Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍNUR eru smám saman að skýrast um ólíka sýn stjórnmála- flokkanna á Akureyri framtíðarinnar. Ein slík lína var dregin á dögunum þegar Jakob Björnsson, fyrrver- andi bæjarstjóri, kynnti tillögur Fram- sóknarflokksins í at- vinnumálum, sem hann sagði sérstak- lega „ábyrgar og raunsæjar“, ólíkt hug- myndum Samfylking- arinnar. Það er rétt hjá Jak- obi Björnssyni, að ólíkari hugmyndir tveggja flokka um framtíð Akureyrar er varla að finna, en um ábyrgðina og raunsæ- ið munu aðrir dæma. Kannski er réttara að tala um muninn á þreytu og þrótti. Eða öllu heldur svefni og vöku. Því hvað hafði helst Jakob fram að færa af nýjungum í atvinnu- málum á Akureyri? Jú, að enn væri von um að til Eyjafjarðar kæmi stóriðja. Kannski. Einhvern tíma. Það væri hin „ábyrga og raunsæja“ atvinnustefna Framsóknarflokks- ins á Akureyri. Guð láti á gott vita, og vonandi hafa ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks enn tromp uppi í öllum ermum í stóriðjumál- um eins og dæmin austan af fjörð- um sanna. Sem betur býr Akureyri þó yfir öðrum og vænlegri tæki- færum til framsóknar í allt annars konar stóriðju. Endurnýjun atvinnulífs Hugmyndir Samfylkingarinnar um atvinnumál framtíðar á Akur- eyri eru vandlega hugsaðar – þær eru ekki sóttar í gamlan sarp kort- eri fyrir kosningar. Þær byggjast á því að atvinnulíf á Akureyri hefur verið að breytast og þarf að þróast áfram. Það hefur sótt endurnýj- aðan kraft í nýjar áttir, einkum með uppbyggingu menntastofnana og þekkingariðnaðar. Við getum ekki og megum ekki sitja og sýta horfin störf í gömlum iðnaði, heldur verðum við að horfa til fram- tíðar og þeirra tæki- færa sem þessar breytingar bjóða upp á, svo að hér fái að dafna sá vísir að borg- arsamfélagi sem þeg- ar hefur myndast. Þau vandamál sem atvinnulíf á Akureyri stendur frammi fyrir eru ekki tilkomin vegna stjórnunar bæj- arins undanfarin ár. Þau eiga rætur að rekja til efnahags- stjórnar sitjandi ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vandann má jafnframt rekja til þess dugleysis sem þessir flokkar hafa sýnt í byggðamálum, í því að jafna þann mun sem er á rekstraraðstöðu fyr- irtækja á landsbyggðinni og Reykjavíkursvæðinu. Það er engu að síður bæjaryfirvalda að bregð- ast við þeim vanda sem við stönd- um frammi fyrir og það er hlut- verk þeirra sem bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn að setja fram hugmyndir um það hvernig við Ak- ureyringar getum brugðist við þessari stöðu. Fái Samfylkingin umboð kjós- enda þá munum við ganga eins langt og mögulegt er í þeim til- gangi að laða ný fyrirtæki til bæj- arins auk þess að styðja við bak þeirra sem fyrir eru með ráðum og dáð. Við munum leggja sérstaka áherslu á að styðja við starfsemi sem byggist á þeirri þekkingu og þeim mannauði sem við nú búum yfir fyrir tilstilli menntastofnana bæjarins. Sóknarfæri bæjarins liggja víða, t.a.m. í ferðaþjónustu. Fáir staðir á Íslandi hafa upp á meira að bjóða í þessu efni. Frábær aðstaða til iðk- unar vetraríþrótta, öflugt lista- og menningarlíf, góðir veitinga- og skemmtistaðir, merkar minjar og saga, veðursæld, o.s.frv.. Allt þetta og margt fleira gerir það að verk- um að hér á að vera hægt að byggja upp þjónustu við ferða- menn sem skilar íbúum og bæj- arfélaginu miklu meiri arði en raunin er í dag. Beint flug frá Ak- ureyri til borgar miðsvæðis