Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið ögn hugsiyfir þeirri ákvörðun fyrirtækj- anna, sem standa að Fríkortinu, að leggja kortið niður. Ef Víkverji man rétt, áttu ýmis fyrirtæki, sem standa að fríkortinu, áður aðild að afsláttarkortum, sem veittu jafnvel afslátt í beinhörðum peningum. Svo fóru frípunktar að koma í staðinn, en nú þykja þeir ekki lengur snið- ugir. Fyrirtækin benda á að „mark- aðskannanir hafa sýnt dvínandi áhuga á tryggðarkerfum og þeirri umbun sem þau fela í sér.“ Hvað geta fyrirtækin þá gert til að laða að sér viðskiptavini? Víkverja finnst það liggja í augum uppi: Lækka hjá sér verðið. Bónus er líklega það fyr- irtæki, sem Víkverji sýnir mesta tryggð (með því að verzla þar nokkrum sinnum í viku) og það er bara af einni ástæðu; þar er lægsta verðið á nauðsynjum til heimilisins. Víkverji bíður nú spenntur eftir verðlækkunum hjá Fríkortsfyrir- tækjunum, enda vilja þau „líkt og önnur mæta óskum um aukna hag- kvæmni með því að draga eftir föng- um úr markaðskostnaði,“ svo aftur sé vitnað í fréttatilkynningu frá Frí- kortinu. Ef það hjálpar til að rauðu strikin haldi, sér Víkverji ekki eftir Fríkortinu sínu og er reiðubúinn að klippa það í þágu lágs vöruverðs. x x x KAUPMENN við Bankastrætiog Laugaveg kunna að bjarga sér, nú þegar fyrrnefnda gatan er öll sundurgrafin vegna fram- kvæmda. Á miðvikudaginn auglýsti fataverzlunin Redgreen á Lauga- vegi 1 15% afslátt af öllum vörum á meðan á framkvæmdum stendur. Það er alvöru kjarabót og sennilega vekur auglýsingin líka athygli fólks, sem hefði ekkert verið að spá í vör- urnar hjá Redgreen þótt Banka- strætið hefði verið slétt og fellt og kantsteinninn gullbryddaður. Þarna má segja að verzlunin hafi snúið vandamáli upp í tækifæri til að vekja athygli á sér. Fleiri mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. x x x BJÖRGVIN Þorsteinsson verk-fræðingur skrifar ágæta ádrepu um störf mannanafnanefnd- ar og íslenzku nafnalögin á strik.is. Víkverji leyfir sér að grípa niður í grein Björgvins: „Ein af megin- reglum um mannanöfn er að enginn má taka upp nýtt ættarnafn hér á landi. Þessi hluti laganna er auðvit- að líka úr takti við tímann. Að bera ættarnafn – hvort sem það er af er- lendum eða íslenskum uppruna – eiga ekki að vera forréttindi fárra eins og er í dag. Ástæða fólks til að taka upp ættarnafn getur t.d. verið fjögurra manna fjölskyldan sem er orðin þreytt á sífelldum erfiðleikum og spurningum á ferðalögum um hvers vegna hún beri fjögur mis- munandi ættarnöfn (þ.e. kenni- nöfn)!“ Björgvin bendir líka á að í þjóð- skránni sé einungis 31 stafur áætl- aður til að geyma hvert nafn. „Þetta þýðir að oft þarf að klippa nöfnin til ef þau eru löng – þ.e. fólk þarf að breyta nafni barna sinna svo þau passi í tölvuforrit þjóðskrárinnar! Ekki er t.d. hægt að heita hinu rammíslenska nafni – og löglega samkvæmt mannanafnanefnd – Kristmundur Björgvin Þangbrands- son – því það er 32 stafir!“ segir Björgvin Þorsteinsson. Dýrahald Hefur einhver séð Brútus? BRÚTUS sem er grá- bröndóttur högni rúmlega ársgamall hvarf af heimili sínu, Dísaborgum 7 (íbúð 203), á fimmtudagskvöldið 4. apríl sl. Hans er sárt saknað og er fólk í Grafarvogi vinsam- legast beðið að horfa eftir honum og láta heimilisfólk- ið í Dísaborgum vita ef það hefur orðið vart við ferðir hans. Upplýsingar vel þegnar í eftirtalda síma; hs. 586-2044, Hjördís í síma 698-2916 eða Elvar í síma 699-8944. Litla læðu vantar heimili LÍTIL 2 ára svört og hvít vönuð læða óskar eftir heimili. Mjög þrifin og skynsöm. Sími 897-8996. Jóakim er týndur KÖTTURINN Jóakim, 10 ára dökkbröndóttur högni, týndist föstudaginn 5. apríl sl. Jóakim átti að heim- sækja dýralækninn en stökk burt frá aðstandend- um sínum á hlaðinu við Dýralæknastofu Dagfinns við Skólavörðustíg 35 og hefur ekki sést síðan. Jóakim er auðþekktur á því að hann er haltur á hægra afturfæti, því þar vantar hann framan af þófanum, og hann hleypur því yfir- leitt á þremur fótum. Hann er ómerktur, en tattóverað- ur í eyra, og með bláa bjölluól um hálsinn. Fjöl- skylda Jóakims, sem býr á Bræðraborgarstíg í gamla vesturbæ, biður þá sem hafa séð kisa að láta vita í síma 695- 0965 eða 562- 7218. Íbúar í grennd við Skóla- vörðustíg eru sérstaklega beðnir að líta eftir Jóakim; hans er sárt saknað. Köttur óskar eftir nýju heimili ÞRIGGJA til fjögurra ára fresskött bráðvantar gott heimili. Hann er afar blíð- ur, en hefur búið við öm- urlegar aðstæður undan- farin ár. Búið er að gelda