Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES
14 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HRAFNHILDUR Gróa Atladóttir,
verkstjóri í handverki eldri borg-
ara í Reykjanesbæ, hélt á dög-
unum sína fyrstu einkasýningu. Á
sýningunni voru 30 leirverk unnin
úr steinleir með fornum aðferðum,
en sýningin hefur nú verið sett
upp á Bókasafni Reykjanesbæjar
og stendur fram til 13. apríl.
Morgunblaðið leit við í tómstunda-
starfi eldri borgara í Reykjanesbæ
þar sem Hrafnhildur var að leið-
beina leirklúbbsmeðlimum í leir-
listinni.
Við inngönguna á verkstæðið
blöstu við margir fallegir listmun-
ir og ljóst er að tómstundastarfið
er mjög gefandi bæði fyrir Hrafn-
hildi og þátttakendur í starfinu,
enda hrósar hún þeim í hástert og
þau henni. „Ég hef starfað í fimm
ár hjá tómstundastarfi eldri borg-
ara og þetta hefur verið ynd-
islegur tími. Mér hefur fundist
mjög gefandi að fylgjast með þeim
í þeirra listsköpun og sjá hversu
miklum framförum þau hafa tekið.
Ég hef leiðbeint þeim í leirlistinni
frá haustinu 1999, en leiðbeini
einnig í glerlist og keramik-
málun,“ segir Hrafnhildur.
Sjálf hefur Hrafnhildur unnið í
leirlistinni frá árinum 1998 þegar
hún fór á sitt fyrsta námskeið og
fylltist strax áhuga. „Ég byrjaði
að læra fornu aðferðirnar í leir-
listinni, þ.e. að pulsa og þuma. Þá
eru engin mót notuð, eins og tíðk-
ast mikið í dag, heldur eingöngu
hendurnar og puttarnir. Hlutirnir
verða til með því að byggja ofan á
þá smátt og smátt og forma þá
síðan með höndunum. Þessar
fornu aðferðir hef ég kennt eldri
borgurum, ásamt nýju aðferðinni,
að raða í gifsmót og í starfinu not-
umst við bara við hendurnar, eng-
an rennibekk eða þessháttar.“
Tómstundastarf eldri borgara,
undir stjórn Jóhönnu Arngríms-
dóttur, er mjög blómlegt og til
marks um það eru um 800 þátttak-
endur í hverjum mánuði. Auk þess
að geta valið um leirlist, glerlist
og keramikmálun er í boði almenn
handavinna, silkimálun, útsaums-
námskeið, bútasaumsnámskeið,
myndlistarnámskeið, útskurður,
tölvunámskeið og ýmsar íþrótta-
greinar eins og boccia, leikfimi og
snóker og bingó spila þau einu
sinni í viku. Stefnan er sett á stór-
sýningu í Selinu 26. maí og eru
þau nú í óða önn að safna munum
fyrir sýninguna.
Guðmundur Maríasson, Áslaug
Hilmarsdóttir, Jóhanna Guðjóns-
dóttir, Hólmfríður Jóna Jóns-
dóttir, Pálmi Guðmundsson og El-
ín Þórðardóttir eru í leirklúbbnum
og voru brosmild við iðju sína,
enda sögðust þau alltaf hlakka til
mánudagsins, en þá daga hittist
klúbburinn. Flest þeirra hafa ver-
ið í leirlistinni frá upphafi og eru
orðin mjög leikin við leirinn, enda
byggist klúbbastarfið á sjálfstæði.
Sum þeirra vinna jafnvel heima
líka en þeim sem eru styttra kom-
in gefst kostur á að fara á nám-
skeið hjá Hrafnhildi alla miðviku-
daga. „Þetta er ótrúlega
skemmtilegt,“ segir Áslaug og hin
taka undir. „Við erum mjög hepp-
in að hafa hana Hrafnhildi. Hún er
frábær listamaður og líka svo þol-
inmóð. Ekki spillir að hér ríkir
mjög góður andi og okkur kemur
svo vel saman,“ sögðu þau að lok-
um og héldu áfram við iðju sína,
en auk þess að vera að vinna muni
fyrir sýninguna í maí sögðust þau
gefa mikið af handverki sínu í
ýmsar tækifærisgjafir.
