Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI sjávarútvegsnefnd- ar Alþingis leggur til í nefndaráliti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða, verði samþykkt með nokkrum breytingum. Meginbreytingin sem kveðið er á um í frumvarpinu er að lagt verði veiðigjald á úthlutaðar veiðiheimildir og er gert ráð fyrir að gjaldtaka hefj- ist árið 2004. Meirihluti nefndarinnar styður veiðigjaldsákvæðin en leggur til ýmsar breytingar á öðrum ákvæð- um, þ. á m. að gerðar verði breyt- ingar á leyfilegri hámarksaflahlut- deild fiskiskipa í eigu einstakra aðila. ,,Meiri hlutinn telur að reynslan af því að lögbinda hámarksaflahlutdeild hafi haft áhrif og að fara beri varlega í breytingar á þeim mörkum sem lög- fest eru. Nefndin leggur því til að há- marksaflahlutdeild einstakra aðila í ýsu, ufsa og grálúðu verði 20%, en 35% í karfa. Frumvarpið hafði gert ráð fyrir að þessi hámarkskvótahlut- deild yrði 50%. Með þessu er gengið mun skemmra en lagt er til í frum- varpinu,“ segir í nefndaráliti meiri- hlutans. Úthlutun vegna byggðarlaga í vanda verði ótímabundin Einnig er lagt til að sú breyting sem gerð var á síðasta haustþingi og fól í sér að einungis væri heimilt að flytja 30% krókaaflamarks milli fisk- veiðiára falli brott. Telur meiri hlut- inn eðlilegt að sama regla gildi um flutning krókaaflamarks og afla- marks almennt. Þá eru lagðar til breytingar á bráðabirgðaákvæði sem gerir ráð fyrir að Byggðastofnun úthluti afla- heimildum sem nema alls 1.500 þorskígildislestum til og með fisk- veiðiárinu 2005/2006, en þær falli þá niður. Meirihluti nefndarinnar legg- ur til að þessum aflaheimildum verði úthlutað áfram og án tímatakmark- ana. Í nefndarálitinu segir að tilgang- urinn með þessari breytingu sé að treysta betur stöðu þeirra byggðar- laga sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Nefndar- meirihlutinn leggur einnig til breyt- ingar á gildistöku ákvæða frum- varpsins að öðru leyti en því að gildistaka veiðigjaldsins verði þó óbreytt frá því sem gert hefur verið ráð fyrir í frumvarpinu. Er lagt til að ákvæði 4. greinar um árlega úthlutun 1.500 þorskígildistonna í óslægðum botnfiski til skipa í byggðarlögum sem hafa lent í vanda taki gildi 1. september næstkomandi. Einnig verði ráðherra heimilt að höfðu sam- ráði við Byggðastofnun að úthluta á yfirstandandi fiskveiðiári allt að 500 þorskígildislestum af fyrrnefndum 1.500 þorskígildstonnum til skipa sem gerð eru út frá byggðarlögum sem talin verða í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi. Að áliti meirihlutans standa fulltrúar stjórnarflokkanna, Einar K. Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnars- son, Guðmundur Hallvarðsson, Sig- ríður Ingvarsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir en Hjálmar Árnason skrifar undir álitið með fyrirvara. Jóhann Ársælsson og Svanfríður Jónasdóttir, þingmenn Samfylking- arinnar, skila 1. minnihlutaáliti úr sjávarútvegsnefnd og leggja til að frumvarpið verði fellt. Segja þau ljóst orðið að engin innistæða sé fyrir öllu talinu um sátt um fiskveiði- stjórnkerfið. ,,Ríkisstjórnin og þingmeirihlut- inn á Alþingi hefur með þessu frum- varpi valið veiðigjaldsleið sem er ætl- að að verja sérréttindi kvótahafanna og það einokunarfyrirkomulag sem gildir í stað „fyrningarleiðar“ og sátta. Því veiðigjaldi sem lagt er til