Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 12

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við Morgunblaðið að ellilíf- eyrir, sem Tryggingastofnun hefur greitt, hafi verið að lækka síðustu ár. Hann segir að stjórnvöld séu að þjóf- starta lífeyrissjóðakerfinu og á þá við að lífeyrissjóðirnir séu ekki enn farn- ir að greiða það háan ellilífeyri að hægt sé að draga saman greiðslur Tryggingastofnunar til aldraðra líkt og hann segir að gert hafi verið. Benedikt bendir á að könnun Gall- up nái til fólks á aldrinum 60–80 ára. Því sé um stóran hluta fólks að ræða sem enn sé á vinnumarkaði. Opinber- ar tölur um stöðu fólks á ellilífeyr- isaldri, 67 ára og eldri, sýni verri fjár- hagsstöðu en könnun Gallup. Meðaltekjur fólks á þeim aldri séu lægri og fleiri telji sín kjör vera kröpp. Hann bendir einnig á tölur frá miðju ári 2000 sem sýndu meðal- tekjur fólks, sem fær greitt úr al- mennu lífeyrissjóðunum, upp á rúm- ar 21 þúsund krónur á mánuði. Benedikt segir að sú niðurstaða í könnun Gallup sé sláandi, að 48% fólks á aldrinum 60–80 ára telji sig ekki hafa nægt fé til framfærslu. Of margir búa við kröpp kjör Óháð allri talnaspeki segir Bene- dikt það ljóst að kjör aldraðra á Ís- landi hafi farið versnandi og framlög hins opinbera til málaflokksins séu ekki í sama hlutfalli og hjá sambæri- legum þjóðum. „Það er auðvitað staðreynd að eitt- hvað af fólki býr við ágæt kjör en engum blandast hugur um að allt of margir á þessum aldri búa við of þröng kjör. Kjörin hafa verið að rýrna hlutfallslega miðað við almenn launakjör í landinu,“ segir Benedikt en í ræðu á ráðstefnu um fjármál eldri borgara á þriðjudag benti hann á að kaupmáttur lífeyrisgreiðslna hefði á síðustu árum vaxið hægar en kaupmáttur lágmarkslauna verka- fólks. Til að halda hlutfallinu óbreyttu frá árinu 1991 sagði Bene- dikt að lífeyrir og tekjutrygging þyrftu að hækka um 19%. Benedikt bendir jafnframt á að fjöldi fólks verði ekki kominn með full réttindi hjá lífeyrissjóðunum fyrr en eftir 15–20 ár. Þannig séu margar fullorðnar konur, sem komu seint út á vinnumarkaðinn og voru heima- vinnandi stóran hluta starfsævi sinn- ar, með lítil réttindi í lífeyrissjóði. Að sögn Benedikts eru um 60% þeirra sem taka við greiðslum frá almennu lífeyrissjóðunum með um 10 þúsund krónur eða minna í tekjur frá sömu sjóðum. „Þetta eru sláandi tölur, sem ég tel benda eindregið til þess að rökin fyr- ir því að óhætt sé að láta almanna- tryggingakerfið dragast saman séu falsrök. Stjórnvöld eru í raun að þjóf- starta lífeyrissjóðakerfinu með þess- um hætti á sama tíma og aldraðir verða sífellt stærri hópur í þjóðfélag- inu,“ segir Benedikt og vísar þar til þess að kerfið sé ekki orðið nægjan- lega öflugt til að greiða fyrir eðlilegt lífsviðurværi. Ályktanir berast á færibandi Alls eiga 52 félög eldri borgara í landinu aðild að Landssambandi eldri borgara. Félögin hafa verið að halda aðalfundi sína á síðustu vikum og að sögn Benedikts hafa harðorðar ályktanir borist „á færibandi“ til landssambandsins um að kjör aldr- aðra hafi versnað. Lífeyrir fylgi ekki launaþróun, tekjutenging sé að skerðast og þjónustugjöld og lyfja- kostnaður að hækka. Spurður um hvað Landssamband eldri borgara ætli að gera til að bæta kjör aldraðra segir Benedikt að sam- bandið