Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 35
Bæjarstjórinn í
Hafnarfirði sakar mig
um dylgjur þegar ég
skýri frá staðreyndum
um fjármál bæjarins.
En sannleikanum er
hver sárreiðastur.
Hann hefur verið iðinn
við að búa til sýndar-
veruleika um fjárhags-
stöðu Hafnarfjarðar-
bæjar sem á ekkert
skylt við raunveruleik-
ann. Veruleikafirring
bæjarstjórans er slík
að hann sendi frá sér
um síðustu helgi
fréttatilkynningu und-
ir fyrirsögninni: ,,Góð
afkoma bæjarsjóðs Hafnarfjarðar
skv. ársreikningi 2001“. Þar mátti
lesa að skuldir bæjarsjóðs hafi auk-
ist um 1.558 milljónir kr. á árinu,
eða um 22%. Hvað er þá slæm af-
koma?
Síðast liðin fjögur ár hefur
rekstrarhalli bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar numið nálægt fjórum millj-
örðum kr. eða um milljarði á ári að
jafnaði. Viðlíka hallarekstur hefur
aldrei þekkst í sögu Hafnarfjarð-
arbæjar og þó víðar væri leitað. Í
bæjarstjóratíð Magnúsar Gunnars-
sonar hafa heildarskuldir bæjar-
sjóðs hækkað úr um 4.9 milljörðum,
framreiknað frá 15. júní 1998, í
rúmlega 8,7 milljarða um síðustu
áramót. Þar fyrir utan eru allar
,,einkaframkvæmdaskuldbinding-
arnar“ en þær eru ekki sýnilegar
þar sem þær eru ekki færðar í efna-
hagsreikningi bæjarsjóðs. Bæjar-
stjóri vill meta þær á þrjá milljarða,
sem ég tel reyndar allt of lága tölu,
en samkvæmt mati hans hafa skuld-
ir bæjarins aukist í um 12 milljarða
á kjörtímabilinu, eða um 240%.
Lygar eða blekkingar?
En hvernig má það vera að á
sama tíma og glórulaus hallarekstur
er á bænum skuli bæjarstjórinn
halda því fram að peningaleg staða
bæjarsjóðs sé að batna? Er hann að
ljúga? Nei, en hann er
að blekkja. Hvernig
má vera að peningaleg
staða bæjarins batni
um 665 milljónir króna
á sama tíma og viðvar-
andi 25% halli hefur
verið á bæjarsjóði í
bæjarstjóratíð Magn-
úsar og skuldaaukning
upp á meira en einn og
hálfan milljarð á síð-
asta ári? Það stafar
ekki af fjármálasnilli
Magnúsar og félaga
hans.
Í skýringum endur-
skoðenda bæjarins
kemur skýrt fram hvað um er að
ræða. Með samruna Rafveitu Hafn-
arfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja
var ,,eignarhluti bæjarsjóðs í HS
færður í ársreikningi með hlut-
deildaraðferð og nemur hann kr.
1.591.500.000 í árslok 2001“, segir
þar.
Falinn fjársjóður
Hvað þýðir þetta? Peningaleg
staða bæjarsjóðs í bókhaldi batnar
um tæplega 1,6 milljarða kr. við það
eitt að Rafveitan, eftir samruna við
HS, er færð í fyrsta sinn til eignar í
bókhaldi og verðmæti hennar dreg-
ið frá skuldum bæjarins. Menn hafa
alla tíð verið fyllilega meðvitaðir um
þennan bókhaldslega falda fjársjóð,
þ.e. verðmæti RH. Peningaleg staða
bæjarsjóðs hefði því versnað um
tæpan milljarð á síðasta ári ef þessi
gamla eign Hafnfirðinga hefði verið
færð í bókhaldi með sama hætti og
gert hefur verið um áratuga skeið.
Þar fyrir utan var gengið frá upp-
gjöri við Reykjavíkurborg vegna
gamalla ágreiningsmála um arð, allt
frá þeim tíma þegar Perlan var í
byggingu, og endaði með að Hafn-
arfjarðarbær fékk 1% hlutdeild í
Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutur
Hafnarfjarðar er metinn á um 384
milljónir kr. Af þessu má ljóst vera
að peningaleg staða hefði versnað
um 1,3 milljarða á síðasta ári ef ekki
hefði komið til sú nýjung að færa
inn í bókhald verðmæti þessara
orkufyrirtækja og draga frá skuld-
um. Þau verðmæti voru hins vegar
hvorki sköpuð af Magnúsi Gunn-
arssyni né í bæjarstjóratíð hans.
Fetað í fótspor Farum
Það yrði of langt mál að gera
glögga og fræðilega grein fyrir
einkaframkvæmdasamningum og
bókhaldslegri meðferð þeirra hér.