Hrafnhildur Gróa Atladóttir heldur sýningu og leiðbeinir í starfi eldri borgara
Handverk með fornum aðferðum
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Guðmundur Maríasson og Áslaug Hilmarsdóttir voru langt komin með
könnurnar sínar en við gerð þeirra nota þau gömlu aðferðirnar. Bak við
þau sést Elín Þórðardóttir sem var að búa sig undir næsta verk.
Hljóðfærin hennar Hrafnhildar hafa vakið mikla lukku sýningargesta.
Reykjanesbær
KOSNINGASKRIFSTOFA Fram-
sóknarflokksins í Reykjanesbæ
verður í Framsóknarhúsinu, Hafn-
argötu 62 í Keflavík. Skrifstofan
verður opnuð í dag klukkan 17 og
eru bæjarbúar boðnir velkomnir, að
því er fram kemur í frétt frá flokkn-
um.
Framsóknar-
menn opna
skrifstofu
Reykjanesbær
MARÍA Anna Eiríksdóttir hrepps-
nefndarmaður skipar fyrsta sætið á
lista sjálfstæðismanna og annarra
frjálslyndra kjós-
enda, H-listan-
um, í Gerða-
hreppi við
komandi sveitar-
stjórnarkosning-
ar. Nýr fram-
bjóðandi,
Hrafnhildur S.
Sigurðardóttir,
er í öðru sætinu
og Finnbogi
Björnsson, fyrr-
verandi oddviti, skipar það þriðja.
Fái H-listinn nægilegt fylgi mun
verða leitað eftir því við Ellert Ei-
ríksson, sem lætur af störfum bæj-
arstjóra Reykjanesbæjar í sumar,
að hann taki að sér starf sveit-
arstjóra í Garði á nýjan leik.
H-listinn á nú tvo hreppsnefnd-
armenn af sjö og er í minnihluta,
Finnboga Björnsson, sem verið
hefur í hreppsnefnd í 23 ár og Mar-
íu Önnu Eiríksdóttur, sem þar hef-
ur setið í 8 ár. Við næstu kosningar
verður listinn þannig skipaður: 1.
María Anna Eiríksdóttir sjúkraliði,
2. Hrafnhildur S. Sigurðardóttir af-
greiðslustjóri, 3. Finnbogi Björns-
son framkvæmdastjóri, 4. Árni
Árnason stjórnmálafræðinemi, 5.
Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, 6.
Laufey Erlendsdótttir íþróttakenn-
ari, 7. Magnús Torfason vörubif-
reiðastjóri, 8. Þorsteinn Jóhanns-
son verkstjóri, 9. Guðmundur
Einarsson afgreiðslumaður, 10.
Ingvar Jón Gissurarson bifvéla-
virki, 11. Björgvin Þ. Björgvinsson
rafvirkjanemi, 12. Karl Njálsson
forstjóri, 13. Dagmar Árnadóttir
húsmóðir og 14. Þorvaldur Hall-
dórsson útgerðarmaður.
Vilja Ellert sem sveitarstjóra
H-listinn mun beita sér fyrir
framgangi í menntamálum í Garð-
inum, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu, ljúka við bygg-
ingar við Gerðaskóla og íbúða fyrir
aldraða, endurskoða þarfir leik-
skólans Gefnarborgar, huga að um-
hverfismálum, endurnýja götur og
leggja slitlag. Ekki síst mun verða
lögð mikil áhersla á að ljúka gang-
stéttum og auka þannig öryggi íbú-
anna og bæta um leið útlit byggð-
arlagsins. Fram kemur að mikil
verkefni bíða Garðmanna í frá-
veitumálum og að lögð verði
áhersla á að ná á ný sambandi við
atvinnulífið og efla íþrótta- og
heilsuræktariðkun yngri og eldri
íbúa.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að forystumenn listans hafi rætt
við Ellert Eiríksson, fráfarandi
bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um
að koma til starfa sem sveitarstjóri
í Garðinum, en því starfi gegndi
hann um átta ára skeið, áður en
hann var ráðinn bæjarstjóri í
Keflavík. Tilgangur þess er að nýta
sem best fjármagn hreppsins enda
hafi Ellert sýnt trausta fram-
kvæmda- og fjármálastjórn. „H-
listinn mun því, fái hann til þess
nægilegt fylgi, leita eftir því að
ráða Ellert og mun það verða
heillaákvörðun fyrir byggðarlagið
og íbúa þess,“ segir í tilkynningu
listans.
