Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 31

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 31 Forritun- og kerfisfræði Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Öflugt nám sem undirbýr nemendur undir störf í forritun og kerfisfræði.Val um tveggja anna nám í dagskóla eða þriggja anna í kvöldskóla (með vinnu). Áhersluþættir Uppbygging og notkun gagnagrunna Hlutbundin greining og hönnun Hlutbundin forritun (Pascal, Java og Delphi) Inntökuskilyrði Góð þekking á Windows Góð enskukunnátta (Flestar námsbækur eru á ensku) Stúdentspróf eða sambærileg menntun eða reynsla Hafa lokið fornámi og staðist öll próf í því www.ntv.is Heimasíðan okkar er þegar uppfærð miðað við haustönn Hafðu samband og viðsendum þér Námsvísirfyrir haustönn. SÝND verður í Sjón- varpinu í kvöld kvik- myndin Lilja frá árinu 1978, sem gerð er eft- ir smásögu Halldórs Laxness. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndatöku ann- aðist Snorri Þórisson og Gunnar Þórðarson er höfundur tónlistar. Aðstoðarleikstjóri er Guðný Halldórsdóttir. Meðal leikenda í myndinni eru Áróra Halldórsdóttir, Ellen Gunnarsdóttir, Eyjólf- ur Bjarnason, Valde- mar Helgason, Viðar Eggertsson, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Þóra Þorvaldsdóttir, Margrét Ákadóttir og Sigurður Sigurjóns- son. Langt er síðan kvikmyndin var sýnd opinberlega og hafði blaða- maður Morgunblaðsins samband við Hrafn Gunnlaugsson og bað hann að rifja upp tildrög þess að hann réðst í að búa til þessa fyrstu kvikmynd Íslendings eftir verki eftir Laxness. „Ég var nýkominn úr kvik- myndanámi í Stokkhólmi og fékk styrk sem veittur var árlega af Menningarsjóði til þess að búa til kvikmynd. Ég valdi Lilju sem efni- við vegna þess að sagan festist mjög sterkt í vitund minni þegar ég las hana í gagnfræðaskóla og vakti það áhuga minn að reyna að endur- segja efni sögunnar í kvikmyndaformi. Það var náttúrlega engin kvikmyndagerð í landinu og allar að- stæður til kvikmynda- gerðar þröngar. Pen- ingar voru líka af mjög skornum skammti og tókum við t.d. öll atriðin á vett- vangi en ekki í stúdíói með sviðsmynd. Það gekk nú á ýmsu í þessu ferli og fórum við m.a. í gegnum mikla eldraun er við tókum krufningsatriðið í líkhúsi Blóðbankans. Við dvöldum þar heilan dag, inni í kælinum, innan um öll líkin sem þar voru, auk þess sem komið var með nokkur ný yfir daginn. Þegar dagur var að kvöldi kominn varð ég allt í einu einn eft- ir í líkhúsinu til að ganga frá. Ég skrifaði seinna smásöguna „Eins og „búðingur“ um þá reynslu,“ segir Hrafn. „En gerð myndarinn- ar tók í það heila tvö ár, þó aðeins sé um hálftíma langa sjónvarps- mynd sé að ræða,“ bætir hann við. Skáldið í hlutverki sögumanns Þegar Hrafn er spurður hvort sú staðreynd að unnið var með verk nóbelsskáldsins hafi gert vinnuna erfiðari en ella, segir hann það þvert á móti hafa auðgað mjög reynsluna. „Halldór tók að sér hlutverk sögumannsins í myndinni, eftir að hafa séð vinnueintak af henni. Þannig las hann ekki eingöngu texta sögumannsins á mjög skemmtilegan hátt, heldur um- skrifaði þann sögumannstexta sem ég hafði unnið. Hann vildi að frá- sögnin væri í klínískri fjarlægð frá efninu, en yrði ekki of dramatísk. Þessi leið að efninu held ég að hafi gert myndinni gott. Við Duna (Guðný Halldórsdóttir) aðstoðar- leikstjóri áttum skemmtilegt sam- starf. Við vorum öll að byrja í fag- inu og ævintýri í vændum.