hann og hann er eyrna- merktur. Ef þið hafið áhuga vinsamlegast hafið samband í síma 551-7787. Skari er týndur SKARI er fimm mánaða svartur og hvítur kettling- ur. Hann fór frá heimili sínu, Miðvangi 93 í Hafnarfirði, laugardaginn 6. apríl sl. og hefur ekki sést síðan. Okkur þætti vænt um ef þið leitið í geymslum, bíl- skúrum eða öðrum stöðum þar sem hann gæti leynst. Vinsamlega hafið sam- band í síma 692-4493 eða 821-4493 ef þið hafið orðið hans vör. Herkúles er týndur HERKÚLES er eins árs persneskur inniköttur. Hann hvarf aðfaranótt 9. apríl sl. Herkúles er hvítur, rakaður á búk, en ekki á rófu og höfði. Hann er ómerktur. Ef einhver getur gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast hafið samband í síma 863-8550. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 tilkynnir, 8 úrræðis, 9 bræði, 10 ungviði, 11 staði, 13 út, 15 ósoðið, 18 reik, 21 máttur, 22 rifa, 23 grenjar, 24 glaðvær. LÓÐRÉTT: 2 fiskar, 3 nirfilslegi, 4 hlífði, 5 sívinnandi, 6 reit- ur, 7 sigra, 12 op, 14 pinni, 15 ræma, 16 dögg, 17 skánin, 18 herskipa- mergð, 19 graman, 20 groms. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 glæta, 4 hlýri, 7 tuddi, 8 ristu, 9 næm, 11 nóri, 13 hrun, 14 neita,15 görn, 17 lund, 20 egg, 22 lifur, 23 ryðja, 24 sorti, 25 temja. Lóðrétt: 1 gætin, 2 ældir, 3 alin, 4 harm, 5 ýmsir, 6 Ið- unn, 10 æfing, 12 inn, 13 hal, 15 gulls, 16 ræfur, 18 urð- um, 19 draga, 20 ergi, 21 grút. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 AÐ gefnu tilefni langar mig að biðja starfsfólk Sorpu að ganga vel og snyrtilega um fatapok- ana sem ætlaðir eru Rauða krossinum. Það er mikil vinna sem ligg- ur í því að þurfa að ganga frá fötunum í nýja poka, því þeir koma opnir og illa rifnir frá Sorpu. Fólkið, sem lætur fatapokana til Sorpu, gengur afskaplega vel frá þeim og þeir eru vel lokaðir. Þegar fatasöfn- unin var fyrir utan verslanir, voru pokarnir alltaf heilir og órifnir. Vonandi takið þið þessum tilmælum mínum vel. Guðjón Frímannsson, kt. 221128-4949. Vinsamleg tilmæli til starfsmanna Sorpu Skipin Reykjavíkurhöfn: Jo Elm og Árni Frið- riksson koma í dag. Navigo og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Jóna Kristín stjórnar söng. Búnaðarbankinn nk. þriðjudag kl. 10.15. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl.13 frjálst að spila. Félagsvist kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó í Gullsmára 13 í dag kl 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Mynd- list og brids kl. 13.30. Skoðunarfeð að Kleif- arvatni miðvikud. 17. apríl, lagt af stað frá Hraunseli kl. 13. Kaffi í Kænunni í lok ferðar. Skráning í Hraunseli, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýn- ir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Næstu sýningar: Síðasta sýning í dag föstudag kl. 14, miða- pantanir í s: 588 2111 og 568 9082, einnig eru miðar seldir við inn- ganginn. Heilsa og hamingja laugardaginn 13. apríl kl. 13.30 í Ás- garði. Söguslóðir á Snæfellsnesi og þjóð- garðurinn Snæfellsjök- ull, 3 daga ferð 6.–8. maí. Skráning hafin á skrifstofu FEB, s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur op- inn, Súpa og salatbar í hádeginu. Laugardag- inn 20. apríl kl. 16 tón- leikar Gerðubergskórs- ins í Fella- og Hólakirkju. Nánar kynnt síðar. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, bingó kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9– 17 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað við laga- val Sigvalda. Rjóma- pönnukökur með kaffinu, allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl.13.30 bingó. Háteigskirkja, aldr- aðir. Samvera í Setr- inu kl. 13–15. Kl. 13.30 teflt, spilað og rabbað, kaffi á eftir. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Söngvinir – Kór aldr- aðra í Kópavogi – held- ur vorkonsert í Digra- neskirkju laugardag kl. 17. Söngstjóri Kjartan Sigurjónsson, undir- leikari Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Á söngskrá eru innlend og erlend lög frá æsku- tíð þeirra sem syngja í kórnum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vest- urgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins frást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minn- ingaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði, eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er föstudagur 12. apríl, 102. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum. (Sálm. 18, 4.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.