Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 45

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 45 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar frá Borgarnesi, sem við kveðjum með trega hinstu kveðju í dag, tæp- um 36 árum eftir téðan tímamóta- og gleðidag. Óhætt er að fullyrða að Sigurður Halldórsson hafi í flestu verið fremstur meðal jafninga í þess- um hópi. Hann hafði meðal annars, þegar hér var komið sögu, heitbund- ist glæsilegri stúlku, Guðrúnu Ás- geirsdóttur, sem átti eftir að verða lífsförunautur hans. Þessi ráðahagur var okkur hinum félögunum öfund- arefni, þar sem við sáum þá slíka forfrömun fyrir okkar parta, aðeins sem í draumi hillinga, Nirvana eins og ástkær lærifaðir okkar og skóla- meistari í Bifröst sr. Guðmundur Sveinsson hefði e.t.v. orðað ástandið. Eiginleikar þess samfélags sem verður til þegar nokkrir tugir ung- menna koma saman úr ýmsum átt- um, til heimavistar og náms í skóla eins og Samvinnuskólinn var á þeim tímum, koma kannski best í ljós þeg- ar frá líður. Þá átta menn sig á því að þar hafa þeir eignast sína bestu vini til lífstíðar. Ástæðan kann að vera sú að í fámenninu reynir öllu jafnan meira á einstaklinginn, þar sem þörfin fyrir alla krafta er knýjandi. Í slíku samfélagi ganga heldur engir hæfileikamenn lengi um sali án þess að guðsgáfur þeirra séu gjörnýttar í þágu heildarinnar. Það leið því ekki á löngu þar til menn höfðu uppgötvað að Sigurður Halldórsson var ekki einungis frábær námsmaður og fé- lagi, heldur var hann afburða tónlist- armaður. Hæfileikar sem ekki að- eins áttu eftir að verða burðarás annars frábærs félagslífs innan skól- ans næstu tvö árin, heldur áttu hann og félagar hans í rokksveitinni Straumum eftir að öðlast miklar vin- sældir og landsfrægð, sem á tímabili leit út fyrir að gæti orðið útflutnings- vara. ,,Svo liðu dægrin, leyndum harmi bundin“ er hending úr ljóði Hann- esar Sigfússonar, Dymbilvöku, sem flutt var af hópi nemenda á árshátið skólans um árið, við undirleik Sig- urðar Halldórssonar á gítar. Það má með sanni segja að svo hafi verið meðal okkar skólafélaga, að dægrin hafi silast áfram í örmum gleði og harma til skiptis, eins og hjá öðru fólki í lífinu. Mikill harmur var kveð- inn að Sigurði vini okkar, eiginkonu hans og fjölskyldu, þegar hann í blóma lífsins greindist með þann vá- gest sem nú hefur lagt hann að velli. Saga sem verður ekki rakin hér. Við skólafélagar Sigurðar og vinir höfum í öll þau ár sem harðvítug barátta hans við hinn illvíga sjúkdóm stóð yfir, ekki bara dáðst að æðru- leysi hans og hugrekki heldur líka undrast ólýsanlegan viljastyrk og bjartsýni þeirra hjóna í þessum erf- iðleikum. Sameiginlega tóku þau þessum örlagadómi af dæmafárri þrautseigju og æðruleysi sem fáum er gefið. Þar komu ekki síst í ljós hinir miklu mannkostir Guðrúnar, sem stóð ávallt við hlið manns síns af slíkri festu að til fádæma má telja. Sá sem notið hefur ástar og umhyggju slíkrar manneskju, hlýtur þrátt fyrir allt að teljast maður mikillar gæfu. Við félagarnir frá Bifröst kveðjum nú góðan og hæfileikaríkan dreng sem við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og átt að vini. Útskriftarárgangur 1966. Mig langar til að kveðja vin minn Sigurð Halldórsson sem ég annaðist í veikindum hans undanfarin ár. Ég minnist þess hvers broshýr og kátur Sigurður var og langar að kveðja hann með þessum ljóðlínum. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiði hönd. (Margrét Jónsd.) Blessuð sé minning hans. Ása Þorsteinsdóttir. ✝ Margrét Péturs-dóttir var fædd að Holti í Ásum í Austur-Húnavatns- sýslu 5. desember 1912. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 15. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Bogadóttir, húsmóð- ir, f. 3.október 1876, d. 23.desember 1938, og Pétur Guð- mundsson, bóndi og verkamaður frá Hnjúkum við Blönduós, f. 17. júní 1875, d. 6.ágúst 1955. Systkini Margrétar voru: Guðmundur, f. 16.apríl 1910, d. 1978, Ögn, f. 11.október 1914, d. 1988, og Böðvar, f. 25. desember 1925, d. 1999. Eiginmaður Margrétar var Þorvaldur Stefánsson frá Akur- eyri, f. 24. maí 1914. Þau gengu í hjónaband á þrítugsafmæli Mar- grétar, 5. desember 1942. Þor- valdur var starfsmaður Rafveitu Akureyrar. Hann lést 16. júní 1967. Margrét og Þorvaldur eignuðust þrjú börn. 1)Þór, f. 7. október 1939, prentari á Akur- eyri. Eiginkona hans er Eydís Sigursteinsdóttir. Þau eiga fimm dætur, a) Margrét Þóra, f. 1961, b) Helga Sigríður, f. 1963, c) Ingibjörg Ebba, f. 1965, d) Hjör- dís Vala, f. 1974 , e) Steinunn María, f. 1975. 2) Þyri, f. 10. des- ember 1940, sjúkraliði á Krist- nesspítala og búsett á Kristnesi. Hún á þrjú börn, a) Þorvaldur Böðvar, f. 1961, b) Elís Þór, f. 1965, c) Jóna, f. 1967. 3) Ása, f. 31. ágúst 1947, starfsmaður á Kristnesspítala, býr á Akureyri. Eiginmaður hennar er Sigurður Sigfússon. Þau eiga fjögur börn, a) Valur Þór, f. 1966, b) Guðrún Margrét, f. 1969, c) Þorvaldur, f. 1975, d) Sigurður Brynjar, f. 1982. Barnabarna- börn Margrétar eru 17 að tölu. Margrét ólst upp á Holti fyrstu æviár sín en fjölskyldan flutti þaðan til Blönduóss. Snemma hóf Margrét að vinna fyrir sér og var í vist og vinnu- mennsku víða um land. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1932–’33. Margrét flutti til Akureyrar árið 1939 og bjó þar alla tíð síðan. Jafnframt því sem hún sinnti heimilisstörfum aflaði hún fjölskyldunni tekna með því að fara í hús og þvo þvotta fyrir fólk. Einnig tók hún að sér ræst- ingar í fyrirtækjum. Þegar börn- in voru komin á legg hóf hún störf hjá verksmiðjunni Öl og gos og síðan hjá Efnaverksmiðjunni Flóru þar sem hennar starfsvett- vangur var fram yfir sjötugt. Hún tók virkan þátt í starfsemi Félags eldri borgara á Akureyri þegar hún lét af störfum, tóm- stundastarfi af ýmsu tagi og átti fast sæti í ferðalögum félagsins um landið. Hún stundaði alla tíð nokkuð umfangsmikla kartöflu- rækt og þá hafði hún mikla unun af því að fara til berja. Ástríða hennar á þeim vettvangi var mikil og þótt heilsunni hrakaði með árunum var hún ætíð mætt í Kollugerðismóa um miðjan ágúst að huga að berjum. Margrét ferðaðist mikið um landið, eink- um með stéttarfélagi sínu Iðju og Félagi eldri borgara. Í þeim ferð- um orti hún mikið af lausavísum og var yrkisefnið gjarnan það sem fyrir augu bar sem og gam- anmál tengd ferðafélögunum. Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Púkka á tíur! Hverslags eigin- lega spilamennska er þetta,“ segir amman við borðsendann og fussar dálítið og sveiar yfir barnaskap ný- liðanna um leið og smávaxin höndin í hvítu gollunni sópar til sín eldspýt- unum og kemur fyrir í ört vaxandi haug við hlið sér. Svo á að rekja. Af kappi. Engin lognmolla liðin við spilaborðið þar sem Magga P. er við stjórnvölinn. Margrét var lágvaxin, nett kona og kvik á fæti. Hárið silfurgrátt, dökk- ar augabrúnir yfir fremur litlum augunum, svipmikið nefið og var- irnar eilítið þunnar. Hugurinn var skýr og hún lá ekki á skoðunum sín- um. Hvort heldur hún deildi með viðstöddum áliti sínu á ómögulegri ríkisstjórn, eða hvatti menn til að kaupa norðlenskar vörur. Hún var, svo vitnað sé í þekktan slagara, af þessum gamla skóla, hörkutóla. Kenndi sér sjaldan meins og var hörð af sér. Hennar hlutskipti framan af var erfiðis- vinna, við búskapinn heima í Holti, í vist og vinnumennsku, við þvotta og ræstingar utan heimilis meðfram heimilishaldinu. Lengst af starfaði hún hjá Efnaverksmiðjunni Flóru í Grófargilinu. Vann þar fram yfir sjötugt og þótti súrt í broti að hverfa af vinnumarkaði. Bjó þá enda enn við góða heilsu. Kjörin voru kröpp framan af æv- inni. Ráðdeild og sparsemi voru rík- ur þáttur í fari hennar. Það á ekki að bruðla með fé. Allra sinna ferða fór hún fótgangandi. Lét sig ekki muna um að arka utan úr Glerár- hverfi og niður í bæ og heim aftur á níræðisaldri. Jafnvel að hlaupa við fót niður á her að skanna úrvalið frá síðasta flóamarkaði. Óþarfi að eyða fé í strætómiða, og gilti þá einu þó fengjust með afslætti fyrir elli sak- ir. Ekki á meðan báðir fætur eru jafnlangir. Þótti líka mesta firra að panta sjúkrabíl eftir sér fótbrotinni í Kollugerðismóum eitt haustið. Það hlyti einhver annar að geta ekið sér undir læknishendur. Eflaust hefur hún notað tímann og týnt drjúga botnfylli í mæjónesdósina meðan beðið var aðstoðar. Heilsunni fór ört hrakandi á síð- asta ári. Þrekið þvarr eftir því sem á leið, en gamla seiglan var enn til staðar. Hún hélt út í gönguferðir, en ýtti nú á undan sér þar til gerðri göngugrind á hjólum. Margrét kunni heilsuleysi sínu illa, enda henni nánast óþekkt á nær 90 ára æviskeiði. Þrotin að kröftum kvaddi hún, södd lífdaga nú þegar vorið er handan hornsins og hefur þá ef til vill verið hugsað til Ásanna heima í Húnaþingi. Hún hugsaði heim á á æskustöðvarnar á vorin. Spilinu er lokið. Hjartadrottning, kóngur, ás og trekki… Margrét Þóra Þórsdóttir. Þótt kveðji vinir einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin sem aldrei bregst og aldrei burtu fer. (Margrét Jónsdóttir.) Þessi orð gætu átt við hana ömmu, því eins og hún sagði sjálf ekki fyrir löngu: „Það fara allir á undan mér.“ En nú er hún amma farin á fund afa, eftir 36 ára aðskiln- að. Ég vissi eins og allir að að því kæmi og undir það síðasta stóð ég mig oft að því að óska þess að nú væri hennar stund komin. Þegar sú stund kom vildi ég helst að hún gæti verið með okkur bara pínulítið leng- ur. Ég man fyrst eftir mér hjá ömmu, því þar átti ég heima fyrstu sjö árin mín. Fyrsta alvöru minn- ingin er við eldhúsbekkinn í Skarðs- hlíð 40. Þar erum við Valur bróðir að snúa kleinum, síðan við að borða kleinur, ristað brauð og síðast en ekki síst að drekka kaffi. Uppáhaldsiðja ömmu var berja- tínsla, kartöflurækt og blómarækt. Hún passaði okkur systkinin mikið og gerði það vel. Ég veit og man að hún vann mikið, en einhvern veginn finnst mér hún alltaf hafa verið heima. Síðustu árin var heilsan far- in að gefa sig, en í berjamó fórum við samt og