Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.05.2002, Qupperneq 17
Stjúpu tilboð Fullt verð á 30 stjúpum: 2.400 kr. 30 stk. aðeins 1.199 kr. (Blandaðir litir) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 77 85 05 /2 00 2 Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 17 ELFAR Guðni myndlistarmaður hefur nýverið tekið í notkun nýja vinnustofu sem staðsett er í fyrrverandi húsnæði Hraðfyrstihúss Stokkseyrar. Það er nú í eigu Hólmarastar sem er saltfisk- vinnsla. Þegar fréttaritari leit inn hjá Elfari og spurði hann út í þessa nýju aðstöðu sagði hann að eigendur Hólmarastar hefðu komið að máli við sig og boðið sér þessa aðstöðu og hann ákveðið að slá til og sjái ekki eftir því. Við það að Hólmaröst keypti húsið og kom með starfsemi sína þangað fyrir nokkrum árum, og hefði sýnt vilja til að fylla það aftur af lífi, hefði bjartsýni sín aukist sem ef til vill má sjá í mynd- unum því þær eru mun mildari og jákvæðari. Það eru ekki sömu átök og áður. Fréttaritari spyr Elfar út í allar þessar möppur sem hann er með og er búinn að mála á þær marg- ar. Svarar hann því til að þegar hann flutti inn hafi verið þar heil ósköp af möppum frá fyrri eig- endum, sennilega um 500 möppur. Hann hafi fengið að eiga þær og farið að velta fyrir sér hvað gera ætti við möppurnar og hafi sér dottið í hug að mála á þær myndir í léttum stíl af lífinu á Stokkseyri bæði í nútíð og fortíð. Elfar mun einnig nota vinnuaðstöðuna sem sýningarsal sem hann kallar Gallerý Svartaklett og mun opna þar sýningu á verkum sínum í dag, laugardaginn 18. maí. Sýningin stendur til 9. júní. Þetta er 38. einkasýning Elfars sem vanalega hefur sýnt í samkomuhúsinu Gimli en vegna breyttrar notkunar á því gangi það ekki upp. Sýningin er opin um helgar kl. 14–22 og virka daga kl. 17–22. Þess má til gamans geta að oftar en ekki hafa komið um 1.000 manns á sýningar Elfars Guðna í gegnum árin. Elfar Guðni sýnir á Eyrarbakka Stokkseyri Ljósmynd/Gísli Gíslason EIGENDUR Kjarvalsverslananna hafa látið það boð út ganga að verslununum á Stokkseyri og Eyr- arbakka verði lokað um mánaða- mótin júní og júlí. Þetta eru einu verslanirnar á báðum stöðunum og því er kvíði í fólki yfir að enginn skuli ætla að taka við þeim. Á Selfossi eru tvær lágvöru- verslanir með matvöru, Bónus og Krónan, auk stórmarkaðar KÁ og verslunarinnar Hornsins, sem einnig er matvöruverslun. Sjálfsagt kaupir fólk nauðsynjar sínar þar sem verðið er lægst, að öllu jöfnu, og því hafa viðskipti Eyrbekkinga vafalítið flust til fyrrgreindra verslana á Selfossi. Ef fólk vantar nagla eða saumnál- ar, svo eitthvað sé nefnt, verður að sækja það á Selfoss og ferðin þá jafnframt notuð til annarra inn- kaupa. Þessi lokun verslananna kemur þó verst niður á þeim sem ekki hafa yfir bíl að ráða, svo sem mörgum eldriborgurum. Það mun vera í athugun hvort bensínstöðv- arnar geti bjargað málunum á ein- hvern hátt, að minnsta kosti hvað varðar mjólkurvörur, brauð og aðrar nauðsynlegustu vörur sem heimilin þarfnast. Kjarvali lokað Eyrarbakki UM hvítasunnuna verður opnuð leir- listar- og málverkasýning í Óðins- pakkhúsinu á Eyrarbakka. Þar hef- ur undanfarið verið tekið til hendinni við hvers konar lagfæring- ar. Síðast þjónaði þetta hús sem veiðarfærastöð, en upphaflega var þetta reist af Kaupfélaginu Heklu árið 1913 og þá auðvitað kallað Heklupakkhús og framundan því var Heklubryggja. Sýnendur í Óðinsgalleríi; eru Ingi- björg Klemensdóttir, sem sýnir leir- og postulínsverk, og Sverrir Geir- mundsson sem sýnir olíumálverk. Sýningin verður opin um helgar og eftir samkomulagi aðra daga, fram á 17. júní. Málverka- og leirlistar- sýning Eyrarbakki ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Veiðiskap- urinn er kominn á fulla ferð Selfoss NÚNA er allt á fullu í veiðiskapn- um og mjög góð vorveiði hérna í kring, til dæmis í Hlíðarvatni,“ sagði Ágúst Morthens í Veiðisporti á Selfossi en hann hefur gjarnan fingurinn á veiðipúlsinum á Sel- fossi. „Það voru nokkrir félagar mínir að koma úr veiði í Hlíð- arvatni með 27 fiska og þar á und- an voru menn að fá þetta 15–15 fiska á dag. Í Soginu er aðeins minni veiði en heldur stærri fisk- ur. Svo eru menn að missa stórar bleikjur í Hlíðarvatni, það var saga um einn sem missti um 10 punda bleikju og eingöngu fyrir það að menn eru með granna tauma svona á vorin enda bleikjan mjög taumafælin,“ sagði Ágúst Morthens.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.