í Evr- ópu er nauðsynlegt að skoða í þessu samhengi. Þetta eru engar skýjaborgir, heldur tækifæri sem við vitum að Akureyri býr yfir flestum öðrum sveitarfélögum fremur og okkur ber skylda til að nýta. Framtíðin er löngu komin „Hugmyndir“ Jakobs Björnsson- ar og Framsóknarflokksins í at- vinnumálum á Akureyri eru líklega alveg óvart áminning um hvernig þeim málum var háttað á síðasta kjörtímabili, þegar hann var bæj- arstjóri. Þá ríkti hér stöðnun, kyrr- staða og deyfð, sem hefur verið rækilega snúið á betri veg á síð- ustu fjórum árum. Jakob Björnsson er enn að bíða eftir stóriðjunni sem kemur kannski. Einhvern tíma. Það gildir einu. Annars konar stóriðja er hins vegar nú þegar komin til Akureyr- ar, án hans atbeina. Hún felst í menntastofnunum, þekkingarfyrir- tækjum og þeirri nýsköpun sem þeim fylgir. Hún felst í þeim sókn- arfærum og styrk sem Akureyri býr yfir. Þar verða til þau verð- mæti sem mestu skipta til lang- frama: Verðmæti sem búa í okkur sjálfum og því umhverfi sem við erum sprottin úr. Í þessum anda hefur Samfylk- ingin starfað í bæjarstjórn á kjör- tímabilinu og mun gera það áfram næstu fjögur árin. Sama hversu lengi Jakob bíður. Eða sefur. Meistari Jakob? Hermann Tómasson Akureyri Menntunin, segir Her- mann Tómasson, er nú þegar orðin hin nýja stóriðja Akureyrar. Höfundur skipar 2. sæti lista Sam- fylkingarinnar á Akureyri. HÉR á eftir fara fá- einar ábendingar um höfundarétt. Þær varða tímabær úr- lausnarefni og eru birtar hér í tilefni af degi bóka og höfunda- réttar. Um þessar mundir er ástæða til að minna á að ákvæði laga um höfundarétt gilda um rafrænt efni birt á vef- síðum, í gagnabönkum eða á geisladiskum rétt eins og bækur, blöð, kvikmyndir eða hljómdiska. Opinber birting efnis í rafrænu formi lýtur sömu lögum um höf- undarétt og önnur útgáfuform og þarf því leyfi hlutaðeigandi rétthafa til slíkrar birtingar. Lög um höfundarétt eru sett til að gæta víðtækra hagsmuna, ekki einungis höfunda heldur og al- mennings. Með því að veita höf- undum hvers konar hugverka einkarétt á að semja um útgáfu þeirra eða opinbera birtingu gefst þeim kostur á að semja um sann- gjarnar greiðslur fyrir afnot af verkum sínum. En það má telja eina meginforsendu þess að skap- andi menningarstarf þjóða nái að þroskast. Algengt er orðið að höfundarétt- ur taki til verka sem verða til í vinnutíma hjá stofnunum og fyr- irtækjum, s.s. fræðslu- og kynning- arefnis. Því er vert að minna á að réttarvernd höfunda- laga er veitt fyrir per- sónulegt framlag höf- undar til verksins, ákveðna framsetningu. Höfundaréttur verður til hjá ákveðinni per- sónu en ekki lögaðila (fyrirtæki eða stofn- un). Þannig getur skóli eða annars konar stofnun t.d. ekki átt höfundarrétt á náms- efni eða fræðsluefni sem kennari semur. Höfundur getur hins vegar framselt öðrum rétt til eintakagerðar eða opinberrar birt- ingar vegna höfundarréttar síns. Vinnuveitandi getur afmarkað rétt sinn til að nýta höfundarverk, sem hann greiðir vinnu við, með munn- legu eða skriflegu samkomulagi, t.d. með ákvæðum í ráðningar- samningi. Þar ætti að skýra hvaða notkunarrétt vinnuveitandinn fær gegn því að greiða höfundi laun og skapa honum starfsaðstöðu. Um frekari notkun slíkra verka, s.s. út- gáfu þriðja aðila, ber að gera sér- stakan samning vilji aðilar hafa sitt á hreinu. Allir sem eiga höfunda- rétt á verkum, sem samin eru í vinnutíma