Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 28
NÚ þegar 100 ár eru liðin frá fæð- ingu Halldórs Laxness hafa stjórnvöld og fleiri aðilar leitt hugann að því með hvaða hætti minning skáldsins og verka hans verði best varðveitt og haldið á lofti fyrir komandi kynslóðir. Segja má að íslenskt fræða- samfélag hafi lagt sitt lóð á þá vogarskál með því að efna til Lax- nessþings – ráðstefnu um ævi og verk Halldórs Laxness um nýliðna helgi. Þar komu saman fræðimenn af ólíkum sviðum hugvísinda til að kynna rannsóknir sínar á ævi og verkum Laxness og skiptast á skoðunum þar að lútandi með þátttöku þinggesta. Í formála Jóns Ólafssonar, for- stöðumanns Hugvísindastofnunar, að þinginu kom fram að markmið þess væri að halda áfram, efla og auka fræðilega umræðu um skáld- ið og verk hans. Jón bendir á að þótt íslenskir fræðimenn hafi gert mörgum einstökum þáttum í höf- undarferli Halldórs skil í fræðirit- um og greinum, vanti enn mikið upp á heilsteyptar og ítarlegar rannsóknir á ævi og verkum hans. Með því að færa efst á baug spurningar um hvaða erindi verk Halldórs Laxness eigi við samtím- ann, hvernig túlkun á þeim muni breytast og hvernig verkin muni lifa án nálægðar höfundarins, má segja að aðstandendur þingsins hafi tekið mikilvægt skref í átt að því markmiði að færa ferskan andblæ inn í Laxnessfræðin. Líkt og fram hefur komið voru það Hugvísindastofnun Háskóla Ís- lands, Bókmenntafræðistofnun, Edda – miðlun og útgáfa, Stofnun Sigurðar Nordals og Morgun- blaðið sem stóðu að ráðstefnunni en Menningarborg, mennta- málaráðuneytið og Sænska aka- demían styrktu ráðstefnuna. Ímynd Halldórs Laxness Dagskrá þingsins í heild var skipt niður í átta þematískar mál- stofur og verður greint frá helstu umræðuefnum er upp komu í fyrstu fjórum málstofunum sem haldnar voru sl. laugardag. Sú fyrsta nefndist „Kvika í hrosshófi – Skáld og samfélag“. Þar var m.a. komið inn á spurn- ingar er varða mat á viðtökum samtíðarmanna Laxness annars vegar og þá ímynd sem samtíminn hefur búið skáldinu hins vegar. Úlfar Bragason ræddi þá umfjöll- un um íslenskt sveitalíf sem finna má í mörgum verkum Halldórs Laxness og þann styr sem stóð um bækur hans af þeim sökum. Greindi Úlfar m.a. gagnrýni Guð- mundar Friðjónssonar skálds á Sjálfstætt fólk í ljósi þeirra landspólitísku mála sem tekist var á um á þessum tíma. Umfjöllun Úlfars varð tilefni nokkurra fyr- irspurna í lok málstofunnar, þar sem velt var upp spurningum um hvort Laxness hafi dregið upp raunsanna mynd af íslensku bændasamfélagi í verkum sínum. Jón Karl Helgason vakti þing- gesti til umhugsunar um þætti er varða verðmætamat þjóðarinnar á Halldóri Laxness í fyrirlestri er hann nefndi „Hver á Halldór Lax- ness?“ Ræddi Jón Karl tilburði ís- lensku þjóðarinnar til að gera Halldór Laxness að þjóðareign, ekki síst á þeim tímamótum sem nú fara í hönd. Þannig minnti Jón Karl á mikilvægi þess að víðsýni ætti að einkenna umfjöllun um verk Halldórs Laxness en ekki til- raun til að skapa úr þeim við- skiptaleg eða þjóðhagsleg verð- mæti. Hugleiknar spurningar Pétur Már Ólafsson kom einnig inn á spurningar um heilindi og skrum með tilvísun til „plat- saungvarans“ Garðars Hólm í Brekkukotsannál og leiddi að því líkum að slíkar spurningar hafi verið skáldinu hugleiknar eftir að hann öðlaðist frægð nóbelskálds- ins. Einstakar skáldsögur Laxness Arfur Laxness á nýrri öld Morgunblaðið/Sverrir Ungskáldin Sigurbjörg Þrastardóttir, Andri Snær Magnason og Auður Jónsdóttir sitja hér ásamt Páli Valssyni og skeggræða arfleifð Halldórs Laxness til komandi skáldakynslóða á Laxnessþinginu í Háskólabíói. voru viðfangsefni fyrirlesara í málstofunni „Yfirdímensjóneruð örlög – Samtöl við skáldsögur“. Þar lýsti Halldór Guðmundsson því hvernig ástin myndar sterkt leiðarminni í verkum Laxness. Fór Halldór í saumana