Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 39

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 39 ÁTAKALÍNUR eru að skýrast í borgar- stjórnarkosningunum. Munur á framgöngu gagnvart kjósendum sést best á því, að við, sem skipum D-listann, höfum lagt fram kosn- ingastefnuskrá og síð- an kynnt sérgreind at- riði í henni sem samning við Reykvík- inga. R-listinn hefur hins vegar ekki kynnt neina stefnuskrá held- ur vísar í fundargerð- ir, skýrslur og opin- berar áætlanir Reykjavíkurborgar. Skírskotun R-listans til opin- berra skjala Reykjavíkurborgar minnir á það, hve ótæpilega að- staðan í skjóli meirihlutavalds í borgarstjórn er notuð til að halda fram hlut R-listans. Birtist þetta í stóru og smáu, til dæmis auglýs- ingaherferð til að bæta ímynd Línu.nets. Er mikið lagt á sig til að fegra fyrirtækið. Alfreð Þorsteins- son, sem ráðskast mest með fjár- muni borgarbúa í nafni R-listans, gefur meira að segja til kynna í Morgunblaðsgrein, að forseti Ís- lands hafi lagt blessun yfir fjárausturinn í Línu.net með því að tala um mikilvægi upplýsingatækni! Skuldabaggar þyngjast Undanfarið höfum við frambjóðendur D- listans lagt áherslu á að kynna með skýrum og einföldum hætti, hvernig skuldabaggar hafa þyngst á okkur Reykvíkingum síðustu átta ár. Á valdatíma R-listans hafa skuldir á hvern borgarbúa, unga sem aldna, hækkað úr 39 þús- und krónum í 286 þúsund krónur. Við sjáum og heyrum, að fram- bjóðendur R-listans stæra sig af þessari fjármálastjórn og þeir ætla alls ekki að hverfa frá henni, fái þeir áfram meirihlutaumboð frá borgarbúum. Þeir skjóta sér ekki aðeins á bakvið forseta Íslands heldur einnig eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, sem hefur það verkefni að leggja mat á borgarsjóð Reykjavíkur en ekki hreinar skuldir hans og borgarfyr- irtækja. Þær tölur veður þó að skoða til að átta sig á skuldastöð- unni, því að R-listinn hefur farið þá leið að færa skuldabagga frá borg- arsjóði á einstök fyrirtæki eða í nýja sjóði, auk þess sem tæpir 17 milljarðir hafa á valdatíma R- listans verið teknar frá Orkuveit- unni í borgarsjóð. Einn liður blekkinganna felst í fullyrðingum um, að það sé munur fyrir okkur borgarbúa, hvort við greiðum skuldirnar með sköttum okkar eða í gegnum gjaldskrár stofnana! Með því að styðja D-listann geta kjósendur í Reykjavík horfið af þessari braut. Eða eins og segir í samningi okkar við Reykvíkinga: Við ætlum að stöðva skuldasöfnun og hagræða með sparnaði. Við ætl- um að flytja verkefni til einkaaðila og félagasamtaka þar sem við á. Við ætlum að fækka milliliðum og draga úr skrifræði í borgarkerfinu. Hlutur Reykjavíkur í Línu.net verður seldur. Við ætlum að laða íbúa og fyrirtæki til borgarinnar og auka þar með tekjur hennar. Stefnt að tvöföldu umhverfisslysi Við afgreiðslu aðalskipulags Reykjavíkur í borgarstjórn fimmtudaginn 18. apríl ákvað meirihluti R-listans að stefna að tvöföldu umhverfisslysi innan borgarmarka Reykjavíkur. Í fyrsta lagi að sprengja upp sólríkar suð- urhlíðar Geldinganess og í öðru lagi að flytja þann jarðveg, sem þar er, vestur að Eiðisgranda og Ánanaustum og raska strandlengj- unni þar á mjög skaðvænlegan hátt. Furðuleg rök hafa verið notuð til að verja þennan óheillagjörning. Vinstri/grænir, sem fara hamför- um á alþingi vegna umhverfis á há- lendinu við Kárahnjúkavirkjun, stjórna þessari siðlausu aðför að umhverfinu hér í Reykjavík. Þeir