Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 46

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sólrún Þorgeirs-dóttir fæddist á Patreksfirði 28. des- ember 1945. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Trönu- hjalla 17 í Kópavogi, 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingimundur Þorgeir Þórarins- son, f. í Kollsvík í Rauðasandshreppi 11. apríl 1916, d. 25. ágúst 1982, og Svava Gísladóttir, f. í Rauðseyjum á Breiðafirði, 11. september 1922, d. 16. desember 1997. Systkini Sól- rúnar eru Gísli Þór Þorgeirsson, f. 30. september 1944, og Dagný Björk Þorgeirsdóttir, f. 20. maí 1947. Fyrri eiginmaður Sólrúnar var Sigþór Ingólfsson, f. 27. janúar 1944. Þau gengu í hjónaband 19. desember 1964, en slitu samvistum árið 1976. Foreldrar Sigþórs voru Ingólfur Guðmundsson, f. 15. febr- úar 1907, d. 27. ágúst 1983, og Þór- ey Sigurðardóttir, f. 30. júní 1907, d. 20. janúar 1997. 3. september 1994 giftist Sólrún Ólafi Vigni Sig- urðssyni, f. 9. júlí 1947. Foreldrar hans eru Sigurður Ólafsson f. 5. mars 1920, d. 12. júlí 1962, og Guð- björg Ólafsdóttir, f. 18. ágúst 1927. Sólrún og Ólafur slitu samvistum árið 1997. Börn Sólrúnar og Sig- þór slitu samvistum árið 1976 og fluttist hún þá til Reykjavíkur ásamt börnum sínum. Eftir kom- una til Reykjavíkur starfaði Sól- rún um skeið á skrifstofu Verk- fræðingafélags Íslands, en síðan við símavörslu hjá Vörubílstjór- afélaginu Þrótti. Meðfram vinnu hóf hún sjúkraliðanám, lauk for- skóla sjúkraliða hjá Námsflokkum Reykjavíkur 1980 og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1981. Árið 1997 lauk hún sérnámi sjúkraliða í endurhæfingu langveikra í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sólrún sótti fjölda námskeiða og fyrirlestra sem tengdust starfinu og lauk einnig námskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð árið 2000. Sólrún starfaði sem sjúkraliði í um það bil 20 ár, fyrst á Landspít- alanum við Hringbraut og síðar á Kristnesspítala við Eyjafjörð, Víf- ilsstaðaspítala, Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hveragerði og dagvist- un fyrir minnissjúka í Hlíðabæ. Í janúar síðastliðnum hóf hún svo störf á hjúkrunarheimilinu Víði- nesi. Sólrún var alla tíð mjög fé- lagslynd og virk í félagsmálum. Hún var trúnaðarmaður sjúkra- liða á Vífilsstöðum og hjúkrunar- heimilinu Ási, og var í stjórn Reykjavíkurdeildar SLFÍ og or- lofsnefnd SLFÍ. Í gegnum tíðina starfaði hún jafnframt í mörgum nefndum innan Sjúkraliðafélags- ins. Einnig var hún um árabil virk- ur meðlimur innan Junior Chamb- er-hreyfingarinnar. Útför Sólrúnar Þorgeirsdóttur fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þórs eru: 1) Jósef Gunnar Sigþórsson, f. 5. maí 1964. Sambýlis- kona hans er Elsa Dögg Gunnarsdóttir, f. 13. mars 1969. For- eldrar hennar eru Gunnar Haraldur Hauksson, f. 29. októ- ber 1946, og Áslaug Jóhanna Guðjónsdótt- ir, f. 10. júní 1950. Sonur Jósefs Gunnars og Elsu Daggar er Guðjón Þór, f. 18. júní 2000; 2) Þórey Sig- þórsdóttir, f. 25. nóv- ember 1965. Sambýlismaður henn- ar er Hilmar Oddsson, f. 19. janúar 1957. Foreldrar hans eru Oddur Björnsson, f. 25. október 1932 og Borghildur Thors, f. 27. maí 1933. Börn Þóreyjar og Hilmars eru Hera, f. 27. desember 1988 og Oddur Sigþór, f. 7. september 2001. Sólrún