Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 53

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 53 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Sam- vera foreldra unga barna kl. 14-16 í neðri safnaðarsal. Opið 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.-3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um- sjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.-7. bekk. Lokasamvera vetrarins. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um bréf Páls til Efesusmanna. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð- arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Fræðsla: Að hætta með barn á brjósti. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslu Sel- tjarnarness fjallar um efnið. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16 og fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10- 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20- 15.20. Barnakóraæfing kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegis- verður, samvera. Starf fyrir 10-12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30-18.15. Félagsfundur í safnaðar- félagi Digraneskirkju kl. 20.30. Hjónin Jó- hann Guðmundsson, fyrrverandi flugum- ferðarstjóri, og Lára Vigfúsdóttir innanhússarkitekt segja frá störfum sín- um meðal fanga. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30-19.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10-12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30-16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT – kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10-12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börn- unum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17- 18.30 fyrir 7-9 ára. Kl. 20-22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00. Hægt er að koma fyrirbænaefn- um til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15-14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7-9 ára krakka undir stjórn Hjördísar Kristinsdóttur. Kl. 17.30 TTT – kirkjustarf 10-12 ára krakka. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10-11.30. Borgarneskirkja. TTT – tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Safnaðarstarf Neskirkja Morgunblaðið/Jim Smart Til leigu mjög gott 260 fm atvinnuhúsnæði á svæði 108 í Reykjavík. Hentugt fyrir skrifstofur, heildsölur o.fl. Innkeyrsludyr. Laust 1. maí nk. Leiguverð er 150 þús. pr. mánuð. Sími 868 0329. Til leigu Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði, stærð ca 300 + fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu, stærð 103 fm. Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl 2002 kl. 20.00 á Skemmuvegi 6, Kópavogi. Dagskrá : ● Venjuleg aðalfundarstörf. ● Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Verslunarmannafélags Hafnarfjarð- ar verður haldinn í Gaflinum við Reykjanes- braut, þriðjudaginn 30. apríl kl. 20. Dagskrá: ● Venjuleg aðalfundarstörf. ● Breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs. ● Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins í þrjá daga fyrir aðalfund. Stjórnin. Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags verður hald- inn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20 á Engjateigi 11. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Breytingar á reglugerðum sjóða. 4. Önnur mál. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrif- stofu Eflingar frá og með 23. apríl 2002. Félagar fjölmennið. Kaffiveitingar. Stjórn Eflingar-stéttarfélags. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU Vífilfell hf. auglýsir til sölu eftirtalda bíla 1. Man 4x4 14 284 árg. 2000, ekinn 35 þús. Vörukassi er 6,5 m langur . Zepro lyfta, lyfti- geta 2 tonn 2. Man 10 223 árg. 1997, ek. 56 þús. Vörukassi 5,70 á lengd, báðar hliðar fullopnanlegar, Interlift lyfta, lyftigeta 2 tonn. 3. VW LT árg. 2000, ekinn 27 þús. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í síma 525 2544 og 896 4661. STYRKIR Úthlutanir úr IHM-sjóði Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svo- nefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins. Rétt til úthlutunar eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur og handritshöfundar verka sem flutt hafa verið í sjónvarpi eða hljóðrituð. Um úthlutun geta sótt allir þeir sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Höfundum handrita fræðslu- og heimildarmynda er bent á að sækja um til Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Með umsóknum skal fylgja yfirlit um birt verk umsækjanda í sjónvarpi eða hljóðvarpi. Sérstakt tillit verður tekið til birtra verka síðustu fimm almanaksár. Umsóknir þurfa að berast Rithöfundasambandi Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík, fyrir 3. maí nk. Netfang: rsi@rsi.is . SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.1  1514238-9.I*  EDDA 6002042319 I Lf.  Hamar 6002042319 I Lf. AD KFUK, Holtavegi 28. Afmælis- og inntökufundur í kvöld. Hann hefst með borðhaldi kl. 19. Árni Gunnarsson, Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur sjá um tónlistarflutning. Hugleiðing: Hrönn Sigurðardóttir. Nýjar kon- ur teknar í félagið. Skráning á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 til hádegis. Allar konur velkomnar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvarðanir um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum: Stækkun Grímsnesveitu í Grímsnes- og Grafningshreppi í allt að 10 MW. Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi, úr 40.000 í 80.000 stæði. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is . Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. maí 2002. Skipulagsstofnun. TILKYNNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.