Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 63 LIÐ framreiðslu- og matreiðslu- nema hélt til Helsinki í gær að taka þátt í keppni norrænna nema í við- komandi greinum sem stendur 12.- 14. apríl. Liðið hefur æft stíft und- anfarna mánuði að sögn þjálfara hópsins, Smára V. Sæbjörnssonar og Evu Þorsteinsdóttur. „Íslensku nemarnir hafa staðið sig með sóma í þessari keppni frá upphafi. Þeir hafa borið sigur úr býtum fjórum sinnum og segja má að þar fyrir ut- an hafi þeir verið áskrifendur að öðru til þriðja sæti,“ segja þau. Lið- ið skipa tveir framreiðslunemar og tveir matreiðslunemar sem báru sigur úr býtum í keppni fram- reiðslu- og matreiðslunema ársins. Næsta keppni framreiðslu- og mat- reiðslunema hérlendis verður hald- in á sýningunni Matur 2002 og munu sigurvegarar í henni keppa í norrænu nemakeppninni á næsta ári, að sögn aðstandenda. Morgunblaðið/Kristinn Landsliðið ásamt þjálfurum sínum. Talið frá vinstri; Snæbjörn Árnason, Smári V. Sæbjörnsson, Daníel Ingi Jóhannsson, Sigurður Rúnar Ás- geirsson, Ingvar Rafn Þorvaldsson og Eva Þorsteinsdóttir. Keppa í framreiðslu og matreiðslu í Helsinki NÁMSKEIÐIÐ Heilsa og starfs- frami – áhrif álags í starfi og kyn- bundnir erfiðleikar verður haldið hjá Endurmenntun HÍ 23. og 24. apríl. Fjallað verður um mismun á álagsþoli kynja, streitu hjá heil- brigðisstarfsfólki, konur í forystu í læknastétt, hjón á framabraut og lík- amleg, geðræn og sálfélagsleg áhrif tíðahvarfa. Einnig um ofbeldi gegn konum og kynjamun hjá þeim sem veikjast á geði. Aðalfyrirlesarar eru Carole C. Nadelson prófessor í geðlækningum við Harvard Medical School í Boston og Donna E. Stewart prófesssor í fjölskyldu- og samfélagslækningum við Háskólann í Toronto. Umsjón með námskeiðinu hafa geðlæknarnir Halldóra Ólafsdóttir, Helga Hannes- dóttir og Sigurlaug M. Karlsdóttir. Frekari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er einnig hægt að skrá sig, segir í fréttatilkynningu. Kynbund- inn heilsu- vandi og starfsframi HIN árlega taílenska Song Kran-árshátíð verður haldinn í veitingahúsi Glæsibæjar laug- ardaginn 13. apríl og verður húsið opnað kl. 19. Sýndir verða taílenskir dans- ar og fegurðardrottning Song Kran-hátíðarinnar verður krýnd. Taílenskur matur verð- ur borinn fram kl. 20 og er hann matreiddur af taílenskum kokkum. Verð er 2.500 kr. Allir áhuga- menn um Taíland og taílenska menningu velkomnir, segir í frétt frá Taílensk-íslenska fé- laginu. Taílensk Song Kran-árshátíð Á FUNDi hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á Akranesi 8. apríl sl. var samþykktur framboðslisti fyr- ir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí. Listann skipa: 1. Halla Ingi- björg Guðmundsdóttir kennari. 2. Hermann V. Guðmundsson formað- ur Sveinafélags málmiðnaðarmanna. 3. Hjördís Árnadóttir félagsráðgjafi. 4. Gunnlaugur Haraldsson fornleifa- og þjóðháttafræðingur. 5. Jóhannes Helgason lífeðlisfræðingur. 6. Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir félagsráð- gjafi. 7. Hjördís Garðarsdóttir starfsstúlka. 8. Sigurður Þengilsson vélfræðingur. 9. Birna Gunnlaugs- dóttir kennari. 10. Magnús Vagn Benediktsson kennari. 11. Anna Björgvinsdóttir nemi. 12. Árni Bragason verkamaður. 13. Ragn- heiður Þorgrímsdóttir félagsfræð- ingur og kennari. 14. Jón Jónsson verkamaður. 15. Guðmundur Þor- grímsson kennari. 16. Jón Hjartar- son hárskeri. 17. Ásdís Ríkarðsdóttir píanókennari. 