Það kann að vera að bæjarstjórinn
sé sínu ánægðari með að geta sýnt
fram á með hæpnum núvirðisreikn-
ingum að skuldir bæjarsjóðs hafi
,,aðeins“ vaxið úr um 4,9 milljörðum
kr. í um 12 milljarða á þremur og
hálfu ári í stað um 15–16 milljarða.
Eftir stendur að bæjarbúar eiga eft-
ir að greiða vegna umræddra samn-
inga rúmlega 6,8 milljarða króna
næsta aldarfjórðunginn og standa
þá uppi grunnskólalausir, leikskóla-
lausir og án íþróttahúsa í ýmsum
hverfum bæjarins. Það eru blákald-
ar staðreyndir málsins.
Að lokum vil ég fagna allri um-
ræðu um fjármál bæjarins og sveit-
arfélaga almennt. Tryggja verður
að bókhald sveitarfélaga sé gagn-
sætt og ekki sé hægt að halda millj-
arða skuldbindingum fyrir utan
efnahagsreikning í því augnamiði að
blekkja almenning. Greinargott og
skýrt bókhald er liður í auknum
kröfum um upplýsingagjöf um þró-
un fjármála sveitarfélaga. Undan-
brögð og hundakúnstir eiga ekki að
líðast í þeim efnum. Það var reynt í
Farum-bæ í Danmörku sem hefur
verið brautryðjandi á sviði einka-
væðingar sveitarfélaga. Nú er Far-
um-bær, sem er álíka stór og Hafn-
arfjörður, talinn gjaldþrota. Halli
bæjarsjóðsins í Farum virðist hafa
verið álíka mikill síðustu árin og hjá
bæjarsjóði Hafnarfjarðar en þessi
sveitarfélög hafa verið í fararbroddi
einkavæðingar hvort í sínu landi.
Það þarf því ekki að koma á óvart
að þeir sem hafa fylgst með þróun
fjármála Hafnarfjarðarbæjar séu
áhyggjufullir.
Sýndarveru-
leiki bæjar-
stjórans
Tryggvi
Harðarson
Hafnarfjörður
Tryggja verður, segir
Tryggvi Harðarson, að
bókhald sveitarfélaga sé
gagnsætt.
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði.
ALVARLEGASTA
meinsemd íþrótta í
heiminum er lyfjamis-
notkun afreksíþrótta-
manna. Græðgi í verð-
laun, óheiðarleiki og
virðingarleysi gagn-
vart íþróttinni og öðr-
um keppendum ræður
þar mestu um. Í gegn-
um áratugina hafa fjöl-
margir íþróttamenn
látist vegna lyfjamis-
notkunar, en áfram
koma misferlin, aftur
og aftur, og setja svart-
an blett á íþróttastarf-
ið. Fyrirmyndir æsk-
unnar breytast úr
hetjum í lögbrjóta. Mest ber á þess-
um vágesti erlendis en því miður er-
um við Íslendingar engin undan-
tekning.
Alþjóðaólympíunefndin
Alþjóðaólympíunefndin tekur nú
enn harðar á þessu vandamáli og má
nefna nýafstaðna vetrar Ólympíu-
leika í Salt Lake City. Þar voru fleiri
íþróttamenn teknir fyrir lyfjamis-
notkun en á öllum öðrum vetrar Ól-
ympíuleikum til samans. Þetta sýnir
ákveðni Alþjóðaólympíunefndarinn-
ar og vilja hennar til að reyna að
uppræta þessa mein-
semd. Í Ólympíusátt-
málanum er skýrt
kveðið á um að þjóðirn-
ar verði að fara eftir
settum lyfjareglum.
Hvað er að gerast
hjá ÍSÍ?
ÍSÍ er einnig Ólymp-
íunefnd Íslands. Þar
gerast alvarlegir hlutir.
Í grein sem Birgir Guð-
jónsson, læknir, ritar í
Morgunblaðið 3. apríl
undir heitinu „Lyfja-
misnotkun og forusta
ÍSÍ“. Rifjar hann upp
þessi mál af alþjóða-
vettvangi og síðustu vandamál ÍSÍ.
Allir sem til þekkja vita að Birgir
Guðjónsson hefur mestu þekkingu
og reynslu Íslendinga af lyfjamálum
íþróttahreyfingarinnar, bæði af inn-
lendum verkefnum og alþjóðlegum
lögum, reglugerðum og framkvæmd
lyfjaeftirlits. Í grein Birgis koma
fram alvarlegar ásakanir á hendur
Ellert B. Schram forseta ÍSÍ og
stjórn ÍSÍ. Þar lýsir hann því yfir að
steinar séu lagðir í götu lyfjaeftirlits
af íþróttaforustunni, ákveðna hópa
megi ekki lyfjaprófa, hvað þá ákæra
og eigi íþróttamenn sterka að, innan
sem utan hreyfingarinnar, sé þeim
borgið.
