Morgunblaðið - 12.04.2002, Side 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 63
LIÐ framreiðslu- og matreiðslu-
nema hélt til Helsinki í gær að taka
þátt í keppni norrænna nema í við-
komandi greinum sem stendur 12.-
14. apríl. Liðið hefur æft stíft und-
anfarna mánuði að sögn þjálfara
hópsins, Smára V. Sæbjörnssonar
og Evu Þorsteinsdóttur. „Íslensku
nemarnir hafa staðið sig með sóma
í þessari keppni frá upphafi. Þeir
hafa borið sigur úr býtum fjórum
sinnum og segja má að þar fyrir ut-
an hafi þeir verið áskrifendur að
öðru til þriðja sæti,“ segja þau. Lið-
ið skipa tveir framreiðslunemar og
tveir matreiðslunemar sem báru
sigur úr býtum í keppni fram-
reiðslu- og matreiðslunema ársins.
Næsta keppni framreiðslu- og mat-
reiðslunema hérlendis verður hald-
in á sýningunni Matur 2002 og
munu sigurvegarar í henni keppa í
norrænu nemakeppninni á næsta
ári, að sögn aðstandenda.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsliðið ásamt þjálfurum sínum. Talið frá vinstri; Snæbjörn Árnason,
Smári V. Sæbjörnsson, Daníel Ingi Jóhannsson, Sigurður Rúnar Ás-
geirsson, Ingvar Rafn Þorvaldsson og Eva Þorsteinsdóttir.
Keppa í framreiðslu og
matreiðslu í Helsinki
NÁMSKEIÐIÐ Heilsa og starfs-
frami – áhrif álags í starfi og kyn-
bundnir erfiðleikar verður haldið hjá
Endurmenntun HÍ 23. og 24. apríl.
Fjallað verður um mismun á
álagsþoli kynja, streitu hjá heil-
brigðisstarfsfólki, konur í forystu í
læknastétt, hjón á framabraut og lík-
amleg, geðræn og sálfélagsleg áhrif
tíðahvarfa. Einnig um ofbeldi gegn
konum og kynjamun hjá þeim sem
veikjast á geði.
Aðalfyrirlesarar eru Carole C.
Nadelson prófessor í geðlækningum
við Harvard Medical School í Boston
og Donna E. Stewart prófesssor í
fjölskyldu- og samfélagslækningum
við Háskólann í Toronto. Umsjón
með námskeiðinu hafa geðlæknarnir
Halldóra Ólafsdóttir, Helga Hannes-
dóttir og Sigurlaug M. Karlsdóttir.
Frekari upplýsingar um dagskrá
námskeiðsins eru á vefsíðunni
www.endurmenntun.is og þar er
einnig hægt að skrá sig, segir í
fréttatilkynningu.
Kynbund-
inn heilsu-
vandi og
starfsframi
HIN árlega taílenska Song
Kran-árshátíð verður haldinn í
veitingahúsi Glæsibæjar laug-
ardaginn 13. apríl og verður
húsið opnað kl. 19.
Sýndir verða taílenskir dans-
ar og fegurðardrottning Song
Kran-hátíðarinnar verður
krýnd. Taílenskur matur verð-
ur borinn fram kl. 20 og er hann
matreiddur af taílenskum
kokkum.
Verð er 2.500 kr. Allir áhuga-
menn um Taíland og taílenska
menningu velkomnir, segir í
frétt frá Taílensk-íslenska fé-
laginu.
Taílensk Song
Kran-árshátíð
Á FUNDi hjá Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði á Akranesi 8. apríl
sl. var samþykktur framboðslisti fyr-
ir sveitarstjórnarkosningarnar 25.
maí. Listann skipa: 1. Halla Ingi-
björg Guðmundsdóttir kennari. 2.
Hermann V. Guðmundsson formað-
ur Sveinafélags málmiðnaðarmanna.
3. Hjördís Árnadóttir félagsráðgjafi.
4. Gunnlaugur Haraldsson fornleifa-
og þjóðháttafræðingur. 5. Jóhannes
Helgason lífeðlisfræðingur. 6. Ólöf
Húnfjörð Samúelsdóttir félagsráð-
gjafi. 7. Hjördís Garðarsdóttir
starfsstúlka. 8. Sigurður Þengilsson
vélfræðingur. 9. Birna Gunnlaugs-
dóttir kennari. 10. Magnús Vagn
Benediktsson kennari. 11. Anna
Björgvinsdóttir nemi. 12. Árni
Bragason verkamaður. 13. Ragn-
heiður Þorgrímsdóttir félagsfræð-
ingur og kennari. 14. Jón Jónsson
verkamaður. 15. Guðmundur Þor-
grímsson kennari. 16. Jón Hjartar-
son hárskeri. 17. Ásdís Ríkarðsdóttir
píanókennari. 18. Benedikt Sigurðs-
son fv. kennari.
Listi VG
á Akranesi
MÁLVERKI eftir Tolla var stolið
frá fyrirtæki í Reykjavík nýlega.
