Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 63

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 63
Þá leikstýrði hann hinni vanmetnu Coneheads þremur árum síðar, með Dan Akroyd í aðalhlutverki. En þekktastur er hann þó líkast til fyrir að hafa stýrt nokkrum tíma- mótamyndböndum fyrir norsku popparana í A-ha, og ber þar helst að nefna fyrsta myndband þeirra, við lagið „Take on me“. Á MYNDBANDI þessa vikuna kem- ur út athyglisverð grínmynd frá Bretlandi. Í henni tekur Tjallinn sig til og gerir stólpagrín að því allra heilagasta þar í landi. Nei, ekki var það drottningin heldur boltinn mað- ur! Enski boltinn sem er nánast lagð- ur að jöfnu við trúarbrögð þarna úti. Mike Bassett – England Manager er sett upp sem heimildarmynd, eitt- hvað sem snjallyrtur orðasmiður kallar „mockumentary“. Er myndin því sett upp á viðlíka hátt og ein frægasta grínmynd sögunnar, Spinal Tap eftir Rob Reiner, hvar rokklíf- ernið var dregið sundur og saman í útsjónarsömu gríni. Hér fylgjumst við með landsliðs- þjálfara Englands, Mike Bassett, sem kallar ekki allt ömmu sína. Bass- ett var ginntur til starfsins eftir að fráfarandi þjálfari fékk skyndilega hjartaáfall, og þrautin reyndist þung, að finna eftirmann hans. Hlut- irnir urðu nefnilega að gerast í ein- um grænum því að heimsmeistara- keppnin er á næsta leiti. Við fylgjumst svo með Bassett takast á við fjölmiðla, fyrirliða og froðusnakk, á milli þess sem hann berst við halda í friðinn og fótboltahugsjónina. Leikstjóri er Steve Barron. Eftir hann liggja fáar en frægar myndir. Fyrsta mynd hans var Electric Dreams (’84), sem í dag er hvað minnisstæðust fyrir frábært titillag- ið (flutt af Giorgio Moroder og Philip Oakey, söngvara Human League). Þá gerði hann Teenage Mutant Ninja Turtles árið 1990, en eins og við munum varð til heljarinnar æði í kringum þá félaga; Raphael, Leon- ardo, Michaelangelo og Donatello. Athyglisvert myndband: Mike Bassett – England Manager Áfram England! Mike Bassett baular á sína menn. TENGLAR ..................................................... www.mockumentary.com                                                           !"!#$ !"!#$      % ! !"!#$ !"!#$     !"!#$    % !  % !   !"!#$  % ! !"!#$ !"!#$   & & & ' !  ' !  ' !  ' !  & ' !  & ( ! ' !  ' !  ' !  & & ( ! & ' !  &                        !"!#  "     $      %  &' (&  ($   $ ) * )   ( + **     , - & .  /012 345 $ % % (    arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 63 BOTNLEÐJA er hæglega með langlífari rokksveitum landsins en þessir hafnfirsku piltar hafa nú verið að sleitulaust síðan þeir sigr- uðu Músíktilraunir árið 1995. Eftir þá liggja fjórar breiðskífur og efa- laust hundruð tónleika einnig T.a.m. héldu þeir afar orkuríka tónleika á nýafstaðinni Airwaves- hátíð, sem fram fóru síðastliðið haust, víðsvegar um Reykjavík. Meðal þeirra sem hrifust af leik Botnleðju voru meðlimir banda- rísku rokksveitarinnar Spörtu, sem lék á sömu tónleikum. Sveitin er stofnuð upp úr leifum At The Drive-In, sem vakti mikla og verð- skuldaða athygli fyrir plötu sína Relationship of Command, sem út kom árið 2000. Svo hrifnir urðu þeir reyndar að þeir buðu Botn- leðju, sem erlendis kallast Silt, að leika með sér á hljómleikaferðalagi í sumar. Botnleðjungar eru svo sem ekki óvanir ferðum sem þessum en árið 1997 spiluðu þeir með Blur í Bret- landi enn fremur sem þeir hafa skroppið í víking við og við til hinna og þessa landa. Um þessar mundir er Botnleðja að vinna að fimmtu breiðskífu sinni enn fremur sem unnið er að því að koma á dreifingarsamningum í Evrópu. Tónleikarnir hefjast 21. maí í Cardiff og standa til 6. júní en m.a. verður spilað í Dublin, Glasgow, Manchester, Amsterdam, Berlín, París, Brussel og London. Spilað með Spörtu Botnleðja býr sig undir flugið til Evrópu … Botnleðja í Evróputúr TENGLAR .................................................... – www.botnledja.is – www.spartamusic.com SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15.30. Ef þau lifðu á sömu öld væru þau fullkomin fyrir hvort annað Frábær rómantísk gamanmynd í anda Sleepless in Seattle með Meg Ryan og Hugh Jackman. Leysigeislasýning í sal 1 á undan myndinni Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú fílaðir American Pie og Road Trip þá er þetta mynd fyrir þig! Hættulegasti leikur í heimi er hafinn og það eru engir fangar teknir! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd í LÚXUS kl. 4.30, 7 og 10.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ - MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR - NEMA Í LÚXUSSAL KR. 400 KR. 400 KR. 400 KR. 400 betra en nýtt Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. „Fylgist með á www.borgarbio.is“ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 370.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 367. Sýnd kl. 8 og 10.10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335. 4 Óskarsverðlaun 421-1170  Kvikmyndir.is Sýnd kl.10.20. Bi 16.Sýnd kl. 8. Vit nr. 367. Sýnd kl. 10. ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Flottir bílar, stórar byssur og harður nagli í skotapilsi. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á ALLAR SÝNINGAR - MIÐAVERÐ KR. 400 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 16 ára Síðast barðist hann við mestu óvini sína. Nú munu þeir snúa bökum saman til að berjast við nýja ógn! Ótrúlegar tæknibrellur og brjálaður hasar!!! Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.