Hér koma fram einhverjar alvar-
legustu ásakanir á hendur forustu
ÍSÍ í 90 ára sögu sambandsins. Fram
hjá þessum ásökunum getur íþrótta-
hreyfingin ekki litið. Stærsti ágrein-
ingurinn gerðist á síðasta ári þegar
nokkrir íþróttamenn voru teknir fyr-
ir misnotkun lyfja og tveir Íslands-
meistaratitlar unnust undir lyfjamis-
notkun. Íþróttamennirnir fengu
nokkra vikna dóm en erlendis hefðu
dómarnir orðið verulega lengri. Það
sem vakti athygli við umrædda dóma
var að þeir voru það stuttir að hægt
var að taka refsinguna út á milli Ís-
landsmeistaramóts og landsleikja
hrinu mánuði síðar. Einkennileg til-
viljun það. Allir sem kynna sér málið
gera sér grein fyrir að dómarnir eru
hreinir „skandal dómar“ og að málið
lyktar illa af öðru enn verra. Forseti
ÍSÍ situr undir ásökunum og ámæl-
um, og íslensk íþróttahreyfing hefur
beðið hnekki, bæði innan- og utan-
lands.
Hvað gerist næst hjá ÍSÍ?
Og hvað svo? Verður þessum mál-
um troðið undir stól? Nei, ÍSÍ ætlar
að gera skipulagsbreytingar á starf-
semi heilbrigðisráðs sambandsins,
sem fer með þessi mál. En breyt-
ingar á reglugerð koma ekki í veg
fyrir óheiðarleika og eftir sem áður
standa ásakanirnar á Ellert B.
Schram og stjórn ÍSÍ. Ásakanirnar
eru það alvarlegar að forseti og
stjórn verða að gera hreint fyrir sín-
um dyrum.
Hvað gera stjórnvöld?
Nýlega skipaði menntamálaráð-
herra einn af alþingismönnum þjóð-
arinnar fulltrúa sinn í heilbrigðisráði
ÍSÍ. Ætlar viðkomandi alþingismað-
ur að líta framhjá þessu alvarlega
máli? Hvað gerist ef málið verður
rætt á Alþingi til dæmis við af-
greiðslu fjárlaga þar sem íþrótta-
hreyfingin fær hundruð milljóna
króna í styrk? Munum við haga okk-
ur eins og eitthvert „bananalýðveldi“
þar sem fyrirmynd æskunnar, af-
reksíþróttamaðurinn, notar ólögleg
lyf og sleppur með skrekkinn? Það
má ekki gerast. Þessi staða er það al-
varleg að hvorki íþróttahreyfingin
né opinberir aðilar þola óbreytt
ástand.
Dópið í íþróttunum
og forusta ÍSÍ
Júlíus
Hafstein
Íþróttir
Hvorki íþróttahreyf-
ingin né opinberir að-
ilar, segir Júlíus Haf-
stein, þola óbreytt
ástand.
Höfundur er fyrrverandi formaður
Ólympíunefndar Íslands.
BÖRN eiga rétt á
vernd gegn líkamlegu,
kynferðislegu og and-
legu ofbeldi og gegn
vanrækslu (19. gr.
Barnasáttmála SÞ).
Fæstir foreldrar
vilja börnum sínum illt
og flestir foreldrar
gera eins vel og þeir
geta. Fæstir meiða
börn sín viljandi eða af
illmennsku en sumir
gera það sökum and-
legrar eða líkamlegrar
vanheilsu, alkóhólisma
eða annarra fíknisjúk-
dóma eða vegna van-
þroska.
Það fer yfirleitt ekki á milli mála
ef barn hefur verið meitt líkamlega
eða kynferðislega en það gegnir
öðru máli ef barn er beitt andlegu
ofbeldi eða það er andlega eða til-
finningalega vanrækt. Andlegt of-
beldi á börnum er ekki síður skað-
legt og í mörgum tilfellum verra en
hið líkamlega, einkun vegna þess
hve erfitt er að festa hendur á því
og hvað það getur staðið lengi yfir.
Það vefst oft fyrir okkur sem er-
um fullorðin að átta okkur á and-
legu ofbeldi og hvernig við getum
brugðist við því. Fyrir barn er það
enn erfiðara og það á enga mögu-
leika á að verjast því.
Andlegt ofbeldi á börnum getur
verið í formi harðstjórnar og kúg-
unar eða niðurlægingar, vanrækslu
og höfnunar. Sumar gerðir refsinga
teljast ofbeldi svo og hótanir, öskur,
ofurmannlegar kröfur, sum stríðni,
háð og uppnefningar.
