Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 49 Vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára, Gunnar Erlendsson véltæknifræðingur, lést á skírdag 70 ára að aldri. Hann átti á undanförnum árum við alvarleg veikindi að stríða, og varð að láta af störfum fyrir aldur fram. Þegar við fjórmenningarnir stofnuðum verkfræðistofuna Fjar- hitun sf. í ársbyrjun 1962 var Gunnar fyrsti starfsmaðurinn, sem við réðum til starfa. Hann hafði fagmenntun, en fór til Óðinsvéa í Danmörku til frekara náms og lauk þar námi í véltæknifræði. Það sýndi sig fljótt að þar fór vandaður maður, sem lagði sig fram um að leysa öll þau verkefni sem honum voru falin með mikilli nákvæmni. Í byrjun voru það einkum hitaveitur en síðar varð hans sérsvið að hanna pípulagnir í fjölda húsa. Þar nýttist honum fyrri reynsla, og ná- kvæmnin var slík að helst vildi hann teikna hverja beygju og krók til þess að allt væri fullkomið. Þegar Fjarhitun var á áttunda áratugnum breytt í hlutafélag varð hann að sjálfsögðu einn af hluthöf- unum, annað kom ekki til greina. Starfsmenn áttu að njóta síns framlags. Það er að sjálfsögðu margs að minnast eftir áratuga samstarf, hann var hæverskur fé- lagi og góður í samstarfi, þótt það færi ekki á milli mála að hann gat staðið mjög fast á sínu. Á námsárum sínum í Óðinsvéum kynntist hann Elsu konu sinni. Þau voru mjög samhent hjón og reistu sér fallegt heimili í Kópavogi, þar sem þau undu vel sínum hag. Þau hjón ferðuðust einnig mikið, bæði innanlands og utan, áttu ágætan húsbíl, sem var mikið notaður og skipulagning þeirra ferða var Gunnars sérgrein. Það kom best í ljós eftir að Gunnar veiktist hvernig Elsa stóð eins og áður við hlið hans eins og klettur. Hún hefur sýnt dugnað og æðruleysi og veitti honum mikla umhyggju og kærleik. Við fjórmenningarnir og eigin- konur okkar sendum Elsu og öðr- um vandamönnum okkar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Gunnars Erlendssonar. Einar A., Einar H., Karl Ómar og Pétur. Gunnar Erlendsson tæknifræð- ingur hóf störf á verkfræðistofunni Fjarhitun árið 1963 og starfaði þar til ársloka 1998, þegar hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Árið 1974 gerðist Gunnar hluthafi í fyr- irtækinu, en seldi sinn hlut við starfslok. Á fyrstu starfsárunum hjá fyrirtækinu vann Gunnar mikið að hönnun hitaveitugeyma og dreifikerfa fyrir hitaveitur víða um land. Seinni starfsárin var verksvið hans einkum hönnun lagnakerfa í byggingar. Í mörgum stórbygging- um, jafnt íbúðarhúsum, opinberum byggingum og atvinnuhúsnæði, eru lagnakerfi sem Gunnar hannaði á 35 ára starfsferli sínum hjá Fjar- hitun. Hann var m.a. aðalhönnuður lagnakerfa í mestan hluta fé- lagslegs íbúðarhúsnæðis sem byggt var í Reykjavík á 25 ára tímabili, 1970–1995. Öll störf Gunnars ein- kenndust af vandvirkni og ná- kvæmni. Gunnar var einstaklega þægilegur vinnufélagi sem sam- GUNNAR HAFSTEINN ERLENDSSON ✝ Gunnar Haf-steinn Erlends- son fæddist í Hafnar- firði 2. janúar 1932. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi á skírdag, 28. mars 2002. Útför Gunnars Er- lendssonar var gerð frá Fossvogskapellu 10. apríl síðastliðinn. starfsfólki líkaði und- antekningarlaust vel við. Stjórn og starfs- menn Fjarhitunar þakka Gunnari langt og farsælt samstarf og votta eftirlifandi konu hans Elsu innilegustu samúð. Sigþór Jó- hannesson og Oddur B. Björnsson. Í örfáum orðum viljum við minnast Gunnars H. Er- lendssonar tæknifræðings, sem lést hinn 28. mars sl. Gunnar var mikill dýravinur og á árum áður einn ötulasti og dygg- asti félaginn í Hundavinafélagi Ís- lands. Gunnar var til fjölda ára í stjórn Hundavinafélagsins og léði því bæði krafta sína og kunnáttu á ýmsan hátt en hann teiknaði hundagæsluheimili það sem félagið ásamt Hundaræktarfélagi Íslands byggði fyrir rúmum tveimur ára- tugum og reist var á Arnarstöðum í Hraungerðishreppi en það hús var fyrsta sérhannaða hundagæslu- heimili á Íslandi. Gunnar kom einn- ig mikið að málum fyrstu starfsár Dýraspítala Watsons í Víðidal á sínum tíma. Við minnumst látins félaga og sendum aðstandendum Gunnars hugheilar samúðarkveðjur. F. h. Hundavinafélags Íslands, Hlín Brynjólfsdóttir og Gunnar Borg. Fyrir tæpum aldarfjórðungi hitti ég Gunnar fyrst. Við vorum báðir að vinna fyrir Vestmannaeyjakaup- stað, hann á vegum verkfræðistof- unnar Fjarhitunar við annan mann að undirbúa hústengingar við hraunhitaveituna og ég við síðustu áætlunina sem ég gerði eftir gosið fyrir bæjaryfirvöld. Eins og títt var um tæknimenn ofan af fastalandinu þá gistum við í húsnæði sem bærinn útvegaði okk- ur. Fyrstu árin eftir gosið hafði það verið elliheimilið. „Á að aka þér beint á elliheimilið eða niður á bæjarskrifstofur?“ voru leigubíl- stjórarnir vanir að spyrja þegar við ókum frá flugvellinum. Í þetta sinn var það Villan, útbygging frá ráð- húsinu sem áður hafði verið sjúkra- hús bæjarins. Það var búið að hræða okkur með draugagangi því að undir fyrri vistarverum hjúkr- unarkvenna í risinu, þar sem við gistum, hafði verið líkhús. Nú, við urðum einskis varir, en höfðum okkar gamanmál um það og svo var þetta líka forboði um ókomna atburði sem mér komu ekki í hug þá. Þannig var að einu eða tveimur árum seinna gerðist ég starfsmað- ur Fjarhitunar og þá hófst tveggja áratuga samstarf og góður kunn- ingsskapur okkar Gunnars. Þar sem ég starfaði mest á öðr- um sviðum hjá fyrirtækinu en Gunnar var samstarf okkar einkum persónulegs eðlis þar sem ég var oftast þiggjandi. Í nútímatækni- þjóðfélagi eru tvær frumskyldur sem sinna þarf eða að minnsta kosti reyna það eða láta líta þannig út. Það er rekstur og viðhald íbúð- ar og svo er það rekstur bifreiðar. Kosturinn við að vinna hjá stóru og ágætu fyrirtæki eins og Fjarhitun er að þar er góður möguleiki að finna „altmuligmenn“ sem ráðgjafa á þessum sviðum og Gunnar var sem sé aðalráðgjafi minn í bíla- málum. Á þeim árum tíðkuðust gamlir bílar hjá mér, keyptir 5 ára gamlir og ekið til 10–12 ára aldurs. Eftir að Gunnar varð að hætta störfum vegna heilsubrests breytt- ist þetta og nú eru nýir bílar í tísku hjá fjölskyldunni. Eins og mörgum öðrum voru mér ráð Gunnars traust. Ég man eftir tveimur atvikum. Eitt sinn varð mótorinn slappur. Gunnar reyndist eiga tæki til að mæla stimpilaflið og bauðst til að mæla vélina. Nú, hann mældi einn stimp- il, en rétti mér síðan tækið og sagði: „Nú mælir þú.