Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 53 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur Við kynntumst Hafdísi og Unnari fyrir 15 árum, fljótlega eftir að son- ur okkar tók að renna hýru auga til eldri dóttur þeirra hjóna, Valgerðar. Ekki bar á öðru en áhuginn væri gagnkvæmur, a.m.k. giftu ungling- arnir sig fljótlega, okkur foreldrun- um til mikillar ánægju. Þetta tiltæki barnanna varð svo til þess að náinn vinskapur tókst með þessum fjöl- skyldum. Það var jafnan notalegt að koma í heimsókn til Hafdísar og Unnars. Hafdís var sérlega mynd- arleg húsmóðir, ein af þeim sem eiga alltaf eitthvað nýbakað með kaffinu enda þótt ekki sé beinlínis von á gestum. Hún var líka sannkallaður listamaður þegar handavinna var annars vegar og bar heimilið þess merki. Fyrir um tíu árum greindist Hafdís með taugasjúkdóm sem ágerðist smám saman. Auk þess að valda henni miklum kvölum kom þessi sjúkdómur í veg fyrir að hún gæti sinnt handavinnunni sem hafði skipt hana svo miklu máli. Sjálfsagt hefur þó verið henni enn erfiðara að geta ekki annast barnabörnin í sama mæli og hún hefði viljað. Hafdísi hrakaði hratt hin síðari ár. Ef ekki hefði notið við einstakrar umhyggju Unnars hefði hún sjálfsagt verið komin á langlegustofnun fyrir löngu. Rétt áður en jólahátíðin gekk í garð þurfti Hafdís að leggjast inn á sjúkrahús og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Elsku Unnar, Valla, Lilja, Jónas og barnabörnin Dagur Örn og Unn- ar Hrafn. Það hefur verið lærdóms- ríkt að fylgjast með einstakri um- hyggju ykkar fyrir Hafdísi í löngu stíði hennar við illvígan sjúkdóm. En það hefur ekki síður verið lærdóms- ríkt að fylgjast með umhyggju ykk- ar hvers fyrir öðru. Við erum þess fullviss að á því verður engin breyt- ing og það verður ykkur hjálp í þeim erfiðleikum sem þið gangið nú í gegnum. Að leiðarlokum viljum við þakka Hafdísi góð kynni og elsku- semi í okkar garð frá upphafi. Bless- uð sé minning Hafdísar Kristins- dóttur. Hrafnhildur og Jens. Dísa frænka, eða Dísa á Kambi eins og hún var stundum kölluð, móðursystir okkar, var okkur krökkunum afar náin í æsku. Hjá henni fundum við væntumþykju og elsku sem alla tíð batt okkur saman. Það leyndi sér heldur ekki ættar- mótið á henni Dísu okkar, en segja má að allir helstu mannkostir Mið- bæjarættarinnar í Ólafsfirði hafi komið saman í þeirri manneskju og lík var hún ömmu Líneyju í mörgu; lífsgleðin eins og hún er skemmti- legust, lífsorkan eins og hún er heil- brigðust og manngæskan eins og hún er elskulegust birtist okkur á öllum stundum, jafnt erfiðum sem góðum. Þetta fundum við snemma krakkarnir í Ólafsfirði og áttum hjá henni öruggt skjól. Slíkri konu hlaut að veljast ein- stakur lífsförunautur sem og raunin varð, enda Unnar Jónsson sömu kostum búinn. Samgangur milli okkar systra- barnanna var mikill, sérstaklega þeirra yngri, og landamæri heimilis- lífsins varla dregin skýrum línum. Þar át hver af annars diski, ef svo má segja og öll okkar æskuár er Dísa frænka stór hluti af þeirri áhyggjulausu mynd sem við drögum HAFDÍS KRISTINSDÓTTIR ✝ Hafdís Kristins-dóttir fæddist á Kambi í Ólafsfirði 11. september 1945. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 3. apríl. Við viljum með ör- fáum orðum kveðja kæra vinkonu sem látin er langt um ald- ur fram. upp í minningunni. Eftir að fjölskylda hennar fluttist búferl- um var einfaldlega eins og opnað hefði verið útibú frá einhverju mötuneytinu á heim- ilinu og gistihús fyrir ferðalanga. Allir ávallt velkomnir í mat ef þeir áttu leið um eða voru svangir námsmenn í höfuðstaðnum. Þannig fylgdi hún okkur eftir fram á fullorðinsárin og svo fóru börnin okkar að fá á sinn disk hjá þeim hjónum. Þar var ekki í kot vísað og engu líkara en eiga elskulega foreldra í tveimur landshlutum. Fyrir slíka rausn