segja, að áður hafi verið tekið grjót úr Skólavörðuholti, Öskjuhlíð og Rauðarárholti við Sjómannaskól- ann og þess vegna sé aðförin að Geldinganesi réttlætanleg! Þá hafa talsmenn R-listans talið sig vera að ganga erinda KR með þessu óheillaverki og leysa úr brýnni þörf fyrir það ágæta félag. Framkvæmdir við landfyllingar á Eiðisgranda eiga þó ekki að hefjast fyrr en 2012. Framkvæmdirnar eru í andstöðu við íbúa við Eiðisgranda og Ánanaust, sem vilja vernda þær örfáu náttúruperlur, sem enn finn- ast í borgarlandinu og þeir sjá enga knýjandi þörf fyrir að þróa byggðina á haf út, eins og segir í mótmælaskjali íbúanna. Í stefnu okkar á D-listanum kemur fram, að við viljum stöðva umhverfisslysið í Geldinganesi og skipuleggja þar íbúðabyggð. Við erum einnig andvíg landfyllingun- um við Eiðisgranda. Við viljum ekki verja þremur til fjórum millj- örðum króna úr vösum Reykvík- inga í þetta tvöfalda umhverfisslys. Það verður ekki stöðvað nema R- listanum sé hafnað. Línur skýrast í Reykjavík Björn Bjarnason Reykjavík Við viljum hverfa af braut þyngri skulda- bagga á Reykvíkinga, segir Björn Bjarnason, og koma í veg fyrir tvöfalt umhverfisslys í Geldinganesi og við Eiðisgranda. Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. ÞAÐ sætir nú vax- andi furðu manna að heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið (HTR) skuli ætla með þver- girðingshætti að koma í veg fyrir þau sjálfsögðu réttindi sérfræðinga í heimil- islækningum að starfa sjálfstætt við sérgrein sína. Eins og flestum er kunnugt eru nú miklir erfiðleikar inn- an heilsugæslunnar og vitnar þar um at- gervisflótti úr grein- inni og ótal vel rök- studdar greinar í blöðum frá heimilislæknum bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þótt ekki séu allir á eitt sáttir um orsakir vandans eða bestu leið- ir til úrbóta virðist Félag íslenskra heilsugæslulækna (FÍH) hafa sam- einast um þá stefnu að nauðsyn- legt sé að opna fyrir sjálfstæðan rekstur sérfræðinga í heimilis- lækningum á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld sem verði sambærilegur við samning Lækna- félags Reykjavíkur (LR) og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) um sérfræðiþjónustu. Í stað þess að taka málaleitan FÍH opnum örmum virðist HTR nú gera allt sem hugsanlegt er til að þæfa mál- ið og drepa því á dreif. Það má til sanns vegar færa að réttur sé gróflega brotinn á sér- fræðingum í heimilislækningum ef litið er til samanburðar við stétt- arbræður þeirra í öðrum sérgrein- um. Auk þess hefur verið á það bent að sú málsmeðferð að neita heimilislæknum um samning við TR vegna þjónustu við þegna landsins kunni að brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði. Til að fá úr því skorið þyrfti væntanlega málaferli, e.t.v. alla leið til Evrópudómstólsins. En hvað vakir fyrir HTR? Er það raunverulega svo að ráðuneyt- ið ætli að standa eins og hundur á beini á þessu minnismerki um steingelda ríkiseinokun sem lög um heilbrigðisþjónustu frá 1973 eru að þessu leyti. Nýlega hefur örlað á ákveðnum skilningi hjá núverandi ráðherra á því að einkarekstur í heibrigðis- þjónustu og öflugt almannatrygg- ingakerfi geta farið ágætlega saman, leitt til hagkvæmari rekst- urs, með ánægðara starfsfólki og neyt- endum þjónustunnar. Þessu ber að fagna og orð eru til alls fyrst. Útspil ráðherra um aukna þátttöku starfs- fólks í stjórnun heilsugæslustöðva sem áfram