á þessu minni og dró fram þær hugmyndir um heilindi, hugsjónir og leynd- ardóma tilverunnar sem þar birt- ast. Bergljót Kristjánsdóttir gerði tungumálanotkun Laxness að um- fjöllunarefni í fyrirlestrinum „Tunga, samfélag, menning. Um málið á Gerplu“. Lýsti hún því hvernig Laxness blandar saman ólíkum máltegundum, setningum og frösum í fornu máli og nýju til að skapa sögunni skírskotanir, ír- óníu og satýru sem gagnrýni ráð- andi hugarfar í íslensku sam- félagi. Torfi Tulinius varpaði ljósi á hvernig Laxness sótti merkingu og skáldlegt vægi í íslenska al- þýðumenningu og þjóðtrú. Tók hann dæmi um táknræna notkun Laxness á blómum og þjóðsögunni um Búkollu í skáldsögunni Sjálf- stætt fólk. Að lokum bar Friðrik Rafnsson saman birtingarmynd ljóðskáldsins í Heimsljósi Laxness annars vegar og skáldsögu Milans Kundera, Lífið annars staðar, og lýsti þeirri birtingarmynd feg- urðar sem þar birtist á ólíka máta. Tilraunaskeið eða tímamót? Halldór Laxness skrifaði þrjú leikrit á sjöunda áratugnum og hefur þessi kafli í ferli hans löngum verið umdeildur. Leikverk Halldórs voru umræðuefni mál- stofunnar „Völvan með töfra- sprotann – Leikrit og leikhús“. Þar fjallaði Hávar Sigurjónsson um leikverk Laxness sem hann telur bera vitni um tilraunaskeið í skáldskaparferlinum, þar sem skáldið láti allan hátíðleika lönd og leið. Þær nýju brautir sem Lax- ness fetaði í leikrituninni telur Hávar loks skila sér á heil- steyptan hátt í skáldsögunni Kristnihald undir Jökli. Kristín Jóhannesdóttir tengdi leikritin einnig nýrri stefnu í skáldferli Laxness en hélt því fram að leikritin, einkum Stromp- leikur, væru mikilvæg spor í átt til nýsköpunar í íslensku leikhúsi, sem jafnframt mörkuðu frelsandi spor í höfundarverki Laxness. Rökstuddi Kristín mál sitt með heildstæðri greiningu á Stromp- leik, sem skilja bæri í ljósi aust- rænnar trúspeki. Bjarni Jónsson lauk málstofunni með fyrirlestri um reynslu sína af því að skapa leikgerð úr skáldsögu eftir Lax- ness. Málstofan, „Að gánga á mála hjá lyginni – Laxness á nýrri öld“ var skemmtilegur og hugvekjandi endahnútur á dagskrá dagsins. Þar fluttu þrjú ungskáld, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Andri Snær Magnason og Auður Jónsdóttir, vönduð erindi um merkingu Lax- ness og áhrif hans á þá kynslóð skálda sem nú er að koma fram. Í erindunum kom fram að Laxness geti verið ungskáldinu allt frá innblæstri til áhyggjuefnis. Sig- urbjörg og Auður lýstu þeirri skapandi hvatningu sem verk Halldórs urðu þeim, en Andri Snær lýsti þeim sjálfsefasemdum og samviskubiti sem tilhugsunin um stórskáldið og ófulllesið höf- undarverkið fyllti hann. Umfram allt ítrekuðu ungskáldin þrjú mik- ilvægi þess að verk Laxness verði lesin, rædd og meðtekin, að Ís- lendingar viðhaldi heiðarlegum og lifandi tengslum við verk skáldsins, í stað þess að hefja skáldið upp á stall hátíðleikans. Laxnessþing sem haldið var um nýliðna helgi er vonandi aðeins upphafið að ríku- legri umfjöllun og rannsóknum á verkum Halldórs Laxness. Heiða Jóhannsdóttir sat þingið á laugardegi og varð margs vísari. heida@mbl.is Í RÆÐU Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors á Lax- nessþingi á sunnudagsmorgun gerðist sá atburður að fundar- gestur stóð upp og greip fram í fyrir Hannesi og sakaði hann um að segja ekki rétt frá um tengsl ís- lenskra menntamanna við komm- únisma og nasisma. Hannes var að tala um tengsl Halldórs við Sovétríkin og um það hvernig reynt hefði verið að milda póli- tíska fortíð hans og líta á hana sem mistök. Hannes sagði að mis- tökin væru til að læra af þeim, en benti á að enn væru menn að gera sömu mistök og sagði að margir í salnum hefðu haldið upp á valda- töku kommúnista í Indókína 1975 og að meðal samkennara hans í Háskóla Íslands væri fólk sem færi í pílagrímsferðir til Kúbu að hjálpa