Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 57

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 57 Víkingasveitin miðvikudaginn 24. apríl leikur fyrir dansi ...hin eina sanna föstudag 26. og laugardag 27. apríl Fögnum sumri Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Líttu við hjá okkur Kringlunni sími 553 2888 HELGA Bára Bragadóttir, 27 ára Akurnesingur, er í hópi 70 fyrstu friðarstyrkþega Rótarýsjóðsins, mannúðar- og menningarsjóðs Alþjóða Rót- arýhreyfing- arinnar. Hún mun í haust hefja tveggja ára meistaranám við Bradford- háskóla í Eng- landi í alþjóða- samskiptum með áherslu á friðarmál. Hinn 18. apríl sl. var tilkynnt í að- alstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hverjir hefðu hlotið þessa fyrstu friðarstyrki. Nú þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir skólaárin 2003–2005. Helga Bára er önnur þeirra úr hópi friðarstyrkþeganna 70 sem valdir hafa verið til að flytja erindi á allsherjarþingi Rótarýhreyfing- arinnar sem haldið verður í Barce- lona í júní nk. Helga Bára Bragadóttir lauk BA- prófi í mannfræði og kennslurétt- indaprófi frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin tvö ár starfað sem kennari við Menntaskólann á Ísa- firði. Hún var m.a. formaður Ung- mennahreyfingar RKÍ og situr nú í stjórn Rauða krossins. Þá var hún skiptinemi í Bólivíu eitt ár, vann hálft ár í Mósambík við þróun- araðstoð, tók hluta af háskólanámi sínu í Manchester í Englandi og var við nám og störf í Danmörku í eitt ár. Rótarýsjóðurinn (Rotary Found- ation) stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi um allan heim og hafa íslenskir rótarýfélagar lagt yf- ir hálfa milljón Bandaríkjadala til sjóðsins á undanförnum árum. Með þessum nýju friðarstyrkjum vill Rótarýsjóðurinn stuðla enn frekar að eflingu friðar í heiminum. Komið hefur verið á samstarfi við 7 há- skóla víða um heim um tveggja ára meistaranám í hinum ýmsu þáttum alþjóðasamstarfs og friðargæslu. Styrkirnir, sem eiga að standa undir öllum náms- og dvalarkostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir og má hvert hinna 530 umdæma Al- þjóða Rótarýhreyfingarinnar senda eina umsókn, segir í fréttatilkynn- ingu. Hlaut friðarstyrk Rótarýhreyfingarinnar Helga Bára Bragadóttir SAMFOK efnir til fundar um framtíð grunnskólans í Reykjavík á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 24. apríl kl. 20–22.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björn Bjarnason munu hafa fram- sögu um framtíð grunnskólans og stefnu sína í skólamálum. Að því loknu verða umræður og fyrirspurnir. Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn og spyrja fram- bjóðendurna spjörunum úr um það sem þeim liggur á hjarta varðandi framtíð grunnskólans og barnanna þeirra, segir í fréttatilkynningu. Fundur um fram- tíð grunnskólans STUÐNINGSHÓPUR kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík á morgun, 24. apríl, kl. 17. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, kemur á fundinn og segir frá starfi stöðvarinnar og forsendum krabba- meinsleitar, segir í fréttatilkynningu. Rabbfundur um eggjastokka- krabbamein OPIÐ hús verður í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, fimmtu- daginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 13-18, en þetta er einnig dagur umhverfis. Hveragerðisbær og Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands (HNLFÍ) taka einnig þátt í deginum. Þema dagsins byggist á heilsu, hreysti og hollri fæðu. Fræðsluhorn verður kl. 13-17.30, þar verða flutt erindi sem tengjast yfirskrift dags- ins. Boðið verður upp á sýnikennslu í blómaskreytingum og moltugerð skólans kynnt. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar verða afhent kl. 15.15. Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti og gestum verður boðið að smakka á sérstakri heilsusúpu frá HNLFÍ. Jazzleikfimi í boði HNLFÍ verður í Laugaskarði, sundlaug Hvergerðinga, og frítt verður í sund allan daginn. Hjúkrunarfræðingar frá Heilsugæslustöð Hveragerðis bjóða upp á mælingu á blóðþrýstingi, kólesteróli og blóðsykri. Einnig mun Manneldisráð kynna nýjan bækling. Nám við skólann verður kynnt í máli og myndum en sex námsbrautir eru starfandi við skólann og boðið verður upp á háskólanám í samvinnu við HÍ í haust. Gestum gefst kostur á að skoða hitabeltisgróðurhúsið (bananahús- ið), tilraunagróðurhúsið og fleira. Heilsa, hreysti og holl fæða í Hveragerði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sól- heimasamtökunum: „Vegna fréttatilkynningar stjórn- ar Sólheima um drög að skýrslu Rík- isendurskoðunar, vilja Sólheimasam- tökin, samtök áhugafólks um velferð fatlaðra á Sólheimum í Grímsnesi, koma eftirfarandi athugasemd á framfæri. Það er óþolandi ókurteisi af stjórn Sólheima að blanda hugsjón Sesselju Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima inn í umræður um fjármál Sólheima eins og þau hafa verið síð- ustu tvö ár eða þann tíma sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær yfir. Ef ásakanir þær sem koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar reynast réttar, virðist sem fjármunir ætlaðir fötluðum íbúum Sólheima hafi verið notaðir í annað en þjónustu við þá. Merkiskonan Sesselja Sigmunds- dóttir gaf allt sitt í þágu skjólstæð- inga sinna á Sólheimum. Því eru þessi ummæli stjórnar Sólheima á allan hátt vafasöm.“ Athugasemd Sól- heimasamtakanna JEPPADEILD Útivistar heldur deildarfund í dag, þriðjudaginn 23. apríl, kl. 20 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178. Ríkharður Sigmundsson frá R. Sigmundsson kynnir nýjungar í GPS. Arne Sólmundarson og Gunn- ar S. Guðmundsson verða með myndasýningu. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Kaffi og meðlæti verður fáanlegt. Jeppadeild Útivistar fundar SKÓLI Ísaks Jónssonar fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður opið hús í skólanum miðvikudaginn 24. apríl, síðasta vetrardag, kl. 9.30. Vinum og velunnurum skólans er þá boðið að koma og ganga um skólann og fylgj- ast með kennslu í öllum deildum, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í Ísaks- skóla á morgun REYKJAVÍKURDEILD RKÍ held- ur námskeið í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 24. apríl kl. 19-23, einnig verður kennt 25. og 26. apríl. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Kennd verður m.a. blástursmeð- ferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum o.fl. Að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum, segir í fréttatilkynn- ingu. Skyndihjálpar- námskeið OPNIR fyrirlestrar á vegum tölvun- arfræðideildar Háskólans í Reykja- vík verða haldnir í sal á 3. hæð í HR. Fyrirlesari verður Robin Murphy, prófessor við University of South Florida, er hún vísindamaður á sviði róbóta fyrir leit og björgun. Hún var m.a. kölluð til í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum 11. september til að stjórna leit með róbótum. Í dag, þriðjudaginn 23. apríl, kl. 20 kynnir Robin Murphy hvernig hægt er að auka hlut kvenna í raunvísind- um. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 16 er fyrirlestur Robin Murphy sem ásamt doktorsnema sínum, Aaron Gage, kennir um þessar mundir á þriggja vikna námskeiði í róbóta- fræði við HR. Í þessum fyrirlestri verður fjallað almennt um róbóta, tilgang þeirra og notkun og samspil gervigreindar og róbótafræði. Jafn- framt verða sýndir róbótar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir, segir í fréttatilkynningu. Opnir fyrir- lestrar í HR FERÐASKRIFSTOFA Vestfjarða- leiðar efnir dagana 12.-27. júní til nýrrar 16 daga rútuferðar um ná- grannalönd okkar, Færeyjar og Noreg, en hringferð um Ísland fylgir að auki. Kynningarfundur um ferðina verður í dag, þriðjudag 23. apríl, kl. 18 í húsi Ferðafélags Íslands, Mörk- inni 6 (risi). Kristján M. Baldursson mun kynna ferðina í máli og mynd- um. Afsláttur er fyrir m.a. félaga í Ferðafélagi Íslands og Félagi eldri borgara. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í Skógarhlíð 10, í síma og á heimasíðu: www.vesttravel.is, segir í fréttatilkynningu. Ferðakynning hjá Vestfjarðaleið VINNULYFTUR í Garðabæ afhentu Keflavíkurverktökum hf. nýlega nýja lyftu og mun vera um að ræða stærstu skæralyftuna hér á landi. Lyftan er af gerðinni Skyjack SJ-9250 og er hún framleidd í Kan- ada. Lyftan fer upp í 17,20 metra vinnuhæð og er pallurinn 1,87 x 7,28 metrar, eða 13,61 fermetrar, lyftigeta er 907 kíló. Lyftan er með bensín/gas mótor, og einnig eru glussalappir til að stilla hana af í halla. Í frétt frá Vinnulyftum kemur fram að að mikil eftirspurn hefur verið eftir slíkum tækjum bæði á leigu- og sölumarkaði. Fyrirtækið tók fyrr á þessu ári inn stóra send- ingu af rafknúnum skæralyftum sem eru frá 6,60 metrum og upp í 11,80 metra vinnuhæð og eru nokkrar lyftur eftir úr þessari send- ingu. Þar sem um margar lyftur var að ræða fengust þær á góðu verði og gekk verðlækkunin til við- skiptavina fyrirtækisins, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Vinnulyftum ehf. Keflavíkurverktökum afhent ný skæralyfta SAMBAND norrænna leiðsögu- manna, Inter Nordic Guide Club, IGC, hélt 31. ársþing sitt í Vasa í Finnlandi 13. apríl sl. Í sambandinu eru öll landssam- bönd leiðsögumanna á Norðurlönd- um auk einstakra staðbundinna fé- laga í borgum og bæjum, en um 3.000 manns eru í IGC. Þingið lagði ríka áherslu á víðtæk- ar umbætur í menntunarmálum leið- sögumanna og löggildingu starfsheit- is leiðsögumanna. Í umræðunni á þingi IGC kom fram að innan evrópu- samtaka leiðsögumanna, FEG, er unnið markvisst að eflingu menntun- ar leiðsögumanna og löggildingu starfsheitis þeirra. Bent var á að inn- an ESB ríkir vaxandi skilningur á mikilvægi ferðaþjónustu og miðlun menningaverðmæta til ferðamanna til að efla frið milli þjóða. Stjórnmála- menn í Evrópu líta það mjög alvar- legum augum ef slík miðlun evr- ópskrar menningararfleifðar fer fram á vegum lítt menntaðs fólks á þessu sviði. Félag leiðsögumanna og samtök danskra leiðsögumanna eru í FEG, en nú eru finnsku, norsku og sænsku samtökin að íhuga aðild að samtökum evrópskra leiðsögumanna. Formaður IGC til tveggja ára var kjörinn Borgþór S. Kjærnested, fyrr- verandi formaður Félags leiðsögu- manna, en fulltrúi Íslands í stjórninni er Halldóra Jónsdóttir. Aðrir í stjórn eru Anne Cathrine Almaas varafor- maður, Noregi, Elísabeth Sandell rit- ari, Danmörku, Solwig Wigén gjald- keri, Svíþjóð, og Margit Sellberg, Finnlandi. Næsta þing sambandsins verður haldið í byrjun apríl 2003 en ætlunin er að halda þingið um borð í ferju milli Kaupmannahafnar og Osló, seg- ir í frétt frá stjórn IGC. Kjörinn formaður nor- rænna leiðsögumanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.