Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ tekur ástfanginn maður til bragðs sé honum meinað að eiga unn- ustu sína? Stórt er spurt og svörin ugglaust mörg. Eitt þeirra ráða sem unnt er að grípa til er að kvænast systur hennar, sem einnig býr á heim- ilinu; þannig er nálægð við unnustuna í það minnsta tryggð. En nær ástin að blómstra? Og hvernig bregst unnust- an við? Aftur er spurt stórt og svörin líklega ekki færri en áður. Gætu farið eftir því hvar í heiminum atburðurinn á sér stað og eftir því hve vel viðkom- andi er að sér í göldrum matargerð- arlistarinnar. Ást í meinum skipar stóran sess í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á verkinu Kryddlegin hjörtu, sem frumsýnt verður á Stóra sviðinu í kvöld, einnig matargerðarlist og frelsisbarátta. Um er að ræða leik- gerð Guðrúnar Vilmundardóttur og Hilmars Jónssonar, sem jafnframt er leikstjóri, eftir bók mexíkönsku skáldkonunnar Lauru Esquivel. Ógleymanleg kvikmynd byggð á sömu bók var sýnd hérlendis fyrir um það bil áratug, en sagan hefur ekki verið færð á leiksvið fyrr en nú, að það gerist nánast á sama tíma á Íslandi og í Finnlandi. Uppskriftir, ást, húsráð Framhaldssaga í mánaðarskömmt- um, með uppskriftum, ástum og hús- ráðum er undirtitill sögunnar. „Níutíu prósent af öllum sögum eru ástarsögur en þessi er sérstök fyrir margra hluta sakir. Það er eitthvað fallegt við það hvernig ástin inni á heimilinu bindur fólkið saman í gegn- um matargerðina og uppskriftirn- ar...“ segir Hilmar leikstjóri við blaða- mann eftir næst síðustu æfingu verksins á miðvikudagskvöldið, og Guðrún bætir við: „...þegar tilfinning- ar sem fá ekki eðlilega útrás fá útrás í gegnum matargerðina.“ Hilmar rifjar upp að bókin hafi ver- ið mjög vinsæl á sínum tíma og kvik- myndin einnig. „Það er ekki auðvelt að færa svona verk á svið en skemmti- legt og krefjandi verkefni.“ Fannst ykkur það trufla vinnuna að hafa séð verkið á bíómynd? Hjálpar það kannski frekar, eða skiptir ef til vill engu máli? „Fyrst gerð hefur verið bíómynd hefur auðvitað átt sér stað ákveðin dramatúrgísk vinna upp úr bókinni, en við Gurra áttuðum okkur fljótt á því að ekki er nokkur leið að flytja kvikmyndahandritið upp á svið. Ef- laust er einhver inspirasjón úr mynd- inni í leikritinu en hún vann leik- kgerðina algjörlega upp úr bókinni.“ Guðrún, sú sem leikstjórinn kallar Gurru, bendir á að mögulegt sé að segja söguna á ýmsa vegu. „Það sem við eigum sameiginlegt með myndinni er að við segjum hana í réttri tímaröð. Í skáldsögunni er hins vegar notuð allt önnur aðferð – hún er skrifuð eins og dagbók og hlutir rifjaðir upp aftur í tímann. Við erum því nær kvikmynd- inni að þessu leyti en ekki efnislega. Við leggjum áherslu á allt aðra hluti en þar er gert.“ Þau taka svo til orða að fyrst sé að ákveða hvað eigi að segja og síðan hvernig eigi að fara að því. „Fyrst spjöllum við um hvað er at- hyglisverðast við verkið og hverju okkur langar að koma til skila. Svo þéttist ramminn utan um þessar aðal- persónur, ástarsögu Titu og Pedros, samskipti Titu við móður sína og hvernig matargerðin og galdurinn í kringum hana tvinnar þetta allt sam- an. Þannig komum við þessari ástar- sögu – og í raun frelsisbaráttu Titu – til skila,“ segir Hilmar. Minnugur kvikmyndarinnar þorði blaðamaður ekki að fylgjast með æf- ingu verksins á fastandi maga, og sá ekki eftir því að borða vel áður en haldið var í leikhúsið. Nefnir að senni- lega sé ekki gott að koma svangur á sýninguna og jafnvel ástæða til að vara fólk sérstaklega við því! Viðbrögð Hilmars eru þau að upp- lýsa að margir hafa gefið sig á tal við leikstjórann undanfarið og rifjað upp hve girnilegur maturinn var í kvik- myndinni. „Menn hafa verið forvitnir hvað við gerum í sambandi við mat- inn. Í leikhúsi getum við ekki verið með nærmyndir af mat eins og í myndinni. Þar var hann hrikalega girnilegur og fallegur. Við erum líka með alvörumat, leikararnir borða, en við leggjum meiri áherslu á þau áhrif sem maturinn hefur á þá sem neyta hans en neysluna sjálfa eða hvernig hann lítur út.“ Hann nefnir eitt sterkasta atriði sýningarinnar; þegar Tita lagar rósa- blaðasósu, og hver áhrif hún hefur á þá sem leggja sér hana til munns. „Það eru frekar áhrifin sem gera mann hungraðan en maturinn sjálf- ur.