Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEL var mætt á aðalfund Félags þingeyskra kúa- bænda sem haldinn var nýlega í félagsheimilinu á Breiðumýri. Fram kom á fundinum að Norður- mjólk hygðist loka samlaginu á Húsavík í hagræð- ingarskyni og má búast við að í byrjun maí nk. verði farið að aka allri mjólk úr Suður-Þingeyj- arsýslu til Akureyrar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Erlingur Teitsson, bóndi á Brún, með erindi um málefni af- urðastöðvanna, þ.e. um Norðlenska og Norður- mjólk, en bændum gafst kostur að spyrjast fyrir um gang mála hjá þessum fyrirtækjum. Þá var á fundinum Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, og hélt hann erindi um málefni þessarar atvinnugreinar almennt, einnig um nýbyggingar og breytingar á fjósum. Í erindi Erlings kom fram að afsetning á nauta- kjöti hjá Norðlenska hefur gengið mjög vel og eru engir biðlistar með ungneyti eins og stundum hef- ur verið. Sagði hann að bjartsýni gætti hjá fyr- irtækinu þrátt fyrir breytingatíma að undanförnu sem fólu í sér mikinn kostnað við að flytja starf- semi Goða norður í land. Mikil fækkun hefur orðið á kúabúum í Suður- Þingeyjarsýslu undanfarin ár en árið 1980 var mjólk framleidd á 142 búum í hérðinu. Nú eru framleiðendur 72 og er búist við að enn fleiri hætti. Má þar nefna að í Reykjadal hefur meira en helmingur kúabúa hætt starfsemi eða 53%. Þá hafa 50% búa í Bárðardal hætt og á Tjör- nesi eru nú einungis fjögur bú og fimm bú í Reykjahreppi sem framleiða mjólk. Svipaða sögu er að segja úr öðrum sveitum og mörg tóm fjós eru í Aðaldal, en sem dæmi má nefna voru 9 framleið- endur mjólkur í Sandsbæjadeild 1980 en nú er að- eins einn bóndi með mjólkurkýr á því svæði. Þrátt fyrir fækkun framleiðenda er hugur í þeim sem eftir eru og töluverður hluti þeirra hefur náð að stækka við sig. Því var vel þegið að fá fyr- irlestur um fjósframkvæmdir hjá Snorra Sigurðs- syni og fylgjast bændur vel með breytingum. Í því sambandi má nefna að á vordögum er áætlað að fara í skoðunarferð í Bakka í Öxnadal þar sem tek- inn hefur verið í notkun mjaltaþjónn. Formaður Félags þingeyskra kúabænda er Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi í Miðhvammi í Að- aldal. Vinnslu mjólkur hætt á Húsavík Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Frá aðalfundi Félags þingeyskra kúabænda. ÆR bar einu lambi óvænt á bænum Bæ hér í sveit 15. apríl sl. og er önnur kind við það að bera og sú gæti orðið tvílembd. Hjalti Guðmundsson, bóndi í Bæ, segist hafa misst lambhrút í féð í haust en hélt það vera sak- laust gaman. Það væri alltaf gaman að fá lömb svona á undan venjulegum sauðburði sem byrjar um tíunda maí og hjá öllum yrði sauðburð- ur kominn á fullt um miðjan maí. Óvænt lamb í heiminn Árneshreppur Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Pálína Hjaltadóttir hjá ánni með nýfædda lambið. Í VÍKURKIRKJU í Vík í Mýrdal voru fermd 9 börn þetta vorið, af séra Haraldi M. Kristjánssyni pró- fasti. Var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við þessa fermingu annað en það að 5 drengirnir sem fermdir voru áttu sama langafa og langömmu, Guðlaug G. Jóns- son og Guðlaugu M. Jakobsdóttur, en þau voru búsett í Vík mestan hluta ævi sinnar. Þau eignuðust 13 börn og afkomendahópurinn því orðin mjög fjölmennur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson F.v. Ögmundur Ólafsson, Brynjar Ögmundsson, Einar Sigurður Jóns- son, Jón Einarsson, Finnur Bárðarson, Bárður Einarsson, Ívar Guðna- son, Halla Ólafsdóttir, Einar Vignir Baldursson og Baldur Ólafsson. Fimm af níu fermingarbörn- um frændur Fagridalur SJÚKRAHÚSINU á Akranesi barst nýverið gjöf að andvirði ríf- lega sjö milljóna króna en Sigurð- ur Rafn Pétursson verkamaður sem lést í september