Morgunblaðið - 12.04.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 33
MIÐBÆR Reykja-
víkur hefur á undan-
förnum árum átt undir
högg að sækja sem mið-
stöð verslunar, menn-
ingar og margvíslegrar
þjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu. Verslunum,
sem hafa árum saman
verið grundvöllur fjöl-
breytilegs mannlífs í
miðbænum, hefur
fækkað verulega. Þetta
sjá margir Íslendingar,
og jafnvel útlendingar
líka, og óttast að frekari
fækkun verslana í mið-
bænum muni draga úr
því fjöruga mannlífi
sem hann hefur lengi verið þekktur
fyrir.
Verslunin er forsenda
miðbæjarlífs
En hvernig stendur á þeim breyt-
ingum sem orðið hafa á miðbænum á
síðustu árum? Hnignun miðborgar er
ekki séríslensk þróun en víða erlend-
is hafa menn snúið vörn í sókn og lagt
áherslu á að styrkja miðborgarsvæði.
Er það viðurkennd staðreynd erlend-
is að forsendan fyrir öflugu miðbæj-
arlífi sé að hlúa að verslun og þjón-
ustu og tryggja þeim þannig góða
möguleika til að laða að fólk.
Hér í Reykjavík hafa borgaryfir-
völd hins vegar ekki enn áttað sig á
mikilvægi verslunarinnar fyrir
miðbæinn, því miður. Margar
ákvarðanir hafa verið teknar sem
hafa beinlínis bitnað á versluninni
þar og þannig á miðbænum í heild.
Flótti verslana og annarra fyrirtækja
í önnur hverfi ber því glöggt vitni. Og
eftir því sem verslunin hörfar sækir
önnur miður æskileg starfsemi á, t.d.
nektardansstaðir.
Allt að 200% hækkun
Bílastæðamál eru að margra dómi
sá málaflokkur sem einn og sér hefur
mest áhrif á starfsemi miðbæjarins.
Það er staðreynd að mikill meirihluti
borgarbúa notar bílinn
til að komast á milli
staða og því er miðbær-
inn afar viðkvæmur fyr-
ir öllum breytingum á
þessu sviði. Lengi vel
hafa stöðumælar verið
notaðir til að tryggja
góða nýtingu bílastæða
á svæðinu og viðhalda
ákveðnu rennsli. For-
sendan fyrir því að
þessi stefna gangi upp
er sú að stöðumæla-
gjöld og -sektir séu hóf-
leg og verði aldrei svo
há að þau beinlínis fæli
fólk úr miðbænum.
Lengi vel voru þessi
gjöld hófleg en á allra síðustu árum
hefur orðið gerbreyting. Gjöldin hafa
hækkað langt umfram almennt verð-
lag og eru fyrir löngu farin að fæla
fólk úr miðbænum. Flestir kaupmenn
á svæðinu eru sammála um að miklar
og síendurteknar hækkanir borgar-
yfirvalda á stöðumælagjöldum og
sektum séu versta dæmið um van-
hugsaðar aðgerðir stjórnvalda í mál-
efnum miðbæjarins á síðastliðnum
árum.
Með síðustu hækkunum borgar-
innar á gjaldskrá Bílastæðasjóðs í
fyrra var upphæð aukastöðugjalda
þrefölduð, hækkuð úr 500 krónum í
1.500 krónur. Sektir við stöðubrotum
hækkuðu úr 1.000 krónum í 2.500. Þá
urðu einnig stórfelldar hækkanir á
gjaldi í stöðumæla og miðamæla. Til
dæmis hækkaði gjald á dýrasta svæði
í Kvosinni og við Laugaveginn þannig
úr 50 krónum í 150 eða um 200%.
Margir kaupmenn í miðborginni
mótmæltu hækkununum á sínum
tíma og vöruðu við afleiðingunum.
Því miður kusu borgaryfirvöld að
virða þessar ábendingar að vettugi og
afleiðingarnar hafa nú þegar komið
fram í meiri flótta verslana og ann-
arra þjónustufyrirtækja í miðbænum
en áður hefur þekkst.