“ Að laga rétt af mikilli ást Mexíkönsk kona var aðstandend- um verksins innan handar við und- irbúninginn. „Hún var mjög áhuga- söm, hjálpaði okkur og gaf ákveðin ráð um heimaland sitt,“ segir Hilmar. Í hinum vestræna heimi þykir mörgum sérstakt hvernig fjallað er um mat í verkinu; að ekki þýði að elda mat í vondu skapi því þá fái allir í magann! Í Mexíkó þykir þetta bein- línis sjálfsagt og ef til vill þess vegna varð bókin aldrei sérlega vinsæl þar í landi, segir Hilmar. „Setningar eins og Þennan rétt þarf að laga af mikilli ást er eðlilegt. Öðruvísi gerir réttur- inn sig ekki!“ Leikritið gerist í Mexíkó á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. „Margt var fært til betri vegar í landinu eftir að byltingin sigraði; uppreisnarmenn unnu. Tita lendur dálítið á milli kyn- slóða; hún er fórnarlamb gamalla siða en önnur systir hennar, sem fer á brott með uppreisnarmönnunum, getur verið tákn frelsisins. Boðskap- urinn er því eiginlega sá – ef menn vilja endilega lesa einhvern boðskap út úr verkinu – að menn verði að taka ábyrgð á lífi sínu. Það tekur enginn ábyrgð á lífi manns nema maður sjálf- ur. Tita og Pedro eru ung í byrjun og ég held að Pedro greyið trúi því í al- vöru að það að giftast systur elskunn- ar sinnar sé málið. Svo þróast hlut- irnir allt öðruvísi en hann reiknaði með þegar á hólminn er komið.“ Verkið er tilfinningaþrungið og leikstjórinn tekur svo til orða að þeg- ar best lætur gráti jafnvel hann pínu- lítið. „Gömul sorg verður að nýrri í brjóstinu,“ segir hann. „Eftir að hafa horft á þetta aftur og aftur verður maður meira að segja stundum að bíta á jaxlinn þegar vel tekst til hjá leikurum! Það er þessi magík; þegar samspil innihalds, umgjarðar og leik- ara gengur fullkomnlega upp gerist svo dásamlegur galdur í leikhúsinu að engrar undankomu er auðið.“ Mikið hefur gengið á í Borgarleik- húsinu undanfarið því hvorki meira né minna en hátt í tíu tonn af sandi eru hluti leikmyndar Kryddleginna hjarta. Leikið er í sandi. Og sandur- inn er borinn út af sviðinu þegar aðrir þurfa að nýta rýmið. „Þetta er ekki lítið mál en við erum fullkomnlega sannfærð um að erfiðið er þess virði í þessu samhengi. Auðvitað er það ákveðin stílísering að hafa mublurnar í sandinum, en það er okkar leið til að ná Mexíkó. Okkur finnst það suð- rænt.“ Hilmar segist ekki þekkja marga Suður-Ameríkubúa og einhverjum þeirra kunni að finnast manneskjurn- ar í verkinu miklir Íslendingar. Hver veit? Hann segir ekki heppilegt að gefa sér eitthvað fyrirfram; þau hafi til dæmis ætlað að nota tómata í stórum stíl, en fyrrnefnd kona frá Mexíkó hafi slegið á þær hugmyndir. „Sagði bara nei, nei...“ Þar með komumst við að því að tómatar eru ekki ríkjandi í mexíkanskri matargerð. Okkur hafði fundist það suðrænt! Svo voru ein- hverjar aðrar ranghugmyndir. Þetta er kannski eins og að fara til Mexíkó og sjá Sjálfstætt fólk, þar sem þeir myndu steikja skyrið! Við viljum ekki lenda í því.“ Svo hlær Hilmar og segir: „Við bið- um eftir því á tímabili að hún færi fram á að við hættum við sandinn! En sem betur fer gerði hún það ekki.“ Matarlist, ást og matarlyst Morgunblaðið/Þorkell Systurnar þrjár og vinnustúlkan Chencha á heimili þeirra. Frá vinstri: Edda Björg Eyjólfsdóttir (Chencha), Jó- hanna Vigdís Arnardóttir (Gertrudis), Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Rosaura) og Nína Dögg Filippusdóttir (Tita). Morgunblaðið/Þorkell Edda Heiðrún Backman í hlut- verki Elenu, móður systranna. Leikritið Kryddlegin hjörtu verður frum- sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Skapti Hallgrímsson fékk sér vel að borða, fylgdist síðan með æfingu og rabbaði á eftir við leikstjórann og höfund leikgerðarinnar. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is 20% afsláttur af öllum NIKE íflróttaskóm Um helgina Opi›: Smáralind mán. - föst. kl. 11-19 • lau. kl. 11-18 • sun. 13-18ÍSL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 74 51 04 /2 00 2 Glæsibæ mán. - föst. kl. 10-18 • lau. kl. 10-16 Eftir Lauru Esquivel Leikarar: Edda Heiðrún Back- man, Nína Dögg Filippusdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Björn Ingi Hilm- arsson, Halla Margrét Jóhann- esdóttir, Pétur Einarsson, Theo- dór Júlíusson og Hanna María Karlsdóttir. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Búningar: Þórunn María Jóns- dóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arn- arsson. Leikgerð: Guðrún Vilmund- ardóttir og Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. KRYDDLEGIN HJÖRTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.