“ Og hvernig birtist myndin leik- stjóranum nú eftir allan þennan tíma? „Hún er nokkuð brokkgeng, en það eru í henni góðir kvikmynda- kaflar. Það sem mér finnst merki- legt að sjá, er vísir að myndmáli sem ég náði miklu meiri tökum á síðar - samt eru svona endurfundir alltaf blandaðir sársauka og gleði. Kvikmyndataka Snorra Þórissonar tekur líka á sig fagmannlegt form í lýsingunni sem hann notar. Ég held að myndin sé einnig skemmti- leg heimild um okkar gömlu stór- leikara sem nú eru látnir, Áróru Halldórsdóttur og Valdemar Helgason,“ segir Hrafn að lokum. Kvikmyndin Lilja verður sýnd kl. 22.15. Lilja sýnd í Sjónvarpinu Hrafn Gunnlaugsson FRÁ því að menntamálaráðherrar Ís-lands og Ítalíu undirrituðu samningum menningarsamstarf milli land-anna tveggja árið 1998 hafa menn- ingarsamskipti ríkjanna verið með formlegri hætti en áður. Opinber heimsókn forseta Ís- lands til Ítalíu fyrir fjórum árum markaði einnig skil en hinar opinberu stjórnsýsluleiðir eru oft þungar í vöfum og tíminn verður nán- ast afstæður í slíku samhengi þegar forms- atriðin fá jafnvel meira vægi en innihald sam- skiptanna.“ Þannig lýsir Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur og forseti Dante Alighieri stofnunar- innar á Íslandi, þeim aðstæðum sem urðu til þess að hann fór á dögunum sem sérlegur er- indreki Björns Bjarnasonar þáverandi menntamálaráðherra til Ítalíu í því augnamiði að reka smiðshöggið á þann samning sem undirritaður var á sínum tíma en hafði ein- hvern veginn ekki náð að verða virkur ennþá nema að takmörkuðu leyti. „Ég er auðvitað hvorki embættismaður né diplómat en ég fann það glöggt að þessi að- ferð féll Ítölunum vel í geð og ég náði fundi æðstu manna í stjórnsýslu menningarlífs Ítal- íu; þeirra manna sem geta hreyft við hlut- unum og þeir höfðu góð orð um að nú færu hjólin að snúast,“ segir Thor en hann átti fund með æðstu embættismönnum ítalska menntamálaráðuneytisins í Róm og einnig dr. Bottai, forseta Dante Alighieri stofnunar- innar í Mílanó. „Stofnunin er alþjóðleg og til- gangur hennar og markmið er að kynna ítalskar listir og menningararfleifð og stuðla að auknum áhuga á ítalskri tungu. Þegar þá- verandi sendiherra Ítalíu á Íslandi bað mig að gerast forseti Íslandsdeildarinnar, sem þá var verið að stofna. Ég sagði sagði eins og var að ég hefði engan tíma til þess en skuld mín við ítalska menningu væri slík að ég gæti ekki skorast undan. Dantefélagið á Íslandi hefur síðan staðið fyrir því að ítalskir lista- menn hafa komið hingað til lands og einnig hafa íslenskir listamenn farið til Ítalíu. Auk ítölskukennslu og margbrotinnar kynningar á vegum Íslandsdeildarinnar á ítalskri menn- ingu, skáldskap og list.“ Í forystugrein Morgunblaðsins 7. nóvember 1998 í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Ítalíu voru aldalöng tengsl Íslands og Ítalíu á menningarsviði rækilega undir- strikuð. „Þótt viðskipti milli Íslands og Ítalíu hafi verið nokkur í gegnum tíðina, einkum með fisk, hafa samskiptin fyrst og fremst verið á menningarsviðinu. Eins og menn fóru í suðurgöngu til forna að leita sér huggunar í Páfagarði hafa ungir íslenskir listamenn á seinni tímum farið þar suður í ríkum mæli að leita sér þekkingar og andlegrar uppörvunar. Nægir þar að nefna Halldór Kiljan Laxness og Stefán Íslandi sem dæmi. Síðastliðin ár og áratugi hefur það raunar færst mjög í vöxt að íslenskir söngvarar hafi farið til náms á Ítalíu með góðum árangri eins og flestum er kunnugt.