hjá stofnun eða fyrir- tæki, ættu að gera sem skýrast í ráðningarsamningi hvaða rétti er framsalað til vinnuveitandans. Einnig er ástæða til að minna á svonefndan sæmdarrétt höfunda, þ.e. að ekki má gera breytingar á verki hans án leyfis og að verk ber að auðkenna höfundi með viðeig- andi hætti. Hve mikið má ljósrita? Á tímum afkastamikilla ljósrit- unarvéla og prentara er ástæða er til að minna á samninga milli rétt- hafasamtakanna Fjölís og mennta- málaráðuneytisins vegna skóla hins opinbera og einkaskóla um ljós- ritun og hliðstæða eftirgerð úr út- gefnum ritum. Oft gætir misskiln- ings um hve víðtækar heimildir til eftirgerðar eru gefnar með þeim. T.d. ber við að kennarar láta ljós- rita heil verk og selja nemendum síðan í bóksölum framhaldsskóla og háskóla. Það er vitaskuld óheimilt – og verður ekki gert með löglegum hætti nema með samþykki eða samningi við hlutaðeigandi rétt- hafa; höfunda og útgefendur. Samningar Fjölís heimila takmark- aða ljósritun úr útgefnum verkum, stutta þætti úr hverju riti og 20% hið mesta, þó aldrei meira en 30 síður, til bráðabirgðanota, þ. e. ekki til geymslu í birgðum. Leyfi þarf hjá rétthöfum til ljósritunar eða út- prentunar umfram það sem ákvæði höfundalaga og þessara samninga heimila. Einnig ber að hafa í huga að umræddir samningar taka ekki til neins konar dreifingar á efni í rafrænu formi. Vandi sem blasir við Telja má brýnt að þróa lausnir til að fylgjast sem best með eftirgerð og samningsbundinni dreifingu út- gefins efnis í prentuðu formi og taka á dreifingu og notkun á raf- rænu, vernduðu efni þannig að sanngjarnar greiðslur renni til hlutaðeigandi rétthafa. Höfundar efnis, sem er frumsamið eða endur- útgefið í rafrænu formi, og útgef- endur/notendur slíkra verka glíma um þessar mundir við að móta sanngjarna viðmiðun fyrir ólík verk og mismikla notkun þeirra. Oft er þörf á annars konar viðmiðun um greiðslur þegar náms- og fræðslu- efni er birt á vefsíðum en gildir um útgáfu í prentuðu formi. Lengd texta er ekki heppileg viðmiðun þegar hnitmiðun og samspil texta við myndir og aðra þætti verksins skiptir mestu. Það reynist oft erfitt að meta skapandi starf til launa. Tölvu- og fjarskiptatæknin opnar í senn nýja möguleika við slíkt mat og skapar fjölda nýrra úrlausnar- efna. Ábendingar um höfundarétt Hörður Bergmann Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Hagþenkis. Hugverk Vert er að minna á , seg- ir Hörður Bergmann, að réttarvernd höf- undalaga er veitt fyrir persónulegt framlag höfundar. ÍBÚALÝÐRÆÐI, sem byggist á beinni ákvarðanatöku íbúanna án milligöngu kjörinna fulltrúa, er snar þáttur í stefnu Samfylkingar- innar um lýðræði. Við lítum svo á að beint lýð- ræði sé næsta skref í lýðræðisþróun sam- félagins, enda býður ný tækni upp á nýja og spennandi möguleika í þeim efnum. Þegar líð- ur á öldina munu því að- ferðir íbúalýðræðis í vaxandi mæli verða not- aðar til að taka sameig- inlegar ákvarðanir. Í takt við þetta samþykkti flokksstjórn Samfylking- arinnar nýlega á fundi sínum á Ak- ureyri tímamótaályktun um íbúalýð- ræði. Lýðræði og jöfnuður Þar var því beint til allra framboða á vegum Samfylkingarinnar að setja íbúalýðræði á oddinn í stefnu sinni og kosningabaráttu á næstu vikum. Sér- staklega er bent á þau tækifæri sem Netið og ný upplýsingatækni gefur til að koma á beinni ákvarðanatöku íbú- anna, og þarmeð að efla