í lífinu er vert að þakka og víst að missir margra er mikill við þessi leiðarskil. Þegar bera fór á veikindum hjá Dísu komu mannkostir hennar og æðruleysi æ betur í ljós, en hún dró ekki af sér við að fylgjast með sínu fólki og víkja að því góðum orðum. Barnelska hennar var einstök og faðmurinn hlýr og það fundu barna- börnin þegar þau komu og svo þau hin sem hún átti ekki síður eitthvað í. Það var því mikill harmur að á sama tíma og fjölskylda þeirra hjóna var að stækka með barnabörnum og „frænkubörnum“ skyldu veikindi hennar ágerast og hún falla frá langt fyrir aldur fram. Við eigum skýra mynd af Dísu frænku í minningunni og fyrir sam- leið okkar erum við afar þakklát. Hún skilur eftir sig óafmáanleg spor í hugskoti okkar og minningum. Elsku Unnar, Valgerður, Hilmar, Dagur Örn, Unnar Hrafn, Jónas, Lilja og Arnar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ykkar missir er mikill. Kristinn, Sigurlaug, Líney og fjölskyldur. Hafdís Kristinsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Hún hafði verið sjúklingur í nokkur ár og var svo sannarlega búin að vera algjör hetja í veikindum sínum. Unnar eig- inmaður hennar hefur staðið sem klettur við hlið hennar og meðan hún lá á spítalanum síðustu mánuði vék hann vart frá henni. Hafdís og Unnar bjuggu sín fyrstu hjúskaparár á Ólafsfirði. Þá var komið við á Ólafsfirði þegar farið var í ferðalög á sumrin og þá var nú tekið vel á móti okkur. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur með börnin sín þrjú á unglingsaldri fjölgaði heimsóknunum og frænd- systkinin kynntust frekar. Í Garðabænum voru þau búin að koma sér vel fyrir í íbúð sem Unnar var alltaf að nostra við og búa sem best í haginn fyrir Hafdísi. Elsku Dísa, við Stebbi þökkum þér innilega allar notalegu samveru- stundirnar og fyrir þau forréttindi að hafa þekkt þig. Guð blessi þig og þína fjölskyldu. Ég kveð þig með sálmaversi eftir Valdimar Briem: Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Vilh. Svava Guðnadóttir. ,,Hvernig var hún Dísa frænka þín skyld þér?“ spurði einhver um dag- inn. ,,Skyld mér...,“ sagði ég svolítið hikandi og bætti svo við ,,hún var ... hún var sko eiginlega ekki beint skyld mér, hún var ömmusystir Sig- ynjar eldri dóttur minnar,“ og fann um leið að þessi útskýring var ljósár frá því að útskýra tengslin þó hún væri rétt samkvæmt ættfræðinni. Það eru rúm tuttugu ár síðan ég var svo heppin að kynnast þessari yndislegu, góðu og skemmtilegu konu. Það var norður í Ólafsfirði og það er óhætt að segja að strax á fyrsta degi hafi ég eignast frænku með stórt og hlýtt hjarta. Frænku sem alltaf hafði tíma til að hlusta, gefa góð ráð, hugga og samgleðjast, allt eftir því hvað átti við. Það var nefnilega sama hvað gekk á, gott eða slæmt, súrt eða sætt, alltaf var farið til Dísu frænku og leitað álits og jafnvel skriftað ef syndirnar voru stórar. Ráðleggingum og syndaaf- lausnum fylgdu svo kökur, kók og kaffi og gjarnan skemmtilegar sam- ræður um allt milli himins og jarðar. Pólitík, piparkökubakstur, garð- yrkja, gardínusaumur og barnaupp- eldi voru umræðuefni sem rúmuðust vel við eldhúsborðið og ég held að skemmtilegustu kosninganætur lífs míns hafi einmitt verið með Dísu frænku. Við vorum alltaf skemmti- lega sammála um menn og málefni og líka ævinlega og jafn skemmti- lega sammála um að Unnar hefði kosið vitlaust. Ég man ekki til þess að hann hafi kippt sér neitt sérstak- lega upp við þetta álit okkar enda fór oftast þannig að hans skoðanir höfðu betur á landsvísu. Umhyggja, ástúð og öryggi eru þau orð sem lýsa best heimilislífinu hjá Dísu frænku og Unnari og dætur mínar vissu fátt dásamlegra en að fara til þeirra í heimsókn. Það vissi alltaf á gott þegar leiðin lá þangað og líka glettilega oft á gotterí. Þau voru til dæmis ófá skiptin sem litlum