yrðu í eigu ríkisins og rekin á þess ábyrgð er þó í besta falli gulrót sem mun fljótlega tréna. Jón Kristjánsson hefur komið mér fyrir sjónir sem sanngjarn maður og ef hann vill leysa þennan vanda, efla heilsugæsluna og snúa við atgerv- isflóttanum þarf hann að sjálf- sögðu að taka mið af sjónarmiðum FÍH og hafna gömlu ríkisrekstr- arúrræðunum. Ráðherra gæti leyst málið með einu pennastriki þannig að samningur yrði gerður og einokun ríkisins aflétt. Ótti ráðuneytisins við aukinn kostnað þessu samfara er ástæðulaus. Kostnaður myndi þvert á móti að öllum líkindum minnka í nýju einkarekstrarumhverfi og þjónust- an stórbatna. Læknar sem njóta óskertra rétt- inda til sjálfstæðrar starfsemi á grundvelli samnings LR og TR styðja heilshugar baráttu heimilis- lækna og hvetja þá til að láta ekki bugast eða villast af leið þótt móti blási heldur fylgja sínum réttláta málstað til sigurs með samtaka- mætti sínum. Áfram, heim- ilislæknar Steinn Jónsson Kjarabarátta Einkarekstur í heil- brigðisþjónustu og öfl- ugt almannatrygg- ingakerfi, segir Steinn Jónsson, geta farið ágætlega saman. Höfundur er læknir, framhalds- menntunarstjóri í lyflækningum við Landspítala – háskólasjúkrahús. ÞESS er ekki að vænta að umræðan um kvikmyndina „Í skóm drekans“ hafi farið framhjá mörgum að undanförnu. Ástæðan er lögbannskrafa sú sem keppendur og að- standendur Ungfrú Ís- land.is árið 2000 hafa sett fram. Myndin ku fjalla um upplifun eins þátttakandans í keppn- inni. Forsendur lög- bannskröfunnar eru margþættar. Ég vil nota þennan vettvang til þess að kynna nokkr- ar þessara forsendna, enda hefur lítið farið fyrir sjónarmiðum okkar, sem að lögbannskröfunni stöndum, í fjöl- miðlum. Á sama tíma hafa varnarrök kvikmyndagerðarmannanna að lík- indum nú þegar náð flestra eyrum. Falskar forsendur Alls tóku sextán ungar konur þátt í keppninni Ungfrú Íslands.is árið 2000. Var þetta í fyrsta skipti sem keppnin var haldin og tókst hún í alla staði vel. Undirbúningur fyrir slíka keppni er meiri en flestir gera sér grein fyrir og því varði keppendahóp- urinn allmiklum tíma saman, t.d. við æfingar og ýmiss konar uppákomur og góðgerðarsamkomur. Ein stúlkn- anna hafði þann sið að hafa ætíð kvik- myndatökuvél og móður sína með- ferðis. Var yfirlýstur tilgangur hennar að festa á filmu minningar sínar úr keppninni, gera svokallaða vídeódagbók, sem þátttakendurnir gætu skemmt sér yfir að lokinni keppni. Keppendur létu sér þessar skýr- ingar nægja en óskuðu þó eftir því að á myndavélinni væri slökkt við til- teknar aðstæður, t.d. í búningsklef- um. Kom í ljós að kvik- myndagerðarkonan varð ekki alltaf við þess- um óskum heldur faldi myndavélina og hélt áfram upptöku. Rofið traust Eins og nærri má geta byggist upp trún- aðartraust í hópi sem ver jafnmiklum tíma saman og keppendur í fegurðarsamkeppni. Við slíkar aðstæður leyfir það sér fölskva- lausa hegðun og ábyrgðarlítið tal rétt eins og flestir gera í góðra vina hópi – eða jafnvel inni á vinnustað. Flestum þætti það án vafa vera næg ástæða til vinslita ef ein- hver nákominn tæki með sér mynda- tökuvél í partí eða útilegu og sýndi svo alþjóð afraksturinn á hvíta tjald- inu í kvikmyndahúsum borgarinnar jafnframt því að hafa uppi stór orð í fjölmiðlum um hversu lágkúrulegur og kjánalegur þessi vinahópur í raun væri. Eða væri það vel liðið ef starfs- maður í fyrirtæki brygðist samstarfs- mönnum sínum á áþekkan