íbúalýðræði. Jafnaðarstefnan og lýðræðið eru samofin fyrirbæri. Annað fær ekki þrifist án hins. Því hefur það verið eitt af helstu baráttumálum Samfylkingarinnar frá stofnun að færa völdin og áhrifin til fólksins og efla þannig raunveru- legt lýðræði. Íbúalýð- ræði og íbúaþing, þar sem sameiginlegum úr- lausnarefnum er ráðið til lykta, er mjög spenn- andi vettvangur til að þróa lýðræðið áfram. Til þess eru sveitar- félögin kjörinn vett- vangur vegna nálægðarinnar við fólk- ið, og þeirra verkefna sem sveit- arfélögin inna af hendi. Þátttökulýðræði í öndvegi Með stefnumörkun sinni um íbúa- lýðræði rammaði flokksstjórnin inn það mikla vægi sem Samfylkingin set- ur á lýðræðismálin. Að mati okkar á þátttökulýðræði að vera lykilorð í samfélagsþróun 21. aldarinnar. Þing- menn flokksins fluttu einnig sögulega þingsályktun fyrr í vetur um að koma á milliliðalausu lýðræði og ýta undir notkun Netsins við þróun þess. Áhersla flokksins á beint lýðræði og virka þátttöku íbúanna er eins- dæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er hluti af ákaflegra skýrri og víð- tækri stefnumörkun Samfylkingar- innar um lýðræðismál. Nú hefur Sam- fylkingin sett þátttökulýðræðið í öndvegi stjórnmálastefnu sinnar og gefið tóninn um það með hvaða hætti við ætlum að setja mark okkar á ís- lensk stjórnmál á næstu misserum. Vettvangur nærþjónustunnar Sveitarstjórnarstigið er sá vett- vangur samfélagsins sem best er til þess fallinn að stuðla að jöfnuði. Sveit- arfélögin eru vettvangur nærþjónust- unnar. Innan vébanda þeirra er auð- veldast að hafa yfirsýn yfir aðstæður og kjör fólksins. Á sveitarstjórnar- stiginu hafa stjórnmálamenn því besta möguleika til að móta öfluga fjölskyldustefnu. Íbúalýðræði, sem undirstaða fjöl- skylduvæns samfélags, er að mati Samfylkingarinnar mikilvægt tæki við að móta virka fjölskyldustefnu og svara þörfum íbúanna um þjónustu hins opinbera. Því er brýnt að fram- boð okkar í Samfylkingunni til sveit- arstjórna í vor leggi áherslu á að þróa íbúalýðræði í sveitarfélögum lands- ins, en í samráði við íbúana sjálfa. Breytt hlutverk sveitarstjórna Breytt hlutverk sveitarstjórna kall- ar á nýjar aðferðir við ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstiginu. Ég tel að ein leiðin – og sú besta – sé að kalla íbúa sveitarfélaga sem mest að ákvarðana- tökunni og fá þá til samráðs við sem flestar meiriháttar ákvarðanir. Eng- inn veit betur en fólkið sjálft hverjar þarfirnar eru og hvernig íbúar hvers sveitarfélags vilja forgangsraða í eig- in þágu. Menntun og útbreitt aðgengi fólks að hvers kyns upplýsingum í krafti Netsins hefur breytt verulega að- stöðu okkar til að ráða sjálf okkar málum. Það liggur við að sérhvern þegn hafi sömu möguleika og kjörnir fulltrúar til að kynna sér til hlítar flókin málefni, sem varða þjónustu, stjórnun eða framkvæmdir innan sveitarfélagsins. Í því felast rík sókn- arfæri til að flytja völd og áhrif til þegnanna. Sá tími er liðinn að fulltrú- ar almennings taki allar ákvarðanir og það er tímabært að nýta nýja tækni til að færa valdið sem mest til fólksins. Íbúalýðræði og áhrif almennings Össur Skarphéðinsson Lýðræði Íbúalýðræði og íbúa- þing, segir Össur Skarphéðinsson, þar sem sameiginlegum úr- lausnarefnum er ráðið til lykta, er mjög spenn- andi vettvangur til að þróa lýðræðið áfram. Höfundur er formaður Sam- fylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.