Þorgeirsdóttir ólst upp á Patreksfirði og lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1961. Árið 1962 kynnt- ist hún fyrri eiginmanni sínum, Sigþóri Ingólfssyni, og stofnuðu þau heimili á Patreksfirði. Á með- an Sólrún bjó á Patreksfirði vann hún lengi á símstöðinni og síðar við verslunarstörf. Þau hjónin voru bæði virk í félagslífi staðarins og starfaði Sólrún til dæmis mikið innan leikfélagsins. Sólrún og Sig- Þetta ljóð rákumst við systkinin á í fórum mömmu. Það er eins og talað út úr hennar hjarta. Við birtum það í minningu hennar, sem alltaf bar með sér gleði og kveikti hana hjá öðrum: Hve ég elska þig, gleði, með geislana þína, – án gleði er ég aumlega stödd –, þá sólbros þitt skín inn í sálina mína, þar syngur hver einasta rödd! Þú opnar það besta sem eðli mitt geymir og uppljómar dimmustu göng, svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir og hugurinn fyllist með söng. Og þá vil ég öllu því lifandi líkna og lofa því gleðina að sjá. Allt mannkyn vil ég af misgjörðum sýkna og mildinni konungdóm fá. Því ég elska þig, gleði, með andlitið bjarta, sem áhugann kveikir og þor. þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta, þú, huga míns „syngjandi vor“! (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þórey og Gunnar. Tengdamóðir mín var engin venjuleg kona. Hera, dótturdóttir hennar, sagði að hún væri engill í dulargervi og það var hún svo sann- arlega, blíðari og brosmildari mann- eskju hef ég aldrei þekkt. Ég kynnt- ist henni um haustið 1987 þegar ég fór að vera með Gunnari syni henn- ar, en þá bjó hún á Kristnesi í Eyja- firði. Á milli þeirra mæðgina var mjög fallegt samband og þau voru alveg einstaklega náin. Ég spurði Gunna oft í gamni að því hvort hann væri búin að hringja í mömmu sína og bjóða henni góða nótt, því þau töluðu saman á hverjum degi hvort sem þau höfðu eitthvað sérstakt að segja eða ekki. Sólrún var afskap- lega stolt af börnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Það rifjast upp fyrir mér dagar eins og þegar Gunni útskrifaðist úr Há- skólanum, þegar Þórey var fjallkona á 17. júní, svo að ég tali nú ekki um þegar Sólrún eignaðist barnabörnin sín. En þá var henni mikið í mun að þau líktust sér á einhvern hátt, hún gróf upp gamla mynd af sér frá því hún var tæplega eins árs og reyndi að finna svip með sér og þeim. Guð- jón sonur minn fékk spékopp eins og hún var með og hún benti fólki reglulega á það. En mér er mest í mun að hann Guðjón minn verði eins hjartahlýr og góður og hún Sól- amma. Sólrún var mikil félagsvera og vildi alltaf hafa fólk í kringum sig. Hún átti marga vini sem hún passaði upp á að vera alltaf í sambandi við. Hún var oft í hlutverki sálusorgara fyrir bæði vini og skjólstæðinga sína, sem áttu af einhverjum ástæð- um erfitt. Hún talaði oft um að hana langaði í djáknanám og það starf hefði örugglega hentað henni vel. Eins og ég sagði í upphafi þá var Sólrún engin venjuleg kona og þar af leiðandi engin venjuleg tengda- mamma. Samband okkar var alla tíð mjög gott og ég gat alltaf leitað til hennar. Hún grét með mér á sorg- arstundum og hló með mér á gleði- stundum. Hún hélt mjög fallega ræðu þegar ég útskrifaðist sem stúdent og á þeirri stundu var ég mjög stolt af því að geta sýnt vinum mínum og fjölskyldu hversu gott samband var á milli okkar. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sólrúnu, því hún kenndi mér svo margt. Hennar lífsmottó var að horfa alltaf á björtu hliðarnar og hugsa ekki um það leiðinlega. Að lokum langar mig að minnast hennar með bæn sem Sólrún ætlaði að kenna Guðjóni syni mínum, en við Gunni munum gera það í staðinn í minningu hennar: Dýrðarríkasti drottinn minn, dásemdar láttu kraftinn þinn anda minn styrkja og efla þrótt yfir mér vaka dag og nótt. Elsku Gunni, Þórey, Hera, Björk og Gísli, Guð geymi minningu um fallega og hjartahlýja konu. Elsa Dögg Gunnarsdóttir. Sumt fólk stendur manni svo nærri, er svo sjálfsagður hluti af lífi manns, að manni hættir til að taka því sem gefnum hlut, einhvers konar náttúrulögmáli, jafnvel landslagi sem maður dáir en gefur svo sem engan sérstakan gaum dags dag- lega, því fallegt landslag sem umlyk- ur mann og fóstrar fer ekkert, og jörðin breytist bara hægt og rólega. Þannig jörð, þannig landslag var Sólrún Þorgeirsdóttir, tengdamóðir mín. Svo allt í einu, því jörðin breyt- ist ekki alltaf hægt og rólega, heldur einnig hratt og ógnvænlega, hrynur veröldin, fallega landslagið í kring- um mann, og ekkert er samt. Þetta gerðist ekki. Jú, þetta gerðist. Sólrún varð bráðkvödd á heimili sínu. Við höldum að það hafi verið skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstudagsins 12. apríl. Við höldum það, vitum það ekki alveg, því það var enginn hjá henni nema englarnir sem biðu hennar. Hún var nýkomin heim til sín frá heimili mínu þar sem hún hafði gætt sjö mánaða sonar míns. Hún var alltaf að passa barna- börnin, alltaf þegar hún gat og örugglega miklu oftar. Börnin mín tvö hafa aldrei kynnst öðrum barnapíum en ömmum sínum, ef undan eru skilin afi og nánustu frændsystkini. Sólamma var barnapía númer eitt. Hún var yngri og hraustari (að því er við best viss- um) en hin amman og átti þar að auki bíl. Dóttir mín dáði hana sem aðra móður og snáðinn minn sjö mánaða, sem ennþá beitir fremur frumstæðum tjáskiptum, var vanur að taka fjörkipp þegar hún birtist, brosa brosinu sína breiða og klappa saman lófunum. Klappa fyrir bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér. Sólrún var stór hluti af lífi okkar. Stundum fullstór, fannst mér, sem ekki er vanur jafnmiklum stórfjöl- skyldusamskiptum og konan mín. Sólrún var mjög hreinskiptin og hafði skoðanir á flestu sem tengdist uppeldi barnabarnanna. Hún reyndi stundum að liggja á þeim, því hún vissi að þær voru mis- vinsælar hjá foreldrum sem voru bæði yngri og óreyndari, en yfirleitt gat hún ekki stillt sig, enda amma af ástríðu og ömmur eiga og mega hafa skoðanir. Og foreldrar mega vera ósammála. Þegar stór hluti af lífi manns hverfur skyndilega, skilur hann eftir sig stórt skarð. Það hleypur enginn í skarðið, og það tekur tíma að fylla upp í það; þeir sem eru eldri og reyndari vita að það tekst aldrei, skakkaföll sem sigrar eru nefnilega það sem mótar okkur, sífellt, allt æviskeiðið á enda og gerir okkur öll að einstökum manneskjum. Þannig er það bara. Og lífið heldur áfram – alla vega enn um sinn. Sólrún var einstaklega lifandi manneskja. Oftast geislaði hún af fjöri og lífsgleði, og alltaf geislaði hún af hlýju og umhyggju fyrir nán- asta umhverfi. Auðvitað átti hún sín- ar erfiðu stundir, við vissum ekki