Verkið er málað með olíulitum og
er um það bil 100 x 300 sm að stærð.
Þeir sem hafa upplýsingar um
verkið eru vinsamlegast beðnir að
snúa sér til lögreglunnar í Reykja-
vík
Verki eftir Tolla stolið
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna í Mosfellsbæ samþykkti á aðal-
fundi sínum hinn 23. febrúar síðast-
liðinn tillögu kjörnefndar um
framboðslista flokksins til sveitar-
stjórnarkosninga 2002. Efstu fjórir
menn á lista flokksins hlutu bindandi
kosningu í prófkjöri sem fram fór
hinn 9. febrúar sl. Hákon Björnsson,
fráfarandi oddviti sjálfstæðismanna
í Mosfellsbæ, skipar heiðurssæti
listans þ.e. 14. sætið. Aðrir fram-
bjóðendur á listanum tóku þátt í
prófkjörinu.
Á lista Sjálfstæðisflokksins í Mos-
fellsbæ eru því eftirfarandi fulltrúar:
1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir skóla-
stjóri, 2. Haraldur Sverrisson
rekstrarstjóri, 3. Herdís Sigurjóns-
dóttir neyðarvarnarfulltrúi, 4. haf-
steinn Pálsson verkfræðingur, 5.
Klara Sigurðardóttir bókari, 6. Pét-
ur Berg Matthíasson stjórnmála-
fræðinemi, 7. Bjarki Sigurðsson,
sölu- og þjónustufulltrúi, 8.
Bryndís Haraldsdóttir verkefnis-
stjóri, 9. Ólafur G. Matthíasson sölu-
fulltrúi, 10. Guðmundur S. Pétursson
gæðastjóri, 11. Gylfi Guðjónsson
ökukennari, 12. Hafdís Rut Rudolfs-
dóttir sölustjóri, 13. Haraldur H.
Guðjónsson bifreiðarstjóri og 14.
Hákon Björnsson framkvæmda-
stjóri.
Listi sjálfstæð-
ismanna
í Mosfellsbæ
FRAMBOÐSLISTI Álftaneshreyf-
ingarinnar var kynntur nýlega og
samþykktur á fundi.
Álftaneshreyfingin er sameigin-
legt framboð Framsóknarflokks,
Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs og
tvennra samtaka óflokksbundinna
einstaklinga, Álftaneslistans og
Hagsmunasamtaka Bessastaða-
hrepps.
Þessir aðilar telja breytinga þörf á
stjórn sveitarfélagsins og hafa
ákveðið að vinna sameiginlega að
breyttri forgangsröðun verkefna,
bættu sveitarfélagi og betra mannlífi
í takt við einstakt umhverfi hrepps-
ins.
Framboðslistann skipa: 1. Sigurð-
ur Magnússon myndlistamaður, VG,
2. Kristján Sveinbjörnsson rafverk-
taki, Sf, 3. Þorgerður Elín Brynjólfs-
dóttir kennaranemi, F, 4. Júlíus K.
Björnsson sálfræðingur, Óh, 5. Jó-
hanna Rútsdóttir kennari, VG, 6.
Bragi Sigurvinsson starfsmaður um-
ferðarráðs, Sf, 7. Sveinbjörn I. Bald-
vinsson rithöfundur, Óh, 8. Sigur-
björn Rafn Úlfarsson
heimspekingur, F, 9. Eygló Inga-
dóttir hjúkrunarfræðingur, Sf, 10.
Kjartan Atli Kjartansson nemi í FG,
Sf, 11. Jóhanna Aradóttir viðskipta-
fræðinemi, Óh, 12. Jón Breiðfjörð
Höskuldsson aðstoðardeildarstjóri,
F, 13. Kristín Norðdahl lektor í nátt-
úrufræði, Óh, og 14. Sigtryggur
Jónsson yfirsálfræðingur, VG.
Listi Álftanes-
hreyfingarinnar
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins í Vestmannaeyjum við bæj-
arstjórnarkosningarnar 25. maí.
Listann skipa: 1. Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri, 2. Arnar Sigur-
mundsson framkvæmdastjóri, 3.
Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður,
4. Elliði Vignisson framhaldsskóla-
kennari, 5. Elsa Valgeirsdóttir fram-
kvæmdastjóri, 6. Helgi Bragason
lögfræðingur, 7. Bergþóra Þórhalls-
dóttir kennari, 8. Helga B. Ólafsdótt-
ir leikskólakennari, 9. Stefán B.
Friðriksson viðskiptafræðingur, 10.
Andrés Þ. Sigurðsson skipstjóri, 11.
Guðbjörg Matthíasdóttir húsmóðir,
12. Stefán Þ. Lúðvíksson blikksmið-
ur, 13. Héðinn Þorkelsson fram-
haldsskólanemi og 14. Kristjana
Þorfinnsdóttir húsmóðir.
Listi Sjálfstæð-
isflokksins í
Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Á FUNDI 9. apríl sl. í Rein á Akra-
nesi var Akraneslistinn – listi Sam-
fylkingarinnar á Akranesi borinn
upp og samþykktur samhljóða.
