, fylling-
ar, krafts og úthalds sem óratórían
gerir, fyrr en með tilkomu Kórs Ís-
lenzku óperunnar, sem sannaði
þetta kvöld að hann getur blandað
geði við fremstu óratóríukóra heims
með fullri reisn.
Undirritaður kom ferskur að
þessu verki. Jafnvel „tónlistaralæt-
ur“ eiga sér hvíta bletti á landakort-
inu, og Draumur Gerontíusar hefur
ugglaust einnig verið fákunnugt
fleirum í salnum. Á maður sér fátt
annað til málsbóta en að drekkhlaðin
síðrómantísk hljómsveitarverk –
sem reyndar ólu af sér jafnróttækt
andsvar í formi tólftónaaðferðar
Schönbergs – hljóta eðlilega að eiga
miður upp á pallborðið hjá meinlát-
um kammertónlistarunnanda en lát-
lausari tónsmíðar. Þar með skal þó
ekki vanmetinn áhrifamáttur verks-
ins, sem kom manni á óvart áður en
lauk. Ber eiginlega að þakka sér-
staklega fyrir að frumkynningin
skyldi hafa verið af því gæðakarati
sem raun bar vitni. Því í miðlungs-
slappri meðferð hefði tónsmíðin
sennilega aldrei orðið hólpin í huga
nýrra áheyrenda – jafnvel þótt sál
Gerontíusar sjálfs kæmist í eilífðar-
sælu að leikslokum. Enda gat ekki
einu sinni stjörnustjórnandi eins og
Hans Richter bjargað frumupp-
færslunni frá falli árið 1900, sakir
naums æfingartíma.
Draumur Gerontíusar er á marg-
an hátt undarlegt verk, og ef væri
ekki fyrir nýaldar- og íhugunar-
hyggju seinni ára, er ég ekki viss um
að það hefði elzt jafnvel og ella.
Texta Newmans kardínála mætti
kalla einskonar viktoríanska eftir-
legukind leiðslubókmennta miðalda,
enda viðfangsefnð ekki óskylt t.a.m.
Sólarljóðum; bæði fjalla um dauðann
og afdrif sálarinnar handan þessa
lífs. Sem kveðskapur virðist líbrettó-
ið þó langt frá því að vera hálfdrætt-
ingur við listasmíð hins ókunna 13.
aldar rithöfundar, og væri þankatil-
raun út af fyrir sig að ímynda sér
hvað orkestrunarsnillingur eins og
Elgar hefði getað fengið úr þeim
texta í góðri þýðingu. Annars herma
sögur að Dvorák hafi einnig boðizt
kvæði kardínálans til tónsetningar,
en hafnað verkefninu.
Á hinn bóginn virðist sameiginleg-
ur kaþólskur trúarhiti tónskálds og
líbrettista hafa brúað ýmsa agnúa.
Því þrátt fyrir oft gífurlega þykk-
ildislegan tónvef og margslungna út-
færslu leiðistefja, sem minnt gat á
síðari verk Wagners, þrátt fyrir
erkienska landslagsrómantík (fyrri
hlutinn leiddi stundum hugann að
e.k. pastorölum Tristan), var engin
spurning um einlægni tónskáldsins.
Þegar við bætist afburðatúlkun eins
og í gærkvöld, var þessi fílefldi björn
nokkurn veginn unninn. Og um leið
kominn allbitastæður fyrirvari við
fordómum manns um að þurfa að
vera brezkur, og helzt kaþólskur, til
að geta elskað þetta verk.
Gerði ekki sízt útslagið hvað
dramatíkin varð stórtæk, að maður
segi ekki krassandi, í kórköflum
„illra anda“ í seinni hlutanum og í
hljómsveitarspilinu með og á milli.
Af 13 þéttskrifuðum textasíðum er
að vísu ekki einu sinni hægt að stikla
á stóru, en ef mætti aðeins nefna tvo
hápunkta að auki, væru þeir kannski
innslög englakórsins á „Praise to the
holiest in the height“ og hjartnæm
innlifun engilsins af munni Charl-
otte Hellekant í „softly and gently
dearly-ransomed soul“. Tenórinn
Peter Auty fór afbragðsvel með
burðarhlutverk Gerontíusar og jókst
bæði túlkun hans og framburðar-
skýrleiki aftarlega í síðasta hluta.
Boldangsbarítoninn Gerry Magee
fór með sitt hlutverk af fjölbreyttri
snilld, og hljómsveitin reyndist
hverjum vanda fagmannlega vaxin
undir gefandi stjórn Ashkenazys.
En þó að ungu sólistarnir væru
frambærilegar stjörnur fyrir sinn
hatt, skinu ekki síður skært þrótt-
miklar raddir hins agaða óperukórs,
sem Garðar Cortes hefur gert að
sannkölluðu stjörnuhljóðfæri á
heimsmælikvarða í dramatískum ís-
lenzkum kórsöng.
Viktoríönsk
Sólarljóð
TÓNLIST
Háskólabíó
Elgar: Draumur Gerontíusar Op. 38. Ein-
söngvarar: Charlotte Hellekant (MS),
Peter Auty (T) og Garry Magee (Bar.).
Kór Íslenzku óperunnar; kórstjóri: Garðar
Cortes. Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Fimmtu-
daginn 11. apríl kl. 20:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vladimir Ashkenazy, hljómsveit og söngvurum var vel fagnað að tónleikum loknum.