Nýleg ummæli borgarstjóra um að
hún sjái fyrir sér að miðbærinn hætti
að gegna hlutverki verslunarhverfis
en verði þess í stað skemmtanahverfi
eða mannlífsmiðstöð vekja ugg um að
enn muni stefna á verri veg fyrir
miðbæinn. Það er a.m.k. ljóst að nú-
verandi stefna borgaryfirvalda í bíla-
stæðamálum er andsnúin verslun og
þjónustu og til þess fallin að hlaða
undir miður geðslega starfsemi í mið-
bænum.
Stöðumælar
og miðbærinn
Andrés
Magnússon
Höfundur er varamaður í stjórn
Þróunarfélags miðborgarinnar.
Miðbærinn
Stefna borgaryfirvalda
í bílastæðamálum, segir
Andrés Magnússon, er
andsnúin verslun og
þjónustu.
SVO virðist sem nú í
haust verði hætt að
skoða gúmmíbjörgun-
arbáta á Ísafirði og
nokkrum öðrum helstu
útgerðarstöðum á
landsbyggðinni. Í stað-
inn á að skikka menn til
að senda bátana til
Hafnarfjarðar til skoð-
unar. Þetta er einhliða
ákvörðun dansks fyrir-
tækis, sem ber hið
enska nafn Viking Life-
Saving Equipment A/S.
Þetta danska fyrirtæki
hefur sett á stofn dótt-
urfélag á Íslandi, sem
ber nafnið Viking Life-
Saving Equipment Iceland ehf. og
hefur aðsetur í Hafnarfirði. Fyrir-
tækið hefur tilkynnt að skoðunar-
stöðvar víða um land verði sviptar
leyfum til skoðunar á Viking-bátum
og ætlar sér í staðinn að sitja að skoð-
un bátanna.
Í bréfi á ensku, sem þetta danska
fyrirtæki hefur sent Gúmmíbáta-
þjónustunni ehf. á Ísafirði og skoð-
unarstöðvunum í Vestmannaeyjum, í
Keflavík, á Akranesi og í Stykkis-
hólmi, er talað um
fækkun togara á Íslandi
í framtíðinni (!) og
fækkun björgunarbáta
hin síðustu ár á Íslandi
(!). Með þessar merki-
legu röksemdir að
vopni segir fyrirtækið
að ekki sé þörf fyrir
margar skoðunarstöðv-
ar á Íslandi. Síðan segir
í bréfinu til Gúmmí-
bátaþjónustunnar ehf. á
Ísafirði (í íslenskri þýð-
ingu):
,,Vegna þessa þykir
okkur miður að þurfa
að tilkynna þér að við
höfum ákveðið að VIK-
ING skoðunarleyfi nr. 405 mun renna
út 30. september 2002. Þegar leyfið
rennur út 30. september 2002 biðjum
við þig vinsamlegast að skila skoð-
unarleiðbeiningum, skoðunarstöðv-
arstimpli og innsiglisstöngum nr. 405
til VIKING Life-Saving Equipment
Iceland ehf. (VIKING Björgunar-
búnaður), Hvaleyrarbraut 27, 220
Hafnarfjörður, sem mun verða fram-
tíðar VIKING skoðunar- og sölumið-
stöð á Íslandi frá 1. júní 2002.“
Í ljósi þess að langflestir gúmmí-
björgunarbátar hérlendis eru frá
Viking er grundvellinum kippt undan
rekstri viðkomandi skoðunarstöðva.
Þær neyðast einfaldlega til að hætta
starfsemi. Af þeim 235 bátum sem
skoðaðir voru hjá Gúmmíbátaþjón-
ustunni á Ísafirði á síðasta ári voru
194 frá Viking eða um 83%. En þetta
er ekki aðeins aðför að skoðunar-
stöðvunum á Ísafirði og öðrum út-
gerðarstöðum, aðför sem gerð er í
krafti yfirburða markaðsstöðu, held-
ur er þetta líka aðför að öryggismál-
um sjómanna.
Þessu danska fyrirtæki kemur
ekkert við hversu margar skoðunar-
stöðvar eru á Íslandi, allra síst að það
sé þess umkomið að dæma flestar
þeirra úr leik. Sú fullyrðing (rök-
semd), að björgunarbátum hafi fækk-
að á undanförnum árum er einnig
röng. Þeim hefur þvert á móti fjölgað.