lét hún sig ekki þó að halda þyrfti á henni niður síðustu móana að bílnum. Þetta lýsir ömmu best. Síðustu daga spurði hún mig oft af hverju hún fengi ekki bara að sofna og mitt svar var ætíð á þá leið að hennar tími væri ekki komin ennþá. Hann kom svo 15. apríl síðastliðinn. Pabbi kom og sagði mér að þú hefðir veikst þá um morguninn. Mamma var að vinna, svo ég dreif mig til þín. Þú svafst svo vært. Nú vissi ég að þinn tími var kominn. Helginni hafðir þú var- ið heima í hinsta sinn. Þetta var stundin. Ég sat við rúmið þitt ásamt Lodda frænda, Þyri frænku og mömmu þegar svefninn langi tók við. Elsku hjartans amma. Hafðu þakklæti fyrir allt. Ég veit að bræð- ur mínir vilja líka þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við systkinin viljum þakka starfsfólki á lyfjadeild FSA fyrir umönnunina sem var einstök. Mig langar að kveðja þig með bæn sem þú kenndir mér pínulítilli, reyndar einni af mörgum Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín dótturdóttir Guðrún Margrét. Hún „langa amma“ eins og við kölluðum ömmu Möggu er sofnuð svefninum langa. Okkur systkinin langar að þakka þér allar stundirn- ar sem við áttum með þér. Við vor- um rík að eiga svona góða lang- ömmu. Aldrei vorum við vettlinga- eða sokkalaus. Það var þitt verk að sjá um að allir væru vel búnir og engum yrði kalt. Þú gladdist þegar við fæddumst og nú síðast þegar Marinó Snær kom í heiminn. Hann segir að nú sé „langa í Lindó“ hátt uppi í geim hjá Jesú í leikskólanum sínum. Við viljum trúa því. Elsku langamma, sofðu rótt svefninum langa. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen. Ása Rut, Valþór Atli og Marinó Snær. Margrét, langamma mín, fæddist í torfbæ í Húnavatnssýslu og ólst þar upp á öðrum áratug síðustu ald- ar. Síðasta haust gekk ég á hennar fund heima í Lindasíðu og bað hana að segja mér frá æsku sinni og hvernig lífið gekk fyrir sig á þessum tíma, en ég var þá að vinna verkefni í félagsfræði sem nefndist „Rætur“. Torfbærinn sem hún bjó í sam- anstóð af þremur bæjum og bjó fjöl- skylda hennar í nyrsta húsinu. Ekki höfðu börnin mikið úrval leikfanga, en leggir, sviðakjammar og önnur bein af dýrum voru brúkuð til leiks og þá töldust skeljar einnig til leik- fanga þess tíma. Þær voru raunar fátíðar á þessum slóðum, fjarri sjáv- arsíðunni og þótti hinn mesti fengur að eignast þær. Börn byrjuðu snemma að vinna, en gengu í léttari verk á yngri árum. Margrét var þar engin undantekning, en hún sagði mér að sér hefði fallið betur í geð að sinna útiverkum og þeim störfum sem karlmenn frekar gengdu frem- ur en hefðbundnum störfum kvenna innandyra. Hún fór snemma að sitja yfir kindum og aðstoða föður sinn við bókhaldið í fjárhúsunum. Skemmtanir voru fátíðar, það var helst að menn brugðu sér á milli bæja sér til upplyftingar frá amstri dagsins og eitthvað var gripið í spil heimavið. Margrét varð vitni að þeim gíf- urlegu breytingum sem urðu á ís- lenska þjóðfélaginu á síðustu öld. Torfbærinn var hennar æskuheim- ili, um miðja öldina, eftir seinna stríð bjó hún með fjölskyldu sinni í hermannabragga á Gleráreyrum, en komin á miðjan aldur flutti hún í nýtt fjölbýlishús. Síðustu æviár sín bjó hún innan um „jafnaldra“ sína í 7 hæða fjölbýlishúsi með öllum nú- tímaþægindum. Eyþór Helgi. MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.