Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 23

Morgunblaðið - 12.04.2002, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 23 AL-Qaeda, hryðjuverkasamtök Sádí- Arabans Osama bin Ladens, hafa lýst sig ábyrg fyrir tilræðinu við Mo- hammad Qassim Fahim, varnar- málaráðherra Afganistans, fyrr í vikunni. Dag- blaðið al-Hayat, sem gefið er út á arabísku í Bret- landi, greindi frá þessu í gær. Fulltrúar al- Hayat, sem er í eigu Sádí-Araba, sögðu talsmann al-Qaeda hafa hringt á skrifstofur blaðsins í Islamabad í Pakistan til að lýsa tilræðinu á hend- ur sér. Mun talsmaðurinn hafa heitið frekari aðgerðum gegn erlendum hermönnum, sem eru í Afganistan, og þeim Afgönum sem ljá þeim lið- sinni. Fjórir menn biðu bana og fimmtíu særðust í tilræðinu á mánudag en það átti sér stað nærri borginni Jalalabad í Austur-Afganistan. Afganska lög- reglan hefur handtekið nokkurn hóp manna en enginn hefur verið ákærð- ur fyrir verknaðinn. Á þriðjudag hafði al-Hayat sagt frá því að blaðinu hefði borist yfirlýsing frá al-Qaeda þar sem fullyrt var að bin Laden væri á lífi og í fullu fjöri og að hann legði nú á ráðin um frekari hryðjuverk. Nokkur undiralda virðist nú vera í Afganistan en auk tilræðisins við varnarmálaráðherrann var Afgani, sem vinnur hjá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, myrtur í borginni Mazar-e- Sharif í vikunni. Hafa árásir á starfs- menn alþjóðastofnana færst nokkuð í aukana að undanförnu og lýsti Lak- hdar Brahimi, sendifulltrúi Samein- uðu þjóðanna í Afganistan, áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar í gær. Þá fundu afgönsk yfirvöld mikið magn kínverskra eldflauga í Kabúl í gær en skammt er síðan einni slíkri flaug var skotið að bækistöð alþjóð- lega friðargæsluliðsins í Kabúl. Tilræðið við varnarmálaráðherra Afganistans Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð Dubai, Kabúl. AFP. Mohammad Fahim BANDARÍSKA endurskoðunarfyr- irtækið Andersen, sem m.a. sinnti endurskoðun og ráðgjöf fyrir orku- fyrirtækið Enron, er um það bil að komast að samkomulagi við sak- sóknara um að ekki verði hafin op- inber rannsókn á meintu glæpsam- legu atferli fyrirtækisins við störf þess fyrir Enron. Bandarískir fjöl- miðlar greindu frá þessu í gær. Að sögn fjölmiðlanna felur vænt- anlegt samkomulag í sér að Ander- sen viðurkennir að hafa með ólögleg- um hætti eyðilagt skjöl er tengdust Enron. Saksóknarar munu í staðinn fresta um nokkur ár að höfða mál á hendur fyrirtækinu og falla algjör- lega frá málshöfðun fremji fyrirtæk- ið ekki fleiri lögbrot. Andersen hefur orðið af fjölda við- skiptavina vegna gjaldþrots Enron og sagði nýlega upp sjö þúsund starfsmönnum. Í kjölfar gjaldþrotsins og upp- ljóstrana um meinta vafasama við- skiptahætti forráðamanna fyrirtæk- isins ber meirihluti bandarísks almennings nú minni virðingu fyrir viðskiptaforkólfum og framkvæmda- stjórum, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. 57% sögðu að á undanförn- um tuttugu árum hefði slaknað á þeim kröfum sem fyrirtæki gerðu og gildismati þeirra hefði hrakað. Andersen semur við saksóknara New York. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.