lófa var laumað í höndina hans Unn- ars, augnhárunum blikkað tvisvar og áður en nokkur gat áttað sig var búið að trítla út í búð og kaupa ótelj- andi gúmmíbangsa í öllum regnbog- ans litum. Og það var líka hjá Dísu frænku sem dætur mínar prófuðu rétti á borð við kókópuffs með kok- teilsósu og banana með remúlaði. Ég þori að fullyrða að þeir voru ekki ættaðir úr húsmæðraskólabókunum hennar Dísu enda beindist grunur- inn strax að Jónasi og Lilju og jafn- vel Valgerði og beinist enn. Það er hins vegar ekkert ólíklegt að ein- hverjir eldri og reyndari hafi fylgst með og brosað í laumi. Fyrir átta árum dró ský fyrir sólu hjá þessari elskulegu fjölskyldu þeg- ar Dísa frænka greindist með sjald- gæfan sjúkdóm sem erfitt reyndist að ráða við. Hún var ekki á því að gefast upp og ég held að ég hafi ekki verið alveg ein um að hafa trúað því að einn daginn myndi gerast krafta- verk, hún myndi hafa betur og allt yrði eins og áður. Með tímanum varð sú von veikari en það breytir því þó ekki að hún hefði svo sannarlega átt það skilið. Eitt af því örfáa sem við Dísa frænka ræddum ekki til hlítar voru eilífðarmálin en ég veit að henni verður vel fagnað og kannski er eina skynsamlega skýringin á brottför hennar sú að Guð hafi séð að himna- ríki stæði ekki alveg undir nafni án hennar. Elsku Unnar, Valgerður, Jónas og Lilja og allir aðrir ástvinir. Ég og fjölskyldan mín sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, og, elsku Dísa frænka mín, hafðu ást- arþakkir fyrir allt, ég veit að þú munt eiga góða heimkomu. Margrét Blöndal. Við ólumst upp í faðmi fjallanna háu, bröttu og tignarlegu við fjörð- inn okkar, Ólafsfjörð. Nálægð þeirra umvafði okkur og færði okkur nær hvert öðru. Umhverfið í firðinum og fremur torvelt aðgengi, sem stapp- aði nærri einangrun, þjappaði okkur saman og var í senn leikvangur okk- ar í æsku og starfsvettvangur. Við urðum sem ein stór og samheldin fjölskylda. Þá var ekki sjónvarp. Dagblöðin komu kannski tvisvar í viku. Samt var alltaf nóg við að vera. Leikir komu í stað fjölmiðlanna og snemma var tekið til hendi í atvinnu- lífinu, enda nálægðin við sjóinn og lífsbjörgina mikil. Snjórinn var líka nytsamur, bæði til skíðaiðkana og snjókasts. Svo voru auðvitað skólinn og skólaleikritin, æskulýðsfélagið, barnastúkan og sundlaugin, sem við höfðum umfram marga aðra á land- inu í þá daga, okkur til ómældrar ánægju. Við vorum 27 fermingarsystkinin og vinahópurinn ennþá stærri. Fermingarundirbúningurinn og síð- asta skólaárið okkar í firðinum voru síðustu stundirnar sem hópurinn átti allur saman. En þrátt fyrir að leiðir skildu hjá flestum fljótlega eft- ir það og mörg okkar færu burt til náms eða á vit annarra viðfangsefna safnaðist vinahópurinn jafnan sam- an á sumrin eða í öðrum fríum þegar fjörðurinn og samveran löðuðu okk- ur að. Dísa var ómissandi í þessum hópi. Glaðværð hennar, tryggð og djúp réttlætiskennd voru mikilvægir eiginleikar til þess að næra fé- lagsskapinn og gefa honum aukið gildi. Nú er hún horfin okkur, fallin fyrir skelfilegum og erfiðum tauga- sjúkdómi, sem ekki réðst við þrátt fyrir alla tækni nútímans. Þá hrísl- ast þessar minningar um hugann rétt eins og hlýr vorblær. Dísa var mikil félagsvera. Að loknu námi í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði flutti hún suður og starfaði um skeið í verslun í Reykjavík. Á þeim árum leigði hún húsnæði ásamt nokkrum æskuvin- konum sínum að norðan, fyrst við Öldugötu og síðar Ljósheima. Á báð- um stöðunum varð eins konar sam- komustaður brottfluttra Ólafsfirð- inga og jafnan glatt á hjalla. Gjarnan tekið í spil með tilheyrandi tilþrifum eins og fyrrum í jólafríum fyrir norðan. Á þessum árum kynntist Dísa eftirlifandi manni sínum, Unnari, sem hefur staðið við hlið hennar eins og klettur allt frá þeim tíma. Það var