Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 25 ÍSLENDINGAR sem búsettir eru í Frakklandi eru sammála um það að niðurstaða fyrri umferðar forseta- kosninganna þar í landi hafi valdið miklu uppnámi. Um lítið annað sé tal- að en árangur hægri öfgamannsins Jean Marie Le Pen en hann mun etja kappi við Jacques Chirac Frakk- landsforseta í síðari umferð kosning- anna. Lionel Jospin forsætisráðherra situr hins vegar eftir með sárt ennið. Sigríður Snævarr, sendiherra Ís- lands í Frakklandi, sagði að menn hefðu verið búnir að slá því föstu að Jospin og Chirac kæmust áfram úr fyrri umferðinni. Skoðanakannanir hefðu bent til þess allt fram á síðasta dag. „Að vísu kom það fyrir að menn spáðu því að einhver annar setti strik í reikninginn. Menn áttu þá hins veg- ar von á því að það yrði Jean-Pierre Chevénement [fyrrv. innanríkisráð- herra]. Sjálfur hafði Le Pen reyndar sagt að hann myndi tryggja sér annað sætið en menn lögðu takmarkaðan trúnað á það. Síðustu dagana sótti hann hins vegar mjög í sig veðrið.“ Sigríður segist hafa heimsótt kjör- stað í sextánda hverfi Parísar á kjör- dag með franskri vinkonu sinni. Þar hefði verið afar fámennt um að litast. Ráða mætti af öllu að á meðan fylgj- endur Jospins og Chiracs sátu heima hefðu stuðningsmenn Le Pens fjöl- mennt á kjörstað til að veita sínum manni liðsinni. „Það var frí í skólum á Parísar- svæðinu um helgina og fáir í bænum. Veðrið var líka afskaplega gott,“ sagði hún en víst má telja að þessir þættir höfðu áhrif á kjörsókn. „Það er hefð fyrir því í Frakklandi að kjósendur lýsi mótmælum sínum í fyrri umferð forsetakosninganna en ekki þannig að þau skiptu sköpum eins og að þessu sinni,“ sagði Sigríður Snævarr sendiherra um niðurstöður fyrri umferðar frönsku forsetakosn- inganna. Áherslan á öryggi borgaranna skilaði Le Pen árangri Þórdís Kjartansdóttir sagði um fátt annað talað en árangur Le Pens á sjúkrahúsinu í Strassborg, þar sem hún starfar sem skurðlæknir. Le Pen fékk rúmlega 23% atkvæða í Strass- borg og varð þar í efsta sæti fram- bjóðenda. „Þessi niðurstaða hefur valdið miklu uppnámi,“ sagði hún. „Það virðist sem fólk hafi viljað lýsa mótmælum í þessari fyrri umferð, sýna vantraust sitt á Jospin en það eru margir ósáttir við fjölgun ofbeld- isverka í Frakklandi. Það gerðu þeir með því að kjósa ýmsa aðra frambjóð- endur en Jospin af vinstri vængnum. Mönnum datt samt ekki í hug að það væri hætta á að Le Pen kæmist inn.“ Tók Þórdís undir að nú sæi þetta fólk eftir öllu saman. „Nú horfa þeir fram á það að þurfa að fara á kjörstað til að kjósa Chirac.“ Þórdís sagði hins vegar ljóst að það myndu menn gera. „Það tala allir um það, jafnvel þeir sem í gegnum tíðina kosið hafa kommúnista. Þeir munu fara á kjörstað í seinni umferðinni og kjósa Chirac, jafnvel þó að margir séu ósáttir við hann.“ Sem dæmi um óánægju með Chir- ac sagði Þórdís að ræðan sem forset- inn hélt eftir að niðurstöður kosning- anna voru ljósar hefði ekki mælst vel fyrir. „Jafnvel þeir sem kusu Chirac kvarta yfir framkomu hans þar. Ræð- an þótti ekki merkileg. Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að þakka þeim sem kusu hann.