hátt? Í stórum dráttum virðist tilgangur myndarinnar að nokkru leyti vera einmitt sá að misnota þetta trúnaðar- traust öðrum til skemmtunar. Flest- um þykir vafalaust sú hegðun bera vott um mikinn skort á drenglyndi, nema þeir láti þá staðreynd, að hér er um fegurðarsamkeppni að ræða, villa sér sýn. Óheiðarleg vinnubrögð Ljóst má vera að vinnubrögð við gerð myndarinnar eru vægast sagt óvenjuleg og tæpast aðstandendum myndarinnar til sóma. Margar af helstu reglum fjölmiðlamanna voru brotnar við gerð myndarinnar en slíkt hefur einungis þótt réttlætan- legt þegar mikilvægir almannahags- munir liggja við. Ljóst er að slíkt á ekki við í þessu tilfelli heldur er ein- göngu um skemmtiefni að ræða. Tjáningarfrelsi Því hefur verið haldið mjög á lofti af aðstandendum myndarinnar að lögbannskrafa á birtingu hennar sé aðför að tjáningarfrelsinu. Þessi túlk- un felur í sér nokkurn misskilning á því hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Tjáningarfrelsi tryggir einstaklingn- um rétt til þess að segja skoðanir sín- ar og vissulega er keppendum í feg- urðarsamkepppnum jafnfrjálst að gera það og öðrum. Tjáningarfrelsi felur hins vegar ekki í sér réttinn til þess að beita öðrum fyrir sig í tján- ingu sinni. Bann við sýningu mynd- arinnar hefði því ekkert með tjáning- arfrelsi að gera. Í 73. gr. stjórnar- skrárinnar er kveðið á um tjáning- arfrelsið. Þar segir m.a.: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sam- bærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Ljóst er að ef birting myndarinnar verður bönnuð er ekki verið að skerða tjáningarfrelsi á nokkurn hátt. Réttur einstaklingsins Sé sýningin hins vegar leyfð felur það í sér mjög hættulegt fordæmi hvað varðar vernd einstaklinga gegn ágangi annarra en friðhelgi einkalífs er einnig tryggð í stjórnarskránni (71. gr.). Keppendur í Ungfrú Ís- lands.is árið 2000 voru myndaðir á lokuðum svæðum og að þeim óafvit- andi og er ljóst að heimildarlaus birt- ing slíkra mynda er skýlaust brot gagnvart rétti þeirra til einkalífs. Eins og fyrr segir má vera að ýms- um þyki hér um léttvægt mál að ræða þar sem um fegurðarsamkeppni er að ræða. Slík sjónarmið fela ekki einasta í sér verulega fordóma heldur stríða þau einnig gegn þeim grundvallarsjón- armiðum sem mál aðstandenda og keppenda snýst um. Engu skiptir hvort hér sé um að ræða fegurðarsam- keppni, sjálfstyrkingarnámskeið eða afvötnunarprógram. Konur sem taka þátt í fegurðarsamkeppni verða gjarn- an fyrir fordómum hjá vissum hópum. Við slíka fordóma getur verið erfitt að tjónka en flestir þeir, sem skoða feg- urðarsamkeppni á við Ungfrú Ísland.is opnum huga, munu komast að því að hvorki er um niðurlægingu né kven- fyrirlitningu að ræða heldur er hér um að ræða einfalda skemmtun og já- kvæða lífsreynslu sem keppendur taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Því er það ömurlegt að skugga sé varpað á þá upplifun af þeirri einni ástæðu að einn keppenda finnur hjá sér þörf til að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Ritað fyrir hönd þeirra keppenda sem að lögbannskröfunni standa. Íris Hrund Þórarinsdóttir Kvikmynd Ef sýning umdeildrar kvikmyndar verður leyfð, segir Íris Hrund Þórarinsdóttir, er gróf- lega brotið á persónu- frelsinu. Höfundur tók þátt í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Vegið að friðhelgi einkalífsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.