okkar gæfa hversu vel hann féll strax inn í hópinn og skynj- aði bæði þörf okkar og hennar fyrir að njóta félagsskaparins áfram. Skömmu eftir að Ólafsfirðingafélag- ið var stofnað var hún kosin í stjórn þess og átti þar sæti um hríð. Að vinna að málefnum félags sem hafði að markmiði að gefa „stórfjölskyld- unni“ tækifæri til að hittast var al- gjörlega í hennar anda. Af sjálfu leiddi að hún tók virkan þátt í und- irbúningi og framvindu 30 ára ferm- ingarmóts okkar í Ólafsfirði og myndakvölds strax um haustið. Þeg- ar kom að 40 ára afmælinu hafði heilsunni hrakað svo mjög að hún treysti sér ekki til að vera með. Var það henni afar þungbært, svo og að þurfa að hætta að taka þátt í störf- um og samkomum Ólafsfirðinga- félagsins. Skömmu eftir að Dísa og Unnar gengu í hjónaband fluttust þau á æskuslóðir Dísu. Á árunum í Ólafs- firði var Unnar löngum til sjós enda menntaður stýrimaður. Það varð því hlutskipti Dísu, eins og fjölmargra mæðra okkar sem erum alin upp í sjávarbyggð, að sinna börnum sín- um og heimili með öðrum hætti en þegar bæði hjónin eru alltaf til stað- ar. Slíkar aðstæður reyna mjög á samheldni ungs fólks sem er að stofna fjölskyldu og getur verið mjög erfitt, ekki síst ef hættuástand og óvissa skapast eins og oft fylgir sjómennskunni. Þau hjón voru sam- heldin í þessu sem öðru og leysti Dísa sinn hluta með miklum ágæt- um. Eftir að Unnar hætti sjó- mennsku fluttu þau suður ásamt börnunum sínum þremur og gerðust meðeigendur í fyrirtækinu Áttavita- þjónustan ehf., sem Unnar veitti for- stöðu þar til að hann gat ekki haldið þeim rekstri áfram sökum heilsu- brests. Það sýnir tryggð Dísu og ósérhlífni að hún reyndi hvað hún gat að vinna að málum fyrirtækisins þótt hún væri orðin verulega þjáð af sjúkdómi sínum. Æskuár Dísu voru ekki öll sveip- uð dýrðarljóma. Hún missti ung bæði föður sinn og bróður úr illvíg- um sjúkdómum. Hún varð því snemma fyrir reynslu sem við mörg okkar þekktum ekki. Ekki urðum við vör við að hún bugaðist þótt innri sárindi hljóti að hafa verið mikil. Ekki bugaðist hún heldur þegar Unnar veiktist alvarlega skömmu eftir að sjúkdómur hennar sjálfrar var farinn að hrjá hana illilega. Þannig var Dísa. Hún bar ekki erf- iðar tilfinningar utan á sér. Aftur á móti var stutt í glaðværðina og um- hyggja fyrir högum annarra var henni jafnan ofarlega í huga. Minni hennar um samferðafólk sitt og áhugi á að setja sig inn í lífshlaup þess og tryggð hennar við vini og venslafólk voru eiginleikar sem hún átti í ríkum mæli. Þessir eiginleikar komu vel fram síðustu vikurnar. Þrautseigja hennar og styrkur var með ólíkindum. Þegar hún var mál- hress var stutt í brosið og gaman að rifja upp liðnar stundir. Og þótt hún væri á stundum sárþjáð var eins og hún reyndi að fylgjast sem best með hvernig sjúklingunum sem lágu með henni á sjúkradeildinni væri sinnt. Ekki var að finna að hún væri nokkru sinni bitur vegna hlutskiptis síns en þakklát var hún öllum sem léttu henni byrðina á einhvern hátt, ekki síst Unnari, sem nú eins og áð- ur sýndi henni órjúfanlega tryggð. Eins og hún sagði sjálf nokkrum dögum áður en hún lést: „Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að ef ég hefði ekki haft Unnar.“ Systkini hennar, frændfólk og fjölskyldur, svo og vinahópurinn okkar stóri, eiga um sárt að binda. Mestur er missir Unnars, barna þeirra Dísu, barnabarna og tengda- barna, sem eiga svo góðar minning- ar um hana. Frá fermingarhópnum eru Unnari og öllum aðstandendum færðar hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Dísu þökkum við af heilum hug fyrir samfylgdina og að leiðarlokum skulum við treysta því að vísdómur trúarinnar sem við staðfestum í fermingunni á sínum tíma lýsi henni um eilífð. Blessuð sé minning henn- ar. Þórleifur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.