Þá teljast ásakanir um persónu-
leikabresti eða vanhæfni til ofbeld-
is, vanþóknun sýnd með þögn eða
píslarvætti, óviðeig-
andi athugasemdir,
stöðug neikvæðni,
gagnrýni og tvöföld
skilaboð. Það telst til
andlegrar vanrækslu
þegar andlegum, til-
finningalegum eða
vitsmunalegum þörf-
um er ekki sinnt; ekki
sýndur áhugi, ekki
spjallað, kennt né leið-
rétt. Ekki hrósað,
hvatt eða leiðbeint.
Sumt andlegt of-
beldi er alvarlegra og
hefur alvarlegri afleið-
ingar en annað.
Það er alvarlegt
andlegt ofbeldi þegar barn er látið
bera ábyrgð á fullorðnu fólki og þá
látið sinna andlegum, tilfinningaleg-
um eða félagslegum þörfum þess.
Dæmi um þetta er þegar barn er
gert að trúnaðarvini og þarf að
heyra um persónulegar áhyggjur
og leyndarmál foreldris síns og
jafnvel gert þátttakandi í hjóna-
bandserfiðleikum, stundum kallað
andleg eða tilfinningaleg sifjaspell:
„Finnst þér að ég ætti að skilja við
pabba þinn?“ „Ég er að hugsa um
að skilja við mömmu þína, ég þoli
hana ekki lengur.“ „Passaðu að
pabbi þinn drekki ekki of mikið.“
„Ég held að mamma þín sé að
halda framhjá mér, reyndu að kom-
ast að því fyrir mig.“ „Ég hélt
framhjá pabba þínum og ef hann
spyr þig, segðu þá að …“ „Ég á
aldrei eftir að komast yfir allt það
sem hann pabbi þinn gerði mér.“
„Hún mamma þín lagði líf mitt í
rúst.“
Þá er þess krafist að barnið beri
ábyrgð á líðan og velferð foreldris
og skynji þarfir þess og bregðist við
þeim: „Þú verður að vera heima svo
mömmu leiðist ekki.“ „Aumingja
pabbi er alltaf svo þunglyndur, þú
verður að reyna að gleðja hann.“
„Mamma á svo bágt því það hafa
allir verið svo vondir við hana, þú
ert eina manneskjan sem hún á að.“
„Ef þú hefðir ekki verið svona
óþekkur hefði mamma ekki dottið í
það.“ „Pabbi er kominn með maga-
sár út af frekjunni í þér.“ „Ef þú
færir frá mér myndi ég drepa mig.“
„Þú áttir að sjá hvernig mér leið, ég
átti ekki að þurfa að biðja þig …“
Með þessu er verið að leggja á
barn ábyrgð sem það getur ekki
borið. Barnið fær ekki að vera barn
en er þvingað til að taka á sig
óbærilegar byrðar sem jafnvel full-
orðnum er um megn að bera.
Andlegt ofbeldi er ekki alltaf
svona skýrt eins og í dæmunum hér
að ofan og hægt er að beita miklu
andlegu ofbeldi án þess að segja
eitt einasta orð!
Í mörgum ákvæðum barnavernd-
arlaga er andlegt ofbeldi á börnum
lýst refsivert og segir til dæmis í
64. grein: Hver, sem beitir barn
refsingum, hótunum eða ógnunum
og ætla má að slíkt skaði barnið
andlega eða líkamlega, skal sæta
sektum eða fangelsi allt að þremur
árum.
Sá skaði sem andlegt ofbeldi
veldur er oft mikill og erfitt að
bæta. Margir þurfa að glíma við af-
leiðingar andlegs ofbeldis alla ævi.
Afleiðingar andlegs ofbeldis eru
m.a. öryggisleysi, vantraust, erfið-
leikar við að tengjast fólki, mikil
skömm og vanlíðan, óskýr sjálfs-
mynd og óljós mörk, sjálfsfyrirlitn-
ing, kvíði, þunglyndi, ofbeldi, sálvef-
ræn einkenni, vímuefnanotkun,
fíknir, áhættuhegðun og jafnvel
sjálfsmorð.
Við getum e.t.v. ekki hindrað að
börn okkar verði fyrir barðinu á
arfgengum geðsjúkdómum en við
getum hlúð að geðheilsu þeirra með
því að axla ábyrgð á okkur sjálfum
og verndað börnin okkar gegn of-
beldi, hvaða nafni sem það nefnist.
Andlegt of-
beldi á börnum
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir
Höfundur er ráðgjafi og kennari.
Börn
Við getum hlúð að geð-
heilsu barna, segir Ásta
Kristrún Ólafsdóttir,
með því að axla ábyrgð á
okkur sjálfum.