Castro að skera sykurreyr. Hann nefndi tvískinnung ís- lenskra menntamanna í þessum efnum og sagði að ef menn hefðu stutt nasisma hefði verið á þeim óafmáanlegur smánarblettur alla ævi. Í því stóð Jón Emanúel Júl- íusson upp og sagði þetta ekki satt, Gunnar Gunnarsson hefði fengið að vera í friði fyrir slíku. Stjórnandi málstofunnar, Guð- mundur Hálfdánarson sagnfræð- ingur, brást við með því að sussa á Jón og biðja hann að þegja. Í fyrirspurnatíma að málstofu lokinni stóð annar fundargestur, Eiríkur Eiríksson, upp og lýsti undrun sinni og hneykslun á því að Hannes, sem teldi Halldór Laxness lygara og vitorðsmann um glæp, skyldi tala á þinginu. Fundarstjóri bað Eirík að fá sér sæti, þar sem orð hans væru ekki fyrirspurn. Jón Júlíusson stóð upp aftur og andmælti því að gestir í salnum fengju ekki að láta skoðun sína í ljós. Úr því varð snörp senna milli Guðmundar málstofustjóra og Jóns, þar sem Guðmundur bað Jón ítrekað að setjast og þegja, en Jón gagnrýndi Guðmund á móti fyrir að leyfa sér ekki að tala. Bað nú Jón Guðmund að þegja sjálfan og skammast sín, en Guðmundur lauk málstofu án þess að fleira drægi til tíðinda. Nánar verður fjallað um þing- hald á sunnudag á morgun. „Þú skalt þegja“ LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20 í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá fæðingu Halldórs Laxness. Fjölmargir listamenn flytja lög við ljóð Halldórs, m.a. Sigrún Hjálm- týsdóttir, Skólakór Kársness, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson, Ásgerður Júníusdóttir, strengjakvartett, Ragnhildur Gísladóttir, djasstríó, drengjakvartett og kór. Undirleik- ari á píanó er Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Á milli atriða les Ingvar Sig- urðsson leikari uppúr lagabálki sem Halldór skrifaði tæplega 10 ára gamall og var ætlaður börnum í Mosfellsdal. Bjarki Bjarnason á Hvirfli í Mosfellsdal segir lögin hafa verið samin fyrir Barnafjelag Mosfellsdalsins, en svo virðist sem Halldór hafi átt frumkvæði að stofnun þess. Hann var í það minnsta formaður og ritari þess um nokkurra ára skeið. Að sögn Bjarka mun félagið hafa verið stofnað um 1910, en lög þess eru frá 1912, handskrifuð af Halldóri. Einnig er til endurbætt útgáfa lag- anna frá árinu 1915, einnig skrifuð af Halldóri. „Halldór skrifaði listi- lega vel sem barn,“ segir Bjarki, „en það er gaman að sjá hvernig rithöndin breytist frá því hann er 10 ára, þar til hann endurritar lög- in 1915. Meðal þess sem þá var bætt við, var að félagar ættu að leggja stund á íþróttir, svo sem sund, skíðahlaup og Müllersæfing- ar. Lögin eru ótrúlega formleg miðað við það að þetta er barna- félag. Þar er tekið fram hve mikið félagsgjaldið eigi að vera, hvernig stjórn eigi að vera skipuð og hve- nær halda eigi fundi. Ein grein laganna fjallar um það að að fé- lagsmenn eigi að temja sér fagurt mál og tala hreina íslensku, og önnur um það að þeir skuli temja sér siðprýði og stillingu, en þó skemmtileg viðmót.“ Æskuvinur Halldórs varðveitti lögin Bjarki hefur átt sæti bæði í menningarmálanefnd og Laxness- nefnd Mosfellsbæjar, og hann hef- ur lengi haft vitneskju um tilvist þessara skrifa skáldsins. „Það var Ólafur Þórðarson frá Æsustöðum sem bjó seinna á Varmalandi sem hafði lögin fyrst í sinni vörslu. Hann var æskuvinur Halldórs. Sonur Ólafs, Þórir Ólafsson rekt- or, geymdi þetta svo í sínum fór- um þar til um daginn að við fórum að skoða þetta. Úr varð að ákveðið var að fá Ingvar Sigurðsson til þess að lesa úr þessu milli atriða á hátíðarsamkomunni.“ Umsjón með dagskránni hefur Ragnhildur Gísladóttir. Lesið upp úr lagabálki sem skáldið samdi tíu ára Úr lögum Barnafjelags Mosfellsdalsins frá 1912 rituðum af Halldóri Guðjónssyni frá Laxnesi. Hátíðartónleikar á afmæli Laxness í Hlégarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.