“ Thor nefnir skemmtilegt dæmi um tónleika píanóleikarans Domenico Codispoti í Salnum fyrir tveimur árum sem urðu til þess að hon- um var boðið að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands nokkru síðar.. „Þetta er kornungur maður sem hefur verið að vekja mikla athygli á undanförnum misserum.“ Hér má rifja upp orð Andrea G. Mochi Onory di Saluzzo, sendiherra Ítalíu á Íslandi, en hann var staddur hér á landi fyrir nokkru í tilefni af málþingi um viðskipti Íslands og Ítalíu, sem Verslunarráð Íslands stóð fyrir. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins 14. mars sl. sagði hann að menning og listir geti opnað hinar ólíklegustu dyr, til að mynda í við- skiptum og í ferðamannaiðnaði. Meginþröskuldurinn í samskiptum Íslands og Ítalíu sé dýrar ferðir milli landanna. Ítalir hafi mikinn áhuga á öllu sem tengist norræn- um þjóðum og vilji aukin samskipti í þá átt. Þannig sé næsta víst að ítalskir ferðamenn hefðu mikinn áhuga á stórbrotinni íslenskri náttúru ef aðgangur að henni væri í boði á viðráðanlegu verði og með reglubundnum hætti. Thor tekur heilshugar undir þetta og segir að vilji ítalskra ráðamanna í menningar- og listalífinu sé eindreginn og einlægur í þá veru að auka samskipti landanna á þessu sviði. Einlægur vilji til aukinna menningarsamskipta Thor Vilhjálmsson rithöfundur kveðst vera í skuld við ítalska menningu. Thor Vilhjálmsson rithöf- undur er nýkominn frá Ítal- íu í þeim erindum að stað- festa samning Íslands og Ítalíu um gagnkvæm sam- skipti í menningu og listum. NÆSTU vortónleikar Tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands verða á morgun, miðvikudag, kl. 20 í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Þar munu Ingi Garðar Erlendsson og Guðrún Rútsdóttir básúnuleikar- ar, Sigrún Erla Egilsdóttir og Gyða Valtýsdóttir sellóleikarar flytja verk eftir m.a. Sulek, Bach, Brahms, Hindemith, Schostakovich og Haf- liða Hallgrímsson. Básúnu- og sellótónleikar ♦ ♦ ♦ FÉLAG íslenskra leikara hélt sex- tugasta aðalfund sinn mánudaginn 15. apríl sl. Veittir voru fjórir styrkir úr sjóði Brynjólfs Jóhannessonar leikara til fjögurra ungra leikkvenna sem ætla til framhaldsnáms í leiklist erlendis. Styrkþegarnir Halldóra Geirharðsdóttir, Sigrún Sól Ólafs- dóttir, Sóley Elíasdóttir og Vala Þórsdóttir fengu 130.000 krónur hver. Ályktun Vegna mikilla fjárhagserfiðleika Leikfélags Reykjavíkur samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Félags íslenskra leik- ara harmar það að ein elsta menn- ingarstofnun borgarinnar, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, skuli þurfa að grípa til örþrifaráðs og segja upp tíunda hluta þess litla hóps sviðslistamanna sem hefur haft fasta atvinnu af leiklist á Íslandi. Fundurinn skorar á borgaryfir- völd að tryggja aukið fjármagn til starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og hafa þannig áhrif á að Borgarleik- húsið geti staðið undir nafni.“ Fjórar leikkonur hljóta styrk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.