eigi reglulega fundi með sam- ráðsnefnd ríkisstjórnarinnar. Þar hafi verið lagðar fram ákveðnar til- lögur til úrbóta. Í fyrsta lagi að ná upp hlutfalli grunnlífeyris og tekju- tryggingar til samræmis við almenna launaþróun með hækkun greiðslna um 19%, í öðru lagi að greiðslur fylgi framvegis launavísitölunni og í þriðja lagi að búa til nýtt skattþrep fyrir þá sem hafa laun frá skattleysismörk- um, 67 þúsund krónur, og upp í 100 þús. kr. „Við teljum að 100 þúsund krónur sé lágmark til að komast af með á mánuði. Ef þetta skattþrep væri t.d. 20% í stað 38,5% væri það verulegur stuðningur við fólk með þessar tekjur. Stjórnmálamenn hafa að vísu sagt að þetta væri dýr aðferð en við höfum hins vegar bent á að skattleys- ismörk hafa í raun verið að lækka sem hlutfall af launum á undanförn- um árum. Það væri mun ódýrari leið fyrir ríkið að búa til nýtt skattþrep heldur en að láta skattleysismörk fylgja launaþróun, eins og heitið var á sínum tíma þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp,“ segir Benedikt. Málsókn gegn ríkinu Að hans sögn voru þessar tillögur fyrst lagðar fram í nóvember árið 2000 og síðan þá hafi verið reynt að hrinda þeim í framkvæmd – en án ár- angurs. Benedikt minnir á að Lands- sambandið hafi verið að undirbúa málsókn á hendur ríkinu til að fá það fram að tekjur frá lífeyrissjóðunum verði skattlagðar sem fjármagns- tekjur en ekki launatekjur. Fjár- málaráðuneytið hafi bent á dómstóla- leiðina og væntanlega verði þingfest mál fyrir réttarhlé hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í vor. Benedikt bendir á að íslensk stjórnvöld verji til málefna aldraðra minni fjárhæðum, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, en margar aðrar þjóðir. Fram hafi komið í skýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn frá árinu 1999 að hlutfallið sé 5,7% miðað við lífeyris- greiðslur, en greiðslurnar, sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu, hafi numið frá 9,2 til 13,7% hjá öðrum Norður- landaþjóðum. Þetta gerist á sama tíma og Ísland sé skilgreint meðal ríkustu þjóða heims. Einnig hafi komið fram í skýrslum OECD að svo- nefnd öldrunarbyrði, þ.e. hlutfall eldra fólks á starfsaldri, sé næst- lægst á Íslandi eða 17,2%. Meðaltal OECD-ríkjanna sé um 22% og hæst sé það um 26,6% í Svíþjóð. Lægri tekjur koma fram í skattframtölum Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrver- andi landlæknir, sagði að þær upp- lýsingar sem fram hefðu komið í könnuninni um mánaðartekjur eldri borgara væru heldur hærri en hefðu komið fram í tölum sem Félag eldri borgara fékk frá ríkisskattstjóra árið 2000 vegna tekna ársins 1999. Þar hefði komið fram að 40% eldri borg- ara væru með heildartekjur undir 75.000 kr. á mánuði. Um 40% hefðu 70.000 krónur eða minna á mánuði eftir skatt og tæplega 60% voru með minna en 80.000 kr. á mánuði eftir skatt. Ólafur sagði að hugsanleg skýring á þessu gæti verið að brott- fall í könnuninni hefði verið nokkuð hátt eða 33%. Reynslan sýndi að hlut- fall tekjulægri hópanna væri hærra meðal þeirra sem ekki svöruðu í svona könnun en meðal þeirra sem svöruðu. Ólafur sagði ljóst að meðal eldri borgara væri hópur fólks sem byggi við mjög erfiða fjárhagsstöðu. Ekki hefði verið gerð nein rannsókn á því hvort þessi hópur væri stærri meðal eldri borgara en meðal annarra ald- urshópa. Það sem samtök aldraðra væru óánægð með væri að trygginga- bætur almannatryggingabótakerfis- ins skyldu ekki hafa fylgt almennri launaþróun í landinu. