Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 58

Morgunblaðið - 23.04.2002, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍÐUSTU daga, vikur og mánuði hafa margar greinar birst í blaðinu um stríðið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Flestar þeirra hafa verið út- húðun á Ariel Sharon og ríkis- stjórn hans og framferði þeirra á hernumdu svæðunum í Ísrael. Fáir hafa látið í ljós skoðanir sem styðja það framferði. Þrátt fyrir að marg- ir séu sammála um að aðgerðir Ísr- aelshers séu réttmætanlegar, þora ekki margir að láta það út úr sér af hræðslu við hreint og beint aðkast frá stuðningsmönnum Arafats á Ís- landi sem virðast nú orðið skipta þúsundum ef ekki tugþúsundum. Ég skil fullkomlega, í ljósi þess hve Íslendingar eru áhrifagjarnir, hvers vegna þessi hópur er svona stór. Fjölmiðlar og „stórir kallar“ hér á landi hafa tekið stöðu sína á móti Ísreal og hefur á ótrúlegan hátt fengið yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar með sér með birtingu blóðugra mynda og sagna sem oft á tíðum vantar hálfa sög- una í. Menn eins og Steingrímur „á móti öllu“ Sigfússon, Illugi Jökuls- son blaðamaður og jafnvel biskup vor hr. Karl Sigurbjörnsson hafa einnig tekið sér stöðu harkalega gegn Ísrael með framkomu sinni og/eða orðum. Fáir vita þó yfirleitt hverju þeir eru að mótmæla eða hvað þeir yfirleitt eru að tala um. Enginn þessara manna, hvað þá fé- lagið Ísland-Palestína, sem ég per- sónulega tel hóp menningarsinn- aðra mennta- og háskólanema sem vantar stefnu í líf sitt, veit yfirleitt hver aðdragandi stríðsins er í raun og veru. Hefur einhverntíma verið til viðurkennt ríki í heiminum, með ríkisstjórn, sem heitir Palestína? Hvernig getur leiðtogi sem for- dæmir hryðjuverk án nokkurs ár- angurs verið góður leiðtogi lands? Er Arafat nokkuð meira en gamall hryðjuverkamaður með skjálfandi neðrivör? Er Ariel Sharon sá antí- kristur, hryðjuverkamaður eða sá gjöreyðandi nútímans sem þjóð okkar telur vera? Hvernig væri að fólk færi bara að sitja á sínum skoðunum sem lýsa engu öðru en vanþroska og óljósri mynd frétta- manna á atburðum liðinnar stund- ar? Ég vil líka skora á menn að halda sig við efnið. Þá vil ég sér- staklega skora á hr. Karl Sigur- björnsson biskup að ganga ekki lengra út fyrir helgirit okkar Bibl- íuna en hann hefur þegar gert með orðum og gjörðum. Karl minn, kristnir menn skulu standa með þjóð Guðs er það ekki? Segir ekki orð Guðs svo að allar þjóðir heims muni snúast gegn Ísrael á síðustu dögum, viltu vera einn af þeim? Svo vil ég skora á stjórnmála- menn okkar litla lands, að láta ekki mikilmennsku sína verða til þess að dæma heila þjóð svo rangt að það eigi eftir að skaða þjóð okkar í dag og um framtíð og eilífð. Ein- beitið ykkur nú að stóriðjunni og verðbólguni, Bush reddar þessu þarna úti. Illugi og hinir blaðamennirnir, verið ekki að nota dauða fólksins sem þið vorkennið svo mikið til að koma höggi á sjálfstæðisflokkinn eða nokkuð annað sem tengist okk- ar góða landi. Við eigum ekki neina sök á málunum þarna úti, við get- um ekkert gert. Megi Guð vera með þeim sem hafa á réttu að standa, en mis- kunni sig yfir þá sem troða niður málstað sannleikans, góðar stund- ir. BIRKIR ÞÓR EGILSSON, Arnarsmára 12, Kópavogi. Gætum tungu okkar Frá Birki Þór Egilssyni: FYRIR stuttu var sýnd í sjónvarpi allra landsmanna afar áhugaverð mynd um frú Vigdísi Finnboga- dóttur fyrrverandi forseta. Eitt af því sem sagt var frá í myndinni var barátta hennar í þágu minnihluta- tungumála í heiminum. Þótt bar- átta Vigdísar sé vissulega göfug þá er rétt að gleyma því ekki að hér á Íslandi er ýmislegt sem gæti verið í betra lagi. Heyrnarlausir Íslend- ingar sem tala táknmál tilheyra nefnilega málminnihlutahópi, sem berst fyrir því að fá mál sitt við- urkennt sem móðurmál, en hefur hingað til átt í vök að verjast. Það vakti furðu mína og hugar- angur að myndin um frú Vigdísi var ekki textuð. Heyrnarlausir og mikið heyrnarskertir Íslendingar höfðu því engin tök á því skilja myndina. Fyrir þeim var þetta sundurlaus, óskiljanleg myndasýn- ing, sem er auðvitað afskaplega dapurlegt; heyrnarlausir vilja nefnilega gjarnan horfa á íslenskt sjónvarpsefni allt árið um kring en ekki bara um jól og áramót! Það er átakanlegt fyrir þá sem bera hag heyrnarlausra fyrir brjósti að þurfa að horfa upp á óréttlætið sem viðgengst í aðgeng- ismálum heyrnarlausra þegna þessa lands. Það er ekki síður öm- urlegt fyrir sjálfsmynd heyrnar- lausra Íslendinga að þurfa að sætta sig við það dag hvern að geta ekki fylgst með íslensku sjón- varpsefni, vera ætíð utangátta í öllu upplýsingastreymi nútímans. Ég skora því á íslensku sjónvarps- stöðvarnar (ekki síst þá ríksreknu sem ég styrki mánaðarlega hvort sem mér líkar betur eða verr), að taka nú myndarlega á textunar- málunum og láta af þeirri mis- munun sem ríkt hefur hér um ára- bil. BRYNDÍS SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Mávahlíð 12, Reykjavík. „Ljós heimsins“ Frá Bryndísi Snæbjörnsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.