Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 23 AL-Qaeda, hryðjuverkasamtök Sádí- Arabans Osama bin Ladens, hafa lýst sig ábyrg fyrir tilræðinu við Mo- hammad Qassim Fahim, varnar- málaráðherra Afganistans, fyrr í vikunni. Dag- blaðið al-Hayat, sem gefið er út á arabísku í Bret- landi, greindi frá þessu í gær. Fulltrúar al- Hayat, sem er í eigu Sádí-Araba, sögðu talsmann al-Qaeda hafa hringt á skrifstofur blaðsins í Islamabad í Pakistan til að lýsa tilræðinu á hend- ur sér. Mun talsmaðurinn hafa heitið frekari aðgerðum gegn erlendum hermönnum, sem eru í Afganistan, og þeim Afgönum sem ljá þeim lið- sinni. Fjórir menn biðu bana og fimmtíu særðust í tilræðinu á mánudag en það átti sér stað nærri borginni Jalalabad í Austur-Afganistan. Afganska lög- reglan hefur handtekið nokkurn hóp manna en enginn hefur verið ákærð- ur fyrir verknaðinn. Á þriðjudag hafði al-Hayat sagt frá því að blaðinu hefði borist yfirlýsing frá al-Qaeda þar sem fullyrt var að bin Laden væri á lífi og í fullu fjöri og að hann legði nú á ráðin um frekari hryðjuverk. Nokkur undiralda virðist nú vera í Afganistan en auk tilræðisins við varnarmálaráðherrann var Afgani, sem vinnur hjá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, myrtur í borginni Mazar-e- Sharif í vikunni. Hafa árásir á starfs- menn alþjóðastofnana færst nokkuð í aukana að undanförnu og lýsti Lak- hdar Brahimi, sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Afganistan, áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar í gær. Þá fundu afgönsk yfirvöld mikið magn kínverskra eldflauga í Kabúl í gær en skammt er síðan einni slíkri flaug var skotið að bækistöð alþjóð- lega friðargæsluliðsins í Kabúl. Tilræðið við varnarmálaráðherra Afganistans Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð Dubai, Kabúl. AFP. Mohammad Fahim BANDARÍSKA endurskoðunarfyr- irtækið Andersen, sem m.a. sinnti endurskoðun og ráðgjöf fyrir orku- fyrirtækið Enron, er um það bil að komast að samkomulagi við sak- sóknara um að ekki verði hafin op- inber rannsókn á meintu glæpsam- legu atferli fyrirtækisins við störf þess fyrir Enron. Bandarískir fjöl- miðlar greindu frá þessu í gær. Að sögn fjölmiðlanna felur vænt- anlegt samkomulag í sér að Ander- sen viðurkennir að hafa með ólögleg- um hætti eyðilagt skjöl er tengdust Enron. Saksóknarar munu í staðinn fresta um nokkur ár að höfða mál á hendur fyrirtækinu og falla algjör- lega frá málshöfðun fremji fyrirtæk- ið ekki fleiri lögbrot. Andersen hefur orðið af fjölda við- skiptavina vegna gjaldþrots Enron og sagði nýlega upp sjö þúsund starfsmönnum. Í kjölfar gjaldþrotsins og upp- ljóstrana um meinta vafasama við- skiptahætti forráðamanna fyrirtæk- isins ber meirihluti bandarísks almennings nú minni virðingu fyrir viðskiptaforkólfum og framkvæmda- stjórum, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. 57% sögðu að á undanförn- um tuttugu árum hefði slaknað á þeim kröfum sem fyrirtæki gerðu og gildismati þeirra hefði hrakað. Andersen semur við saksóknara New York. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.