alltaf af þeim, vorum vafalítið of upptekin af eigin vandamálum. Við vissum þó að hún hafði verið að taka til í lífi sínu að undanförnu, koma reglu á veraldarmálin. Hún var þreytt en hamingjusöm, ég er viss um það, því það var vor í lofti, bjart framundan. Hvaða skugga getur þá borið á líf þess sem á tvö heilbrigð uppkomin börn og þrjú yndisleg barnabörn og hefur þar að auki leyst verstu veraldarflækjurnar? Ég sakna Sólrúnar Þorgeirsdóttur sárt. Það hljóta allir að gera sem hana þekktu. Hilmar Oddsson. Elsku Sól amma mín. Vertu eins og blóm, sem breiðir blöð sín móti himni og sól. Vertu hönd, sem haltan leiðir, hæli þeim, sem vantar skjól. Vertu ljós þeim villtu og hrjáðu, vinur þeirra er flestir smá. Allt með björtum augum sjáðu, auðnan við þér brosir þá. (M.S.) Þetta ljóð lastu fyrir mig upp úr fermingarkorti til mín frá þér, í fermingunni minni hinn 1. apríl síð- astliðinn. Þú hafðir geymt það í nokkur ár til þess að gefa mér þegar ég myndi fermast, því þér þótti það svo fallegt. En þó að ljóðið hafi verið til mín, var það í rauninni um leið lýsing á þér, því þú varst alltaf þarna til staðar fyrir alla, vinur þeirra er þurftu á vini að halda og sást allt með björtum augum. Ég mun reyna að uppfylla þessa ósk þína í ljóðinu eins og ég get. Þú varst mér eins og önnur móðir, við eyddum ótrúlega miklum tíma saman. Þó að gistingunum heima hjá þér hafi kannski fækkað upp á síðkastið, þá hitti ég þig eiginlega á hverjum degi. Alltaf tilbúin, ef þú mögulega gast, til þess að keyra mig milli staða, sama hvort um var að ræða sellótíma eða jazzballet, svo dæmi séu nefnd. Svo sá ég þig líka oft þegar þú varst að passa Odd bróður, hjálpa mömmu með eitthvað og einfaldlega bara þegar þú komst í heimsókn. Margir hafa sagt við mig núna, þegar þú ert farin, að ég hafi verið svo heppin að hafa þekkt þig svona lengi, miðað við t.d. Guðjón Þór sem hafði þekkt þig í tæp tvö ár, og Odd Sigþór sem var aðeins búinn að þekkja þig í rúmlega sjö mánuði. Ég er sammála því. Ég fékk þó þrettán ár og er mjög þakklát fyrir það. En þrátt fyrir að strákarnir hafi þekkt þig í svona stuttan tíma, þekktu þeir þig vel, og vonandi mun sú minning sem þeir áttu um þig, og við öll sem þekktum þig, vara að eilífu. Ég mun sakna þín alla tíð, en minningarnar munu hjálpa mér að halda áfram í lífinu og líta á lífið sem bjartan veg framundan þó að þú verðir ekki hjá mér í persónu. Nokk- urn veginn eins og þú baðst mig um… sjá allt með björtum augum. Þín Hera Hilmarsdóttir. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Amen og góða nótt. Guð geymi þig elsku Sól’amma Guðjón þór og Oddur Sigþór. Mánudaginn 1. apríl s.l., á annan í páskum, fylgdust tvær stoltar ömm- ur með fermingu barnabarns þeirra í Háteigskirkju. Það var einmitt eft- ir fæðingu þessa barnabarns okkar sem ég hitti Sólrúnu Þorgeirsdóttur fyrst. Þetta var fyrsta barnabarn okkar beggja, dóttir sonar míns og dóttur hennar. Í þessi þrettán ár sem liðin eru frá fæðingu þessa barnabarns okkar hafa samskipti okkar Sólrún- ar verið mikil og góð. Hún var ákaf- lega gefandi og kærleiksrík kona, stórglæsileg og greind, og mér fannst ég vera miklu ríkari eftir að hafa kynnst henni. Í september s.l. höfðum við aftur tækifæri til að gleðjast sameiginlega við fæðingu annars barnabarns okk- ar. Lítill