að upp verði tekið virðist vera ætlað að taka mið af afkomu greinarinnar. Ekkert tillit er þó tekið til verðmætis aflaheimildanna sem viðkomandi út- gerðarmenn fá,“ segir m.a. í áliti þeirra. Gagnrýna þau einstök ákvæði frumvarpsins harðlega, m.a. ákvæði og breytingartillögur nefndarmeiri- hlutans um árlega úthlutun 1.500 þorskígildistonna, sem verði varan- leg. ,,Hér eru á ferðinni tillögur sem lýsa vel áhrifum einkaeignarhaldsins sem gildir á veiðiréttinum. Hvert byggðarlagið á fætur öðru lendir í óvissu og vanda. Þá er hlaupið til með handstýrðar úthlutanir og aðgerðir sem eru jafnvel fundnar út með því að skoða stöðu og þarfir einstakra út- gerða. Þingmenn ríkisstjórnarflokk- anna lýsa sig andvíga kerfinu og harma afleiðingar þess en ríkis- stjórninni tekst ævinlega að kaupa einstaka þingmenn til stuðnings við óréttlátt kerfi sem mismunar ein- staklingum og byggðarlögum með hrossakaupum sem lýsa sér ágæt- lega í þeim tillögum sem hér er fjallað um,“ segja Jóhann og Svan- fríður m.a. í minnihlutaáliti sínu. Þau benda einnig á að í 6. gr. voru lagðar til miklar breytingar á leyfi- legri hámarksaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila. Meiri hlutinn dragi úr þessum áformum með breytingartillögum sínum og leggi til að hámarksaflahlutdeild einstakra aðila í ýsu, ufsa og grálúðu verði 20%, en 35% í karfa. ,,Frumvarpið hafði gert ráð fyrir að hámarkskvótahlut- deild yrði 50% í öllum þessum teg- undum. Eftir situr þess vegna tillaga um hækkun hámarkskvótahlutdeild- ar í karfa úr 20% upp í 35%, sem þýð- ir að þrjár útgerðir geta ráðið öllum karfastofnunum við landið, í ýsu á að hækka hámarkshutdeild úr 10% í 20% og í þorski úr 10% í 12%. Þá er hámark samanlagðrar aflahlutdeild- ar fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila hækkað úr 8% upp í 12%. Hér eru þrátt fyrir breytingartillögur meiri hlutans miklar breytingar á ferðinni sem greinilega er ætlað að greiða fyrir enn meiri samruna í sjávarútvegi,“ segir ennfremur í áliti Jóhanns og Svanfríðar. Átta eða níu fyrirtæki geta átt allan þorskstofninn Guðjón Kristjánsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins, skilar öðru minnihlutaáliti úr nefndinni. Segir hann frumvarp þetta ekki leysa vandamál sem samfara séu kvóta- braskkerfinu né geti orðið um það nein sátt. ,,Þessi veiðigjaldsleið er ófær, er þá betur heima setið en af stað farið,“ segir m.a. í nefndaráliti Guðjóns. Hann gagnrýnir m.a. að skv. frum- varpinu verði sum byggðaákvæði nú- verandi laga færð inn í lögin en önnur felld á brott. ,,Eignarheimildir eins aðila á hlutfalli úr fiskistofni eru hækkaðar um 20% í þorski, 100% í ýsu og 75% í karfa. Eftir þessa breyt- ingu, ef að lögum verður, geta átta eða níu fyrirtæki átt allan þorsk- stofninn, fimm fyrirtæki allan ýsu- stofninn og þrjú fyrirtæki allan karfastofninn. Varla leiðir það til aukinna sátta um fiskveiðistjórn,“ segir m.a. í minnihlutaáliti Guðjóns. Meirihluti sjávarútvegsnefndar mælir með samþykkt frumvarps um veiðigjald Tillaga um breytingar á hámarksaflahlutdeild Morgunblaðið/Golli Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana, enda styttist í þingfrestun. Á myndinni má sjá þingkonurnar Katrínu Fjeldsted, Jónínu Bjartmarz, Margréti Frímannsdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur ræðast við að lok- inni atkvæðagreiðslu