Bátar sem skoðaðir voru í þeim
skoðunarstöðvum, sem Viking ætlar
að drepa til að ná til sín viðskiptun-
um, voru samtals 999 árið 1999 en
voru 1.086 árið 2001. Fjölgun skoð-
aðra báta á Ísafirði er þó hlutfallslega
meiri. Þar voru 180 bátar skoðaðir ár-
ið 1999 en 235 árið 2001. Auk þess er
það ekki fjöldi bátanna sem skiptir
máli, heldur hagsmunir og öryggi
þeirra sem eiga líf sitt undir þeim.
Tvær skoðunarstöðvar á landinu
eru (a.m.k. í fyrstu lotu) undanþegn-
ar þessum bolabrögðum Viking-fyr-
irtækisins, þ.e. stöðvarnar á Akur-
eyri og í Neskaupstað. Þær virðast
eiga að lifa enn um sinn fyrir náð og
miskunn hins danska einokunarfyr-
irtækis. Að öðru leyti eru viðskipta-
þvinganir notaðar til þess að fyrir-
tækið geti sölsað undir sig eftirlit
með eigin söluvöru, sem auk þess
verður að telja fremur viðsjárverða
tilhögun.
Þegar að því kemur að senda verð-
ur alla björgunarbáta frá Vestfjörð-
um til Hafnarfjarðar til skoðunar
mun þjónustan versna til muna, auk
þess sem hún verður miklu dýrari. Í
staðinn fyrir hina ágætu og skjótu
þjónustu hjá Gúmmíbátaþjónustunni
ehf. á Ísafirði og öðrum hliðstæðum
stöðvum í öðrum útgerðarplássum
verður að flytja bátana með flutn-
ingabílum (eða flugvélum) til Hafn-
arfjarðar og til baka aftur, með þeirri
tímasóun og kostnaði sem því fylgir,
auk þess sem hætta er á að bátarnir
verði fyrir hnjaski og skemmdum í
þeim flutningum.
Fyrir hönd Smábátafélagsins Eld-
ingar á norðanverðum Vestfjörðum
mótmæli ég því harðlega, að um-
ræddu fyrirtæki verði liðið að nota
markaðsráðandi stöðu sína til að
drepa þær skoðunarstöðvar sem nú
starfa með ágætum í íslenskum ver-
stöðvum. Ég skora á Samkeppnis-
stofnun, Siglingastofnun og sam-
gönguráðherra að grípa hér í
taumana. Tími danskrar einokunar á
Íslandi á að vera liðinn.
Afturganga
dönsku einok-
unarinnar
Guðmundur
Halldórsson
Viðskiptamál
Ég skora á Sam-
keppnisstofnun, Sigl-
ingastofnun og sam-
gönguráðherra , segir
Guðmundur Hall-
dórsson, að grípa hér í
taumana.
Höfundur er formaður Eldingar.
Vélskóli Íslands • Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Barkasuða Guðmundar • Celsus • Fálkinn • Framtak
Iðntæknistofnun • Sindrastál • SKF Kúlulega • STG Ísvélar
Securitas • Vit • Sparisjóður vélst.• Marel • Vökvakerfi hf
Vélstjórafél. Íslands • Skipatækni ehf • Vaki Dng • Samskip
Skeljungur • Hampiðjan • Sjógrunnur Mardata • Eimskip
Opið hús verður í Sjómannaskóla íslands laugadaginn 13. apríl kl. 13 til 17
Fjölbreytt dagsskrá verður í boði meðal annars:
Þyrla Landhelgisgæslunnar til sýnis og sýnir björgun úr björgunarbát
Björgunarsveitin Ársæll sýnir strandbjörgun.