“ Hvað fylgi Le Pens varðar sagði Þórdís að sumir stuðningsmanna hans væru feimnir við að gangast við því að hafa kosið hann. Það ætti þó engan veginn við um alla. Le Pen hefði lagt mikla áherslu á að bæta ör- yggi borgaranna og það hefði hlotið góðan hljómgrunn. „Ein samstarfskona mín sagði mér að móðir hennar hefði ávallt kosið Jospin en að hún hefði ákveðið að kjósa Le Pen að þessu sinni eftir að ráðist var tvisvar sinnum á hana með stuttu millibili. Hún fór á lögreglu- stöðina í sínu hverfi og þar var henni sagt að þarna hefði glæpagengi í hverfinu verið að verki. Að lögreglan vissi alveg hverjir hefðu ráðist á hana en að ekkert væri hægt að gera. Gamla konan varð svo reið að hún ákvað að veita Le Pen brautargengi,“ sagði Þórdís. Le Pen hefur m.a. á stefnuskrá sinni að innleiða dauðarefsingu aftur í Frakklandi. Sagði Þórdís að það hefði vakið óhug hjá sér, er hún ræddi þau mál nýverið við nokkra franska starfsfélaga, að komast að raun um að sex af sjö voru sammála því stefnu- miði Le Pens. „Ástandið er hrikalegt í fangelsismálum og dómskerfið þykir ekki virka sem skyldi. Það eru ein- faldlega svo margir ósáttir við ástandið í þeim efnum og Le Pen lagði mesta áherslu á þau mál í sinni kosningabaráttu.“ Oddný Mjöll Ævarsdóttir stundar framhaldsnám í stjórnmálaheimspeki í París. Hún sagði niðurstöðuna hafa hrist upp í stjórnmálakerfinu franska, óhætt væri að segja að árangur Le Pens hefði valdið uppnámi. Nú væru menn að tala sig saman um að allt þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að Le Pen vinni sigur í seinni umferðinni. Það væri kannski hálfkaldhæðnislegt að vinstrimenn þyrftu nú að veita Chirac atkvæði sitt. Oddný sagði að talað hefði verið um að Le Pen hefði unnið vegna þeirrar áherslu sem hann lagði á löggæslu- mál. Athyglisvert væri hins vegar að á landsbyggðinni, þangað sem Le Pen sækti fyrst og fremst styrk sinn, væri vandinn vegna glæpa og ofbeldis- verka ekki svo mikill. „Það liggur við að maður hugsi með sér að fólk úti á landi hafi ótta sinn vegna þessara mála úr sjónvarpinu og fréttum af glæpum í stórborgunum. Niðurstað- an skýrist því af fyrst og fremst af hræðslu og hræðsluáróðri,“ sagði hún. Chirac virkaði þreyttur Oddný sagði það auðvitað rétt að hluta til að kjósendur hefðu viljað nota lýðræðislegan rétt sinn til að lýsa vonbrigðum sínum með ráðandi öfl í samfélaginu. Hitt væri hættulegt ef menn gæfu sér algerlega að ekki væri hægt að skýra fylgi hans með neinni rökstuddri, pólitískri hugsun af hálfu kjósendanna. „Hann fær það mikið fylgi að það hlýtur að vera að einhverju leyti ígrundað.“ Spurning væri hvort fylgi Le Pens skýrðist af raunverulegri andúð fólks á innflytjendum og þeim fasisma sem Le Pen aðhylltist. Um það væru menn enn ekkert farnir að ræða. Hitt væri athyglisvert að Le Pen hefði lítið flaggað þeim sjónarmiðum sínum í kosningabaráttunni. „Ef við horfum á þetta í sögulegu samhengi þá gleyma menn því auðvitað stundum að Hitler var upphaflega kjörinn lýðræðislega til valda í Þýskalandi,“ sagði hún. Oddný tók undir að þessi niður- staða væri enginn sigur fyrir Chirac, þó að Jospin hefði fengið sýnu verri útreið. „Chirac var óskaplega lúpu- legur í ræðunni sem hann flutti í gær- kvöldi [í fyrrakvöld]. Hann virkaði þreyttur og taugaóstyrkur og það virtist enginn eldur leika um æðar hans. Á sama tíma var auðvitað alger sigurvíma meðal stuðningsmanna Le Pens,“ sagði Oddný Mjöll. „Niðurstaðan olli miklu uppnámi“ AP Íbúar borgarinnar Toulouse í Frakklandi rýna í dagblöð gærdagsins en blaðið Liberation lýsti skoðun sinni á góðri útkomu Jean-Marie Le Pens í fyrri umferð forsetakosninganna með einu, angistarfullu nei-i. ’ Vinstrimennþurfa að kjósa Chirac í seinni umferðinni ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.