18. Benedikt Sigurðs- son fv. kennari. Listi VG á Akranesi MÁLVERKI eftir Tolla var stolið frá fyrirtæki í Reykjavík nýlega. Verkið er málað með olíulitum og er um það bil 100 x 300 sm að stærð. Þeir sem hafa upplýsingar um verkið eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykja- vík Verki eftir Tolla stolið FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag- anna í Mosfellsbæ samþykkti á aðal- fundi sínum hinn 23. febrúar síðast- liðinn tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins til sveitar- stjórnarkosninga 2002. Efstu fjórir menn á lista flokksins hlutu bindandi kosningu í prófkjöri sem fram fór hinn 9. febrúar sl. Hákon Björnsson, fráfarandi oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, skipar heiðurssæti listans þ.e. 14. sætið. Aðrir fram- bjóðendur á listanum tóku þátt í prófkjörinu. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ eru því eftirfarandi fulltrúar: 1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir skóla- stjóri, 2. Haraldur Sverrisson rekstrarstjóri, 3. Herdís Sigurjóns- dóttir neyðarvarnarfulltrúi, 4. haf- steinn Pálsson verkfræðingur, 5. Klara Sigurðardóttir bókari, 6. Pét- ur Berg Matthíasson stjórnmála- fræðinemi, 7. Bjarki Sigurðsson, sölu- og þjónustufulltrúi, 8. Bryndís Haraldsdóttir verkefnis- stjóri, 9. Ólafur G. Matthíasson sölu- fulltrúi, 10. Guðmundur S. Pétursson gæðastjóri, 11. Gylfi Guðjónsson ökukennari, 12. Hafdís Rut Rudolfs- dóttir sölustjóri, 13. Haraldur H. Guðjónsson bifreiðarstjóri og 14. Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri. Listi sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ FRAMBOÐSLISTI Álftaneshreyf- ingarinnar var kynntur nýlega og samþykktur á fundi. Álftaneshreyfingin er sameigin- legt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs og tvennra samtaka óflokksbundinna einstaklinga, Álftaneslistans og Hagsmunasamtaka Bessastaða- hrepps. Þessir aðilar telja breytinga þörf á stjórn sveitarfélagsins og hafa ákveðið að vinna sameiginlega að breyttri forgangsröðun verkefna, bættu sveitarfélagi og betra mannlífi í takt við einstakt umhverfi hrepps- ins. Framboðslistann skipa: 1. Sigurð- ur Magnússon myndlistamaður, VG, 2. Kristján Sveinbjörnsson rafverk- taki, Sf, 3. Þorgerður Elín Brynjólfs- dóttir kennaranemi, F, 4. Júlíus K. Björnsson sálfræðingur, Óh, 5. Jó- hanna Rútsdóttir kennari, VG, 6. Bragi Sigurvinsson starfsmaður um- ferðarráðs, Sf, 7. Sveinbjörn I. Bald- vinsson rithöfundur, Óh, 8. Sigur- björn Rafn Úlfarsson heimspekingur, F, 9. Eygló Inga- dóttir hjúkrunarfræðingur, Sf, 10. Kjartan Atli Kjartansson nemi í FG, Sf, 11. Jóhanna Aradóttir viðskipta- fræðinemi, Óh, 12. Jón Breiðfjörð Höskuldsson aðstoðardeildarstjóri, F, 13. Kristín Norðdahl lektor í nátt- úrufræði, Óh, og 14. Sigtryggur Jónsson yfirsálfræðingur, VG. Listi Álftanes- hreyfingarinnar FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum við bæj- arstjórnarkosningarnar 25. maí. Listann skipa: 1. Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri, 2. Arnar Sigur- mundsson framkvæmdastjóri, 3. Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður, 4. Elliði Vignisson framhaldsskóla- kennari, 5. Elsa Valgeirsdóttir fram- kvæmdastjóri, 6. Helgi Bragason lögfræðingur, 7. Bergþóra Þórhalls- dóttir kennari, 8. Helga B. Ólafsdótt- ir leikskólakennari, 9. Stefán B. Friðriksson viðskiptafræðingur, 10. Andrés Þ. Sigurðsson skipstjóri, 11. Guðbjörg Matthíasdóttir húsmóðir, 12. Stefán Þ. Lúðvíksson blikksmið- ur, 13. Héðinn Þorkelsson fram- haldsskólanemi og 14. Kristjana Þorfinnsdóttir húsmóðir. Listi Sjálfstæð- isflokksins í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Á FUNDI 9. apríl sl. í Rein á Akra- nesi var Akraneslistinn – listi Sam- fylkingarinnar á Akranesi borinn upp og samþykktur samhljóða. Listinn er þannig skipaður: 1. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar Akraness, 2. Kristján Sveinsson bæjarfulltrúi, 3. Ágústa Friðriksdóttir bæjarfulltrúi, 4. Hjördís Hjartardóttir grunnskóla- kennari, 5. Björn Guðmundsson húsasmiður, 6. Sigurður Pétur Svan- bergsson iðnverkamaður, 7. Heiðrún Janusardóttir leiðbeinandi, 8. Reyn- ir Leósson háskólanemi, 9. Hannes Frímann Sigurðsson tæknifræðing- ur, 10. Anna Margrét Tómasdóttir tómstundafulltrúi, 11. Geir Guðjóns- son iðnaðarverkfræðinemi, 12. Sig- rún Ríkharðsdóttir bankastarfsmað- ur, 13. Ómar Freyr Sigurbjörnsson nemi, 14. Bryndís Tryggvadóttir verslunarmaður, 15. Júlíana Viðars- dóttir nemi, 16. Guðbjartur Hannes- son skólastjóri, 17. Inga Sigurðar- dóttir bæjarfulltrúi og 18. Björn Jónsson fyrrverandi prófastur. Akraneslistinn samþykktur ALÞJÓÐA Sam-Frímúrarareglan „Le Droit Humain“ hefur nýlega undirritað samvinnu- og sam- starfssamning við tvær aðrar frí- múrarareglur, Grand Orient de France og Grande Loge de France. Samtals eru í þessum þremur reglum liðlega 100 þúsund meðlimir og starfa í meira en 70 löndum. Af þessu tilefni efnir Sam-Frí- múrarareglan til almenns kynning- arfundar í húsakynnum reglunnar á Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi, sunnudaginn 14. apríl kl. 16. Á fundinum mun Njörður P. Njarðvík, stórmeistari Sam-Frí- múrarareglunnar, kynna störf frí- múrara almennt, sögu þeirra, táknfræði, hugsjónir og heimspeki, og Alþjóða Sam-Frímúrararegluna sérstaklega. Hann mun einnig svara spurningum fundarmanna. Öllum er heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyfir, segir í fréttatilkynningu. Alþjóða Sam-frímúr- arareglan Le Droit Humain Almennur kynn- ingarfundur um helgina FÉLAG eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir fræðslufundi um ým- islegt sem varðar heilsu og hamingju eldri borgara laugardaginn 13. apríl kl. 13.30 í félagsheimili Félags eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ. Fyrirlestur heldur Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjarta- verndar. Allir eru velkomnir. Að- gangseyrir er kr. 300, segir í frétt frá fræðslunefnd FEB. Heilsa og ham- ingja á efri árum ÁÆTLUN á Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs breytist frá og með laugardeginum 13. apríl og verða ferðir á laugardögum færðar fram um eina og hálfa klukkustund. Landflutningar – Samskip tóku ákvörðun um að breyta áætluninni að ósk Eyjamanna og í samráði við bæjarstjórn Vestmannaeyja og Vegagerð ríkisins. Breytingin mætir þörf þeirra er flytja varning eða ferðast með skipinu á laug- ardögum, segir í fréttatilkynn- ingu. Eftir breytinguna fer ferjan frá Vestmannaeyjum klukkan 8.15 og frá Þorlákshöfn klukkan 12. Samkvæmt vetraráætlun Herj- ólfs verða ferðir mánudaga til laugardaga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12. Á föstudögum er aukaferð frá Vestmannaeyjum kl. 16 og frá Þorlákshöfn kl. 19.30. Á sunnu- dögum er farið frá Vestmanna- eyjum kl. 14 og frá Þorlákshöfn kl. 18. Breytingar á laugardags- ferðum Herjólfs DREGINN verður út stærsti fimm- faldi vinningur í lottóinu frá upphafi laugardaginn 13. apríl. Síðast var fyrsti vinningur fimm- faldur í september 2001 og nam þá vinningsupphæðin 24 milljónum króna. Þá var aðeins einn vinnings- hafi með allar tölur réttar. Nú stefnir í metpott eða 30 milljónir króna. Síðasti fimmfaldi vinningur- inn kom upp á miða sem var keypt- ur í Toppmyndum, Hólagarði í Breiðholti. Lokað verður fyrir sölu á Lottó- miðum kl. 18.40 á laugardaginn, segir í fréttatilkynningu. Stærsti fimmfaldi vinning- urinn frá upphafi í Lottó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.