María Anna skip-
ar efsta sætið
Garður
H-listinn vill Ellert sem sveitarstjóra
Anna María
Einarsdóttir
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis
hefur ítrekað áskorun sína til
Landsbanka Íslands um að
lengja aftur afgreiðslutíma úti-
búsins á staðnum en jafnframt
ákveðið að óska eftir upplýsing-
um frá Sparisjóðnum í Kefla-
vík.
Fulltrúar bæjarstjórnar áttu
á dögunum í samskiptum við
Landsbankann þegar ákveðið
var að stytta afgreiðslutíma
útibúsins í Sandgerði. Málið
var tekið aftur upp á fundi bæj-
arstjórnar í vikunni, í ljósi
reynslunnar og þeirra upplýs-
inga sem nú liggja fyrir. Í bók-
un bæjarstjórnar er það harm-
að að ekki skuli vera komið
meira til móts við þær almennu
óskir bæjarbúa og bæjarstjórn-
ar að hafa opið frá til dæmis
klukkan 9 til 16 alla daga vik-
unnar, það sé lágmarksaf-
greiðslutími að mati bæjar-
stjórnar. Jafnframt er minnt á
skyldur sem bankinn hafi tekið
á sig við að gegna almennri
póstþjónustu í bæjarfélaginu.
Bókað er að í ljósi framkom-
inna upplýsinga og reynslunn-
ar af skertri þjónustu „skorar
bæjarstjórn enn á Landsbanka
Íslands að endurskoða af-
greiðslutíma bankans nú þeg-
ar.“
Bæjarstjóra var falið að
ræða við Íslandspóst hf. um
breytingar á þjónustu og kalla
eftir upplýsingum frá Spari-
sjóðnum í Keflavík en á aðal-
fundi hans á dögunum kom
fram að hugsanlegt væri að
opna afgreiðslu í Sandgerði ef
réttar aðstæður sköpuðust til
þess.
Ítreka
áskorun
til Lands-
bankans
Sandgerði
ÞÆR Kristjana Helgadóttir og
Berglind María Tómasdóttir, flautu-
leikarar, og Júlíana Rún Indriða-
dóttir, píanóleikari, ætla að herja á
landsbyggðina með fjölbreyttri tón-
listardagskrá og fyrstir fá Sand-
gerðingar að njóta hæfileika þeirra.
Tónleikarnir verða í Safnaðarheim-
ilinu í Sandgerði í kvöld og hefjast
kl. 20.
„Dagskráin er efnismikil og
skemmtileg og um klukkustund að
lengd,“ segir Berglind. „Okkur
langaði að setja saman dagskrá sem
er áheyrileg. Það er mjög gaman að
spila þessi verk og þá vonandi gam-
an að hlusta líka! Við höfum spilað
talsvert saman, en við höfum aldrei
áður spilað þrjár saman í einu.“
Fyrst munu þær leika verk eftir
J. S. Bach, Tríósónötu fyrir tvær
flautur og fylgirödd, þá Dialogo
angelico, fyrir tvær flautur eftir G.
Petrassi, síðan leika þær Tríó ungu
Ísmaelítanna eftir Berlioz. Eftir hlé
leika þær Kristjana og Berglind sitt
einleiksverkið hvor ásamt Júliönu
en tónleikadagskráin endar með
verki eftir Roussel.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en
500 krónur fyrir námsfólk og ellilíf-
eyrisþega.
Fjölbreyttir tón-
leikar í kvöld
Morgunblaðið/RAX
Kristjana, Berglind og Júlíana æfa fyrir tónleikana í Safnaðarheimilinu.
Sandgerði
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar
samþykkti á fundi sínum í gær að
veita Hnefaleikafélagi Reykjaness
styrk að fjárhæð 1,3 milljónir kr.
til kaupa á færanlegum hnefa-
leikahring.
Hnefaleikafélag Reykjaness
hafði óskað eftir aðstoð Reykja-
nesbæjar. Tillaga um stuðninginn
var samþykkt með þremur at-
kvæðum meirihlutans í bæjarráði
en fulltrúar Samfylkingarinnar
sátu hjá.
Jóhann Geirdal, oddviti minni-
hlutans, lét bóka að hann lýsti
undrun sinni á ákvörðun meiri-
hlutans sem hann sagði geðþótta-
ákvörðun og algjörlega á skjön
við þær vinnuhefðir sem ríkt
hefðu. Kristmundur Ásmundsson
taldi að Tómstunda- og íþróttaráð
hefði átt að fjalla um málið.
Bærinn kaup-
ir boxhring
Reykjanesbær
♦ ♦ ♦