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið sýnt fram á að eldri borgarar þyrftu eitthvað minna til að lifa af en hver annar. Við gerum þá kröfu að ellilaun fylgi launaþróun. Það er nú ekki meira en þetta sem við erum að fara fram á. Okkur finnst við ekki vera að setja fram stórar eða ósanngjarnar kröfur. Fram til 1994 fylgdi ellilífeyrir, þ.e. grunnlífeyrir og tekjutrygging ásamt eingreiðslu, lágmarkslaunum verka- fólks. Frá og með 1995 hefur ellilíf- eyrir fylgt vísitölu verðlags. Frá þessum tíma hefur ellilífeyrir lækkað um rúmar 7.000 krónur á mánuði ef miðað er við launavísitölu. Ef miðað er við lágmarkslaun verkafólks, sem fáir eru nú á, hefur ellilífeyrir lækkað um rúmar 17.000 krónur.“ Ólafur sagði athyglisvert að þó að um 50% svarenda teldu sig hafa of litla fjármuni milli handanna segðust 64% vera sátt við tilveruna. Þetta benti til þess að eldra fólk væri hóg- vært í kröfum á hendur samfélaginu. Staðan verst hjá þeim sem ekki eiga húsnæði Lára Björnsdóttir, forstöðumaður Félagsþjónustunnar í Reykjavík, sagði að eldri borgarar væru ólíkur hópur, hvort sem horft væri á hann út frá heilsufarslegu, félagslegu eða fjárhagslegu sjónarhorni. Aldraðir sæktu ekki mikið um fjárhagsaðstoð til Félagsþjónustunnar enda ættu þeir ekki rétt á henni nema í und- antekningartilvikum. Hún sagði að það mætti kannski halda því fram að aldraðir sem hefðu eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun byggju ekki beinlínis við örbirgð. Þetta fólk ætti vel fyrir mat, en margir gætu hins vegar ekki leyft sér að gefa barna- börnunum gjafir eða kaupa sér ný föt. Margir af þessari kynslóð væru hagsýnir og lifðu ekki um efni fram. „Fólk sem á hins vegar ekki hús- næði og þarf að vera á leigumark- aðinum eða missir húsnæði, t.d. vegna þess að það hefur verið að skrifa upp á lán fyrir ættmenni, er í mjög miklum vandræðum. Þessi hóp- ur leitar til okkar með að komast í leiguhúsnæði. Af þessum hópi hef ég sérstakar áhyggjur,“ sagði Lára. Lára sagði að samanburðarkönn- un sem Stefán Ólafsson prófessor vann á högum aldraðra fyrir nokkr- um árum hefði leitt í ljós að Ísland væri eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefði enn útrýmt fátækt meðal aldraðra. Hún sagðist telja að sá hóp- ur sem hefði það verst væri fólk sem ætti ekki húsnæði og hefði aðeins tekjur frá Tryggingastofnun sem dygðu engan veginn fyrir hárri húsa- leigu. Einfalda þarf kerfið og draga úr tekjutengingum Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði í pall- borðsumræðum á fundi eldri borgara í fyrradag að það þyrfti að vinna að því að einfalda al- mannatryggingakerfið og minnka tekjutengingar. Þær væru orðnar of miklar og kæmu oft mjög undarlega út. Hann sagði að til að gera slíka breyt- ingu þyrfti að nást pólitísk sátt um breytingarnar líkt og gerðist í Svíþjóð og Hollandi, en þar hefðu verið gerðar viðamiklar breytingar á kerfinu. Karl Steinar sagðist ekki hafa mörgu við þetta að bæta. Hann sagði þó að ákveðinn hópur eldri borgara byggi við mjög erfiða fjárhagsstöðu. Þetta væri fólk sem fengi fulla tekjutryggingu og heimilisuppbót. Sumt af þessu fólki byggi ekki í eigin húsnæði og fjárhagur þess væri því afar þröngur. Samkvæmt staðtölum Trygginga- stofnunar fengu 25.123 eldri borgar- ar ellilífeyri á árinu 2000 (þar af 14.370 konur). 