Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 18.05.2002, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 51 Rjúpnahæð er nýr leikskóli við Rjúpnasali í Kópavogi. Í honum eru sex deildir með rými fyrir 119 börn á aldrinum 2-6 ára. Starfsemi í Rjúpnahæð hefst mjög fljótlega. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og skoða húsnæði leikskólans og leikvöllinn sem er sérstaklega spennandi. Hönnuðir: Arkitekt: Sveinn Ívarsson, arkitekt f.a.í. Burðarþol: Verkfræðistofa Kópavogs Lagnir: Verkfræðistofa Þórhalls Jónssonar Raflagnir: Raflagnateiknistofa Thomasar Kaaber Lóð: Landmótun Verktakar: Aðalverktaki: Baldur Jónsson Múrverk: G.G. Múr Málun: Kristinn Hermansen Pípulagnir: Bunustokkur ehf. Blikksmíði: Blikksmiðjan Funi Raflagnir: Straumvirki Dúklagnir: Dúklagnir Innréttingar: J.P. Innréttingar Húsgögn: Á. Guðmundsson Eldhús: A. Karlsson Lóð: Garðyrkja Umsjón: Tæknideild Kópavogsbæjar, Jón Ingi Guðmundsson Nyr leikskóli í Kópavogi Komdu og skoðaðu nýjasta leikskóla Kópavogs í dag, kl. 13.00 til 16.00. Galopid hús í dag Við óskum Kópavogsbúum til hamingju með nýjasta leikskóla bæjarins. Sjáumst ara en Jódínus Álfberg sé tekinn til við að móta skipulagsstefnu borg- arinnar. Að flytja kynstur af grjóti frá einum stað til annars í gegnum borgina og fremja í leiðinni nátt- úruspjöll að nauðsynjalausu á báð- um endum er ótrúlega dýr og van- hugsuð aðferð til að búa til byggingarland. Ein af auðlindum Ís- lendinga, þar með höfuðborgarbúa, er mikið landrými og ber að nýta það, eins og aðrar auðlindir, með hagkvæmum hætti í stað fjáraust- urs, sem fáum gagnast. Af sama toga er ábyrgðarleysið gagnvart flugvellinum í Reykjavík. Flugvallarstarfsemin veitir höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni verðmæta þjónustu, og hún er at- vinnu- og tekjulind fyrir borgina. Flugvöllurinn skipar henni sess sem samgöngumiðstöð landsins alls fyrir fólk og varning. Að auki er stórfellt öryggisatriði að hafa flugvöll í borg- inni í grennd við öflugt sjúkrahús vegna sjúkraflugsins. Hættan af flugvellinum er minni en af akstri eftir Reykjanesbrautinni. R-listinn hyggst eyðileggja rekstrargrundvöll vallarins með því að afnema tvær flugbrautir af þremur og stefnir þannig að því, að Reykjavíkurflug- völlur veslist upp. Þannig er fórnað gríðarlegum hagsmunum á altari hégómleikans og gengið í berhögg við vilja samgönguyfirvalda í land- inu og fjölmargra Reykvíkinga. Lýðræðið er fótumtroðið, því að næsta víst er, að vilji meirihluta landsmanna stendur til eflingar vell- inum fremur en að draga úr honum allan mátt. Nær væri að ganga til samninga við ríkið um byggingu samgöngumiðstöðvar við völlinn, sem mundi falla afar vel að annarri starfsemi í Vatnsmýrinni, og um ný samgöngumannvirki til að tengja Vatnsmýrina við allt höfuðborgar- svæðið. R-listinn er svo þröngsýnn og lít- illa sanda og sæva, að honum ferst stjórnun höfuðborgarinnar með ein- dæmum illa úr hendi. Hér að ofan var nefnd til sögunnar ein af per- sónum Kristnihalds undir Jökli. Að- alpersónan, séra Jón Prímus, gekk í öll verk. Þar blómstraði með öðrum orðum stéttasamvinna í stað stét- tastríðs. Engum vafa er undirorpið, að fyrrnefnda stefnan er öllum landslýð mun hagfelldari en sú seinni. Í kjörklefanum er rétt að hafa það í huga og velja þá aðila, sem líklegastir eru til að vinna í anda vígorðanna „stétt með stétt“. Höfundur er rafmagns- verkfræðingur. inlegu vatnsbóli ofan byggðarinnar í svokölluðum Mygludölum, en þar er fyrirtaks vatnsból sem duga myndi næstu áratugi fyrir byggð- arlögin sunnan Reykjavíkur. Við eigum að horfa til langrar fram- tíðar, næstu 50–100 ára, og leggja grunn að öruggu neysluvatni. Í þessu sambandi er hyggilegt að tengja saman vatnsból Reykvík- inga og hið nýja sameiginlega vatnsból, þannig að ef annað spillt- ist tímabundið t.d. vegna meng- unarslyss mætti hleypa á milli. Við slíkar öryggisráðstafanir búum við hvað raforkuna varðar. Þegar höfuðborgarsvæðið er jafn hólfaskipt og raun ber vitni verða menn að vinna mun betur saman en þeir gera í dag og láta jafn- framt af gamaldags hreppahugs- unarhætti. Það er í það minnsta mín skoðun og að henni vil ég vinna. Garðabær Við eigum að horfa til langrar framtíðar, næstu 50–100 ára, segir Einar Sveinbjörnsson, og leggja grunn að öruggu neysluvatni. Höfundur skipar 1. sæti á B-lista, óháðra og Framsóknarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.