s.l. ánafnaði sjúkrahúsinu íbúð sína að Höfða- braut 8 í bænum. Í erfðaskrá Sigurðar kemur fram að það hafi verið vilji hans að fæðingardeild sjúkrahússins nyti arðs af íbúðinni eða að andvirði hennar yrði var- ið til styrktar deildinni og í þágu nýbura. Í hófi sem stjórn sjúkrahússins hélt fyrir skömmu í minningu gefanda og honum til heiðurs var systkinum Sigurðar boðið og íbúðin þar formlega falin í um- sjá forráðamanna sjúkra- hússins. Að sögn Guðjóns S. Brjánssonar fram- kvæmdastjóra er stefnt að því að selja íbúðina og verja andvirðiinu í samræmi við óskir Sig- urðar heitins. Jafnframt er ráðgert að minnast gefandans með sérstök- um hætti í vistarverum fæðingadeildarinnar þegar fram líða stundir. Sjúkrahúsið á Akranesi fær ríflega sjö milljóna gjöf Akranes Sigurður Pétursson GAMLI Willis-jeppinn á Núpsstað er tilbúinn fyrir sumarið. Þarna stendur hann eins og hann hefur gert í mörg ár í toppstandi og alltaf not- aður bæði sumar og vetur. Á veturna eru settar á hann keðjur en nú er bú- ið að taka þær af, enda styttist í sumarið. Á Núpsstað búa tveir bræður á ní- ræðisaldri og halda þeir öllu í sínu gamla fari. Mjög vinsælt er af ferða- mönnum að koma heim að bænum og skoða gamla bænahúsið sem þar er. Gamalt og gott Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gamli jeppinn á Núpsstað nýskoðaður og klár í vor- verkin. BÚNAÐARBANKINN á Blöndu- ósi færði Grunnskólanum á Blönduósi fartölvu að gjöf fyrir skömmu. Svanborg Frostadóttir afhenti gjöfina með þeirri ósk að tölvan nýttist skólanum vel til að efla upplýsingatækni í kennslu. Fartölvan er af Mitac gerð og er með 1000MHz örgjörva, 256MB vinnsluminni. Helgi Arnarsson skólastjóri þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og sagði að fartölvan væri nú öflugasta tölva skólans og myndi nýtast mikið í námi og kennslu og væri vafalítið sá tölvubún- aður sem kæmi skólanum best. Grunnskól- inn fær far- tölvu að gjöf Blönduós OCEAN Futures-samtökin hafa ákveðið að vera með háhyrninginn Keikó í Klettsvík í Vestmannaeyj- um og halda áfram tilraunum til þess að koma honum í villta nátt- úru. Því verður farið með Keikó á slóðir háhyrninga við Vestmanna- eyjar í sumar, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Björgunar- bátarnir Daníel og Heppni verða notaðir til þess að fara með dýrið á háhyrningaslóð. Vonir standa til að Keikó aðlagist villtum háhyrning- um. Undanfarna mánuði hafa sam- tökin átt viðræður við bæjaryfir- völd í Stykkishólmi um að finna Keikó þar stað til framtíðar. Jafn- hliða var rætt við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um aðstöðu í Klettsvík, sem hefur verið úthlutað til fyrirtækisins Íslandslax til lax- eldis. Nú liggur ljóst fyrir að Ís- landslax hefur frestað öllum áformum um laxeldi næsta árið, að minnsta kosti. Í ljósi þessa vilja Keikó-samtökin láta á það reyna svo sem kostur er að koma Keikó í villta náttúru og hafa því ákveðið að vera áfram á Klettsvík. Samtök- in hafa staðið fyrir umfangsmikl- um rannsóknum á háhyrningum við Ísland í tengslum við Keikó- verkefnið. Ferðir háhyrninga við Eyjar hafa verið kortlagðar, kennsl borin á háhyrninga með ljósmyndum, hljóðtákn þeirra skráð og erfðarannsóknir fram- kvæmdar. Aðstæður við Vest- mannaeyjar eru ákjósanlegar til þess að halda áfram tilraunum til þess að koma Keikó í villta náttúru. Fari svo að Keikó aðlagist ekki náttúrunni telja samtökin Stykkis- hólm ákjósanlegan stað til þess að halda verkefninu áfram. Staðan verður metin á ný að loknu sumri. Samtökin vonast til þess að boð bæjaryfirvalda í Stykkishólmi um aðstöðu fyrir Keikó standi óhagg- að, þótt ekki verði að flutningi að sinni, segir í fréttatilkynningu. Keikó verður áfram í Eyjum Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.