Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 59
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 59 MESSAÐ verður sunnudaginn 14. apríl kl. 14 í nýju kirkjunni á Ljósavatni. Þessi guðsþjónusta er sérstaklega merkileg fyrir þær sakir, að fjögur prestaköll í Þing- eyjarprófastsdæmi (Skútustaða-, Grenjaðarstaða-, Ljósavatns- og Laufássprestakall) sameinast um þessa messugjörð. Á þessu svæði eru starfandi 11 kirkjukórar sem lúta stjórn og handleiðslu 7 organista. Stór hluti kórfélaganna úr þessum kirkju- kórum sameinast í kórsöngnum í Þorgeirskirkju á sunnudaginn, og á æfingum undanfarið hefur söng- ur þessa sameiginlega kirkjukórs hljómað tígulega í Þorgeirskirkju, sem er einstaklega gott tónleika- hús. Fjórir prestar munu þjóna við guðsþjónustuna, og prédikun flyt- ur sr. Þorgrímur G. Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað. Upprunalega var ætlunin að hafa þessa sameiginlegu guðsþjón- ustu í lok febrúar sl. en veður kom í veg fyrir að sú ætlan gengi eftir. En nú er aftur blásið til sam- starfs og messan byrjar kl. 14 hinn 14. apríl, og eru allir vel- komnir. Samstarfsmessa í Þorgeirskirkju Háteigskirkja: Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufull- trúa. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgnar kl. 10 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Digraneskirkja. Egilsstaðakirkja Laugar- dagur 13. apríl fræðsla og fyrirbænir með Teo van der Weele kl. 20. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Lokasamvera. Síðasta samvera vetrarins á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Kveðj- um brúðurnar Sollu og Kalla. Fjölmenn- um. Sóknarprestur. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16. Litlir lærisveinar, æfing, allir hópar. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 bæn og lofgjörð, umsjón: Major Elsabet Daníelsdóttir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21 er unglingasamkoma. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10–18. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Að- ventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíurannsókn og bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Í umsjá unga fólks- ins. Samlestrar- og bænastund á föstudags- kvöldum kl 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Brynj- ar Ólafsson. Samlestrar- og bænastund er í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl 17.30. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Maxwell Ditta. Biblíurannsókn/bænastund á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarstarf AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfðahverfis í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars 2001 var samþykkt kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfðahverfis, í Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum. Breyting felst í því að svæði sem áður var merkt sem framtíðaríbúðarsvæði verður nú nýtt íbúðarsvæði. Bráðabirgðagöngustígur færist í legu stígs sem merktur var á upp- drætti sem framtíðarlega stígs. Bráða- birgðaaðstaða golfklúbbsins Kjalars ásamt bráðabirgðabílastæðum flyst af þessu svæði áður en uppbygging hefst á því. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjar- skrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 10. apríl til 22. maí nk. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 24. maí nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagsáætlun í Reykjavík. Ártúnshöfði-Eystri, svæðið austan Höfðabakka og norðan Vesturlands- vegar að Grafarvogi. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Vesturlandsvegi til suðurs, Höfðabakka til vesturs, Grafarvogi til norðurs og landi Keldna til austurs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Helstu markmið tillögunnar eru að uppfæra skipulag svæðisins og gera af því heildarskipulag sem bætir ímynd þess og umhverfisgæði, auka nýtingu á lóðum og þétta byggð, bæta aðkomur og fjölga bílastæðum og síðast en ekki síst að bæta ásýnd grænna svæða og gera þau aðgengilegri fyrir gangandi umferð. Með tillögunni eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarréttur á hverri lóð og þ.a.l. uppbyggingarmöguleikar til framtíðar. Tillagan gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á svæðinu verði allt að 0,7 þar sem aðstæður leyfa en að auki verði heimilt, að uppfylltum skilyrðum, að byggja neðanjarðargeymslur og tæknirými. Gerð er grein fyrir sérskilmálum fyrir hverja lóð varðandi nýbyggingar, ofanábyggingar og viðbyggingar. Þá gerir tillagan ráð fyrir breytingum á lóðarmörkum nokkurra lóða auk þess sem skilgreind er ný lóð austan við lóð nr. 44 við Stórhöfða. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 12. apríl til 24. maí 2002. Eru lóðarhafar, fasteignaeigendur og aðrir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 24. maí 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 12. apríl 2002. Skipulags- og byggingarsvið SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.