á þingfundi í gær. ÞINGMENN gagnrýndu harðlega í upphafi þingfundar á Alþingi í gær uppsagnir átta starfsmanna Lands- síma Íslands hf. á Akureyri en átta starfsmönnum Símans var nýlega sagt upp störfum á Akureyri vegna hagræðingar í rekstri Símans að því er forsvarsmenn Símans hafa tjáð fjölmiðlum. Fram kom í máli eins þingmanns að mikil reiði væri meðal margra íbúa Akureyrar vegna þess hvernig staðið hefði verið að uppsögnunum og skoruðu margir þeir þingmenn sem til máls tóku á samgönguráð- herra, Sturlu Böðvarsson, að hann beitti sér fyrir því að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Þá óskaði einn þingmaður eftir því að sam- gönguráðherra „tæki til í yfirstjórn Landssíma Íslands,“ eins og hann orðaði það. Ekki væri gott fyrir fyr- irtæki, ekki síst því sem væri í eigu þjóðarinnar, að það bæri ekki virð- ingu fyrir starfsmönnum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra tók í mörgu undir gagnrýni þingmanna og sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði undir höndum hefði ekki verið staðið að uppsögnunum „eins og eðlilegt væri.“ Í máli ráðherra kom jafn- framt fram að stjórn Símans hefði ekki vitað af uppsögnunum en hann vænti þess að forstjóri fyrirtækis- ins, Óskar Jósefsson, gerði stjórn- inni strax grein fyrir því hvernig staðið hefði verið að þeim. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hóf umræðuna um málefni Símans í upphafi þingfundar í gær. „Hjá Símanum á Akureyri hafa að undanförnu átt sér stað upp- sagnir á fólki – að mestu leyti kon- um – á mjög hranalegan hátt ef marka má þær lýsingar sem maður fær af því sem þar hefur átt sér stað,“ sagði hann. „Hér er um að ræða miðaldra konur, sumar sem eiga mjög stutt í eftirlaun, um það bil fimm ár og þeim var gert að skrifa undir starfslokasamning kort- eri fyrir lok vinnudags.“ Óskaði hann eftir því að samgönguráðherra gerði þinginu grein fyrir því hvað væri að gerast hjá fyrirtækinu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra tók fram í upphafi máls síns að hann hefði ekki miklar upplýs- ingar um umræddar uppsagnir starfsmanna Símans. „En eins fram- göngu uppsagnanna er lýst m.a. í tölvupósti til mín í morgun (gær- morgun) tel ég augljóst að ekki hafi verið staðið að þeim málum eins og eðlilegt er og ekki viðunandi fram- ganga gagnvart viðkomandi starfs- mönnum ef rétt er. En hins vegar er það ljóst að það þarf að fara yfir málið og kynna sér það áður en ein- hverjir dómar eru felldir.“ Greindi ráðherra frá því að hann hefði m.a. fengið þær upplýsingar í gærmorg- un að verið væri að loka svokallaðri húslagnadeild Símans á Akureyri og færa verkefni hennar til rafverktaka á svæðinu. Síðan sagði ráðherra: „Stjórnin vissi ekkert af þessari breytingu, ég kynnti mér það í morgun (gærmorgun) og ég vænti þess að forstjóri fyrirtækisins geri stjórninni grein fyrir því á þessum degi hvers vegna staðið er að þess- um málum með þeim hætti sem gert er – sem ég tel að sé fjarri öllu lagi.“ Gert að ákveða örlög sín á nokkrum mínútum Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagðist telja að Síminn hefði nú eitthvað þarfara að gera eftir það sem á undan væri gengið en að segja upp starfsfólki á Akureyri með hranalegum hætti. „Traustum og góðum starfsmönnum með áratuga starfsreynslu að baki var stillt upp við vegg og þeim ætlað að ákveða ör- lög sín á fimm eða tíu mínútum rétt fyrir lokun vinnudags, þess sama dags og verið er að færa þeim þess- ar fréttir um að það hafi misst at- vinnuna.