Nemendur og kennarar sýna hluta af námsefni skólans
Þingeyingakórinn ásamt djassbandinu Smáaurunum skemmta
Eftirtalin fyrirtæki kynna starfsemi sýna á staðnum:
LÖGÐ hefur verið
fram á Alþingi þings-
ályktunartillaga um
aðild Íslands að
Kyoto-bókuninni um
„loftslagsbreytingar“
Í þingsályktunartil-
lögunni stendur:
„Meðalhiti á jörð-
inni hefur hækkað um
0,6° á síðustu hundrað
árum og er hluti
þeirrar hækkunar
rekjanlegur til auk-
inna gróðurhúsaáhrifa
af manna völdum…“
Þetta er röng full-
yrðing. Meðalhiti
jarðar hækkaði ekki á
„síðustu hundrað árum“ heldur
hækkaði hann fyrir 60–80 árum,
milli 1920–1940. Síðan kólnaði og
er enn fram á okkar dag kaldara
en varð um 1940. Að fullyrða að
hitunin síðustu hundrað árin (sem
í raun varð fyrir 60–80 árum) sé að
hluta af manna völdum er rangt,
enda var koltvísýringsútblástur
manna, þegar sú hitnun varð, að-
eins 1/6 af því sem nú er. Aukn-
ingin í meðalhita jarðar (sem hér á
Íslandi kom fram á árunum 1919–
1941) var af því að styrkur sól-
argeisla jókst, ekki af völdum
manna.
Í þingsályktunartillögunni segir:
„…Styrkur þeirra lofttegunda
sem valda gróðurhúsaáhrifum hef-
ur hins vegar aukist verulega í
andrúmsloftinu. Þessi aukning á
að miklu leyti rætur að rekja til
mannlegra athafna, einkum til
bruna á jarðefnaeldsneyti…“
Þessi fullyrðing er ósönnuð.
Vöxtur koltvísýrings í
lofthjúpnum, eftir að
Litlu ísöldinni (sem
hérlendis var frá um
1200–1900) lauk, gæti
að hluta verið eðlileg
aukning sem sam-
kvæmt jarðsögunni
fylgir í kjölfar lofts-
lagshitnunar eins og
varð 1920–1940.
Bruni jarðefnaelds-
neytis gefur af sér
koltvísýring, sem í
þingsályktunartillög-
unni er kölluð gróð-
urhúsalofttegund, en
hefur þó frekar lítil
gróðurhúsaáhrif, en er aftur á
móti grunnnæring gróðurs, hann
tekur upp koltvísýringinn með
margföldum hraða á við það sem
mennirnir blása út. Loftrakinn,
þ.m.t. skýjafarið, stjórnar að
mestu gróðurhúsaáhrifunum í loft-
hjúpnum.
Síðan segir í þingsályktunartil-
lögunni: „IPCC (milliríkjanefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar) hefur lagt mat á hugs-
anlega þróun … til næstu alda-
móta…“ …„sterkar líkur eru á því
að áfram muni hlýna á jörðinni…
og verður sú hlýnun á bilinu 1,4–
5,2° næstu hundrað árin…“
...„Slíkar breytingar hefðu í för
með sér þurrka, hærra yfirborð
sjávar“…
Hér er rangfært að „áfram“
muni hlýna þar eð kólnað hefur frá
um 1940. Hlýnunin sem hér er
spáð er ekki byggð á neinum
áreiðanlegum staðreyndum eða
vísindaniðurstöðum, og hafa meira
en áratugsgamlar spár nefndar-
innar ekki staðist hingað til. En ef
af yrði yrði hitastigið nálægt því
sem það var á mesta góðæristíma
hlýindaskeiðsins (sem hófst fyrir
um 10.000 árum). Ósannað er
hvort þurkar muni aukast eða
sjávaryfirborð hækka, þvert á
móti gætu eyðimerkur gróið upp,
eins og hluti Sahara á góðæristím-
anum áðurnefnda. Hér er því um
ógrundaða spá að ræða sem getur
gefið villandi hugmyndir.
Þingsályktunartillagan hlýtur að
flokkast undir slæm mistök, það
væri háalvarlegt mál ef með vilja
væri verið að reyna að villa um
fyrir og blekkja Alþingi til þess að
samþykkja tillögu, sem gengur
gegn hagsmunum Íslendinga, með
rangfærslum og ógrunduðum
hræðsluspám.
Fjölmennustu ríki heims eru
fyrir utan Kyoto og helstu sam-
starfslönd Íslands í Regnhlífar-
hópnum, Bandaríkin og Ástralía,
hafa þegar hafnað Kyoto.
Alþingi blekkt
Friðrik
Daníelsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Kyoto
Það er háalvarlegt mál,
segir Friðrik Daníels-
son, verði Alþingi blekkt
með rangfærslum og
ógrunduðum hræðslu-
spám til að samþykkja
tillögu, sem gengur
gegn hagsmunum Ís-
lendinga.