drengur fæddist börnunum okkar. Þessi litli drengur fær því miður ekki lengur að njóta elsku Sólrúnar ömmu sinnar og fer hann þá mikils á mis. Við sem eftir lifum munum hins vegar segja þessum litla dreng, eftir því sem hann öðlast vit og þroska, frá Sól ömmu (því svo var Sólrún kölluð af barnabörnum sínum) sem var svo sérstök og umhyggjusöm amma. Ég kem til með að sakna Sól- rúnar mikið og mun geyma minn- inguna um hana í hjarta mér. Börn- um, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðrum aðstandendum Sólrúnar votta ég mína innilegustu samúð. Borghildur Thors (Bogga amma). „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt…“ Þessi setning úr æðru- leysisbæninni hefur verið mér efst í huga frá hinu ótímabæra andláti bróðurdóttur, sem færði okkur svo mikla gleði allt sitt líf. Hún sem allt- af geislaði af lífi og var stöðugt reiðubúin að hjálpa öllum og styðja. Við þökkum Guði fyrir tilveru henn- ar og biðjum hann að veita börnum hennar og barnabörnum styrk í þessum mikla missi. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. Hallgr.) Elsa og Guðbrandur. Ástkær frænka mín, Sólrún Þor- geirsdóttir, er dáin. Fráfall hennar var óvænt og ótímabært. Lífsgleði, jákvæði og létt lund voru hennar að- alsmerki. Nærvera hennar var gef- andi, hún var hlý manneskja, henni var annt um aðra og reyndist öllum vel. Þeim sem kynntust henni lærð- ist fljótt að þykja vænt um hana. Hún var manneskja sem skipti máli. Á barnsaldri fór ég oft á sumrum vestur á Patró með foreldrum mín- um, sem þar eiga rætur. Þar var æv- intýraheimur. Sólrún, sem þá var á táningsaldri, var nokkurs konar prinsessa í því ævintýri. Stóra frænkan sem tók litla frænda upp á sína arma, hampaði honum og dekr- aði við hann í alla staði. Kitlaði hann þar til hann var að springa úr hlátri og hló svo hjartanlega með. Ég var stoltur af þessari frænku. Hún var ekki bara falleg og skemmtileg, hún vann líka í ísbúð. Strákarnir í pláss- inu áttu ekki svona frænku. Þeir voru ófáir ísarnir sem frændinn fékk fyrir lítið verð, einn koss og við vorum kvitt. Á þessum árum var grunnur lagður að gagnkvæmri væntumþykju sem aldrei bar skugga á. Á bernskuheimili Sólrúnar var kannski ekki hátt til lofts og vítt til veggja. En þar ríkti gleði, umhyggja og góður andi. Foreldrar hennar, Geiri og Svava, voru einstök heim að sækja. Sólrún og systkini hennar þau Dagný Björk og Gísli Þór hafa búið vel að þeim heimanmundi. Suð- ur til Reykjavíkur komu þau annað slagið og þá dvöldu þau gjarna hjá foreldrum mínum. Þá var gaman og glatt á hjalla. Í einni ferðinni kynnti Sólrún til sögunnar Sigþór Ingólfs- son, sem síðar var eiginmaður henn- ar. Þótt þau hafi slitið samvistum voru samskipti þeirra ávallt góð og vinskapur ríkti við Sigþór og seinni konu hans, Sólveigu Kristjánsdótt- ur. Börn þeirra Sólrúnar og Sigþórs, Jósef Gunnar og Þórey og fjölskyld- ur þeirra, voru Sólrúnu einstaklega mikils virði, ekki síst barnabörnin þrjú. Missir þeirra allra er meiri en orð fá lýst. Guð styrki þau í sorg sinni. Sólrún varð bráðkvödd á heimili sínu. Hún hafði nýlega fest kaup á íbúð, leit full tilhlökkunar til fram- tíðar og þeir sem næstir henni stóðu samglöddust með henni. Það er erf- itt að sætta sig við brotthvarf henn- SÓLRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.