“ Fór hann því næst fram á það við samgönguráðherra að hann léti uppsagnirnar ganga til baka. „Og hæstvirtur samgönguráðherra á að grípa til fleygra orða og segja við þessa höfðingja sem þarna vél- uðu um: Svona gera menn ekki. Og láta þetta ganga til baka. Þeir geta ráðið þetta fólk aftur. Síminn hefur vel efni á því.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var einnig ómyrkur í máli. „Það er illur daunn af þessu máli,“ sagði hann. „Þarna er farið með ákaflega fruntalegum hætti að starfsfólki sem hefur starf- að við Símann áratugum saman og því gert að gera upp örlög sín á örfá- um mínútum. Svona gera menn ekki.“ Össur óskaði eftir því að ráð- herra beitti sér fyrir því að uppsögn- unum yrði þegar kippt til baka. Gífurleg reiði fyrir norðan Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagðist hafa verið á Akureyri um helgina og að þar hefði hann varla hitt nokkurn mann öðruvísi en að minnst hefði verið á það hvernig að málum hefði verið staðið við uppsagnir um- ræddra starfsmanna Símans. „Það er gífurleg reiði meðal manna vegna þess hvernig fram var komið við þær konur sem þarna misstu störf sín. Það er augljóst mál að þarna hafa menn gert gríðarleg mistök.“ Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og forseti Alþingis, þakkaði Árna Steinari fyrir að vekja athygli á þessum uppsögnum. „Ég átti í morgun tal við forstjóra Landssímans, Óskar Jósefsson, og hann sagði mér að það væri nú ein hæð auð í Landssímahúsinu á Ak- ureyri og það væri unnið markvisst að því að…taka þá hæð í notkun svo önnur starfsemi gæti orðið þar, þannig að hægt væri að flytja þang- að ný störf og með þeim hætti efla starfsemi Landssímans á Akureyri,“ sagði Halldór Blöndal og bætti því við að hann tæki undir áhyggjur manna varðandi þá starfsmenn sem misst hefðu vinnuna. Kvaðst hann vonast til þess að hægt yrði að vinna að því að þeir starfsmenn sem sagt hefði verið upp fengju aðra vinnu í staðinn jafnvel hjá Símanum ef svo bæri undir. Jón Bjarnason, þingmaður VG, varaði við þeirri leið að boðnir yrðu út einstakir þjónustuþættir Símans. Að lokum tók Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður VG, aftur til máls og kvaðst treysta því að sam- gönguráðherra kynnti sér málið og færi yfir það „af fullri hörku,“ eins og hann orðaði það. „Ég vil einnig beina þeim orðum til hæstvirts ráð- herra að hann skoði stjórnunarhætti hjá yfirmönnum fyrirtækisins vegna þess að það er eyðileggjandi fyrir hvert fyrirtæki að hafa yfirstjórn- endur sem bera ekki virðingu fyrir starfsmönnum, hverjir svo sem þeir eru.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að síðustu að hin nýja stjórn Símans legði ríka áherslu á trausta og öfluga starfsmannastefnu og hefði eins og fyrri stjórn lagt áherslu á að eiga góð samskipti við starfsfólkið. Hann sagðist hins veg- ar hafa hlustað á gagnrýni þing- mannanna og kvaðst meta það mik- ils að þeir bæru traust til þess að á næstunni verði tryggt að Síminn stæði að málum eins og eðlilegt mætti teljast. Þingmenn gagnrýna stjórnendur Landssímans vegna uppsagna átta starfsmanna á Akureyri Stjórninni ekki til- kynntar uppsagnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.