“ Ég varð hálfhissa, en þá sagði hann að menn lærðu ekkert nema gera hlutina sjálfir. Þetta lýsir honum vel, hann var ekki aðeins ráðagóð- ur heldur var hann líka góður kennari. Hitt atvikið var þannig að ég ætlaði í lok vinnudags að fara norður í land í framkvæmdaferð með systkinum mínum og var verkefnastjóri og því áríðandi að ég kæmist tímanlega á leiðarenda. Þegar ég er að leggja af stað frá Fjarhitun kem ég bílnum ekki í gang hvernig sem ég reyni. Ég fylltist skelfingu, en datt svo í hug að kannski væri Gunnar ekki far- inn úr vinnunni. Það reyndist rétt og þar var ég heppinn, því að Gunnar fann snarlega út að geym- irinn væri búinn að vera. Hann kom bílnum samt í gang og sagði: „Gylfi, þú ekur bara upp í Skorra, kaupir nýjan geymi og leggur svo í’ann.“ Deginum og ferðinni var bjargað. Gunnar ferðaðist mikið með Elsu konu sinni á ferðabíl sem þau áttu. Hann var náttúruunnandi og naut þess „að slá upp tjöldum sínum“ og fylgjast með spilverki náttúrunnar. Einn af mörgum minningarglömp- um frá samveru okkar á Fjarhitun var þegar við ræddum um vorboð- ann, um tjaldahjónin sem komu á hverju vori á túnið við Höfða sem sást vel út um gluggann hjá Gunn- ari. Þá sagði hann mér eitt vorið frá merkilegri sjón sem borið hafði fyrir hann í ferðabílnum á gististað í sumarleyfisferð. Tjaldahjón voru að ala upp unga sína rétt við bílinn og kenna þeim að bjarga sér og „tukta þá til“ eins og hann orðaði það. Gunnar var næmur náttúru- skoðandi. Gunnar var kraftmikill og harð- duglegur og hann lumaði oft á skemmtilegum sögum sem hann sagði á sinn glettna hátt. Eftir að Gunnar varð að hætta störfum hjá Fjarhitun árið 1998 hrakaði honum alltof hratt af völdum sjúkdóms sem ég kann ekki heitið á, sem gerði hvort tveggja, að eyða lík- amskröftum og andlegum kröftum hans. En það er og verður ætíð Gunn- ar með glettnisglampa í augum sem maður minnist þegar hann kemur upp í hugann. Gylfi Ísaksson.                      ! "#$"   %&'(   !                     !"#$     )   "*+   * ,- ". " +*+  +   ".  & % ! "*+ - %   &    '  '  '  &   / 0,1 2 ( #      )    *  $      !   $ +   ,     -          .    .          #    '   / "   ''    0 '  !" % -3 %4*+   &%% ""*+  "* *+  3 %4-" .  !  -3 %4*+  * ,    "* 3 %4. 3 %43 %4.- 1         /15 /)5 65,    ! "#$" " *78      # 0 #   2           *  $     3  "%  "**+  "  . 4 - %$ . ! 4 *+  6" 9- %$ . & %+:*+   %$ . 5;< *+  % 4 %$ *+    ". =  =& .%=  =  =& - 1                5 2 #4 $! $  9" #+"%'' +: .%         4    5       6 $  3   , !  #.$2***+  &  ".   >  ". ! 4, !=& %)+" *+  % !  & "*+  ) "% *." 9%4. &  ". 9" %% *+ .% =& - 1             '  9)5 % "  ,"! % * 7? (       4    5           ) 43  4 *+  /  )"*  / " *+  @+ )"*  6"  )"*  )"*  ""*+ )"* -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.