21.163 fengu tekju- tryggingu (þar af 11.963 konur). Heimilisuppbót fengu 7.678 (þar af 5.545 konur). 1.081 fengu sérstaka heimilisuppbót (þar af 839 konur). Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda getur fólk sem er með grunnlíf- eyri, fulla tekjutryggingu, óskerta heimilisuppbót og tekjutryggingar- auka fengið samtals 86.053 krónur á mánuði. Þeir sem fá hins vegar að- eins grunnlífeyri og fulla tekjutrygg- ingu fá 54.32 krónur á mánuði. Aldrei geta allir fengið veglegan lífeyri Jón Sæmundur Sigurjónsson, hag- fræðingur og deildarstjóri á skrif- stofu almannatrygginga í heilbrigð- isráðuneytinu, sagðist í samtali við blaðið vissulega verða þess var í sín- um störfum að stór hópur aldraðra byggi við kröpp kjör, en ekki meira nú en endranær. Aldrei yrði hægt að búa til þannig almannatrygginga- kerfi að allir fengju veglegan lífeyri, ávallt myndu einhverjir búa við verri kjör en aðrir af ýmsum ástæðum. Markvisst hefði verið unnið að því af stjórnvöldum að bæta kjör þeirra verst stöddu. Jón Sæmundur sagðist hafa tekið eftir því í könnun Gallup að 64% fólks á aldrinum 60–80 ára væru sátt við lífskjör sín og 22% ósátt við þau. Hann yrði t.d. var við annað viðhorf hjá þeim fjölmörgu heilbrigðisstétt- um sem hann þyrfti að semja við í ráðuneytinu. Hann sagði það afstætt hvað teld- ist nægt fé til framfærslu, aðstæður væru mismunandi hjá fólki. Varðandi þau ummæli Benedikts Davíðssonar á ráðstefnu eldri borg- ara að lífeyrisgreiðslur hefðu ekki þróast í takt við almenna launaþróun vildi Jón Sæmundur benda á að Benedikt liti ekki á heildarútgjöld al- mannatryggingakerfisins, tæki að- eins tillit til lífeyrisgreiðslna og tekjutryggingar. Áhersla hefði verið lögð á það undanfarin ár að draga úr tekjutengingum lífeyrisgreiðslna, sem hefði skilað sér í hærri bótum. „Lífeyrissjóðum vex ásmegin og þeir eru farnir að greiða meiri lífeyri en þeir gerðu. Við megum eiga von á því til frambúðar að lífeyrisþegar al- mennt verði betur settir en hingað til. Lífeyrissjóðstekjur hafa verið lágar og í sumum tilvikum mjög lágar og fólk hefur þurft að reiða sig á al- mannatryggingakerfið. Almanna- tryggingar geta hins vegar aldrei verið annað en grunnlífeyrir. Það eru lífeyrissjóðirnir sem verða að hefja þetta upp og veita betri lífskjör til frambúðar. Þeir munu gera það. Eignir sjóðanna stefna á þjóðar- tekjur heils árs,“ sagði Jón Sæmund- ur. Formaður Landssambands eldri borgara segir aldraða óánægða með afkomu sína Verið að þjófstarta líf- eyrissjóðakerfinu Jón Sæmundur Sigurjónsson Karl Steinar Guðnason Lára Björnsdóttir Ólafur Ólafsson Benedikt Davíðsson Forystumenn eldri borgara telja að kjör aldraðra hafi verið að versna á síðustu árum. Ef miðað sé við launa- vísitölu árið 1995 ættu greiðslur Trygginga- stofnunar til aldraðra að vera rúmum 7.000 krón- um hærri á mánuði en þær eru í dag. Þeir segja að stjórnvöld séu að þjófstarta lífeyris- sjóðakerfinu.                                            !!!!   " #  !!!!  "  #

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.