Listinn er þannig skipaður: 1.
Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi,
forseti bæjarstjórnar Akraness, 2.
Kristján Sveinsson bæjarfulltrúi, 3.
Ágústa Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
4. Hjördís Hjartardóttir grunnskóla-
kennari, 5. Björn Guðmundsson
húsasmiður, 6. Sigurður Pétur Svan-
bergsson iðnverkamaður, 7. Heiðrún
Janusardóttir leiðbeinandi, 8. Reyn-
ir Leósson háskólanemi, 9. Hannes
Frímann Sigurðsson tæknifræðing-
ur, 10. Anna Margrét Tómasdóttir
tómstundafulltrúi, 11. Geir Guðjóns-
son iðnaðarverkfræðinemi, 12. Sig-
rún Ríkharðsdóttir bankastarfsmað-
ur, 13. Ómar Freyr Sigurbjörnsson
nemi, 14. Bryndís Tryggvadóttir
verslunarmaður, 15. Júlíana Viðars-
dóttir nemi, 16. Guðbjartur Hannes-
son skólastjóri, 17. Inga Sigurðar-
dóttir bæjarfulltrúi og 18. Björn
Jónsson fyrrverandi prófastur.
Akraneslistinn
samþykktur
ALÞJÓÐA Sam-Frímúrarareglan
„Le Droit Humain“ hefur nýlega
undirritað samvinnu- og sam-
starfssamning við tvær aðrar frí-
múrarareglur, Grand Orient de
France og Grande Loge de
France. Samtals eru í þessum
þremur reglum liðlega 100 þúsund
meðlimir og starfa í meira en 70
löndum.
Af þessu tilefni efnir Sam-Frí-
múrarareglan til almenns kynning-
arfundar í húsakynnum reglunnar
á Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi,
sunnudaginn 14. apríl kl. 16.
Á fundinum mun Njörður P.
Njarðvík, stórmeistari Sam-Frí-
múrarareglunnar, kynna störf frí-
múrara almennt, sögu þeirra,
táknfræði, hugsjónir og heimspeki,
og Alþjóða Sam-Frímúrararegluna
sérstaklega. Hann mun einnig
svara spurningum fundarmanna.
Öllum er heimill ókeypis að-
gangur meðan húsrúm leyfir, segir
í fréttatilkynningu.
Alþjóða Sam-frímúr-
arareglan Le
Droit Humain
Almennur kynn-
ingarfundur
um helgina
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík
stendur fyrir fræðslufundi um ým-
islegt sem varðar heilsu og hamingju
eldri borgara laugardaginn 13. apríl
kl. 13.30 í félagsheimili Félags eldri
borgara í Ásgarði, Glæsibæ.
Fyrirlestur heldur Vilmundur
Guðnason, forstöðulæknir Hjarta-
verndar. Allir eru velkomnir. Að-
gangseyrir er kr. 300, segir í frétt frá
fræðslunefnd FEB.
Heilsa og ham-
ingja á efri árum
ÁÆTLUN á Vestmannaeyjaferj-
unnar Herjólfs breytist frá og með
laugardeginum 13. apríl og verða
ferðir á laugardögum færðar fram
um eina og hálfa klukkustund.
Landflutningar – Samskip tóku
ákvörðun um að breyta áætluninni
að ósk Eyjamanna og í samráði við
bæjarstjórn Vestmannaeyja og
Vegagerð ríkisins. Breytingin
mætir þörf þeirra er flytja varning
eða ferðast með skipinu á laug-
ardögum, segir í fréttatilkynn-
ingu. Eftir breytinguna fer ferjan
frá Vestmannaeyjum klukkan 8.15
og frá Þorlákshöfn klukkan 12.
Samkvæmt vetraráætlun Herj-
ólfs verða ferðir mánudaga til
laugardaga frá Vestmannaeyjum
kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12.
Á föstudögum er aukaferð frá
Vestmannaeyjum kl. 16 og frá
Þorlákshöfn kl. 19.30. Á sunnu-
dögum er farið frá Vestmanna-
eyjum kl. 14 og frá Þorlákshöfn kl.
18.
Breytingar á laugardags-
ferðum Herjólfs
DREGINN verður út stærsti fimm-
faldi vinningur í lottóinu frá upphafi
laugardaginn 13. apríl.
Síðast var fyrsti vinningur fimm-
faldur í september 2001 og nam þá
vinningsupphæðin 24 milljónum
króna. Þá var aðeins einn vinnings-
hafi með allar tölur réttar. Nú
stefnir í metpott eða 30 milljónir
króna. Síðasti fimmfaldi vinningur-
inn kom upp á miða sem var keypt-
ur í Toppmyndum, Hólagarði í
Breiðholti.
Lokað verður fyrir sölu á Lottó-
miðum kl. 18.40 á laugardaginn,
segir í fréttatilkynningu.
Stærsti fimmfaldi vinning-
urinn frá upphafi í Lottó